Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 JÓLAHLAÐBORÐ Skútan BJÓÐUMGLEÐILEGAHÁTÍÐ www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is *Þú getur lesið allt um verð, veislur og veislusal á heimasíðu okkar Við leggjum ávalt áherslu á framúrskarandi matreiðslu og góða þjónustu. Glæsileg jólahlaðborð fyrir smærri og stærri hópa. Úrval kræsinga á góðu verði. 4.900.- Verð frá fyrir stæ rri hópa * Steikarh laðborð 2 5.500.- Verð frá fyrir 1-10 manns*(sjá: veislulist.is) www.avon.is Jólin koma hjá Avon Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Að minnsta kosti fimmtán Palestínu- menn, þeirra á meðal börn, og þrír Ísraelar hafa beðið bana í loftárásum Ísraelshers á Gaza-svæðið og flug- skeytaárásum Hamas-samtakanna á Ísrael síðustu tvo daga. Blóðsúthellingarnar hófust eftir að Hamas-samtökin hófu nýja hrinu flugskeytaárása á Ísrael. Ísraelsher svaraði með loftárásum á Gazaborg í fyrradag og yfirmaður hernaðar- arms Hamas beið bana í einni þeirra. Hamas-menn skutu hundruðum flugskeyta á Ísrael og þrír Ísraelar – tvær konur og karlmaður – létu lífið þegar flugskeyti lenti á efstu hæð byggingar í bænum Kiryat Malachi, um 25 km norðan við Gaza. Fjögurra ára piltur og tvö kornabörn særðust í árásinni. Minnst sjö Palestínumannanna sem biðu bana voru vopnaðir Hamas-menn en á meðal þeirra voru einnig þrjú börn, kona og tveir aldraðir karlmenn. Útilokar ekki landhernað Óttast er að blóðsúthellingarnar leiði til nýs stríðs milli Ísraela og Hamas eins og fyrir fjórum árum þegar að minnsta kosti 1.200 manns biðu bana. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði að til greina kæmi að hefja landhernað á Gaza-svæðinu ef Hamas héldi áfram flugskeytaárásunum. Hann sakaði Hamas um að hafa framið stríðs- glæpi gagnvart Ísraelum og Palestínumönnum með því að skjóta flugskeytum á óbreytta borgara í Ísrael og fela sig meðal óbreyttra borgara á Gaza-svæðinu. Ísraelar segja að Hamas-mennirnir hafi kom- ið flugskeytunum fyrir í íbúða- hverfum af ásettu ráði. Willam Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að Hamas-samtökin bæru mesta ábyrgð á blóðsúthelling- unum en hvatti einnig Ísraela til að gera ekki árásir sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu eða gætu leitt til stríðs. Mohammed Mursi, forsætisráð- herra Egyptalands, fordæmdi árásir Ísraela og kallaði sendiherra Egypta í Ísrael heim. bogi@mbl.is Óttast að nýtt stríð blossi upp  Fimmtán Palestínumenn og þrír Ísraelar biðu bana í árásum AFP Eyðilegging Piltur við húsarústir eftir árás Ísraela á Gazaborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.