Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Föstudaginn 16. nóvember kl. 20 munu Íslensk erfðagreining og Spoex halda fræðslufund um psori- asis og psoriasisgigt í húsnæði ÍE að Sturlugötu 8. Á fundinum mun verkefnastjóri ÍE skýra frá nýjustu rannsóknum á sjúkdómnum. Að loknum fyrirlestri hans verða fyrirspurnir. Boðið verður upp á veitingar. Frætt um psoriasis Ljósið, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð stendur fyrir Ljósa- fossgöngu niður Esjuna þriðja árið í röð. Er þetta gert til að minna á stuðninginn og þá sem eru að berj- ast við krabbamein. Ljósið sinnir að jafnaði um 300 manns á mánuði og er stór endurhæfingar- og stuðn- ingsdagskrá alla virka daga. Ljósafossgangan verður farin laugardaginn 17. nóvember. Mæt- ing kl. 15.00 við Esjustofu og þar mun Valgeir Skagfjörð laða fram notalega tóna meðan fólk býr sig í gönguna. Gangan hefst kl. 15.30. Kveikt á ljósum kl. 17.00 við Steininn og þar með hefst Ljósa- fossgangan niður Esjuna. Allir eru beðnir að taka með sér höfuð- eða vasaljós. Áætlað er að koma niður um kl. 18.00. Esjustofa mun bjóða öllum upp á vöfflur og rjóma. Allir eru velkomnir í gönguna. Ljósið stendur fyrir göngu niður Esjuna Verkfræðingafélag Íslands heldur í dag, föstudag, ráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli félagsins á þessu ári. Ráðstefnan ber heitið Verkfræði á nýrri öld og þar verður fjallað um hagnýta verkfræði í nýjum grein- um, rannsóknum og atvinnulífi. Ætlunin er að kynna áhugaverð svið þar sem verkfræðingar hafa verið að hasla sér völl, með nýrri tækni, rannsóknum og frumkvöðla- starfi. Ráðstefnan fer fram í ráð- stefnusal Arion banka, Borgartúni 19, og hefst hún kl. 14. Kristinn Andersen, formaður VFÍ, setur ráðstefnuna og síðan verða flutt átta erindi um hin margvíslegustu verkefni. Ráðstefnustjórar eru Margrét Edda Ragnarsdóttir og Þórólfur Árnason. Allir eru velkomnir og aðgangs- eyrir er enginn. Ræða verkfræði á nýrri öld á ráðstefnu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Röntgenmyndir sýna að tæplega þriðjungur dvergsvana (Cygnus col- umbianus) og 13,6% álfta (Cygnus cygnus) á Bretlandseyjum eru með högl í skrokknum. Báðar tegundir eru alfriðaðar á öllum dvalarstöðum og hafa verið lengi. Dvergsvanirnir verpa að mestu á túndrum Rúss- lands og álftirnar mikið á Íslandi. Verndarsamtökin The Wildfowls and Wetlands Trust (WWT) hafa fangað villta dvergsvani og álftir á vetrarstöðvum í Bretlandi, undan- farna fjóra áratugi, röntgenmyndað og sleppt. Greint var frá þessu í haustútgáfu fréttabréfs WWT, Goose News. Eldri fuglar voru líklegri til að vera með högl en yngri fuglar. Þannig voru 16,3% tveggja ára álfta og eldri með högl. Í fréttabréfinu er ályktað sem svo að fyrst lifandi fugl- ar séu með högl í skrokknum megi telja víst að einhverjir hafi verið skotnir til bana. Merktir dverg- svanir hafa fundist dauðskotnir í Bretlandi, Rússlandi, Eistlandi og Lettlandi. Skýrsluhöfundar segja að ólög- legar skotveiðar ógni augljóslega báðum tegundum en erfitt sé að komast að því hvar skotið sé á fuglana. Bent er á að flugleið dvergsvana sé löng og að mestu yfir landi en íslensku álftirnar fljúgi um 500 km yfir opið haf og dvelji ein- ungis í Bretlandi, á Írlandi og Ís- landi. Skotnir fuglar hafa fundist í öllum löndunum þremur. The Scotsman hefur eftir Juliu Newth, rannsóknarmanni hjá WWT, að lík- lega hafi einhverjir fuglanna verið skotnir í Skotlandi og annars staðar á Bretlandseyjum. Ian Thomson, hjá Konunglega fuglaverndar- félaginu (RSPB), segir í samtali við The Scotsman að þótt ómögulegt sé að segja hvar skotið hafi verið á fuglana frétti þeir af því að svanir, einkum íslenskar álftir, hafi verið skotnir í Skotlandi. Dr. Arnór Þórir Sigfússon fugla- fræðingur bendir á að álftir á vetrarstöðvum í Bretlandi séu ekki allar íslenskar. Sumar komi frá norðurhéruðum Rússlands. Hann kveðst hafa heyrt því fleygt að dæmi séu um að álftir séu skotnar hér. Það sé þó líklega ekki gert kjötsins vegna heldur til að fæla þær. Arnór segir að mörgum bænd- um sé illa við álftir. Aukin kornrækt kunni einnig að hafa aukið á óvin- sældirnar en bæði álftir og gæsir geti valdið miklu tjóni á ökrum. „Ef álftir fara í kornakur, áður en búið er að þreskja, geta þær valdið miklu tjóni og opnað akurinn fyrir gæsum,“ sagði Arnór. Álftastofninn hefur vaxið mikið Íslenski álftastofninn var talinn vera 29.000 fuglar samkvæmt taln- ingu árið 2010. Talið er að stofninn hafi vaxið um 60% síðustu tuttugu ár og er álitið að álftastofninn á Ís- landi sé 14-19% af Evrópustofni álfta. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar um álftir 21. ágúst sl. Ásmundur spurði m.a. um hvaða rök byggju að baki alfriðun álfta á Íslandi. Ráðherra svaraði að álftir og svanir væru friðuð í flestum lönd- um og að álft hefði verið friðuð á Ís- landi frá árinu 1913. Þá kom fram að hluti af ástæðu friðunarinnar væri fagurfræðilegs eðlis, auk þess sem lítil hefð sé fyrir því að veiða álftir til matar. Á tímabili voru þær líka sjaldgæfar hér á landi og voru t.d. ekki nema 3-5 þúsund í kringum árið 1960 samkvæmt talningum. Þá var spurt hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af beitarálagi vegna álfta og gæsa á ræktunar- löndum og úthögum. Ráðherra sagði ástæðu til að fylgjast með beitarálaginu. Álag af völdum villtra fugla á ræktarland geti verið tals- vert á ákveðnum svæðum og því mikilvægt að afla upplýsinga um álagið. Ásmundur spurði einnig hvort ráðherra væri tilbúinn að veita land- eigendum heimild, líkt og þeir hafi óskað eftir, til að verja akra og ræktunarlönd fyrir tjóni sem hlýst af álftum. Ráðherra svaraði því m.a. til að full ástæða geti verið til að bregðast við til þess að draga úr eða koma í veg fyrir tjón vegna ágangs álfta. Einnig kom fram í máli ráð- herra að undanfarið hefði umhverf- isráðuneytið, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Bænda- samtökin unnið að því að taka sam- an upplýsingar um ágang af völdum gæsa og álfta á ræktarlöndum. „Á grundvelli þeirrar vinnu er ætlunin að meta hvar þörf er á að bregðast við ágangi á ræktarlönd og með hvaða aðferðum og aðgerðum best er að bregðast við. Ákvæði laga veita umhverfisráðherra ekki leyfi til þess að aflétta friðun álfta en ráð- herra hefur þó heimild til þess að veita staðbundna undanþágu frá lögunum til að bregðast við tjóni.“ Álftir geta valdið talsverðu tjóni Morgunblaðið/RAX Grasbítar Álftir og gæsir sækja mjög í ræktað land, bæði tún og akra. Bændur hafa kveinkað sér vegna tjónsins sem þeir verða fyrir. Þeir vilja fá að veiða álftir í einhverjum mæli. Fundist hafa högl í álftum í Skotlandi.  Röntgenmyndir sýna að hluti íslenskra álfta í Bretlandi er með högl í skrokknum  Fuglafræðingur telur að álftir séu ekki skotnar til matar heldur til að fæla þær  Álftum fjölgaði um 60% á tuttugu árum Komið hafa fram tillögur á búnaðarþingum undanfarin ár um að stofnstærð álfta verði ákveðin og leyft að veiða úr því sem umfram er. Einnig að veiðarnar ein- skorðist við ræktarlönd bænda þar sem ágangur álfta veldur tjóni. Bændasamtökin óskuðu eftir upplýsingum frá bænd- um um tjón af völdum álfta og gæsa á ræktarlöndum bæði í fyrrahaust og á liðnu hausti. Útbúið var sérstakt eyðublað fyrir bændur að fylla út. Upplýsingarnar sem þannig safnast verða notaðar til að leggja mat á um- fang tjónsins. Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri á ráðgjafarsviði Bændasamtakanna, sagði að þetta hefði vakið þó nokkur viðbrögð. Ekki væri búið að vinna úr tjónatilkynningum frá því í haust en Borgar sagði eftirtektarvert hve margar hefðu borist úr Húnavatnssýslum þetta árið. Bændur vilja fá að veiða álftir BÆNDASAMTÖKIN SAFNA UPPLÝSINGUM UM TJÓN AF VÖLDUM ÁLFTA Á RÆKTARLÖNDUM BÆNDA                             !  " # $   % &            $   &               $   $%&               $   &      ! "         ## "   '  "         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.