Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir það „eng-
an veginn ásættanlegt“ að Alþingi
muni sitja hjá og „eftirláta það ein-
um manni [seðlabankastjóra]“
hvernig útgreiðslum úr þrotabúum
föllnu bankanna verði háttað.
„Það er algjörlega skýlaus krafa
að þingið verði ekki bara upplýst
heldur verði haft með í ráðum þegar
búið er um hnútana í svona miklu
hagsmunamáli“ og hafi um það loka-
svar hvernig málum verði háttað,
sagði Bjarni í óundirbúnum fyrir-
spurnatíma á Alþingi í gær.
Fram kom í svari Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, forsætisráðherra, við fyr-
irspurn Bjarna hver aðkoma þings-
ins yrði að þessu máli að mikilvægt
væri að farið væri skynsamlega í af-
nám gjaldeyrishafta og útgreiðslur
úr þrotabúunum. „En ég held að við
höfum alveg tök á þessu máli,“ sagði
Jóhanna og vísaði til þess að það
væri í höndum Seðlabankans að
setja sérstakar reglur um hvernig
útgreiðslum verði háttað. Hún sagð-
ist þó sammála því að þingið þyrfti
„að fylgjast vel með ferlinu.“
Bjarni var ekki sáttur við svör for-
sætisráðherra og sagðist hafa „veru-
lega miklar áhyggjur“ af afstöðu
hennar í þessu máli og benti á að það
væri óásættanlegt að þingið myndi
einungis „sitja hjá og sætta sig við
að fylgjast með“ í jafn stóru hags-
munamáli þjóðarinnar þar sem um
væri að ræða „útgreiðslur gjaldeyris
upp á hundruð milljarða“.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, gaf
ennfremur lítið fyrir svör fjármála-
og efnahagsráðherra, Katrínar Júl-
íusdóttur, um hver væri staðan í við-
ræðum Seðlabankans og slitastjórna
þrotabúanna. „Ekki er hægt að fá
upplýsingar um það hver hefur um-
boð til slíkra viðræðna og hvort við-
ræður standa yfir,“ sagði Sigmund-
ur. Hann hvatti forseta Alþingis til
að fylgja málinu eftir.
Alþingi á að
hafa lokasvar
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Þingmenn vilja
meiri aðkomu
þingsins að nauða-
samningum
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16
Simone - sófi 230 cm frá kr. 212.000
einnig fáanlegur í 203 og 183 cm
Asanti - 3ja sæta sófi 213 cm kr. 232.800
Day - armstóll
kr. 86.900
Gyro - armstóll
kr. 198.400
Recast - svefnsófi
þykk og góð
springdýna
Dýnustærð
140x200
Rúmfatageymsla
Kr. 149.800
Supreme Deluxe - svefnsófi
Extra þykk og góð springdýna Dýnustærð 140x200
Svefnpláss fyrir 2 - Rúmfatageymsla - kr. 169.800