Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 31
myndir. Myndir minninga minna
af manninum sem nú er kvaddur
af ástvinum sínum með söknuði
og trega eru æði margar og fjöl-
breyttar. Myndirnar eiga þó all-
ar eitt sameiginlegt. Þær mynda
í sameiningu heilsteypta sýn af
sérlega vönduðum og hjartahlýj-
um manni sem ég á svo ótal
margt að þakka. Það er einmitt
þakklæti sem er mér efst í huga
þegar ég feta nú braut minning-
anna.
Þegar móðir mín fæðist í
þennan heim er rétt um mán-
uður liðinn frá andláti föður
hennar. Hún varð af þeim sökum
af því að kynnast föður sínum.
Hún varð þó þeirrar gæfu að-
njótandi að eiga eldri bræður
sem gátu gengið henni á vissan
hátt í föðurstað. Föðurmynd
hennar var að mörgu leyti í
formi Hreins og kann ég honum
óendanlegar þakkir fyrir að hafa
hlúð svona vel að lítilli systur
sem seinna átti eftir að ala und-
irritaðan.
Mínar fyrstu minningar eru
tengdar þeim góðu stundum sem
ég naut þegar ég fékk að vera í
pössun í Bólstaðarhlíðinni hjá
Hreini og Hrefnu. Það var alltaf
tilhlökkunarefni þegar mér var
tilkynnt að nú fengi ég að gista
hjá þeim. Mér eru nokkrar
stundir sérstaklega minnisstæð-
ar, en fyrir utan þann dýrind-
ismat sem húsfreyjan í Bólstað-
arhlíðinni galdraði fram með
bundið fyrir augun, þá var það
kærleikurinn sem umvafði and-
rúmsloftið sem saddi sálina líkt
og krásirnar gerðu fyrir mag-
ann.
Um 17 ára aldurinn fékk ég
sumarstarf hjá Pósti og síma á
tengigrind í Múlastöð. Þar voru
fyrir báðir móðurbræður mínir
og vann ég með þeim þrjú sumur
og hluta úr vetri. Þetta er án efa
eitthvert mesta gæfuspor í mínu
lífi því undir þeirra leiðsögn
lærði ég svo ótalmargt. Á þess-
um mikilvægu mótunarárum í
lífi ungs manns var svo afar hollt
að njóta kærleiksríkar leiðsagn-
ar frænda minna beggja. Þegar
Jón frændi fór í ársleyfi til Nor-
egs vorum við Hreinn tveir einir
á tengigrindinni og á þeim tíma
styrktist okkar samband til
muna. Þegar ég ákvað að breyta
um farveg á menntaveginum og
hefja nám í vélvirkjun var ég
studdur með ráðum og dáðum
frænda minna. Þann tíma sem
Hreinn vann áfram í Múlastöð
vandi ég komur mínar iðulega til
hans til þess að segja honum
undan og ofan af því hvernig
gengi á leiðinni um veg mennt-
unarinnar.
Hann var ávallt áhugasamur
og hvatti mig óspart áfram, og
svei mér þá, ég held að hann hafi
verið nokkuð stoltur af mér. Það
stolt var fyllilega verðskuldað,
sér í lagi vegna þess að hefði ég
ekki stigið það gæfuspor sem
hér á undan hefur verið rakið er
allsendis óvíst að ég væri á þeim
stað sem ég er á í dag.
Nú þegar að leiðarlokum er
komið vil ég nota tækifærið til
þess að færa frænda mínum hon-
um Hreini innilegar þakkir fyrir
allt það sem hann gaf og kenndi
mér með lífi sínu. Ég vil jafn-
framt votta aðstandendum hans
mína innilegustu samúð og
minna á að minningar um ein-
stakan mann lifa í hugum og
hjörtum okkar allra.
Hvíldu í friði.
Þinn frændi,
Jón Trausti (Dússi).
Það var gaman að hitta þig og
ræða um daginn og veginn. Ég
ætlaði ekki að trúa því að vin-
urinn væri farinn. Ég minnist
þess þegar við hittumst í Kringl-
unni, sátum á bekknum og töl-
uðum um Hrefnu þína sem þér
þótti svo vænt um. Góður Guð
veri með þér, Hreinn minn. Ég
vona að þér líði vel.
Ég sendi fjölskyldu þinni
samúðarkveðjur.
Stefán sendill.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012
✝ GuðmundurIngimar Magn-
ússon fæddist á
Herjólfsstöðum,
Skefilsstaðahreppi
í Skagafirði, 23.
ágúst 1928. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 7. nóvember
2012.
Foreldrar hans
voru Magnús Elías
Sigurðsson frá Tröð, Bol-
ungavík, f. 6.11. 1890, d. 3.7.
1974 og Þórunn Björnsdóttir frá
Skíðastöðum í Skefils-
staðahreppi, f. 20.8. 1895, d. 9.1.
1970. Systkini Guðmundar:
Hjörtur, f. 2.2. 1913, d. 29.7.
1965, Guðrún, f. 4.7. 1914, d. 8.9.
2000, Sigurður, f. 18.11. 1920, d.
2.8. 2002, Birna, f. 15.4. 1923, d.
5.3. 2007, Stefán, f. 27.9.1925, d.
9.6. 1982, Sigurlaug, f. 18.1.
1931.
1. nóvember 1958 kvæntist
Guðmundur Guðrúnu Sigurð-
Adolf Ársælsson, f. 17.9. 1959,
synir þeirra eru: a) Arnar Geir,
maki Hafdís Ösp Garðarsdóttir,
börn þeirra eru Níels Aron,
Birta Rún og Garðar Máni, b)
Ársæll, maki Auður Birna
Guðnadóttir, synir þeirra eru
Alexander Hrafn og Tristan
Ernir, c) Egill, d) Guðmundur, e)
Styrmir. 4) Hjördís, f. 30.11.
1963. 5) Birna, f. 23.7. 1965,
maki Guðni Þór Sigurjónsson, f.
14.9. 1963, börn þeirra eru: a)
Katrín Melkorka Hlynsdóttir, b)
Auður Eir, dóttir hennar er
Birgitta Líf, c) Guðni Þór, d)
Sigurjón. 6) Birgir Heiðar, f.
20.8. 1972, maki Helena Björk
Pálsdóttir, f. 1.2.1965, börn
þeirra eru: a) Einar Andri Ólafs-
son, b) Ester Jenný, c) Bjarki
Heiðar.
Guðmundur var fæddur og
uppalinn á Herjólfsstöðum,
Skefilsstaðahreppi í Skagafirði.
18 ára gamall flutti hann ásamt
foreldrum sínum á Akranes og
þaðan til Akureyrar þar sem
hann lauk prófi í húsasmíði árið
1952. Frá árinu 1961 bjó Guð-
mundur ásamt fjölskyldu sinni í
Kópavogi.
Útför Guðmundar fer fram
frá Kópavogskirkju í dag, 16.
nóvember 2012, kl. 13.
ardóttur frá Mar-
bæli, Seyluhreppi í
Skagafirði, f. 14.2.
1934, foreldrar
hennar voru Ingi-
björg Efemía Jóns-
dóttir, f. 16.5. 1904,
d. 24.8. 2000 og Sig-
urður Sig-
urjónsson, f. 18.9.
1900, d. 6.8. 1983.
Börn Guðmundar
og Guðrúnar eru: 1)
Sigurbjörg, f. 23.10. 1953, maki
Sigurður Pálsson, f. 26.6. 1953,
dætur þeirra eru: a) Guðrún,
maki Steinmar Heiðar Rögn-
valdsson, dætur þeirra eru
Sunna Karen og María Björg, b)
Þóra Sif, maki Ingi Hrannar
Heimisson, synir þeirra eru Sig-
urður Kári og Sverrir Páll, c)
Heiða Björg, maki Sveinn Orri
Vatnsdal, synir þeirra eru Rún-
ar Daði og Emil Orri. 2) Þór-
arinn Magnús, f. 4.2. 1960, sonur
hans er Andri Ingimar. 3) Sig-
urlaug, f. 8.1. 1962, maki Níels
Elsku pabbi minn, það eru
búin að falla mörg tár síðan þú
fórst en nú líður þér vel, það er
ég viss um. Þú varst mér og son-
um mínum góð fyrirmynd. Góð-
ur, rólegur og fyndinn eru lýs-
ingarorð drengjanna minna á
afa sínum. Það var ómetanlegt
að vera svona nálægt þér sein-
ustu mánuðina.
Guð gaf mér engil sem ég hef hér
á jörð.
Hann stendur mér hjá og heldur um
mig vörð.
Hann stýrir mér í gegnum lífið með
ljósi sínu.
Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi
mínu.
Ég vona að hann viti að hann er
mér kær.
Allar mínar bestu hugsanir hann fær.
Hans gleði og viska við alla kemur.
Við flestalla honum vel semur.
(Katrín Ruth)
Minning þín er ljós í lífi okk-
ar.
Sigurlaug.
Elsku pabbi, það er sárt að
kveðja og söknuðurinn er mikill,
en nú ert þú laus undan þján-
ingum veikinda þinna sem voru
þér oft svo erfið. Að halda í
hönd þína og kreista þegar þú
kvaddir var erfið stund. Huggun
mín er sú að fólkið þitt sem hef-
ur kvatt þennan heim og er þér
svo kært tók á móti þér í „Sum-
arlandinu“.
Pabbi og mamma eiga stóran
barnahóp sem eiga yndislegar
minningar um æsku sína og allt-
af gerðu þau svo gott úr öllu.
Þegar ég var barn og unglingur
fór ég svo oft með pabba í kröfu-
göngur og á miðilsfundi, alltaf
fannst mér það jafn spennandi.
Pabbi var mín stoð og stytta, ef
eitthvað bjátaði á leitaði ég ráða
hjá honum. Oft vorum við ekki
sammála, en hans skoðanir á líf-
inu og dauðanum hafa fylgt mér
svo lengi og mótað mínar.
Pabbi var smiður af guðs náð
og eru verk eftir hann svo víða,
alltaf þekkir maður handbragð
hans. Afmælisgjöfin til mín frá
honum er mikið verk sem mér
þykir svo vænt um.
Elsku pabbi, við vitum það
bæði að við eigum eftir að hitt-
ast aftur. Þú vakir yfir mér og
börnunum mínum og heldur
áfram að leiðbeina okkur í lífinu.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá –
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Ástvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér,
blessaði frelsari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson)
Takk fyrir allt.
Birna.
Látinn er tengdafaðir minn
Guðmundur I. Magnússon, Álfa-
brekku 9, Kópavogi.
Okkar kynni hófust þegar
fjölskylda þín bjó á Nýbýlavegi
54. Þá fór ég kornungur maður
að heimsækja elstu dótturina og
dvelja heldur langt fram á
kvöld. Eitt kvöldið endaði það
með því, að bankað var hressi-
lega á herbergishurðina og til-
kynnt að síðasti strætó færi eftir
smástund. Ekki gegndi ungi
maðurinn þessum boðum.
Seinna um nóttina læddumst við
í símann og hringdum á leigubíl.
Svona gekk þetta í nokkrar vik-
ur. Þá orðaðir þú við dótturina
hvort ekki væri betra fyrir
strákinn að taka bara fyrsta
strætó um morguninn, þetta
væri svo kostnaðarsamt að nota
þessa leigubíla.
Ekki er það ætlunin að halda
einhverja lofræðu um þig, það
hefði þér ekki líkað. Eitt af því
sem mér líkaði svo vel við í þínu
fari var hvað þú varst sposkur
og hafðir ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum. Þú fórst
þínar eigin leiðir. Einu sinni
varst þú að keyra í Reykjavík,
svínaðir svona nett fyrir öku-
mann sem greinilega bálreiddist
og keyrði mjög nálægt þér.
Hann þeytti bílflautuna hressi-
lega, þá sagðir þú að þessir öku-
menn væru stórskrýtnir, ef þeir
ná ekki að keyra aftan á mann
þá bara liggja þeir á flautunni.
Þið byggðuð ykkur hús í Álfa-
brekkunni. Í Álfabrekkuna er
alltaf gott að koma og tekið á
móti mér með hlýju. Ekki
gleymi ég hversu hjálpsamur þú
varst. Þegar við Sigurbjörg
keyptum okkar fyrstu íbúð, þar
varstu kominn og settir upp inn-
réttingar og gerðir hlé á vinnu
þinni til að hjálpa okkur.
Árin liðu og við Sigurbjörg
eignuðumst okkar fyrstu dóttur
sem fæddist á fimmtudagskvöldi
í Reykjavík, en þið fjölskyldan
voruð norður í Skagafirði. Á
laugardegi um hádegið var ég
mættur í hlaðið á bænum þar
sem þið voruð, steig út úr bíln-
um og það fyrsta sem þú sagðir
var: „Strákskrattinn hefur dott-
ið í það.“ En það var nú ekki svo
heldur flaug ég til Akureyrar
kvöldið áður og keyrði með for-
eldrum mínum til Reykjavíkur
þar sem faðir minn var veikur
og treysti sér ekki til að keyra.
Handtak þitt var alltaf hlýtt
og sagði allt sem segja þurfti.
Bílskúrinn var ævintýraheim-
ur fyrir afabörnin, þar fékk hug-
ur og hönd barnanna að njóta
sín. En eins og svo margir þurft-
ir þú að lúta í lægra haldi fyrir
skæðum sjúkdómi sem herjaði á
þig. Í hvert sinn sem við hitt-
umst reyndir þú alltaf að bera
þig vel þó svo staðreyndin væri
önnur.
Elsku Guðrún og fjölskylda,
þó stundin sé sár þá eigum við
alltaf minningu um ljúfan mann
sem aldrei gleymist. Hvíl í friði,
kæri tengdafaðir.
Sigurður Pálsson.
Elsku afi. Þrátt fyrir að hafa
lengi vitað að þetta væri handan
við hornið er samt erfitt að
sætta sig við það. Ég var alltaf
viss um að við ættum að minnsta
kosti einn fund eftir. Heimsókn-
um slegið á frest um stutta
stund, viss um að það kæmi nýr
dagur með nýjum möguleikum.
Ég ætlaði að koma og lesa fyrir
þig en svo varstu bara farinn,
aðeins of snemma. Mig langaði
svo til að gefa þér þetta að skiln-
aði en ég var of seinn. Ég mun
samt alltaf hafa þig hjá mér.
Minningarnar um þig og gjaf-
irnar sem þú gafst mér mun ég
alltaf bera í hjartanu.
Ég ætlaði að verða smiður al-
veg eins og þú. Það rættist
reyndar ekki. En það er allt í
lagi. Það er svo margt annað
sem ég get verið eins og þú. Þú
varst svo fyndinn, rólegur og
hjartahlýr. Það var ekki hægt
annað en að líða vel í návist
þinni. Besti maður sem ég hef
þekkt. Ég heyrði þig aldrei hall-
mæla neinum og sá þig aldrei
skipta skapi. Svo varstu líka allt-
af til í að gefa mér ís. Ég vona
að ég verði jafngóður maður og
þú. Ég vona að ég verði jafn-
góður afi og þú.
Eitt af síðustu skiptunum sem
ég hitti þig sastu í stólnum þín-
um með bros á vör og sagðir:
„Lífið er of stutt til að hafa
áhyggjur af dauðanum.“ Þú
nýttir þinn tíma vel og gafst svo
mikið. Þú mátt vera stoltur af
því.
Ég vona að þú sért kominn á
betri stað. Hvar sem það er og
hvort sem sá staður er betri eða
verri en sú vist sem þú ert nýbú-
inn að kveðja, þá er eitt sem ég
veit: Sá staður er, með þinni til-
komu, orðinn betri en hann var
áður en þig bar þar að garði.
Takk fyrir mig afi minn og
góða ferð.
Ég elska þig.
Ársæll Níelsson.
Svefninn langi laðar til sín
lokakafla æviskeiðs
hinsta andardráttinn
andinn yfirgefur húsið
hefur sig til himna
við hliðið bíður drottinn.
Það er sumt sem maður saknar,
vöku megin við.
Leggst út af á mér slokknar,
svíf um önnur svið.
Í svefnrofunum finn ég,
sofa lengur vil.
þegar svefninn verður eilífur
finn ég aftur til.
(Björn Jörundur Friðbjörnsson og
Daníel Ágúst Haraldsson)
Elsku afi. Nú ertu farinn í
ferðalagið sem þú sagðir mér frá
síðast þegar við töluðum saman,
leiksýninguna þína um lífið. Þú
varst á undan okkur í sorgar-
ferlinu, þú gerðir þér vel grein
fyrir í hvað stefndi og á þig leit-
aði kvíði og söknuður með þeim
líkamlegu þjáningum sem þú
barst. Afi þú ert hetja og skilur
svo mikið eftir þig.
Svo margar minningar sem
við eigum. Minningar um góðan,
traustan og hjartahlýjan mann.
Minningar um glaðværð þína,
húmor og þrjósku. Lyktin af
saginu í bílskúrnum, sullið sem
þú borðaðir, hlýlegu móttökurn-
ar þegar ég kom í heimsókn og
umræða um þjóðmálin, það er
margt sem rifjast upp þegar ég
hugsa til þín.
Kallið þitt er komið, þú ert
kominn úr þeim líkama sem þig
langaði stundum að geta svifið
úr.
Takk fyrir allt.
Kveðja,
Guðrún.
Elsku afi. Þá er komið að
kveðjustund, það er erfitt að
kveðja en ég veit að núna líður
þér vel og og þú ert hættur að
finna til.
Eitt af því sem ég á eftir að
sakna mest eru hlýju faðmlögin
frá þér þegar ég kom og fór úr
Álfabrekkunni, væntumþykjan
skein í gegnum þau.
Minningarnar um þig mun ég
geyma, þær munu alltaf eiga
stað í hjarta mínu.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín
Heiða Björg.
Nú er elsku afi okkar fallinn
frá eftir löng og erfið veikindi.
Það verður skrítið að fara í Álfa-
brekkuna og sjá ekki afa sitja í
stólnum sínum inni í stofu og fá
ekki afaknús í kveðjuskyni en afi
faðmaði okkur alltaf svo fast og
hlýlega.
Afi var mikið í bílskúrnum
sínum og minnumst við þess að
oftar en ekki þegar við renndum
í hlaðið hjá ömmu og afa þá var
opið inn í bílskúr og afi þar að
vinna. Bílskúrinn hans afa var
okkur sem ævintýraheimur,
hann var stærri en venjulegir
skúrar því afi þurfti pláss fyrir
öll sín verkfæri og efnivið. Við
gátum leikið okkur þar enda-
laust, hvort sem það var í fjár-
sjóðsleit í krókum og kimum eða
að smíða það sem okkur datt í
hug. Aldrei leiddist okkur í bíl-
skúrnum hjá afa. Við minnumst
þess einnig að á nánast hverju
ári fórum við með afa, ömmu og
fjölskyldunni í bústaðinn okkar í
Skagafirðinum.
Afi las þar og skrifaði og var
sérlega duglegur við að dytta að
bústaðnum, hann fann sér alltaf
eitthvað að gera. Afi lét ekki
veikindi sín stoppa sig, hann
smíðaði handrið fyrir húsið okk-
ar og er það okkur mjög minn-
isstætt þegar við festum bílinn
okkar í innkeyrslunni hjá afa
síðasta vetur. Við hömuðumst
við að reyna að moka bílinn út
en það var ekki fyrr en afi kom
út og hjálpaði okkur að við náð-
um að losa bílinn. Afi var alltaf
svona duglegur og hjálpsamur
og gerði allt fyrir fjölskyldu
sína.
Elsku afi, við söknum þín.
Katrín Melkorka
og Sigurjón.
Guðmundur Ingi-
mar Magnússon
Elskulegur
bekkjarbróðir minn
Halldór Nílsson,
eða Doritt eins og hann var oft-
ast kallaður af okkur krökkun-
um, er dáinn. Við kynntumst í
Master Commison Biblíuskólan-
um hér á Íslandi. Við bjuggum
þar 6 strákar í herbergi, geri
Halldór Nilsson
✝ Halldór Nils-son fæddist á
Akureyri 27. jan-
úar 1982. Hann lést
1. nóvember 2012.
Úför Halldórs
fór fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju
9. nóvember 2012.
aðrir betur. Stund-
um var hlerað yfir í
herbergi stelpnanna
og hafðir þú ekki
síst gaman af því.
Doritt var mikill
hagleiksmaður og
gat lagað allt frá
minnstu hlutum
upp í að koma bíln-
um hans Varðar,
sem var nánast
ónýtur, í gang.
Hann var harðduglegur og
þurfti sko ekki að hvetja hann til
vinnu hvort sem var á bók eða
verklegt. Mér er mjög minnis-
stætt þegar bekkjarsystur okk-
ar voru að krulla upp á þér hár-
ið einu sinni og hafðir þú gaman
af.
Doritt var mikill matmaður
og var unun að horfa á þá nafna
borða. Ef einhverjir afgangar
voru eftir var Erna vön að
segja, Halldór og Halldór klára
þetta. Það sem tengdi okkur
saman var kærleikur krists og
lærðum við að þekkja styrkleika
og takmarkanir hvor annars. Þú
varst alltaf til staðar ef mann
vantaði hjálp við hvað sem var
og ekki var langt í húmorinn hjá
þér þó stundum væru sumir
dagar erfiðari en aðrir.
Ég á bágt með að trúa því að
þú sért farinn frá okkur, svona
ungur, við áttum svo margt
ógert saman. Að heyra ekki
röddina þína og hlátur lengur er
ólýsanleg tilfinning. Mikið skarð
hefur nú myndast, Doritt minn, í
Biblíuskólahópinn. Þú ert ein-
stök sköpun Guðs sem hefur nú
kvatt þennan heim alltaf fljótt.
Stundum er sagt að þeir deyi
ungir sem guðirnir elska. Ég vil
að endingu þakka þér fyrir það
að vera vinur minn og trúbróðir.
Okkur virðist hart að þola það
Sem þó er létt á móti byrðum hans
Er forðum einn á krossi bænir bað
um blessun Guðs og náð til sérhvers
manns.
(H.H.)
Ég vil senda stórfjölskyldu
Halldórs mínar dýpstu samúðar-
kveðjur .
Megi algóður Guð styrkja
ykkur í ykkar miklu sorg.
Hvíl í friði.
Þinn bekkjarbróðir
úr MCI Biblíuskólanum,
Vilhjálmur Karl Haraldsson.