Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 ✝ Þórunn HelgaGuðmund- ardóttir fæddist á Ísafirði 14. júlí 1959. Hún lést á heimili sínu 8. nóv- ember 2012. Þórunn ólst upp á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp. Foreldrar hennar eru Guðmundur Kristján Magn- ússon, f. 1927, og Kristín Stein- unn Þórðardóttir, f. 1928, d. 2005, bændur á Melgraseyri. Systkini Þórunnar eru 1) Snæv- ar Guðmundsson, f. 1956, giftur Önnu Guðnýju Gunnarsdóttur, f. 1969, sonur Snævars Jakob Már, f. 1988, synir Önnu Ástþór Ingi, f. 1993, og Gunnþór Tumi, f. 1996. Dætur Snævars og Önnu eru Kristín Valgerður, f. 2004, og Steinunn Jóhanna, f. hennar í Menntaskólann á Ísa- firði, lauk námi í tækniteiknun frá Iðnskólanum á Ísafirði, 1985 lauk hún námi við Sam- vinnuskólann á Bifröst. Þórunn var að hefja nám að nýju og stefndi á háskólanám í skóg- fræði. Þórunn vann fjölbreytt störf, fyrst landbúnaðarstörf á Melgraseyri, fiskvinnslu með skóla á Ísafirði, á bæjarskrif- stofu Bolungarvíkur, skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykja- vík þar sem hún var mjög virk um árabil og var eitt kjör- tímabil varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Vest- fjarðakjördæmi. Hún sat í stjórn sjúkrahússins á Patreks- firði meðan hún bjó á Tálkna- firði á árunum 1993 til 2002 þar til hún flutti til Kópavogs. Hún starfaði að sveitarstjórn- armálum á Tálknafirði meðan hún bjó vestra. Eftir að Þórunn flutti suður vann hún m.a. fyrir Handprjónasamband Íslands og sem leigubílstjóri. Útför Þórunnar Helgu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 16. nóvember 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. 2007. 2) Magnea Jenny Guðmund- ardóttir, f. 1963, dóttir hennar er Ragnheiður Krist- ín, f. 1991. Þórunn giftist 1979 Steindóri Karvelssyni, f. 1958, þau skildu, saman eiga þau soninn Fannar Karvel, f. 1980, sem er í sambúð með Sigríði Þórdísi Sigurðardóttur, f. 1978, þau eiga synina Sigurð Karvel, f. 2008, og Steindór Orra, f. 2011. Þórunn giftist 1995 Kolbeini Péturssyni, f. 1963, þau eiga saman Natan, f. 1993, Sölku, f. 1995, og Arnfinn, f. 1996. Þórunn gekk í Reykjanes- skóla og tók landspróf í Reyk- holti í Borgarfirði, síðan lá leið Elsku mamma mín. Ævi þín var stutt en viðburðarík og af öllu stendur það upp úr hversu góð þú varst við alla menn, engu skipti hvort um var að ræða kóng eða prest, betlara eða lítilmagna, öll- um mættir þú á jafnréttisgrund- velli og í þínum augum var eng- inn maður öðrum æðri. Alltaf lagðir þú þig fram við að hjálpa þeim sem minna máttu sín og aldrei liðum við systkinin skort á nokkru og hvað þá ást og um- hyggju. Þegar ég rifja upp góðu tím- ana okkar veit ég varla hvar skal byrja. Allar þær stundir sem við áttum ein saman við bras og basl, þegar við áttum heiminn alein á leiðinni í sveitina, borðandi glæ- nýjar gúrkur á leið heim frá ömmu og afa eða stóru fjöl- skyldumáltíðirnar í litlu íbúðinni við litla borðið þar sem sannast að þröngt mega sáttir sitja. Sú ást og umhyggja sem þú ólst mig upp við er ómæld og kemst ekki fyrir í fáum orðum, henni kem ég til með að skila til ömmuljósanna þinna eins vel og ég get. Sigurður og Steindór eiga eftir að sakna þín og allra stundanna sem þið áttuð við að brasa hitt og þetta. Mér er minnisstætt þegar Sig- urður Karvel fékk að vera hjá ömmu einn daginn þegar hann var lasinn og þann dag vökvaði hann blómin, umpottaði öðrum blómum og bakaði vínarbrauð og fór með til langafa, marga daga eftir þann dag sagðist minn mað- ur vera veikur og þurfa að fara til ömmu Tótu. Alveg eins vildi Steindór Orri hvergi annars stað- ar vera en hjá ömmu, hljóp að húsinu þegar við komum og beint í fang ömmunnar og yrti varla á pabbann sem beið eftir kveðju- knúsinu, hann var sko kominn til ömmu. Drengirnir mínir hafa misst mikið en þeir munu minn- ast þín alla ævi fyrir þann kær- leik og endalausu hjartahlýju sem þú veittir þeim og okkur. Það er með trega í hjarta að ég kveð þig mamma mín, alla mína tíð mun ég leitast við að halda minningu þinni hátt á lofti og veita öllum þá umhyggju og skilning sem þú sýndir okkur öll- um. Ég veit að þér líður vel núna og vakir yfir okkur alla okkar daga, núna ertu komin heim. Í Djúpinu er dásamlegt að vera því dásamlegri stað ei nokkur veit í Djúpinu er dásamlegt að vera því Drottinn skóp þar unaðslegan reit. Við sitjum þar og horfum út á hafið og hugur fer á minninganna slóð við sitjum þar og horfum út á hafið og hlýðum klökk á liðins tíma óð. (Jón Fanndal) Fannar Karvel. Elsku mamma, nú er þinn tími kominn til að halda á vit nýrra ævintýra og verkefna þótt þú haf- ir yfirgefið okkur svo snemma og skjótt að erfitt er að sætta sig við. Þú sýndir öllum í kringum þig kærleik og umhyggju, sama hvort hann var fátækur öryrki eða vel stæður þingmaður. Hvert sem þú fórst geislaði umhyggja og kærleikur sem fáir aðrir geta gefið frá sér. Þú brostir alltaf; sama hvað á reyndi og sama hvað var að angra þig þá var velferð annarra alltaf efst í huga þér. Þú gafst allt sem þú hafðir til skiptanna til þeirra sem ekkert höfðu og kenndir mér að góð- mennska er besta gjöfin sem hægt er að gefa. Allt sem þú gast gefið gafstu og gerðir allt sem þú gast til að líf okkar systkinanna væri sem best. Þú reyndir hvað þú gast að hlífa mér fyrir erfiðleikum heims- ins og leiddir mig í gegnum erfiða tíma. Þú bjóst ekki í veglega ein- býlishúsinu sem þig alltaf dreymdi um en hvert sem þú fluttir var alltaf þessi tilfinning um að hér væru allir velkomnir þótt þröngt væri. Allir sem vildu gátu til þín leitað í vanda og þú gerðir það sem var í þínu valdi til að leysa það. Þú kenndir mér jafnrétti og virðingu og að enginn væri betri en annar bara vegna stöðu sinnar eða ætternis. Við hefðum öll fæðst jöfn og réttur okkar á lífi væri alltaf sá sami hvort sem við værum svört, hvít, konur, karlar, Íslendingar eða arabar og sýndir þú það kannski best þegar þú tal- aðir um guð sem svarta konu í Afríku. Þú sýndir mér mikilvægi fjöl- skyldu og að ekkert væri mikil- vægara en sterk fjölskylda sem kæmi sem oftast saman þótt það væri í þessari smáu íbúð sem þú bjóst í. Nú ertu komin til ömmu og með henni horfir þú niður til okk- ar allra og þið passið að leiða mig á réttar brautir og sjáið til þess að ég sé aldrei einn, sama hvar ég er í heiminum. Þú horfir niður á okkur systkinin og sonarsyni þína og við vitum öll að þrátt fyrir erfiðleika þína elskaðir þú okkur alltaf af öllu hjarta og vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Nú ertu með mér í hjarta og lýsir mér leið í myrkri og fyllir mig von þegar allar leiðir virðast lokaðar. Ég lofa þér mamma að halda minningu þinni á lofti um ókomna tíð. Ég lofa þér að ég held baráttu þinni fyrir jafnrétti og virðingu þeirra verst stöddu áfram og að ég mun alltaf passa að enginn verði annars flokks borgari eða útundan í öllu sem ég mun taka mér fyrir hendur. Andi þinn er kominn heim í sveitina þar sem þú áttir heima og þú ert þegar byrjuð að minna á þig í kringum okkur og munt aldrei hverfa mér úr hjarta. Natan. Eins og lífið er yndislegt þá dregur stundum fyrir sólu og við upplifum erfiða tíma. Undan- farna daga hefur sólin verið á bak við skýin og söknuður og þakk- læti verið þær tilfinningar sem ég hef upplifað. Þegar okkar tími er kominn er ekkert sem stöðvar það, svo mikið er víst. Þau eru misjöfn verkefnin sem við veljum okkur í lífinu og öll förum við mis- jafna leið til að ná þeim. Sumum er hún auðveld en flestum er hún strembin. Þitt verkefni var mikið og stórt en það er trú mín að þú hafir verið búin að klára það, vinna barátt- una og sættast við sjálfa þig, guð og menn og því kominn tími til að kveðja þetta jarðlíf. Undanfarnir mánuðir hafa verið yndislegir og þér búið að líða svo vel; hlakkaðir til framtíðarinnar, komin í skóla og farin að setja þér markmið, sem var svo gott fyrir okkur hin að finna og heyra. Litlu ömmu- ljósin þín voru svo sannarlega að hjálpa þér að finna lífskraftinn og tilganginn með þessu öllu saman, enda varstu alltaf boðin og búin til að vera með þá, sækja þá í leik- skólann og aðstoða okkur á allan hátt. Strákarnir stukku af stað um leið og við renndum í hlað fyr- ir utan blokkina og kepptust um að fá að ýta á takkana til að opna dyrnar og hlaupa í faðminn á þér þegar þú beiðst í dyrunum. Þeir eru búnir að missa svo mikið og þá sérstaklega Sigurður Karvel enda voruð þið bestu vinir í heim- inum. Hjá ömmu Tótu gátu þeir dundað sér með allt og ekkert á meðan þú sast í stólnum þínum og prjónaðir lopapeysurnar eða lást á gólfinu og lékst við þá. Þið brölluðuð svo mikið saman, ferð- irnar með strætó á bókasafnið, dundið í litla garðinum þínum þar sem þú leyfðir þeim að sulla og vökva blómin, bökuðuð kökur fyrir langafa sem þið fóruð með til hans, gáfuð fiskunum, lékuð með potta og sleifar og ótal litlir hlutir sem skiptu okkur svo miklu máli. Alltaf gafstu þeim at- hygli þína 100% og það var svo gaman að sjá hvað þeir voru af- slappaðir og glaðir þegar þeir voru hjá þér, enda sagðirðu alltaf þegar við komum að sækja þá: „Þeir eru búnir að vera alveg yndislegir og ekki heyrst eitt ein- asta tuð eða taut í þeim,“ eitthvað held ég að það hafi kannski ekki alltaf verið alveg satt. Við Fannar ræddum svo oft um það hversu heppin við værum að hafa alla góðu stundirnar með þér og strákarnir svo heppnir að fá að eiga þig að og kynnast þér. Þegar þér leið vel þá hugsaðir þú svo vel um börnin þín og alla sem á vegi þínum urðu, bæði dýr og menn, fórst með mat til þeirra sem þurftu, snattaðist með gormana þína út um borg og bæ eða skrappst með langafa vestur í Djúpið þitt þar sem þér leið alltaf svo vel. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við ræddum um lífið og tilveruna og þú sagðir mér frá því hvað væri efst á blaði hjá þér þá stundina. Við litla fjölskyldan erum heppin að eiga ömmu Tótu engil á himnum sem passar vel upp á okkur. Skammdegi og skuggsýnt er ský á himin draga ömmuljósið lýsir mér léttir alla daga. (Amma Tóta, okt. 2012) Elsku fallega og góða Þórunn mín, ég á eftir sakna matarboð- anna þinna, heimsóknanna og nærveru þinnar, hafðu það sem best. Þín Sigríður Þórdís. Meira: mbl.is/minningar Kæra mágkona, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér. Ég man þegar ég sá þig fyrst, við Snævar vorum búin að vera saman í einhvern tíma. Ég kem í Jökulgrunnið og ertu þar í heimsókn, þetta var að sumri til. Þegar ég sá þig hugsaði ég: „Vá, hún er eins og gyðja.“ Þarna varstu brosandi, falleg, dökk á brún og brá, með dökkt sítt hár og í mjallahvítum hörkjól. Frá þessum fyrstu kynnum erum við búnar að eiga góðar stundir og er efst í huga mér sl. sumar. Við áttum góðar stundir á Melg- raseyri þar sem þú undir þér best. Þar varstu í essinu þínu að leggja net og veiða, grafa fyrir staurum, tína ber og sveppi. Taka á móti fólki, elda og prjóna. Þú varst sú færasta að veiða og kenndir mér margt. Þú kunnir að lesa landið, ána og sjó- inn og vissir nákvæmlega hvern- ig átti að umgangast náttúruna. Þú lagðir og greiddir úr netinu eins og ekkert væri. Óðst ískalt vatnið upp í hné ef þú þurftir og fannst allt gaman. Ég sé þig líka fyrir mér þar sem þú situr flötum beinum að grafa fyrir hornstaur- um með skóflu og gamlan pott að vopni. Við áttum líka yndislegar stundir fyrir framan kamínuna, ræddum alla heima og geima og prjónuðum út í eitt. Þú sagðir mér svo margt í sumar sem þú hefur ekki verið tilbúin að ræða áður sem varð til þess að ég skildi þig svo miklu betur þar sem stundum varst þú algjör ráðgáta. Þú varst alltaf brosandi og dillaði í þér hláturinn. Þú hændir að þér öll börn á augnabliki. Þú geislaðir af krafti og höfðum við oft að orði að þú værir bara ofvirk. Það var stundum eins og hundrað manns væru þar sem þú varst því allt gekk svo hratt og aldrei nein vandamál, þú bara gekkst í verk- in. Þar held ég að þú hafir verið lík henni mömmu þinni, algjör dugnaðarforkur. Þú einfaldlega tókst af skarið með svo marga hluti. Minningarnar streyma fram og man ég hvað það voru góðir tímar þegar þú komst að Hamri, þú fylltir húsið af lífi og gleði. Þú varst ekki búin að vera þar nema augnablik þegar húsið angaði af kökuilmi, búið að skúra út og hugurinn kominn út. Smala- mennska var nú ekki mikið mál fyrir þig og sé ég þig rjóða í kinn- um, brosandi í alltof stórri lopa- peysu, nýkomna af hestbaki og ánægða með dagsverkið. Ég man þegar þú þrælaðir Michael í smalamennsku og hvað þú hlóst að honum þegar hann kom labb- andi heim með hestinn í taumi. Þér fannst hann ekki mikill hestamaður né smali þá, en mikill dýravinur var hann. Það átti vel við þig að keyra leigubíl eins og þú gerðir síðast- liðin ár. Þér hentaði vel að vera á ferðinni og þú elskaðir að hitta fólk og spjalla. Þér fannst þú svo rík að eiga fjögur gullfalleg börn og ekki síst varstu rík þar sem þú áttir tvo ömmustráka sem þú kallaðir ömmuljósin þín. Það er með söknuði sem ég kveð þig, elsku Þórunn mín. Þú minntir mig reglulega á að ég ætti að fara vel með hann bróður þinn, þú hljópst um leið og gerðir grín en ég veit að þú meintir þetta. Elsku Snævar minn, Guð- mundur, Magnea, Fannar, Nat- an, Salka, Arnfinnur, Sirrý og ömmuljósin, Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk í þessari erf- iðu raun. Anna Guðný Gunnarsdóttir. Fyrir þremur vikum fékk ég símtal sem hófst með kunnuglegu og vinsamlegu ávarpi og svo kom hlátur. Skellandi, smitandi og yndislegur hlátur. Það var þá sem ég áttaði mig á hver var á lín- unni og það gladdi mig að heyra þessa rödd úr fortíðinni. Þetta var hún fyrrverandi mágkona mín, Þórunn Helga Guðmundar- dóttir. Þetta kvöld áttum við mjög skemmtilegt samtal um líf- ið, um börnin okkar, um hesta og um fólk sem við þekktum. For- tíðin var rædd og við mæltum okkur mót og ákváðum að fara saman með börnin okkar á hest- bak í desember. Eftir símtalið rifjaði ég upp gamla daga, gleði- legar samverustundir og ég brosti með sjálfri mér. Þórunn var skemmtileg kona. Ég kynntist Þórunni Helgu sumarið 1981. Hún var frá Melg- raseyri, en bjó þá í Bolungarvík ásamt eiginmanni sínum og syni þeirra, Fannari Karvel. Hún var lífsglöð, réttnefndur orkubolti og mikill húmoristi. Ég man hvað ég dáðist að henni og fannst gaman að vera í kringum hana – hún var svo dugleg og kunni svo margt! Næstu árin tókst milli okkar mik- ill vinskapur. Við vorum ekki ein- ungis mágkonur heldur líka vin- konur. En, eins og gerist stundum, skilur leiðir. Þórunn Helga Guðmundardóttir ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS ELDJÁRNS KRISTINSSONAR, Vitateigi 3, Akranesi. Sérstakar þakkir til Jóns Örvars Kristinssonar læknis, starfsfólks lyfjadeildar HVE Akranesi, Heimahlynningar og sjúkraflutninga- manna. Þórný Elísdóttir, Kristinn Eldjárn Friðriksson, Þóra Jónína Björgvinsdóttir, Elís Þorgeir Friðriksson, Auður Gudjohnsen, Ágústa Hjördís Friðriksdóttir, Hrafn Elvar Elíasson, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VIGFÚSAR ÓLAFSSONAR, Víðilundi 9, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við öllu starfsfólki lyflækningadeildar á Sjúkrahúsi Akureyrar fyrir góða umönnun. Anna Gunnur Vigfúsdóttir, Anton Sölvason, Sigurlaug María Vigfúsdóttir, Sigurður Vigfússon, Þóra Elísabet Leifsdóttir, Hulda Vigfúsdóttir, Ómar Stefánsson, Gunnar Vigfússon, Jóhanna María Friðriksdóttir, Dóra Vigdís Vigfúsdóttir, Ámundi Sjafnar Tómasson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra sambýlismanns, föður, tengdaföður og afa, HANS ÓLA HANSSONAR, Tröllakór 1, Kópavogi, sem lést af slysförum laugardaginn 20. október. Ólöf Ólafsdóttir, Sævar Hansson, Valdís Brynjólfsdóttir, Sigrún Júlía Hansdóttir, Vilmundur Friðriksson, Kolbrún Steinunn Hansdóttir, Þórarinn Gunnarsson, og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HANNA G. JÓNSDÓTTIR Laufskálum 12, Hellu, áður til heimilis að Hólmgarði 54 í Reykjavík, er látin. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum samúð og vinarhug. Einnig viljum við þakka starfsfólki á hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Lundi fyrir einstaka umönnun. Einar Örn Hákonarson, Margrét Björnsdóttir, Jón Haukur Hákonarson, Svava Árdís Jóhannsdóttir, Kolbrún Hákonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.