Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 oftast til að glíma við einhver vandamál í heimatölvunni eða uppfæra einhvern hugbúnað, en eitt er það heimboð sem ég hef alltaf séð eftir að hafa ekki kom- ist í. Það var þegar þeir feðgar, Óli og Styrmir og einhverjir fleiri útvaldir mættu til hans, um það bil þegar frumsýna átti þriðju myndina, snemma dags og horfðu á fyrstu tvær myndirnar á DVD og svo átti að steðja í bíó og horfa á þriðju myndina. Svona skemmtilegar hugmyndir fram- kvæma ekki nema fáir útvaldir. Einhverju sinni vorum við í kaffitíma að ræða myndir Spiel- bergs. Ég missti það út úr mér að ég hefði aldrei séð E.T. því ég hélt að þetta væri bara krakka- mynd. Minn maður var auðvitað mjög hneykslaður, en lét ekki þar við sitja. Daginn eftir kom hann með DVD-mynd með E.T. og skipaði mér að horfa. Sem ég og auðvitað gerði mér til mikillar ánægju. Og í næsta kaffitíma var hún rædd fram og til baka. Því var það óvænt ánægja að sjónvarpið sýndi E.T. á laugar- dagskvöld – aðeins nokkrum dögum eftir fráfall míns góða vin- ar. Og þegar E.T. labbar upp stigann um borð í geimskipið, sem flytur hann brott frá jörðinni og út í óravíddir geimsins, segir E.T. eitthvað á þá leið að hann verði alltaf hér. Þannig vil ég líka hugsa til Óla – þótt hann sé far- inn þá verður hann alltaf hér. Meira um Óla á http:// www2.nmi.is/oli Einar Karlsson. Þriðjudagurinn 6. nóvember hófst svo sannarlega ekki með venjubundnum hætti í höfuð- stöðvum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Keldnaholti því þegar starfsmenn fóru að tínast til vinnu á Holtið var Bimminn hans Óla hvergi sjáanlegur á bílaplan- inu og enginn kaffiilmur mætti mannskapnum. Eitthvað var öðruvísi. Eitthvað hlaut að hafa komið upp á! Líklegast hefði enginn kippt sér upp við það á vinnustaðnum ef einhver annar starfsmaður mætti ekki á ákveðnum tíma eða léti ekki vita af ferðum sínum, en hvað Óla varðaði giltu önnur lög- mál. Það var nefnilega nánast hægt að stilla klukkuna sína eftir ferðum hans og því varð sam- starfsfólk hans strax verulega áhyggjufullt þegar hann hvorki var mættur til vinnu fyrstur allra né svaraði síma. Óli andaðist í svefni á heimili sínu aðfaranótt þessa þriðjudags eftir hefðbundinn mánudags- vinnudag, með glaðværð og léttu spjalli við vinnufélagana yfir há- degissoðningunni. Áfall okkar, sem eftir sitjum, er mikið og söknuðurinn sár eftir einstaklega ljúfum samstarfsmanni. Óli átti 22 ára farsælan starfs- feril að baki á Iðntæknistofnun, sem síðar varð hluti af Nýsköp- unarmiðstöð Íslands. Hann setti svo sannarlega sitt mark á stofn- unina því nánast allt efni, sem birtist í formi auglýsinga, blaða- útgáfu, myndbanda, bóka og bæklinga, hefur farið í gegnum hans faglegu hendur. Þegar hugsað er til Óla koma orð eins og vandvirkni, sam- viskusemi, stundvísi, sköpunar- gleði og fagmennska upp í hug- ann. Þrátt fyrir að Óli væri ákaflega ljúfur maður og þægi- legur í allri umgengni sló hann aldrei af faglegum kröfum og það komst ekki nokkur maður upp með að hugsa ekki hlutina til enda eða ætla sér að fara á auð- veldri hraðferð í gegnum það efni, sem átti að birtast í nafni stofnunarinnar. Óli sá til þess á sinn hægláta, ljúfa en jafnframt ákveðna hátt að ekkert færi „í loftið“ nema „rúmlega“ fullkom- ið. Hvert viðfangsefni skyldi vera útpælt og hugsað út frá öllum sjónarhornum og aldrei skyldi slakað á sjálfsögðum fagurfræði- legum kröfum þrátt fyrir að tímaþröng væri farin að banka upp á. Óli var sannkallaður lista- maður í sinni grein. Fjölskyldan var Óla afar hug- leikin og mjög oft ræddi hann stoltur um Styrmi son sinn, sem býr í Svíþjóð, og fjölskyldu hans. Feðgarnir voru mjög nánir og notuðu hvert tækifæri til að hitt- ast. Styrmir var nýbúinn að vera í heimsókn á Íslandi hjá pabba sínum og Óli hafði ráðgert að dvelja í Svíþjóð um jólahátíðina. Oft er rætt um að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Við, samstarfsfólk Óla á Ný- sköpunarmiðstöð Íslands, höfum alltaf vitað að við vorum með ein- stakan fagmann með ákaflega góða nærveru í okkar röðum. Hann var aldrei að trana sér fram, en var ætíð til staðar fyrir þá, sem þurftu á honum að halda. Óli var einn af þeim lykilstarfs- mönnum, sem settu sitt persónu- lega fingrafar á miðstöðina. Góðs samstarfsmanns og yndislegs vinar verður sárt saknað. Forstjóri og samstarfsfólk á Nýsköpunarmiðstöð Íslands senda fjölskyldu Óla innilegar samúðarkveðjur. Minning hans mun lifa. Sigríður Ingvarsdóttir. Við kveðjum þig kæri vinur með þessu ljóði: Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. En dánum fannst okkur sjálfsagt að þakka þér og þyrptumst hljóðir um kistuna fagurbúna. Og margir báru þig héðan á höndum sér, sem höfðu í öðru að snúast þangað til núna. En þetta er afrek, sem einungis látnum vinnst, í allra þökk að gerast virðingamestur. Því útför er samkoma, þar sem oss flestum finnst í fyrsta sinn rétt, að annar sé heiðursgestur. Loks fundum við til þess með stolti og sorg í senn er síðast héldum við burt frá gröfinni þinni, að við, sem þig kvöddum, vorum þá lifandi enn, að vísu með Allt eins og blómstrið í fersku minni. En þó að við sjáum til ferða dauðans hvern dag og drottinn stuggi við okkur á marga lundu, er þetta hið eina ævinnar ferðalag, sem aldrei er ráðið fyrr en á síðustu stundu. Mér dylst að vísu þín veröld á bak við hel, en vænti þess samt, og fer þar að prestsins orðum, að þú megir yfirleitt una hlut þínum vel, því okkar megin gengur nú flest úr skorðum. Og hér eru margir horfnir frá þeirri trú, að heimurinn megi framar skaplegur gerast, og sé honum stjórnað þaðan, sem þú ert nú, mér þætti rétt að þú létir þau tíðindi berast. (Tómas Guðmundsson) Elsku Styrmir og fjölskylda, við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Þínir vinir og samstarfsfélag- ar, Ósk Sigurðardóttir og Kristján Óskarsson. Hver er mikilvægasta mann- eskjan í þínu lífi? spurði Óli mig daginn áður en hann kvaddi þennan heim, alveg upp úr þurru. Ég svaraði sem svo að hann væri mikilvægasta manneskjan í mínu lífi enda hægri og vinstri hönd mín í mínum verkefnum hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Hann brást hneykslaður við og hafði á þessari stundu sjálfur í huga son sinn og það hversu mikilvægur hann væri honum. Hafði sjálf að sjálfsögðu fjölskyldu mína í huga en fannst tilvalið að skella þessu fram til að láta hann vita af því hversu miklu máli hann skipti mig líka. Síðustu daga og vikur var Óli búinn að ljóma enda sonur hans væntanlegur til landsins með vin- um sínum. Hann hlakkaði ekki lítið til þeirrar helgar og gladdist mjög yfir því að taka á móti syni sínum og vinum hans. Óli lifði fyrir fjölskylduna, fyrir litlu prinsessurnar sínar tvær og fyrir litla ófædda gullmolann sem væntanlegur er í desember. Við byrjuðum morgnana oft á því að sitja fyrir framan tölvuna hans og skoða nýjar myndir og mynd- bönd af fjársjóðnum hans í Sví- þjóð; Styrmi, tengdadótturinni og barnabörnunum tveimur. Óli var stoltur faðir, stoltur og mont- inn afi og var duglegur að segja okkur samstarfsfélögunum sögur af fjölskyldu sinni enda mikill barnakarl og góður vinur. Fyrir mér er Óli einstakur maður sem kenndi mér margt. Hann kenndi mér að meta litlu hlutina í lífinu, reyndi á þolrif mín með þrjósku sinni sem varð til þess að ég skilaði betra verki, átti það til að tuða svolítið mikið en með tímanum fór mér að þykja vænt um tuðið í honum sem oft endaði bara í hlátri. Á sínu sviði var hann fagmaður fram í fingurgóma, mikill heim- spekingur og víðlesinn snillingur sem ég á eftir að sakna mikið. Það er afar einmanalegt að koma í vinnu þessa dagana. Eng- inn grænn BMW fyrir utan í stæðinu sínu. Engin kaffilykt. Ekki búið að kveikja ljósin á skrifstofunni okkar. Enginn Óli sem tekur á móti mér með bros á vör með orðunum: Góðan og blessaðan daginn, dísin mín, mik- ið er nú gaman að sjá þig! Takk fyrir allt, elsku Óli. Árdís Ármannsdóttir. Við Ólafur vorum samstarfs- menn um skeið án þess að kynn- ast að nokkru ráði öðru en því að ég sótti til hans námskeið í gerð prentgripa og kynningarmynd- banda og komst þar að því að þessi maður sem var kyrrlátur í sínu dagfari bjó yfir eldlegum áhuga á sjónlist og prentlist og kviknaði virkilega til lífsins þeg- ar viðfangsefnin vöktu áhuga hans. Ólafur var svipmikill mað- ur, með þykkt grásprengt hár, sem hann bar jafnan sítt og tók tilgerðarlaust saman í tagl, hafði sinn eigin stíl í klæðaburði sem bar bæði keim af rótum hans í kynslóð hippatímans og fag- manns á sviði kvikmyndunar. Hann var stórvaxinn en leið nokkuð af gigt á síðustu árum og fór sér hægt í hreyfingum. Hann var fagurkeri í bestu merkingu, með næman smekk og beitti þeim kostum að fullu í sínu starfi, sem hann hafði mikla ánægju af og sinnti af aga og festu. Hann sá um alla gerð prentgripa, mynd- banda eða tilfallandi verkefna á sviði fjölmiðlunar fyrir Nýsköp- unarmiðstöð og gladdi okkur samstarfsfólkið líka ævinlega með vönduðu handbragði sínu þegar gera þurfti skemmtiefni af sjónrænu tagi. Fyrir þó nokkrum árum fór ég að gera mér far um að kynnast Ólafi og komst að því sem mig hafði grunað, að við áttum mörg sameiginleg áhugamál og milli okkar tókst hinn ágætasti kunn- ingsskapur. Ólafur var menning- arviti, fjölfróður og gríðarlegur lestrarhestur. Hann var hrif- næmur og minnugur og gat rakið söguþráð úr bók eða sviðsetning- ar í kvikmyndum af lifandi ná- kvæmni og innlifun. Hann hafði ákveðnar skoðanir en fordóma- lausar á flestu sem við festum vit og önd okkar við, hann hallaðist til vinstri í pólitík og fannst Sví- þjóð, þar sem hann hafði stundað nám og búið um nokkurt skeið, um margt fyrirmyndarríki, það fór ekki á milli mála. Þar bjuggu líka afkomendur hans, sem voru forgangsmál, Ólafur hafði þau á hreinu, vinna, fjölskylda, listir. Til hans var hægt að leita um hvaðeina, kvikmyndir, heimildar- myndir og bækur um efni sem hann hafði áhuga á, hann stóð báðum fótum í tuttugustu öldinni og var með tækni nýrrar aldar áreynslulaust í fingurgómunum. Hann var alls ekki átroðslusamur maður, blandaði sér ekki í um- ræðu nema efnið gripi huga hans, en gat staðið fast á sínu ef svo bar til. Þegar dauðinn fer um og hefur svo hratt á hæli, verður það bæði sárt og skýrt að vinur er horfinn, hann er farinn fyrir fullt og allt og við sitjum eftir með þá tilfinn- ingu að við gátum ekki kvatt hann, gátum ekki sagt honum að við kynnum að meta hann með sínum kostum og kynjum og myndum sakna hans, að hann væri sem pálmatré í okkar mann- lífsvin sem við vildum ekki missa. Og vandfyllt skarð hans sem í áratugi óf lífsverk sitt úr þráðum listhneigðar, vandvirkni og þekk- ingar, sem safnað var til af áhuga og smekkvísi, þessa bera vitni verkin sem hann lætur eftir sig. Ég minnist Ólafs með miklum söknuði og veit að þar mæli ég fyrir munn okkar samstarfs- manna og vina hans. Genginn er drengur góður. Hermann Þórðarson, Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Það hefur verið höggvið skarð í hópinn okkar hér á vinnustaðn- um. Ólafur eða Óli, eins og við kölluðum hann jafnan, var hér í fullu fjöri á mánudegi en varð síðan bráðkvaddur aðfaranótt þriðjudags. Síðustu dagarnir hafa því verið hálfóraunverulegir án hans og við eigum ennþá erfitt með að trúa að hann sé farinn frá okkur. Óli hóf störf á fræðsludeild Iðntæknistofnunar Íslands á árinu 1990, sem breyttist í Ný- sköpunarmiðstöð Íslands á árinu 2007, og hafði því verið sam- starfsmaður minn í rúmlega 22 ár. Upphaflega vann hann hönn- unarvinnu við námsgagnagerð en starf hans þróaðist í hönnun og uppsetningu kynningarefnis og annarra prentaðra gagna frá okkur svo og gerð myndbanda af ýmsu tagi, bæði fræðsluefnis, funda og annarrar margmiðlun- ar. Hann var hugmyndaríkur og snillingur á sínu sviði, hafði skýr- ar skoðanir á því hvernig hlut- irnir ættu að líta út og vildi ekk- ert hálfkák enda mikill fagmaður. Sem félagi var Óli góður vinur og hjálpsamur, ég tel mig heppna að hafa átt hann sem vinnufélaga og ágætan vin svo lengi. Hann var gjarnan aðalhugmyndasmið- urinn að skemmtiatriðum okkar deildar fyrir árshátíðir, undirbjó þau í smáatriðum og lét okkur æfa og æfa þar til hann sætti sig við árangurinn. Þarf ekki að spyrja að því að þetta varð hin besta skemmtun. Hann var manna fróðastur um kvikmyndir og vissi bókstaflega allt á því sviði. Þótt kvikmyndir væru stórt áhugamál hans var fjölskyldan í fyrsta sæti. Hann naut þess fyrst og fremst að heimsækja Styrmi, son sinn, og hans fjölskyldu til Svíþjóðar eða fá þau til sín í heimsókn og fylgjast með barna- börnunum eftir að þau komu til sögunnar. Ég kem til með að sakna Óla en bæði hann og verkin hans munu lifa lengi með okkur. Ég votta Styrmi og hans fjölskyldu og systkinum Óla samúð mína. Blessuð sé minning þín. Sigríður Halldórsdóttir. Við fáum öll mis- munandi hönd í spili lífsins. Sumir fæðast með fulla hönd af mannspilum, en aðrir standa eftir með tvista og þrista. Mamma fékk blandaða hönd og nokkur góð tromp. Heilsan var versta spilið enda fór henni að hraka fyrir fertugt, en mamma kunni á trompin og nýtti þau vel. Mikilvægasta trompið var að sjálfsögðu pabbi, því án hans hefði þessi barátta verið von- laus. Dugnaður hans og vinnu- semi gerðu honum kleift að taka við heimilishaldinu þegar veik- indi mömmu byrjuðu. Allt í einu var það pabbi sem gerði allt, sópaði, skúraði, þurrkaði af, lærði að elda og baka og bjó jafnvel til jólakökurnar. Systir mín hljóp líka fljótt í skarðið, aðeins rúmlega 10 ára gömul. Við systkinin vorum annað tromp. Líffræðilega átti mamma ekki að geta orðið ófrísk eftir að hún missti frumburðinn. Hún lét sér hinsvegar ekki segjast og fann lækni sem búsettur var erlendis til að framkvæma sjald- gæfa aðgerð og gefa henni von um fleiri börn. Alla tíð fengum við að heyra hvað við værum dýrmæt. Mamma sagði gjarnan: „Ég vildi að ég ætti tíu,“ en bætti svo við að þá gæti hún ekki eytt svona miklum tíma með okkur. Það voru einföld og góð rök gegn fleiri systkinum þegar maður var krakki. Kímnigáfan hennar var tromp sem lítið bar á. Á erfiðum tímum gat hún laumast úr ástandi augnabliksins og hlegið dátt að léttleika tilverunnar. Eitt það fyrsta sem hún sagði um kærasta systur minnar, síð- ar eiginmann, var það hvað Sólveig Anna Þórleifsdóttir ✝ Sólveig AnnaÞórleifsdóttir fæddist í Grímsey 30. ágúst 1938. Hún lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 16. nóv- ember 2011. Útför Sólveigar fór fram frá Ólafs- fjarðarkirkju 25. nóvember 2011. hann væri með góð- an húmor og taldi það mikilvægan þátt í hverju sam- bandi. Einu sinni þegar ég var ný- byrjaður með kær- ustu spurði hún: „Hlæið þið saman?“ Svarið við þeirri spurningu reyndist vera góð vísbend- ing um framtíðina, enda mamma líka góð að greina fólk. Mamma var full af kærleika, en það var trompið sem kom okkur systkinum best. Hún bjó til einkennilegan aga umvafinn kærleika, útskýrði alltaf regl- urnar og hvað maður þyrfti að gera til að vinna sér inn fyrir hlutunum. Hún lagði mikla áherslu á að tjá kærleika og ein strangasta reglan hennar var, að kvöldi skal ósáttum eyða. Það síðasta sem hún sagði við mig er lýsandi fyrir þá um- hyggju og kærleik sem mamma ávallt sýndi: „Ertu með hósta, elskan?“ Að lokum eru það forvitnin og móðurmálið. Mamma var alltaf að lesa, bæði skáldsögur, ævisögur og heimildarrit. Hún vildi stöðugt fræðast, sérstak- lega um aðra menningarheima. Hún hafði gaman af góðum sög- um og þegar ég var krakki þá leyfði hún mér að útskýra í smáatriðum flestar bíómyndir sem ég fór á, sitjandi á rúm- stokknum hjá henni á meðan hún lagði niður bókina. Þolin- mæðin til að hlusta var óþrjót- andi þó lesturinn væri hennar helsta tómstundaiðja. Í gegnum árin er ég sennilega búinn að bera allar bækurnar á bókasafn- inu heim til okkar og tilbaka. Mamma var því með mjög gott vald á íslenskri tungu og aldrei brást henni bogalistin að út- skýra orð, orðatiltæki, eða máls- hætti fyrir okkur. Hún kvaddi þennan heim á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2011. Hún mun ávallt lifa í huga mér. Að tala er að sá, að hlusta er að uppskera. Þórarinn Rúnar Einarsson. Afburða snjöll, leiftrandi skemmtileg og góður vinur. Þannig var Dilla. Hún kom inn í vinahópinn í 3. bekk í MR og ávann sér samstundis sess í þéttri klíku Hagaskóla- krakka sem héldu til í Fjósinu í öllum frímínútum. Hún passaði svo vel inn í hópinn að það var eins og við hefðum alltaf þekkt hana. Þessi yndislega stúlka varð mín besta vinkona og ná- grannakona næstu áratugina. Hún var fær í sínu fagi sem hjúkrunarfræðingur og ég naut leiðsagnar hennar um brjósta- gjöf, kvilla og barnastúss. Hún var líka huggari í ástarsorg og sú sem var trúað fyrir öllum leyndustu hugsunum. Dilla gat verið undurblíð en líka harð- ákveðin og þrautseig. Hún ól upp Kristján sinn, einkason og Guðrún Dýrleif Kristjánsdóttir ✝ Guðrún DýrleifKristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 4. apríl 1958. Hún lést í Reykjavík 24. október 2012. Útför Dýrleifar fór fram frá Nes- kirkju við Haga- torg 7. nóvember 2012. augastein og bjó þeim fallegt heimili á Ásvallagötunni. Þegar hún hóf nám í lögfræði, hellti hún sér í það heils- hugar og af mikl- um krafti. Lög- mannsstörfin virtust eiga vel við hana og ekki var annað að sjá en að hún blómstraði. Það gladdi gömlu vinkonurnar ósegjanlega þótt við sæjum minna af henni en áður. Nú sitjum við eftir harmi slegnar því vinkona okkar fór alltof snemma og alltof snöggt. Hvernig er hægt að kveðja bestu vinkonu? Dóttir mín seg- ist alltaf sjá Dillu fyrir sér hlæjandi. Það er líka þannig sem hún stendur fyrir mínum hugskotssjónum og mun gera um ókomna tíð. Elsku Dilla, sem var okkur öllum svo kær. Ég sendi mínar dýpstu sam- úðarkveðjur til Kristjáns, Hjör- dísar og barnabarnanna sem hún elskaði og dáði. Til Unnar sem hefur misst yndislega dótt- ur og vinkonu og til systkina Dillu og fjölskyldna þeirra. Brynhildur Bergþórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.