Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012
Lífið er ekki alltaf sanngjarnt
og leiðin að sama skapi ekki alltaf
einföld. Þórunn hafði fengið sinn
skammt af erfiðleikum. Hún
glímdi við áfengisvandamál í
nokkur ár en virtist hafa tekist að
vinna bug á Bakkusi og horfði til
betri tíðar.
Þórunn var mikið náttúru-
barn, elskaði sveitina sína og var
dugleg, sannkallað hörkutól til
vinnu. Þau eru ófá skiptin sem ég
man eftir Þórunni að skreppa út
seint á kvöldin til að vitja um net í
Selá og að sjálfsögðu fór hún á
„Gamla-Massanum“. Hún var
mikil veiðikló og kappsöm og við
hin nutum góðs af. Hún hafði
gaman af lífinu og naut þess að
taka fullan þátt í því. Allt sem
hún tók sér fyrir hendur gerði
hún af ákafa, hvort sem það var
kappakstur í rallý, smölun kinda,
bakstur eða prjónaskapur; hún
lagði sál sína alla í hvert verk.
Fallegar minningar ylja. Þór-
unn var í eðli sínu mjög skemmti-
leg og kát manneskja. Hún kom
fólki til að brosa og hlæja, hún
var léttlynd og hlý. Þannig var
hún og þannig mun ég ávallt
minnast hennar. Ég er afar þakk-
lát fyrir að hafa kynnst henni,
þakklát fyrir góðar samveru-
stundir og góðar minningar um
hjartahlýja konu frá Melgras-
eyri.
Það er með sorg í hjarta sem
ég kveð Þórunni Helgu. Ég votta
allri fjölskyldu hennar mína
dýpstu samúð.
Kristen Mary Swenson.
Elsku frænka.
Mikið eigum við eftir að sakna
þín. Þú gafst lífinu lit með mikl-
um húmor, hugrekki og lést ekk-
ert stoppa þig. Ég man þegar ég
var lítil og það var sett á markað
súkkulaði sem átti bara að vera
fyrir stráka. Vitleysingurinn ég
hélt mig í góðri fjarlægð af ótta
við að mér myndi vaxa skegg ef
ég myndi borða það. Síðan fór ég
út í búð með þér og auðvitað vild-
irðu borða þetta súkkulaði frekar
en alltannað, bara af því það var
„bannað stelpum“. Þá þorði ég að
fá mér þegar þú þorðir og síðan
hlógum við bara að þessu.
Mér finnst svo óraunverulegt
að þú sért farin. Bara í síðustu
viku vorum við að skipuleggja
hvernig árlega jólaboðið ætti að
vera og ætluðum að hjálpast að. Í
rauninni er enn hluti af mér sem
heldur að þú munir birtast í des-
ember, búin að baka tíu sortir og
spyrjir hvort við ætlum ekki að
gera neitt, eins og ekkert hafi
ískorist.
Síðan koma stundir þar sem
raunveruleikinn slær mann utan
undir og segir að það muni ekki
gerast. Ég man þegar við fórum í
minningarathöfnina hennar
ömmu, sem var haldin í apríl, og
öllum var kalt. Þá sagðir þú að
okkur væri ekki bara kalt út af
því það væri kalt úti heldur væri
öllum líka kalt inni í sér. Þá er
sama hvað maður fer í margar
peysur, manni er samt kalt þar
sem tómarúmið situr eftir.
Þú varst líka alltaf svo sniðug.
Þegar ég var eitthvað aumingja-
leg að sjá komst þú og sagðir „æi,
ræfilsrolutuskan mín“ eins og
Mía sagði í Múmínálfunum, en
það virkaði alltaf til að mér liði
aðeins betur. Núna verðum við
ræfilsrolutuskurnar að reyna að
styðja við bakið hver á annarri
meðan þú vakir yfir okkur.
Þín frænka,
Ragnheiður Kristín.
„Hvernig á að þvo köttinn.“
Skondin saga sem Þórunn setti
inn á fésbókarsíðuna sína fyrir
fáum dögum, ég flissaði ein fyrir
framan tölvuna þegar ég las
þessa sögu og ætlaði að skrifa
eitthvað til hennar um að þetta
væri nú alveg okkar húmor. Eitt-
hvað truflaði og ég hugsaði, geri
þetta næst þegar ég kíki á síðuna
hennar. En það var ekkert næst.
Allt í einu var hún farin án nokk-
urs fyrirvara, kannski dálítið
hún, ekkert að hanga yfir hlut-
unum. Nema að í þetta sinn voru
ráðin tekin af henni, ekki hún
sem skipulagði, heldur eitthvað
annað, almættið, þó maður skilji
ekki tilganginn.
Hún er sú fyrsta af okkar stóra
frændsystkinahópi til að kveðja
okkur, við gerðum sennilega flest
okkar ráð fyrir að við hefðum
a.m.k. hundrað ár eins og afi og
amma í Laugarholti en erum nú
rækilega minnt á að þannig er
það ekki. Það er ekkert víst að við
getum hist næst þegar okkur
hentar.
Það er svo ótal margt sem
kemur upp í hugann þegar ég
hugsa um Þórunni. En það er erf-
itt að setja þær hugsanir niður á
blað svo þær gefi rétta mynd af
henni. Ég get sagt að mér finnist
hún hafa verið ofurkona, gerði
minnst tvo hluti í einu, án þess að
maður tæki eftir því. Hún var jaxl
sem dreif í hlutunum. Hún gat
verið óútreiknanleg. Hún var
náttúrubarn. Hún tókst á við erf-
iðleika og yfirvann þá. Hún var
vinur vina sinna. Hún var Þórunn
á Melgraseyri. Hún var systir
Magneu – bestu vinkonu minnar.
Hún kallaði mig ennþá Nóu, sem
var svo notalegt. Hún kynnti mig
fyrir manninum mínum. Svo er
allt hitt sem við munum rifja upp
og skemmta okkur yfir þegar við
hittumst næst.
Elsku Fannar og fjölskylda,
Natan, Salka, Arnfinnur, Guð-
mundur, Magnea og Snævar.
Hugur minn er hjá ykkur þessa
dimmu daga. Ég bið þess að sá
guð sem lætur sólina skína á
Djúpið sendi ykkur birtu og yl.
Jóhanna Halldórsdóttir.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
þakka ég Þórunni Helgu Guð-
mundardóttur samfylgdina og
votta börnum hennar, barna-
börnum, föður, systkinum og vin-
um samúð okkar. Megi góður guð
styrkja og styðja fólkið hennar.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem
brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Benediktsson.)
Níels Adolf Ársælsson.
Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn
hljóðar eru nætur þínar
létt falla öldurnar
að innskerjum
hvít eru tröf þeirra.
(Hannes Pétursson)
Þórunn frá Melgraseyri er lát-
in. Sú fyrsta af barnabörnum
Helgu og Þórðar á Laugalandi,
hópnum sem ólst upp samtímis
mínum börnum vestur við Djúp.
Fyrir hugskotssjónum mínum
líða myndir og minningabrot.
Rúmlega ársgömul, íhugul og
alvarleg. Gefur sig ekki að
ókunnri konu sem á að sjá um
heimilið í nokkra daga meðan
mamma er fjarverandi. Aðeins
pabbi má svæfa hana. Hefur samt
lúmskt gaman af litla frændanum
sem er að byrja að ganga á eld-
húsgólfinu á Melgraseyri.
Nú er hún á leið með mér í
berjamó, falleg unglingsstúlka,
dugleg bæði úti og inni, hefur
gaman af fénu og glögg á það. Við
förum fram Miðveg með bakpoka
og berjafötur. Vöðum yfir
Hraundalsána hjá Klofasteini og
stefnum á Berjahjalla ofan við
Breiðablik. Þar var Hjalti ömmu-
bróðir hennar seinasti ábúandi.
Förum heim með full ílát. Góður
dagur að baki.
Mannfjöldi í litlu kirkjunni á
Melgraseyri. Þau Steini ganga
inn kirkjugólfið. Hún er svo fal-
leg í hvíta brúðarkjólnum.
Kemur að Laugalandi úr
hestaferð og gistir hjá mér. Ég
lána henni stóra flónelsskyrtu til
að sofa í og breiði sængina vel yf-
ir hana. Hún brosir og þakkar
mér, hefur svo fallegt bros.
Aftur Melgraseyri. Nú er það
jarðarför Dóra móðurbróður
hennar. Hún faðmar mig að sér
með tárvot augu. Ég átti ekki von
á henni, nýbúin að eignast Sölku
en þarna var hún komin með litlu
stúlkuna í burðarpoka og það var
gott að sjá hana.
Við sitjum uppi við Gilsvötn,
búnar að tína fjallagrös og nú fer
leiðir að skilja. Ég fer niður í dal-
inn, hún ætlar að ganga í átt til
sjávar ofan að Hamri. Hún tekur
utan um mig „Farðu vel með þig
og guð geymi þig“. Ég horfi á eft-
ir henni, hún hleypur léttstíg
milli þúfnanna og fjarlægist,
þessi góða og hlýja stúlka.
Samúð mín er djúp og einlæg
með fjölskyldu hennar. Guð
geymi ykkur öll.
Ása Ketilsdóttir.
V i n n i n g u r
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
1 6 0 1 1 6 2 5 2 0 1 0 0 3 3 2 2 1 4 3 4 4 5 5 5 3 6 1 6 4 0 9 5 7 2 7 3 4
2 1 1 1 1 6 7 2 2 0 4 3 8 3 3 2 8 2 4 3 4 5 5 5 6 0 8 6 6 4 4 1 5 7 2 7 3 8
8 5 0 1 2 2 7 6 2 0 4 7 8 3 3 7 9 7 4 3 7 2 8 5 6 2 1 0 6 4 4 4 8 7 3 0 7 0
1 2 3 2 1 2 2 9 0 2 1 4 6 9 3 4 3 9 2 4 4 2 6 5 5 6 3 4 3 6 4 6 2 9 7 3 2 3 2
1 3 3 6 1 2 3 8 8 2 2 2 7 9 3 4 5 7 3 4 5 6 8 4 5 6 5 2 3 6 4 7 7 7 7 4 3 2 4
1 4 8 5 1 2 6 9 3 2 2 9 1 5 3 4 9 4 7 4 6 2 5 5 5 6 6 9 8 6 4 7 9 5 7 4 9 9 1
1 6 2 5 1 2 7 5 8 2 2 9 4 7 3 6 1 8 0 4 6 3 0 7 5 6 9 7 5 6 5 4 2 1 7 5 3 2 3
2 0 5 4 1 3 0 5 6 2 3 4 8 3 3 6 5 3 7 4 6 3 9 0 5 7 7 8 9 6 5 6 0 9 7 5 4 7 2
2 2 9 4 1 3 4 2 8 2 3 6 3 7 3 6 7 2 5 4 6 5 0 6 5 7 7 9 0 6 5 6 9 8 7 5 6 0 8
3 5 3 6 1 3 8 1 4 2 4 2 2 4 3 7 0 9 1 4 7 7 5 7 5 7 8 9 6 6 5 9 9 7 7 6 1 0 9
3 6 2 9 1 3 8 4 7 2 4 5 4 6 3 7 3 0 7 4 7 7 8 5 5 8 0 4 2 6 6 0 4 2 7 6 9 7 9
3 9 2 3 1 3 9 3 2 2 4 6 4 9 3 7 5 8 5 4 8 1 2 6 5 8 8 6 9 6 6 2 0 5 7 7 2 6 9
4 1 5 6 1 4 6 7 5 2 5 3 7 4 3 7 8 2 9 4 8 1 4 1 5 8 9 4 9 6 6 9 3 2 7 7 3 2 7
4 4 6 5 1 4 8 6 7 2 5 5 1 4 3 8 0 3 8 4 8 5 0 2 5 8 9 6 9 6 7 8 1 3 7 7 4 7 4
5 1 1 3 1 5 0 5 8 2 5 7 1 7 3 8 4 8 1 5 0 3 6 5 5 9 0 3 3 6 7 8 2 5 7 7 6 8 6
5 1 7 5 1 5 7 5 6 2 6 9 2 8 3 9 0 4 0 5 0 4 4 5 5 9 2 8 3 6 7 8 3 7 7 7 7 9 4
5 4 5 2 1 5 9 4 6 2 7 2 7 7 3 9 4 3 9 5 0 6 1 7 5 9 4 6 8 6 8 1 5 5 7 8 0 3 1
6 2 8 6 1 6 1 8 6 2 7 3 3 3 3 9 6 2 1 5 0 8 9 0 5 9 5 6 4 6 8 6 7 2 7 8 0 8 4
6 3 8 9 1 6 2 5 8 2 7 5 7 1 3 9 6 9 1 5 1 0 7 5 5 9 8 4 1 6 7 8 6 3 7 8 3 6 4
6 7 2 5 1 6 5 0 6 2 7 6 0 5 3 9 9 0 0 5 1 2 2 2 5 9 8 5 5 7 0 1 5 5 7 8 4 1 4
6 9 1 0 1 6 6 1 7 2 7 7 7 3 4 0 5 5 8 5 1 7 5 6 6 0 0 6 8 7 0 4 2 6 7 8 5 0 6
7 5 0 2 1 6 6 7 9 2 8 0 1 9 4 0 8 8 1 5 1 8 4 9 6 0 6 2 3 7 1 1 6 0 7 9 3 2 5
7 6 9 9 1 8 3 9 1 2 8 4 6 8 4 1 6 1 1 5 1 8 7 2 6 1 1 1 8 7 1 1 8 7 7 9 6 9 0
7 9 8 4 1 8 4 8 6 2 8 6 3 6 4 2 1 3 0 5 2 6 0 1 6 1 4 9 8 7 1 4 8 8 7 9 7 2 4
8 2 6 0 1 8 4 9 6 2 8 8 6 3 4 2 1 9 1 5 2 7 0 6 6 1 5 7 4 7 1 6 1 8 7 9 7 3 0
8 6 4 1 1 8 7 9 2 2 8 9 0 5 4 2 2 4 2 5 2 8 9 7 6 2 5 3 6 7 1 8 1 1 7 9 7 4 6
9 6 5 3 1 9 1 3 2 2 9 4 6 0 4 2 3 9 3 5 3 1 5 7 6 2 5 8 1 7 1 9 3 5
1 0 0 0 0 1 9 1 4 0 2 9 8 7 9 4 2 7 1 5 5 3 2 6 3 6 2 6 6 4 7 2 0 8 9
1 0 4 4 4 1 9 2 7 5 3 1 5 7 2 4 2 8 5 8 5 3 2 8 4 6 2 7 9 4 7 2 2 9 3
1 0 5 6 2 1 9 6 2 2 3 1 8 0 8 4 3 0 4 8 5 3 5 8 3 6 2 9 4 9 7 2 3 9 7
1 0 6 5 6 1 9 7 4 9 3 1 8 1 2 4 3 0 9 2 5 4 1 9 9 6 3 0 7 7 7 2 6 2 0
1 1 4 1 3 1 9 8 9 4 3 3 2 0 7 4 3 1 0 7 5 4 8 3 7 6 3 1 2 4 7 2 7 2 9
Næstu útdrættir fara fram 22. nóv & 29. nóv 2012
Heimasíða á Interneti: www.das.is
V i n n i n g a s k r á
29. útdráttur 15. nóvember 2012
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
3 6 7 8 1
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
2 0 6 7 9 2 7 2 6 7 3 7 5 1 1 7 6 6 6 3
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
12 17260 21124 22147 45376 61723
3348 19336 21844 44726 53386 69907
V i n n i n g u r
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
1 0 5 1 1 1 7 3 2 2 6 9 6 2 9 2 0 4 4 4 9 6 4 5 9 4 3 5 6 8 7 8 1 7 4 9 3 5
1 2 6 0 1 1 4 5 6 2 4 5 9 4 2 9 8 1 7 4 8 1 5 0 6 0 0 9 6 7 0 0 8 8 7 4 9 5 7
1 6 2 7 1 3 6 8 7 2 4 6 0 6 3 0 5 8 4 4 8 7 7 5 6 1 7 0 3 7 1 3 1 6 7 5 2 5 4
3 8 1 7 1 4 3 4 9 2 5 1 5 5 3 2 9 2 8 5 1 8 0 0 6 3 1 5 8 7 2 1 1 5 7 5 3 3 0
4 0 1 5 1 7 1 4 9 2 6 0 2 0 3 6 3 2 0 5 3 1 9 5 6 3 5 9 5 7 3 1 7 1 7 5 8 2 0
5 9 7 6 1 7 3 8 1 2 6 7 1 6 3 7 6 0 3 5 4 4 1 6 6 4 7 4 3 7 3 6 9 6 7 7 3 8 3
7 4 1 3 1 8 1 1 4 2 7 0 1 9 3 9 8 1 4 5 6 4 8 4 6 4 8 8 2 7 3 9 3 6 7 7 8 1 3
7 6 1 5 1 8 5 7 7 2 8 2 7 1 4 3 1 4 8 5 7 9 0 8 6 6 5 5 7 7 4 0 3 4 7 7 9 4 3
1 0 0 1 2 1 9 4 0 5 2 8 3 0 7 4 3 2 2 9 5 8 8 3 5 6 7 1 2 5 7 4 3 4 2 7 8 6 5 5
1 0 5 1 4 2 1 9 1 4 2 8 9 4 2 4 3 2 4 4 5 9 2 2 3 6 8 4 8 5 7 4 9 2 1 7 8 9 4 1
Hreyfanleg bílaþvottastöð
s.779 0901 Við erum fyrsta hreyfan-
lega bílaþvottastöðin á Íslandi. Það
eina sem þarf að gera er að panta
tíma á vefsíðu okkar, www.bilaspa.is
Við komum og þrífum bílinn á staðn-
um (á höfuðborgarsvæðinu).
Alþrif, þvottur og bón, ítarleg þrif
að innan, djúphreinsun sæta/
áklæða/ teppa/ húsgögn ( þurr ef-
tir 30-60 mín.)
Geymslur
Geymsluskúr / vinnuskúr / gesta-
hús. Til sölu 13-15 fm vinnuskúr sem
hægt er að nota í ýmislegt. Einangr-
aður en á eftir að klæða. Rafmagns-
ofn, hurð og gluggi komið. Verð:
850.000 kr. S.: 697 9557.
Húsviðhald
Tek að mér
ýmis smærri verkefni.
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
Múr- og lekaviðgerðir
Sveppa- og örverueyðing
Vistvæn efni notuð
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Vönduð vinna
Áratuga reynsla
Sími 555-1947 Gsm 894-0217
Vélar & tæki
EE-BÍLALYFTURNAR KOMNAR
AFTUR - Á SAMA VERÐI
Nýkomnar EE-bílalyftur, 3 gerðir í
boði, 2 pósta gólfríar og lágar með
gólfplatta. 5 tonna gólffríar fyrir
stærri bíla. 3,3 m á milli pósta og
4,56 m háar. Einstök gæði og góð
reynsla, kortalán til 36 mán í boði.
holt1.is S. 435 6662 & 895 6662
Garðar
Faglærðir garðyrkjumenn
geta bætt við sig verkefnum.
Trjáklippingar, trjáfellingar, hellu-
lagnir og viðhald garða.
Ingvar s. 8608851
Jónas s. 6978588.
Bílar óskast
Bílaþjónusta
Smáauglýsingar
mbl.is Fasteignir
Morgunblaðið birtir
minningargreinar end-
urgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins.
Neðst á forsíðu mbl.is má
finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skila-
frest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í
hægra horninu og velja við-
eigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eft-
ir birtingu á útfarardegi
þarf greinin að hafa borist
á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmark-
að getur birting dregist,
jafnvel þótt grein hafi bor-
ist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd
minningargreina er 3.000
slög. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum.
Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15
línur.
Formáli | Minning-
argreinum fylgir formáli
sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hve-
nær hann lést og loks hvað-
an og hvenær útförin fer
fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og
börn, svo og æviferil. Ætl-
ast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki
í minningargreinunum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn
sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í
tilkynningu er hún sjálf-
krafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu.
Hafi æviágrip þegar verið
sent má senda myndina á
netfangið minning@mbl.is
og gera umsjónarfólki
minningargreina viðvart.
Minningargreinar