Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Fyrir 20 árum komu hingaðtil lands fimm Bandaríkja-menn í því skyni að nemabrott tvær ungar stúlkur. Þeir þóttust vera kvikmyndframleið- endur að kanna forsendur þess að gera mynd á Íslandi með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Hópurinn komst meira að segja í fjölmiðla og birtist frétt á forsíðu NT undir fyrir- sögninni „Verður Stallone að Íslands- vini“. Brottnámi stúlknanna var af- stýrt í Leifsstöð og sat forsprakki hópsins, fyrrverandi sérsveitarmað- urinn Donald Feeney, ár í fangelsi. Uppleggið í kvikmyndinni Argo er ekki ósvipað. Bandarískur leyniþjón- ustumaður fer til Írans til þess að bjarga sex sendiráðsmönnum úr landi árið 1980 og villir um fyrir yfir- völdum með því að þykjast vera kvik- myndaframleiðandi. Ef ekki hefði hvílt leynd yfir björgunaraðgerðinni til 1997 mætti halda að sá björgunar- leiðangur hafi orðið Feeney inn- blástur að aðgerðinni hér. Ben Affleck leikstýrir Argo og leik- ur jafnframt Tony Mendez, sem skipulagði leiðangurinn. Í myndinni tekst Affleck fullkomlega að ná tíð- arandanum 1980. Áferð myndarinnar er meira að segja þannig að maður fær á tilfinninguna að hún hafi verið tekin fyrir þremur áratugum. Ári áður en myndin gerist komst erkiklerkurinn Khomeini til valda í Íran eftir að Mohammad Reza Pa- hlevi hafði verið steypt af stóli. Bandaríkjamenn höfðu bylt hinum lýðræðislega kjörna Mohammed Mossadegh og komið Pahlevi til valda. Í augum klerkastjórnarinnar voru Bandaríkjamenn hinn mikli Sat- an. Þegar stúdentar brutust inn í bandaríska sendiráðið lýsti Khomeini yfir stuðningi við þá og starfsmenn þess voru teknir í gíslingu. Sex sendi- ráðsmönnum tókst hins vegar að laumast út úr sendiráðinu og fela sig í bústað kanadíska sendiherrans. Bandarísk yfirvöld vilja koma þeim úr landi, en hafa ekki hugmynd um hvernig fara eigi að því. Hver hug- myndin kemur fram annarri fárán- legri, þar á meðal að þykjast vera að leita tökustaða fyrir geimtrylli, sem verður ofan á af því að hún er ekki fá- ránlegust. Affleck er greinilega mikið í mun að vera trúverðugur. Senur af mót- mælum fyrir utan bandaríska sendi- ráðið í Teheran eru byggðar á frétta- myndum frá þeim tíma og leikararnir, sem leika gíslana, líkjast fyrirmyndunum. Atburðarásin er ekki hröð, en spennan magnast hægt og þétt. Af- fleck nær því vel fram hvernig ör- væntingin grípur um sig hjá gísl- unum, sem lifa í stöðugum ótta við að finnast. Ekki er alltaf sniðugt að vera með spilandi þjálfara, en Affleck stendur sig vel í hlutverki hins yfir- vegaða útsendara, sem heldur sínu striki þótt upplagið sé veikt. Argo hefur verið hlaðin lofi og er spáð óskarsverðlaunum. Þetta er framúrskarandi mynd og kæmi ekki á óvart þótt þær spár rættust. Krappur dans í klerkaveldi Sambíóin Argo bbbbn Leikstjóri: Ben Affleck. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Bryan Cranston, Alan Arkin og John Goodman. Bandaríkin 2012, 120 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Undir fölsku flaggi Ben Affleck í mannþröng í Teheran í hlutverki sínu í myndinni Argo þar sem sögð er sönn saga um æsilegan björgunarleiðangur. Það er löngu kunn stað-reynd að Gerður Kristnýer gott ljóðskáld, í hópiokkar fremstu, og í sinni nýjustu ljóðabók Ströndum undir- stikar hún það enn frekar. Strandir er fimmta ljóðabók Gerðar Kristnýjar. Fyrir þá síð- ustu, Blóðhófni sem kom út 2010, fékk hún Íslensku bókmenntaverð- launin og var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Strandir eru víða og margs kon- ar. Strandir standa líka fyrir ólíka hluti í huga fólks eins og hamingju sumarfrísins á gulri sandströndinni eða óttann við beljandi djúpan sjó- inn fyrir neðan brattan hamarinn. Í ljóðabókinni Ströndum er farið víða með fáum orðum. Fingurgóm- arnir eru næmir og það eru þeir sem fara með mann í fyrsta ferða- lagið þegar strokið er yfir bók- arkápuna, frá reiti til reits. Fallega hönnuð kápa sem segir margt um inni- haldið, reitir í óreiðu sem mynda eina heild í fjarlægð. Bókin skiptist í fjóra kafla, í fjögur ferðalög. Fyrst er það Ísland. Ljóðin bera mörg hver heiti staða eins og „Hofsós“ eða „Hólavallakirkjugarð- ur“, staða sem virðast hafa orðið ljóðskáldinu innblástur. Hún vitnar í staðinn, hún vitnar í söguna. Svo koma öðruvísi ljóð inn á milli eins og „Maðurinn með ljáinn“ sem mér fannst kaldhæðnislegt og satt. Ég skellihló yfir heimasætunni í „Kjöt- krókur kemst í feitt“. Kannski ekk- ert fyndið við það að hún eygi betra líf í faðmi jólasveins, en það má líka hlæja að ljóðum. Þá yrkir Gerður Kristný „Ljóð um börn“, hrollvekj- andi en um leið fallegt. Í næsta kafla er farið til útlanda, ljóðin gætu verið ort út frá minn- ingabrotum úr ferðalögum um heiminn eða kannski urðu heims- fréttirnar kveikjan að þeim. Þarna ferðast lesandinn m.a. til Sao Paulo, Indlands, Úganda. Í þriðja kaflanum er farið í ferða- lag minninganna. Í ljóðunum má skynja sýn barnsins á lífið og dauð- ann, minningabrot úr æskunni. Fjórði kaflinn er um ferðalag hug- ans, hugans sem lætur oft illa að stjórn og getur farið með mann beint í myrkt djúpið. Ísköld „Skautaferðin“ er snilldarlega ort ljóð, sterkar myndlíkingar og snerpa. Við lesturinn skynjar mað- ur skautablöðin sem fara á fullri ferð eftir ísnum og það er spyrnt fast og ákveðið svo ísflísarnar fljúga. Þrátt fyrir að tengja strandir oft- ast við sumar og sól liggur kulda- pollur yfir þessari bók, þetta er ís- lensk strönd, með kulda, brimi og dauða. Gerður Kristný fer víða með les- andann í Ströndum. Í ljóðunum dregur hún upp skýrar og stórar myndir með fáum orðum, hún get- ur líka sagt langa sögu í sex línum. Það eru engar byrðar en lesandinn upplifir mikið og oft mikinn þunga. Morgunblaðið/Ómar Upplifun Lesandinn upplifir mikið, og oft mikinn þunga, segir m.a. í gagnrýni um nýútkomna ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Strandir. Ferðalag í fáum orðum Ljóðabók Strandir – Gerður Kristný bbbbm Mál og menning 2012. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR J. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS SNABBA CASH 2 KL. 6 - 8 16 CLOUD ATLAS KL. 10 16 PITCH PERFECT KL. 8 12 SKYFALL KL. 5.20 - 10.10 12 T.V. - KVIKMYNDIR.IS SNABBA CASH 2 KL. 8 - 10.15 16 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 16 SKYFALL KL. 6 - 9 12 TAKEN 2 KL. 10.30 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 SNABBA CASH 2 KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 16 PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.30 7 SKYFALL KL. 5 - 8 - 11 12 SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.30 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 7 THE TWILIGHT SAGA - PART 2 Sýndkl.5:30-8-10:25 SKYFALL Sýndkl.7-10 WRECK-IT RALPH 3D Sýndkl.4 PITCH PERFECT Sýndkl.5:50-8-10:15 TEDDI 2D Sýndkl.4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG 3 VIKUR Á TOPPNUM -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 12 12 12 L L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.