Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sveitarfélög og hafnarsjóðir hefðu fengið verulega auknar tekjur á síð- asta ári ef allur bolfiskafli sem veiddur er við Ísland hefði verið seldur á opnum fiskmarkaði. Tekjur hafnarsjóða og -samlaga hefðu hækkað um tæplega 280 milljónir króna árið 2011 vegna viðskipta með fjórar helstu tegundir bolfisks. Að sama skapi hefðu útsvarstekjur sveitarfélaga aukist um tæpan milljarð á síðasta ári og er þá miðað við 14,41% meðalútsvar. Gert er ráð fyrir að verð á mörkuðum haldist óbreytt þótt framboð aukist og allur fiskur fari á markað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt sem er unnin af fyrirtækjasviði KPMG ehf. fyrir stjórn Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Skoðað var verð á þorski, ýsu, ufsa og karfa. Borið var saman verð í beinum viðskipt- um milli aðila samkvæmt Verðlags- stofu skiptaverðs og meðalverð á fiskmörkuðum. 19 milljarða aukið verðmæti Miðað við forsendur KPMG hefði heildaraflaverðmæti á síðasta ári aukist um tæplega 19 milljarða í fyrra ef allur þorskur, ýsa, ufsi og karfi hefðu farið í gegnum fisk- markað og verð þar haldist óbreytt. Tekjur hafnarsjóða vegna viðskipta á markaði með þessar fjórar teg- undir hefðu verið 1.358 milljónir. Aflagjöld hefðu hækkað um u.þ.b. 25%. Áhrifin hefðu verið mest á suðvesturhorni landsins þar sem aflagjöld hefðu hækkað um tæpar 119 milljónir. Í skýringum á bakgrunni verk- efnisins segir: „Að þeirri forsendu gefinni að fiskverð hækki við það að stærri hluti af afla fer um markað mun það væntanlega leiða til meiri tekna fyrir hafnarsjóði þar sem hluti gjalda þeirra er lagður á afla- verðmæti. Hærra fiskverð myndi líka hafa áhrif á heildartekjur sjó- manna til hækkunar sem myndi leiða til þess að útsvarstekjur sveit- arfélaga myndu hækka samsvar- andi.“ Myndi jafna samkeppnisstöðu Skýrsla KPMG var lögð fram á aðalfundi SFÚ síðdegis í gær, en á fundinum var athyglinni sérstak- lega beint að verðlags- og sam- keppnismálum í sjávarútvegi. SFÚ hafa sett fram þau sjónarmið að viðskipti með sjávarafla ættu að mestu leyti að fara í gegnum op- inberan fiskmarkað. Slíkt fyrir- komulag myndi að þeirra mati jafna samkeppnisstöðu fiskverkenda, auka gagnsæi í verðmyndum og leiða til hærra fiskverðs. Reiknistofa Fiskmarkaða tengir 14 fiskmarkaði á 28 stöðum á land- inu saman í eitt uppboðsnet. Á und- angengnum árum hefur heldur auk- ist það magn sem fer um fiskmarkaði. Frá 2003 hefur virkum kaupendum á fiskmarkaði fækkað úr 380 í 230. Leiða má að því líkur að ótryggt framboð og hátt verð hafi leitt til fækkunar fiskkaupenda, segir í skýrslu KPMG. Auknar tekjur á opnum markaði  Útsvarstekjur og tekjur hafnarsjóða hefðu aukist um yfir 1200 milljónir ef allur fiskur hefði verið seldur á markaði í fyrra  Miðað við óbreytt verð á mörkuðum Skipting heildarafla eftir magni Bein viðskipti Sjófryst Innlendir markaðir 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2009 2010 2011 2009 2010 2011 Þorskur Ýsa 15% 18% 60% 15% 20% 61% 15% 18% 65% 29% 25% 27% 33% 15% 35% 33% 10% 40% Heimild: KPMG Aðalræðismaður Íslands í Tékklandi heimsótti í vikunni íslensku stúlk- urnar tvær sem voru handteknar í landinu í síðustu viku vegna gruns um fíkniefnasmygl. „Auðvitað er þetta rosalegt sjokk fyrir þær,“ sagði Þórir Gunnarsson aðalræðismaður í samtali við mbl.is. „Þær eru búnar að gera sér grein fyrir þessum veruleika að einhverju leyti.“ Þórir sagði að nú væri beðið eftir að fá að vita hversu mikið magn af fíkniefnum hefði verið í farangri stúlknanna. „Þangað til er ekkert rætt við þær eða neitt. Þær fá bara að dúsa þarna,“ segir Þórir. Hann bendir á að frumskýrslur hafi verið teknar af stúlkunum þegar þær voru hand- teknar á flugvellinum í Prag 7. nóv- ember sl. og stóð skýrslutakan yfir í um 18 tíma. Aðbúnaðurinn slæmur Stúlkurnar eru nú hvor í sínu fangelsinu í höfuðborginni Prag, önnur er í Ruzyne- og hin í Pankrác- fangelsi. Að sögn Þóris er aðbún- aður þeirra „jafnlélegur“ á báðum stöðum; þær séu í nokkurs konar einangrun og megi aðeins ræða við tvær konur. „Ég fékk allan tíma sem ég vildi,“ segir Þórir en hann sat með hvorri stúlknanna í um einn og hálfan tíma. Megintilgangurinn var að huga að aðbúnaði þeirra og veita þeim stuðn- ing. Hann útvegaði þeim m.a. pen- inga sem þær geta notað til að kaupa nauðsynjavörur í fangelsinu, t.d. sjampó. jonpetur@mbl.is Fíkniefni Tollverðir fundu kókaínið falið í töskum stúlknanna. Ræðismað- ur heimsótti stúlkurnar ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Hádegistilboð virka daga fram að jólum Súpa, nýbakað brauð og gratineraður Plokkfiskur - 1890 kr Ný kjólasending Kjóll á 10.900 kr. Str. 4 0-56 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Sjálfstæðismenn! Verið velkomnir að þiggja kaffi og með því við opnun skrifstofu stuðningsmanna Sigríðar Á. Andersen, laugardaginn 17. nóvember kl. 15 við Síðumúla 28. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK 24. NÓVEMBER 2012 Sigríður Á. Andersen 3.–4. sæti www.sigridur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.