Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 ✝ Ólafur ÓskarAngantýsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 30. apríl 1953. Hann andaðist á heimili sínu, Þor- finnsgötu 6, 6. nóv- ember 2012. Foreldrar hans voru Angantýr Guðmundsson skip- stjóri, f. 1. júlí 1916, d. 21. maí 1964 og Arína Þór- laug Íbsensdóttir ritari, f. 11. september 1923, d. 14. október 1994. Systkini Ólafs eru: a. Íb- sen Angantýsson fyrrverandi skipstjóri, f. 3. október 1941, kvæntur Huldu Guðmunds- dóttur, b. Bára Angantýsdóttir fyrrverandi bankastarfsmaður, inen og þau eiga tvær dætur, Miranda Ingrid Arína og Alva Björk. Ólafur Óskar útskrifaðist frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973. Á árunum 1975-1978 starfaði hann við myndblöndun og lýsingu í myndveri Sjón- varpsins. Hann hóf nám í fjöl- miðlafræði frá Stockholms Uni- versitet árið 1978 og útskrifað- ist sem fil.kand. 1985. Á árunum 1985-1990 vann hann sem dag- skrágerðarmaður fyrir Ríkis- útvarpið, skrifaði stakar grein- ar og greinaflokka í hin ýmsu rit um kvikmyndir og fjölmiðla, en starfaði jafnframt sem kennari við fjölbrautaskólann Flensborg í Hafnarfirði og hjá Náms- flokkum Reykjavíkur. Hann hóf störf hjá Iðntæknistofnun Ís- lands sem seinna varð Nýsköp- unarmiðstöð Íslands árið 1990 og vann þar til dauðadags. Útför Ólafs Óskars fer fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 16. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. gift Einari Sig- urgeirssyni, c. Auð- ur Angantýsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, d. Haukur Angantýsson efna- fræðingur sem er látinn, e. Guðrún Angantýsdóttir framhaldsskóla- kennari, gift Viðari Má Matthíassyni. Uppeldissystir Ólafs Óskars var Soffía Jóna Vatnsdal Jónsdóttir sem er lát- in. Ólafur Óskar giftist árið 1978 Álfheiði Kristveigu Lárus- dóttur. Þau skildu og áttu son- inn Styrmi Þór Ólafsson, f. 16. ágúst 1981. Sambýliskona Styrmis er Sandra Ingrid Pentt- Sólin skín inn um stofuglugg- ann og veitir yl og birtu inn í litlu stofuna við Þorfinnsgötu 6. Fugl- arnir syngja í trjánum fyrir utan. Hálflesin bók liggur á sófaborð- inu og gleraugu þar við hlið. Það er notalegt að sitja í stofunni. Hér ríkir friður. Það er eins og Óli bróðir hafi rétt skroppið frá, en því miður er hann farinn. Óli óx úr grasi og átti góða bernsku. Hann var á sumrin hjá þeim Indíönu Eyjólfsdóttur og Gissuri Friðbertssyni á Suður- eyri. Það var svo skemmtilegt að heyra hann segja frá hvernig all- ir krakkarnir í þorpinu léku sér saman á kvöldin. Frásögnin var svo lifandi að í huganum var hlustandinn kominn í leikinn með þeim. Á unglingsárum var Óli til sjós öll sumur með bræðrum sínum, þeim Íbsen og Hauki. Á mennta- skólaárunum var hann bæði á síldveiðum í Norðursjó með Íb- sen og með Hauki á Ísafoldinni. Á síðasta ári í menntaskóla kynntist hann Álfheiði Lárus- dóttur og fluttu þau fljótt saman. Óli útskrifaðist úr Menntaskól- anum við Tjörnina árið 1973. Hann hóf nám í viðskiptafræði, en 1975 starfaði einnig hjá Sjón- varpinu. Hann hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og tók frá- bærar myndir sem skreyttu íbúðina sem var hlýleg þrátt fyrir lítil efni þeirra. Þau giftu sig 1978 og héldu til Svíþjóðar í nám. Þar lærði Óli fjölmiðlafræði við Stokkhólmsháskóla og þar fædd- ist sonur hans, Styrmir Þór, árið 1981. Óli kom heim frá Svíþjóð árið 1985. Hann vann sem dagskrár- gerðarmaður fyrir Ríkisútvarpið, sem kennari við fjölbrautaskól- ann Flensborg og hjá Náms- flokkum og skrifaði bókina Myndbandaskólinn, handbók um myndmál kvikmynda. Óli hóf störf hjá Iðntæknistofnun Ís- lands, síðar Nýsköpunarmiðstöð Íslands árið 1990 og vann á fræðsludeildinni. Óli hefur hann- að mest af því fræðsluefni sem stofnunin hefur gefið út. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á að innleiða helstu strauma og nýj- ungar og sinnti starfinu af alúð og metnaði. Óli bróðir var hæglátur og hógvær maður. Sólargeislinn í lífi hans var sonurinn Styrmir Þór. Samband þeirra feðga var ein- stakt og náið. Þeir voru alltaf nánir félagar. Nú seinustu ár hefur verið gaman að fylgjast með Óla sem afa. Hann naut þess að spjalla við Styrmi, Söndru, Miröndu og Ölvu litlu á netinu. Fyrir stuttu varð Miranda fjög- urra ára. Óli hafði bakað súkku- laðiköku og skreytt hana með 4 kertum. Hann stillti kökunni upp fyrir framan tölvuskjáinn og kveikti á kertunum. Hann bað Miröndu að koma nær og blása á kertin. Hún blés en henni tókst ekki að slökkva á þeim. Hún kom nær og blés og blés þar til ljósin á kert- unum höfðu verið slökkt. Þá var sunginn afmælissöngur og Óli skar sneið af tertunni og rétti henni. Hún rétti fram höndina og reyndi að ná í kökuna. Þá var henni ljóst að Óli var ekki í stof- unni heima hjá henni heldur langt í burtu. Hann þurfti að borða kökuna og segja henni hvernig hún smakkaðist. Óli gaf hversdagslegum hlut- um lit og líf. Við sendum Styrmi, Söndru og litlu telpunum sam- úðarkveðjur. Við kveðjum Óla bróður með söknuði en erum þakklát fyrir öll árin sem við átt- um saman. Ibsen, Bára, Auður og Guðrún Angantýsbörn. Það bar brátt að. Okkur fannst í sumar eins og það væru ótal margar stundir í leik, lestri og hlátri framundan með afa og litlu afastelpunum. Minningarnar frá því í sumar glitra eins og stjörnur, tærar og greinilegar lýsa þær í myrkrinu. Það er alveg sama í hvaða röð þær koma, þær eru allar bjartar. Það er svo sárt að kveðja. Minn- ingarnar eru svo margar með honum Ólafi. Einni göngu er lok- ið. Önnur er hafin. Við berum birtuna saman inn í framtíðina með litlu stúlkunum, Miröndu Arínu og Ölvu Björk. Og litla barninu sem fæðist inn í desembermánuð. Nýtt ljós. Þær kveðja afa sinn með djúpri virð- ingu og söknuði, með okkur öll- um, fjölskyldu Söndru og Styrm- is í Stokkhólmi, systrum Styrmis, Mithru Björk og Elínu Þóru og föður þeirra, og fjöl- skyldu minni allri og kærum vin- um. Eilífðin býr í minningunum. Megi minning þín lifa, Ólafur. Hér stilltu guðir streng; hann struku dægrin blíð; þann óm til eyrna bar mér árblær forðum tíð. Ég nem hann ljósar nú er nálgast rökkrið svalt. Svo fer einn dag að flest mun fullnað, jafnvel allt. (Þorsteinn frá Hamri) Með djúpri virðingu sendi ég systkinum Ólafs og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Megi hin eilífa birta lýsa þé, Ólafur. Álfheiður Kristveig Lárusdóttir. Þær voru óvæntar og óraun- verulegar fréttirnar að þú værir farinn. Við vorum að búast við þeim fréttum að þú værir orðinn enn ríkari, þ.e. að þriðja afabarn- ið væri komið í heiminn. En frétt- unum sem við fengum er erfitt að trúa. Óli var hlýr, skemmtilegur og einstaklega fróður maður. Alltaf var gaman að spjalla við Óla um allt milli himins og jarðar. Þegar kom að fjölskylduboðum var Óli eimmitt maðurinn sem maður settist hjá og spjallaði við, helst um kvikmyndir eða stöðuna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þá tókst honum að opna nýjar víddir á upplifun bóka og kvik- mynda. Það var til dæmis ein- staklega skemmtilegt að ræða við hann eftir að hafa séð kvik- mynd og horfa svo á hana aftur og sjá hana í allt öðru ljósi. Enn betra var að horfa með honum á kvikmyndina, sjá og skilja svo miklu meira af henni en maður hefði annars gert. Eftirminnilegt var Lord of the Rings-maraþonið en þá eyddum við heilum degi hjá Óla frænda og horfðum á Lord of the Rings en dagurinn endaði svo á bíóferð á síðustu myndina í þrí- leiknum. Óli hafði mjög skemmtilegan húmor. Eitt dæmi þess var í brúðkaupsveislu þeirrar næst- yngstu af okkur, sem haldin var á sama tíma og úrslitaleikur milli Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Sá yngsti af okkur hefur alla tíð haldið mikið upp á Man. Utd, var þá að heilsa upp á ættingjana sem óskuðu honum allir til ham- ingju með systur hans en þegar kom að Óla frænda sagði hann: „Til hamingju með Rooney.“ Þá var Wayne Rooney, liðsmaður Man. Utd, nýbúinn að jafna leik- inn. Það var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til Óla frænda, alltaf eitthvað spennandi að gera. Margar minningarnar eru frá sumrum en þá var aldrei að vita hvort Styrmir frændi væri heima. Þeir feðgar voru stór partur af okkar uppvaxtarárum. Óli frændi var mjög duglegur að kynna okkur heim kvik- myndanna og stundum voru hreinlega búnar til stuttmyndir. „Galdramyndböndin“ stóðu lík- lega mest upp úr en þar leik- stýrði Óli frændi og við frændsystkinin vorum í aðalhlut- verki. Reyndar var sú næst- yngsta ekki með í fyrstu mynd- unum því hún kunni ekki að galdra, slíkar voru tæknibrell- urnar. Það má með sanni segja að draumaverksmiðja æsku okkar hafi verið heima hjá Óla frænda og kunnum við honum margar þakkir fyrir ótal heimboðin, bara verst að þau geta ekki verið fleiri. Hvíldu í friði, elsku frændi. Logi, Hildur Ýr, Harpa og Orri Viðarsbörn. Óli frændi er farinn yfir móð- una miklu. Hann var okkur allt í senn föðurbróðir, kennari, ráð- gjafi og vinur. Við bræður vorum slegnir þegar fréttir bárust af skyndilegu fráfalli hans og trúum þeim varla enn. Eins og þruma úr heiðskíru lofti og hugurinn ferðast á ljóshraða aftur í tím- ann; ritgerðasmíðar, kvikmynda- gerð, rökræður um alls kyns bók- menntir, trúarbrögð, vísindi og pólitík. Óli var hafsjór af visku og fróðleik og hann kunni þá list að miðla og gefa af sér. Hann hafði sérstaka sýn á lífið, svona nokk- urs konar blöndu af uppskriftum frá Akira Kurosawa, Richard Dawkins og Gandálfi gráa. Hann opnaði nýja heima. Hans áhrif voru mikil. Hann verður alltaf með okkur. Við trúum því að hann sé nú kominn á betri stað með meiri yfirsýn, þar sem hann brosir blíðlega yfir þessu öllu saman, eða eins og Chaplin orð- aði það: „Lífið er harmleikur í nærmynd, en gamanleikur séð úr fjarlægð.“ „Gandálfur: Endir? Nei, ferðalaginu lýkur ekki hér. Dauðinn er bara annar vegur, sá sem við verðum öll að ganga. Hin gráu regntjöld þessa heims dragast frá, og allt breytist yfir í silfrað gler, og þá sérðu það.“ (Hringadróttinssaga – J.R.R. Tolkien) Með söknuði og þakklæti, Ríkharður Ibsen, Marteinn Ibsen og Davíð Ibsen. Fallinn er frá langt fyrir aldur fram kær æskufélagi okkar og vinur Ólafur Angantýsson. Kynni okkar Óla hófust á barnsaldri í Vogaskóla, þar sem við vorum allir í sama bekk. Við þrír urðum fjótlega mjög samrýmdir. Í hönd fóru hjá okkur áhyggjulaus ár, allt var að ger- ast. Bítlarnir og Rolling Stones komu fram á sjónarsviðið og 68- kynslóðin varð til. Áhugamálin mörg. Við vorum heimagangar á heimili Óla í Goðheimum og gerð- um við okkur sérstaklega títt um heimsóknir um kaffileytið á laug- ardögum, en þá bakaði Arína mamma hans dýrindis skúffu- köku. Á þessum árum var Óli mjög liðtækur í fótbolta, harður keppnismaður og fylginn sér. Mikið farið í bíó og Óli var sér- stakur áhugamaður um kvik- myndir og dægurtónlist. Að hans áeggjan lögðum við það á okkur einn vetur í menntaskóla að vera í kvikmyndaklúbbi Menntaskól- ans við Tjörnina og horfa á sí- gildar myndir gömlu meistar- anna. Að sýningum loknum var Óli iðulega uppnuminn af listinni en við hinir tveir oft hálf depri- meraðir, enda ekki listrænt þenkjandi. Óli var eins og far- fugl, hann hvarf strax eftir að skóla lauk á Súgandafjörð og síð- ar gerðist hann síldarsjómaður í Norðursjónum. Honum var sjó- mennska í blóð borin og var hann eftirsóttur háseti, var m.a. á dansk-íslenska aflaskipinu Ísa- fold. Þegar hann kom úr Norður- sjónum hélt hann sig flott með fulla vasa af peningum og kom með góðan toll. Litu hann marg- ar snótir hýru auga, hávaxinn og spengilegan. Eitt gamlárskvöld týndum við Óla í Klúbbnum og náðum við ekki í hann í nokkra daga. Hafði hann það kvöld kynnst tilvonandi eiginkonu sinni og þarna voru örlög hans ráðin. Margar góðar stundir áttum við hjá Óla eftir að hann fór að búa í risholunni á Laugavegi 76. Á þessum tíma lagði hann stund á viðskiptafræði en síðar snérist hugur hans til lista og menning- ar. Hann hafði næmt listrænt auga og var mjög músíkalskur. Eftir starf hjá Sjónvarpinu fór hann síðar til náms í kvikmynda- gerð í Svíþjóð. Eftir erfiðan skilnað flutti Óli einn heim frá Svíþjóð og var það upp úr því sem hann fór að draga sig inn í sína eigin skel. Þá minnkuðu samskipti okkar við hann og urðu því miður nær engin síðustu árin. Þau fáu skipti sem við hittumst sl. vor, var alltaf eins og við hefð- um hist deginum áður, hann kát- ur og reifur. Þegar hann varð 50 ára náðum við með ákveðni að halda honum góða veislu og varð hann það kvöld líkur sjálfum sér eins og hann var á góðri stundu í gamla daga, röltum við þrír í bæ- inn og rifjuðum upp gamla daga. Ólafur var greindur mann- kostamaður, átti mjög gott með allan þann lærdóm sem hann hafði áhuga á, hæglátur, rétt- sýnn og tranaði sér ekki fram. Hann var rökfastur um sínar skoðanir á mönnum og málefn- um, kátastur og skemmtilegur í góðra vina hópi. Með þessum orðum kveðjum við góðan félaga sem hefur kvatt þetta jarðlíf allt of snemma. Við vottum Styrmi syni hans og fjölskyldu hans og systkinum Ólafs og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúð. Eyþór Björgvinsson og Ingileifur Einarsson. Takk Óli: Fyrir leiðsögnina, stuðninginn og húmorinn. Fyrir að vera alltaf þú sjálfur, hvað sem tautaði og raulaði. Fyrir að vera sannur fagmað- ur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Fyrir sýnina þína, sem var einstök, á alls konar útfærslur og framsetningu sem engum öðrum hefði dottið í hug. Fyrir að vera beittur, hvass og skarpur. Takk fyrir að beita þér. Og svo miklu fleira. Takk fyrir að gefa þér tíma til að segja mér til um leturfræði, litapælingar um hönnun, listir, West Ham United og um Murakami. Það var stutt í húmorinn hjá þér og einlægnina og viljann til að skila góðu og eftirminnilegu verki. Takk fyrir að vera eftirminnileg- ur, Óli. Ég man sérstaklega eftir þeg- ar ég kom fyrst til þín með ómót- aðar hugmyndir að markaðsefni fyrir Intelscan og hvernig þú gafst þér tíma til að skoða það út frá alls konar sjónarhornum sem mér hafði ekki dottið í hug. Þú varst með sjónarhorn lista- mannsins. Takk fyrir listina, Óli. Fyrir allar pælingarnar. Og takk fyrir að hrista upp í mér þegar ég þurfti á því að halda. Þú varst ekki beint að tipla á tánum með útpældar skoðanir þínar á fram- setningu markaðsefnis, byggðar á margra ára reynslu þinni, ef maður vogaði sér inn á þann völl með þér. Það mátti heyra á þér að þú vildir að ég gerði betur. Héldi áfram. Að ég ætti ekki að sætta mig við meðalmennsku. Ekki gera bara eitthvað og vona það besta. Hafa metnað. Vaxa. Stækka. Ég var að skoða gamla pósta frá þér þar sem við vorum að ræða um rithöfundinn Haruki Murakami og pælingar hans með tvo heima. Þú varst eitthvað að velta því fyrir þér af hverju vatnsbrunnar kæmu svo oft fyrir í sögunum hans. Alveg dæmigert að þú skyldir hafa kveikt á þessu, gúglað og komist að eftirfarandi (þetta er úr pósti frá þér, laus- lega þýtt): „Japanir trúa að þegar þeir deyja fari þeir í aðra veröld sem þeir kalla „Yomo-no- kuni“ eða „land næturinnar.“ Margir eru á því að leiðin inn í þá veröld liggi í gegnum brunna. Í kvikmyndinni „Akahige eftir meistara Kurosawa,“ sem gerist á Edo-tímanum fyrir 150 árum, kalla nágrannar látins drengs eftir sál hans í vatnsbrunni þorpsins. Þau vildu kalla sál hans aftur úr brunninum og inn í þennan heim. Sennilega stafar þessi trú af því að fólk getur speglað andlit sitt af vatnsyfir- borði brunnsins. Í dag fáum við allt vatn úr krana og líklega þess vegna hefur fólki fækkað sem trúir þessu.“ Þetta voru nú bara svona dæmigerðar pælingar frá þér á venjulegum þriðjudegi. Víðles- inn, fróður, hjálpfús, alltaf að skapa og hugsa. Þannig minnist ég þín, kæri vinur. Ég votta að- standendum mína dýpstu virð- ingu. Hvíl í friði. Auðun Georg Ólafsson. Þegar ég hóf störf hjá gömlu Iðntæknistofnun Íslands, til að sjá þar um tölvumálin, var þar fyrir meðal annarra hann Ólafur Angantýsson. Listamaður á sínu sviði en ekki mikið fyrir tækni- legan bakgrunn stýrikerfa og annars í þeim dúr. En þegar hann fékk tölvu og góðan hug- búnað var hann manna fyrstur til að tileinka sér nýjungar og að láta hugarleikfimi framkalla alls- konar listaverk í formi auglýs- inga, umbrots prentverka og myndbandavinnslu. En vegna þess að hann hafði ekki mikinn áhuga á vélbúnaði hófst mjög fljótlega gott sam- starf á milli okkar. Hann hafði sérstaka ánægju af að sjá mig opna „Command prompt“ og í kjölfarið að skrifa inn allskonar skipanir og láta tölvuna gera ein- hverja dularfulla hluti. Þá skemmti hann sér konunglega. Seinna skildi ég betur aðdáun hans á Lisbeth Salander í þríleik Stig Larson út frá þessu. En í gegnum áhuga okkar beggja á ljósmyndun og öllu er varðar vinnslu á „video“ í tölvum náðum við strax vel saman og nutum báðir góðs af þekkingu hins og lærðum þar af leiðandi mikið hvor af öðrum. Nokkrum mánuðum seinna, vorið 1998, fékk ég að fara á landsfrægt myndbandanámskeið sem Óli hélt á þeim tíma á vegum fræðsludeildar. Þar lærði maður að horfa á kvikmyndir. Fyrir- lestrar hans voru ógleymanlegir og verkefnavinna undir hans stjórn eitthvað það skemmtileg- asta sem ég hef tekið þátt í. Hann lærði þessi fræði í Svíþjóð á sínum og hafði mikla ást á því landi alla tíð. Þegar „Lord of the Ring“- myndirnar komu til sýningar kom í ljós að hann hafði lesið Tol- kien sundur og saman og gat frætt okkur hin um öll minnin og táknin sem erfitt er að koma til skila í kvikmyndunum sjálfum þótt þrjár væru og allar langar. Ég kom oft í heimsókn til Óla, Ólafur Óskar Angantýsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.