Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. nóvember 2012, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2012 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2012, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2012 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Heila- og taugaskurðlækningadeild B6 á Landspítala Fossvogi hefur fengið að gjöf ómskoðunartæki til að mæla blóðflæði í æðum við skurðaðgerðir. Gjöfin er til minningar um Jakob Örn Sigurðarson sem lést 9. mars 2008 af völdum heilablæð- ingar, þá á ellefta ári. Foreldrar Jakobs Arnar og einn af þremur bræðrum hans afhentu gjöfina. Aðdragandi hennar var sá að fyrirtækið Sensa ehf. varð 10 ára fyrr á árinu en fað- ir Jakobs hefur starfað þar síðan 2003. Í tilefni af afmælinu og að Jakob Örn var 10 ára þegar hann lést færði Sensa fjölskyld- unni peningagjöf til minningar um dreng- inn sem henni var falið að gefa áfram þangað sem hún kæmi að góðum notum. Jakob Örn hafði átt margar stundir á skrifstofu Sensa og þekkti starfsfólkið mjög vel. „Fjölskyldan vildi að minningar- gjöfin tengdist heilablæðingum á einhvern hátt og ákvað að færa heila- og tauga- skurðlækningadeildinni hana,“ segir í til- kynningu frá LSH. Herdís Þorláksdóttir, móðir Jakobs Arn- ar, segir að það sé gott að geta gefið í minningu barnsins síns og haldið minningu þess lifandi. „Tækið er ekki eins og hvert annað tæki sem er keypt heldur er það minning um barn,“ segir Herdís. Viðstödd afhendinguna voru Ingvar Há- kon Ólafsson, heila- og taugaskurðlæknir, Aron Björnsson, yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga, Herdís Þorláksdóttir (móðir), Sigurður Magnús Jónsson (faðir), Rafnar Örn Sigurðarson, 10 ára yngri bróðir, og Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf. Tveir yngri bræður, Óttar Örn og Ívar Örn, voru heima. Ingvar brá nýja tækinu á Rafnar Örn og það reyndist vera ágætis blóðflæði í fimleikastráknum. Gáfu ómskoðunartæki í minningu 10 ára drengs Birkir Fanndal Mývatnssveit MýSköpun heitir félag sem stofn- að hefur verið í Mývatnssveit. Tilgangur félagsins er að vinna að umhverfisvænni nýsköpun í sveitinni, sem byggð verði á ræktun lífmassa svo sem þörunga úr Mývatni og nýtingu umfram- varma sem hér er til staðar í verulegu magni. Unnið hefur verið að undirbún- ingi þessa verkefnis síðan 2010 í samstarfi Skútustaðahrepps, Há- skólans á Akureyri og Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. Segja má að hugmyndin hafi kviknað á íbúafundi sem haldinn var í Skjólbrekku 27. febrúar 2010. Það var síðan í júní á þessu ári sem haldinn var kynningar- fundar í Reykjahlíð. Á þann fund voru boðaðir íbúar Mývatns- sveitar og nágrannasveitarfélaga. Þar voru hugmyndir reifaðar og fyrirspurnum svarað. Á stofn- fundinum, sem haldinn var í síð- ustu viku, voru nær 40 manns, heimafólk ásamt fulltrúum frá Háskólanum á Akureyri, Nýsköp- unarmiðstöð Íslands og Matís. Eftir framsöguerindi og um- ræður var gengið til stofnunar félagsins MýSköpun ehf. Í stjórn hins nýja félags voru kosin: Dag- björt Bjarnadóttir, oddviti Skútu- staðahrepps, sem er formaður – aðrir í stjórn: Þorsteinn Ingi Sig- fússon, Hjörleifur Einarsson, Óli Grétar Blöndal Sveinsson og Jó- hann Friðrik Kristjánsson. Rúmum 10 milljónum hefur verið safnað í hlutafé auk þess sem nokkrir aðilar hafa heitið margskonar stuðningi við fyrir- tækið. Bjartsýni var ríkjandi á fund- inum og ekki síst vegna þeirra fjölbreyttu möguleika sem eru í lífríki Mývatns og jarðvarmanum auk annars. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Verðmæti Í Mývatni er fjölbreyttur lífmassi sem skoðaður verður með tilliti til nýtingar. Á myndinni er sérstakur gerlagróður á botni Mývatns. MýSköpun stofnuð í Mývatnssveit  Tilgangur félagsins er að vinna að umhverfisvænni nýsköpun í sveitinni Fyrrverandi starfsfólk Iceland Ex- press heldur markað að Ármúla 7 dagana 15., 16. og 17. nóvember. Kallast hann Bjútý frí markaðurinn og jafnframt hefur verið opnað kaffihúsið Iceland Expressó. Í tilkynningu frá starfsfólkinu segir að á markaðinum kenni margra grasa. „Þarna verður til dæmis á boðstólum notaður fullorð- ins- og barnafatnaður sem oftar en ekki hefur verið keyptur á erlendri grundu, undurfagrir aðventu- kransar, ýmiss konar handverk, glys, glimmer og tóm hamingja,“ segir í tilkynningunni. Fyrrverandi starfsfólk IE verður á staðnum, þeirra á meðal fluglið- arnir fyrrverandi Edda Björgvins, Heiðar Jónsson og Helga Braga. Opið verður alla dagana frá kl. 13-18. Fyrrverandi starfsfólk IE með markað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.