Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 43
nefndum sveitarfélagsins, sat í
kjörnefnd sjálfstæðismanna í Norð-
vesturkjördæmi 2003 og hefur ver-
ið formaður kjörnefndar frá 2007.
Ásbjörn hefur verið alþing-
ismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Norðvesturkjördæmi frá 2009, situr
í fjárlaganefnd Alþingis frá 2009,
sat í samgöngunefnd 2009-2011 og
sat í þingmannanefnd til að fjalla
um skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis 2009-2010.
Ásbjörn sér ekki sólina fyrir
barnabörnunum. Þá er hann áhuga-
maður um laxveiði: „Ég hef lengi
haft áhuga á laxveiði enda hverfur
ekki veiðimannseðlið við það að
koma í land. Ég hef farið töluvert í
lax víða um land en uppáhaldsáin
mín er Miðfjarðará.“
– Lestu mikið Ásbjörn?
„Nei. Ég er enginn lestrarhestur.
Ætli maður lesi ekki mest gögnin
frá fjárlaganefnd. Þar er alla vega
nægilegt lestrarefni þótt það sé nú
kannski ekki mjög spennandi.
Annars hef ég mest gaman af
ævisögum og frásögnum ýmiss
konar. Ég var t.d. að lesa bókina
um Gísla á Uppsölum, en hann var
víst eitthvað skyldur mér. Svo hef
ég marglesið allan bókaflokkinn
hans Steinars J. Lúðvíkssonar,
Þrautgóðir á raunastund. Það eru
frábær rit. Ég er hins vegar ónýtur
við skáldsögur og smásögur og get
ekki einu sinni sagt að ég lesi
glæpareyfara.
Fjölskylda
Eiginkona Ásbjörns er Margrét
G. Scheving, f. 14.11. 1962, útgerð-
armaður. Foreldrar hennar eru
Gylfi Guðmundur Scheving, f. 6.1.
1940, verkstjóri og bifreiðastjóri í
Ólafsvík, og Jóhanna Guðríður
Hjelm, f. 22.4. 1944, húsfreyja.
Synir Ásbjörns og Margrétar eru
Friðbjörn Ásbjörnsson, f. 24.7.
1984, framkvæmdastjóri Fiskmark-
aðar Breiðafjarðar, en kona hans
er Soffía Elín Egilsdóttir húsfreyja
og eiga þau tvö börn, Ásbjörn og
Særúnu; Gylfi, f. 26.9. 1988, sjó-
maður á Rifi; Óttar, f. 24.5. 1996,
nemi.
Systkini Ásbjörns eru Tryggvi
Óttarsson, f. 17.5. 1964, fiskútflytj-
andi, búsettur í Svíþjóð en kona
hans er Kristina Anderson fisk-
útflytjandi; Júníana Óttarsdóttir, f.
8.2. 1973, verslunarmaður á Hellis-
sandi en maður hennar er Jóhann
Pétursson bókari.
Foreldrar Ásbjörns eru Óttar
Sveinbjörnsson, f. 14.11. 1942,
kaupmaður á Hellissandi, og k.h.,
Guðlaug Íris Tryggvadóttir, f. 14.8.
1941, verslunarmaður.
Úr frændgarði Ásbjörns Óttarssonar
Ásbjörn
Óttarsson
Eðvarð Einarsson
fiskmatsm. á Hellissandi,
frá Fagurey
Stefanía Kristjánsdóttir
húsfr. frá Fagurey
Tryggvi Eðvarðsson
sjóm. og bílstj. á Hellissandi
Gunnleif Þ. Bárðardóttir
húsfr. á Hellissandi
Guðlaug Íris Tryggvadóttir
verslunarm. á Hellissandi
Bárður Jónasson
fiskmatsm. á Hellissandi
Guðlaug Pétursdóttir
húsfr. frá Ingjaldshóli
Benedikt Benediktsson
kaupm. og útgerðarm. á Hellis-
sandi og systkinabarn við Gísla
Gíslason á Uppsölum
Geirþrúður Kristjánsdóttir
húsfr. á Hellissandi
Sveinbjörn Benediktsson
stöðvarstj. Pósts og síma
á Hellissandi
Ástrós Friðbjarnardóttir
húsfr. á Hellissandi
Óttar Sveinbjörnsson
kaupm. á Hellissandi
Friðbjörn Ásbjörnsson
skipstj. á Hellissandi,
bróðusonur Kristjáns,
langalangafa Ásmundar
Einars Daðasonar alþm.
Júnínana Jóhannesdóttir
húsfr. og verkakona á Hellissandi
Ingólfur Eðvarðsson
sjóm. á Hellu
Eðvarð Ingólfsson
sóknarpr. á Akranesi
Unnur Benediktsdóttir
húsfr. á Selfossi
Lovísa Eðvarðsdóttir
húsfr. í Hafnarf.
Sigríður Oliversdóttir
húsfr. í Hafnarf.
Finnur
Árnason
í Hagkaupum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brugðið á leik Afmælisbarnið og
Kristján Þór Júlíusson alþm.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012
Árin segja sitt1979-2012
BISTRO
Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is
Jón Sveinsson (Nonni) fæddistað Möðruvöllum í Hörgárdal16.11. 1857. Hann var sonur
Sveins Þórarinssonar, amtskrifara á
Möðruvöllum i Hörgárdal, og k.h.,
Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju. For-
eldrar hans eignuðust átta börn en
þrjú þeirra létust haustið 1860 úr
barnaveiki.
Árið 1865 flutti fjölskyldan til
Akureyrar og settist að í svokölluðu
Pálshúsi. Faðir Nonna lést 1869 úr
sullaveiki. Þá var búið tekið til gjald-
þrotaskipta og varð Sigríður að láta
öll börnin frá sér nema Ármann.
Hún flutti síðar til Kanada og giftist
þar aftur.
Nonna var hins vegar boðin náms-
dvöl í Frakklandi og fór utan 1870.
Hann dvaldi fyrst í Kaupmannahöfn
en lauk síðan stúdentsprófi frá Coll-
ége de la Providence, Jesúítaskóla í
Amiens í Frakklandi, 1878. Þá lærði
hann heimspeki og nam guðfræði í
Ditton-Hall í Lancashire á Englandi.
Nonni vígðist prestur í Jesúíta-
reglunni 1891 og var kennari við St.
Andreas Collegium í Ordrup í Dan-
mörku til 1912. Þá gerðist hann rit-
höfundur og flutti fyrirlestra víða
um heim, mest um Ísland, sögu þess
og bókmenntir.
Barnabækur Nonna um hann og
Manna, bróður hans, og um
bernskuár þeirra við Eyjafjörðinn
urðu mjög vinsælar í Þýskalandi og
víðar í Evrópu og voru þýddar á
þriðja tug tungumála.
Nonni kom til Íslands 1894 og ári
síðar átti hann samstarf við kaþólska
biskupinn í Danmörku, Johannes
von Euch, um fjársöfnun fyrir holds-
veikraspítala á Íslandi. Danskir
Oddfellow-bræður stofnuðu slíkan
spítala í Laugarnesi 1898 en söfn-
unarfé Nonna rann til stofnunar
Landakotsspítala. Hann kom aftur
til Íslands á Alþingishátíðina 1930 í
boði ríkisstjórnarinnar.
Nonnasafn á Akureyri er
bernskuheimili Nonna og á þjóð-
deild Þjóðarbókhlöðunnar í Reykja-
vík er sérsafn Nonna þar sem sjá má
bréf hans, skjöl og rit á hinum ýmsu
tungumálum.
Nonni lést 1944.
Merkir Íslendingar
Jón
Sveinsson
90 ára
Guðbjörg Bergmundsdóttir
Gunnar Bjarnason
Kjartanía Vilhjálmsdóttir
Kristbjörg Magnúsdóttir
Stefán Anton Jónsson
85 ára
Guðlaug Bergþórsdóttir
Jóna Bergjónsdóttir
Jón Bergsson
Katrín Hjartardóttir
Steinunn Kristjánsdóttir
80 ára
Eyjólfur Högnason
Magnea Guðrún Jónsdóttir
Magnús Sigurjónsson
Sigfús Auðunsson
75 ára
Gylfi Guðnason
Margrét Sæmundsdóttir
70 ára
Aðalheiður Hafsteinsdóttir
Egill Thorlacius
Helga Lára Hólm
Margrét Þ. Thorlacius
Tómas Vilhelm Kristinsson
60 ára
Ásgeir H. Þorvarðarson
Erna Sigurbjörg
Óskarsdóttir
Jensína Valdimarsdóttir
Jens Tollefsen
Kristín Axelsdóttir
Kristján Hermannsson
Ólafur Ágúst Gíslason
Þóra G. Thorarensen
Þórhallur H. Þórhallsson
Þuríður H. Kristjánsdóttir
50 ára
Aðalheiður Ásgeirsdóttir
Bryndís Anna Rail
Egill Jóhann Ólafsson
Gerður Kristjánsdóttir
Guðlaug Ásgeirsdóttir
Ingibjörg Hrefna
Guðmundsdóttir
Knokkunya Teerachai
Margrét Sigríður
Guðmundsdóttir
Stefán Eyjólfsson
Stefán Logi Haraldsson
Tindur Gabríel Hilmarsson
40 ára
Aðalbjörg Ívarsdóttir
Alfreð Gunnarsson
Baarregaard
Ásta Einarsdóttir
Bergþóra Ósk
Guðmundsdóttir
Björn Þór Björnsson
Fjóla Margrét
Hrafnkelsdóttir
Gestur Þór Kristjánsson
Gunnar Gunnarsson
Jóhanna Selma
Sigurðardóttir
Karen Þóra Sigurkarlsdóttir
Kristjana Hrund
Bárðardóttir
Nökkvi Sveinsson
Steinar Bragi Sigurðsson
Vincent Gísli Pálsson
Þorgerður Þorvaldsdóttir
Þorleifur Kristófersson
30 ára
Anna Truchel
Atli Geir Þorsteinsson
Ásdís Sigurðardóttir
Chomyong Suemklang
Davíð Jón Sigurðsson
María Salóme Bjarkan
Ólafur Waage
Sara Lind Gísladóttir
Veigar Arthúr Sigurðsson
Ægir Guðmundsson
Til hamingju með daginn
30 ára Vilborg lauk prófi í
læknisfræði frá HÍ 2012
og er aðstoðarlæknir við
Sjúkrahúsið á Akureyri.
Maki: Hjörtur Snær Þor-
steinsson, f. 1979, vél-
smiður.
Börn: Helgi Hjörvar, f.
2003, og Guðrún Hanna,
f. 2009.
Foreldrar: Agnes Þór
Björnsdóttir, f. 1962,
starfar hjá Iðju, og Jón
Helgi Ingimarsson, f.
1961, atvinnurekandi.
Vilborg
Jónsdóttir
40 ára Páll ólst upp á
Bessastöðum í Hrútafirði
og starfar nú hjá ALCOA.
Maki: Helga Guðrún Hin-
riksdóttir, f. 1972.
Börn: Eyþór Logi Ágústs-
son, f. 1996 (stjúps.);
Marek Ingvi Helguson, f.
2000, (stjúps.) og Hinrik
Elvar Pálsson, f. 2003.
Foreldrar: Ólöf Pálsdóttir,
húsfreyja og tónlistar-
kennari og fyrrv. b., og
Björn Einarsson, nú lát-
inn, b. á Bessastöðum.
Páll Sigurður
Björnsson
30 ára Róbert ólst upp í
Garðabæ, lauk stúdents-
prófi frá VÍ og er móta-
stjóri HSÍ.
Maki: María Yngvins-
dóttir, f. 1982, grunn-
skólakennari.
Sonur: Jóhann Dagur, f.
2008.
Foreldrar: Gísli Björns-
son, f. 1948, atvinnurek-
andi, og Jóhanna Ósk
Halldórsdóttir, f. 1956,
rekstarstjóri mannvirkja
hjá knattspyrnuf. Fram.
Róbert Geir
Gíslason