Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Langlundargerð þjóðarinnar er með ólíkindum. Nú eru 4 ár liðin frá efnahags- hruni og þjóðin er enn að bíða eftir því að vinstristjórnin sem nú er við völd komi með einhvern vott af stefnu eða framtíðarsýn fyrir landsmenn að fylgja. Fjögur ár eru langur tími, ekki síst þegar einstaklingar og fyrirtæki eru í biðstöðu. Heim- ilin bíða eftir lausnum á stökk- breyttum lánum á ofurvöxtum og teikni á lofti um að atvinnulausir fái vinnu. Fyrirtækin bíða eftir lausnum sem frelsa þau undan of- urskattlagningu og frosti í lánveit- ingum svo hjól atvinnulífsins geti farið að snúast. Heilbrigðisgeirinn bíður eftir lausnum á manneklu, þröngum húsakosti og ónýtum tækjum á meðan byggð eru Vaðla- heiðargöng og aldraðir bíða eftir lausnum sem gera þeim kleift að lifa með reisn síðustu æviárin í stað þess að líða eins og ölm- usuþegum. Af og til springur blaðran og fólk flykkist út á götur og mótmælir. Alltaf er lofað bót og betrun og lausnum handan við hornið. Hvað ætlar fólk að sætta sig lengi við þetta ástand? Margt hefur breyst til verri vegar á þessum fjórum árum. At- vinnuleysi hefur sjaldan verið meira, samkvæmt nýrri hagspá ASÍ verður það að jafnaði 5,8% á árinu, og það sem er enn alvar- legra er að langtímaatvinnuleysi er komið til að vera. Langtíma- atvinnuleysi hefur marga fylgi- fiska í för með sér. Það hefur djúpstæð áhrif á þá einstaklinga sem fyrir því verða og getur leitt til heilsufarsvandamála á borð við þunglyndi og vanvirkni. Slíkt ástand hefur svo aftur áhrif á fjöl- skyldu viðkomandi og nánustu að- standendur. Tekjuskerðingin sem heimilið verður fyrir í kjölfar at- vinnuleysis kemur niður á fjöl- skyldu viðkomandi og þar með möguleikum barnanna á tóm- stundum og félagslífi og fjárhags- áhyggjur reyna mjög á hjóna- bönd. Við erum því ekki bara að tala um einn einstakling í hverju tilviki fyrir sig sem líður fyrir at- vinnuleysi heldur hóp af fólki. Hvað er ríkisstjórnin að gera til að laga þetta ástand? Forgang- urinn ætti auðvitað að vera að skapa störf fyrir þessa u.þ.b. 13 þúsund einstaklinga sem eru atvinnulausir í dag og draga þannig úr þessum margföld- unaráhrifum. En ríkisstjórnin er ekki að auka fjárfest- ingar í atvinnulífinu til að skapa hér at- vinnutækifæri heldur reynir þvert á móti að koma í veg fyrir allar framkvæmdir sem hugsanlega gætu laðað að fjárfesta og aukið fjárstreymi inn í landið. Nú er svo komið að einstaklingar, og jafnvel heilu starfsstéttirnar, flýja land til að skapa sér og sínum mannsæmandi líf. Við erum í auknum mæli að missa bæði sér- hæfða iðnaðarmenn og heilbrigð- isstarfsmenn til nágrannaþjóð- anna og alls óvíst að þeir snúi til baka. Slíkt getur orðið þjóðinni dýrkeypt því flestir hafa hlotið sína menntun hér á landi sem aðrir fá nú að njóta. Afi og amma verða eftir á klakanum og fylgjast með börnum og barnabörnum í gegnum vefmyndavélar. Er þetta sú framtíðarsýn sem við viljum fyrir Ísland? Nú styttist í að kjörtímabili nú- verandi ríkisstjórnar ljúki þegar kosið verður til Alþingis í vor. Biðtíminn er því brátt á enda og afplánun að ljúka. Stefnuleysi og skortur á framtíðarsýn hefur ein- kennt stjónunarstíl þessarar vinstristjórnar frá upphafi og þjóðin hefur þurft að líða fyrir það. Nú er hennar tími liðinn og löngu tímabært að draga úr mið- stýringu og ofursköttum og gera venjulegu fólki þannig aftur mögulegt að hafa áhrif á lífsgæði sín. Afplánun að ljúka Eftir Ingibjörgu Óðinsdóttur Ingibjörg Óðinsdóttir » Forgangurinn ætti að vera að skapa störf fyrir þessa ein- staklinga sem eru at- vinnulausir í dag og draga þannig úr þessum margföldunaráhrif- unum. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Samtökin Íslenskt þjóðráð – IceWise efna á mánudag til mál- þings um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Breska þingkonan Kate Hoey, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs, kemur hingað til lands til þess að ræða Evr- ópumál. Kate Hoey er þingmaður Vauxhall í London fyrir Verka- mannaflokkinn. Hún er frá N- Írlandi, hefur setið á þingi frá 1989 og er afar skeleggur fulltrúi kvenna í breska þinginu. Kate Hoey vill efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í Bretlandi. Hún fjallar um reynslu Breta af Evrópuaðild sem hlýtur að vera áhugavert sjónarhorn fyrir landsmenn, jafnt Evrópusinna sem fullveldissinna. Erindi sitt kallar frú Hoey: The Dangers of Joining the EU. Ásamt Kate Hoey flytja erindi tveir undirritaðra, Hallur Hallsson og Jón Kristinn Snæhólm. Erindi Halls nefnist: Ísland á ný á evrópsku áhrifasvæði og erindi Jóns Kristins nefnist: Sjávarútvegsstefna ESB og byggist á mastersritgerð frá Ed- inborgarháskóla. Fundarstjóri verð- ur Skafti Harðarson. Alþjóðamálastofnun neitar samstarfi Við, forsvarsmenn Íslensks þjóð- ráðs, erum stoltir að fá svo verðugan og glæsilegan fulltrúa frá Bretlandi. Við leituðum til Alþjóðamálastofn- unar Háskóla Íslands, AHÍ, um samstarf en stofnunin kveðst stuðla að „… upplýstri umræðu meðal fræðimanna, almennings og annarra aðila, sem láta sig íslensk utanrík- ismál og alþjóðamál varða“. Fram- kvæmdastjóri Alþjóðamálastofn- unar tók tillögunni vel og beindi erindinu til stjórnar samtakanna. Stjórn Alþjóðamálastofnunar skipa sjö manns, fjórir prófessorar ásamt Auðuni Atlasyni, utanrík- isráðuneytinu, Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, og Jóni Steindóri Valdi- marssyni frá Samtökum iðnaðarins, SI. Stjórnin hafnaði samstarfi um málþingið þrátt fyrir yfirlýstan ásetning um að stuðla að „upplýstri umræðu“ og að „efla þekkingu“. Spurningar til rektors HÍ Í ljósi þessa vill Þjóðráð koma á framfæri nokkrum spurningum, fyrst til Kristínar Ingólfsdóttur rektors sem undirritar samþykktir AHÍ: 1. Hve háa styrki þiggur Háskóli Íslands frá stjórnvöldum, ASÍ og SI vegna Alþjóðamálastofnunar? 2. Á heimasíðu má lesa að AHÍ er ætlað að stuðla að „… upplýstri um- ræðu … þverfaglegu samstarfi … þverfaglegum rannsóknum … fag- mannlegum vinnubrögðum og trú- verðugleika“. Er synjun stjórnar í samræmi við markmið Háskóla Ís- lands og Alþjóðamálastofnunar? 3. Er eðlilegt að hagsmunasamtök eigi fulltrúa í stjórn stofnunar sem kennir sig við fagmennsku? 4. Hafa hagsmunasamtök, sem veita fé til stofnana Háskóla Íslands, áhrif á akademíska umfjöllun Há- skóla Íslands og stofnana hans? 5. Var synjun stjórnar AHÍ ein- róma? Spurningar til SI og ASÍ Í nýlegri könnun meðal aðild- arfélaga SI kemur fram að 68,8% fyrirtækja innan SI eru á móti aðild Íslands að ESB. Innan vébanda ASÍ eru um 100 þúsund launþegar. Í nýrri könnun kemur fram að meir en sex af hverjum tíu landsmönnum vilja afturkalla umsókn um aðild að ESB. Við spyrjum stjórnir SI og ASÍ: 1. Hvers vegna sitja fulltrúar SI og ASÍ í stjórn Alþjóðamálastofn- unar HÍ? 2. Hafa fulltrúar stjórnar SI og ASÍ fyrirmæli um að hafna sjón- armiðum fullveldissinna og beita sér fyrir umræðu í þágu Evrópu- aðildar? 3. Er eðlilegt að samtök eins og SI og ASÍ skipi ákafa Evrópusinna í stjórn stofnunar sem vill kenna sig við hlutlægni og fagmennsku en er í raun áróðursstofa? Spurningar til ráðuneytisstjóra Þjóðin þekkir vel skoðanir eld- hugans Össurar Skarphéðinssonar til Evrópuaðildar. Hins vegar á stjórnsýslan að vera hlutlæg og hlutlaus. Stjórn Þjóðráðs beinir eft- irfarandi spurningu til Einars Gunn- arssonar, ráðuneytisstjóra utanrík- isráðuneytisins: 1. Hvers vegna situr fulltrúi ráðu- neytisins í stjórn Alþjóðamálastofn- unar HÍ? 2. Er embættismönnum utanríkis- ráðuneytisins uppálagt að hindra umræðu sem ekki er þóknanleg yf- irlýstri stefnu ríkisstjórnar Íslands um aðild að Evrópusambandinu? 3. Er eðlilegt að stjórnvöld, sem vilja stefna Íslandi inn í ESB, sitji í stjórn stofnunar sem kennir sig við hlutlægni og fagmennsku en er í raun áróðursstofa? Til upplýsingar um Íslenskt þjóð- ráð bendum við á heimasíðu okkar: www.icewise.is. Stjórn Þjóðráðs væntir skjótra og greiðra svara. Fagleg umfjöllun eða áróðursstofa? Eftir Hall Hallsson, Jón Kristin Snæhólm, Rúnar Fjeldsted, Skafta Harðarson, Svan K. Grjetarsson, Viggó E. Hilm- arsson og Þorstein Pétursson »Hafa hagsmuna- samtök, sem veita fé til stofnana Háskóla Íslands, áhrif á akademíska umfjöllun Háskólans og stofnana hans? Höfundar skipa stjórn Þjóðráðs. Styrkur stjórn- arskrártillagna stjórnlagaráðs liggur í þeirri samstöðu sem náðist innan þess um nútímalega útfærslu réttindamála og manngildishugsjóna. Þetta verður þó ekki sagt um afstöðu ráðs- ins til þjóðkirkjunnar sem nú virðist böggl- ast fyrir ýmsum í ljósi þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. Það er ljóst að meirihlutaafstaða ráðsins getur ekki verið grundvöll- ur að þróun íslensks trúmála- réttar. Ráðið tók ekki mið af menningarlegum og pólitískum forsendum slíks réttar heldur studdist það við úreltar hugmyndir ákveðinna menntamannahópa sem gegnsýrðir eru af svonefndri ver- aldarhyggju (sekúlarisma) sem rekja má til frönsku upplýsing- arinnar og byltingarinnar miklu í Frakklandi 1789. Til að sýna fram á hve varhugavert er að innleiða slíka veraldarhyggju í íslenskan trúmálarétt má benda á að upplýs- ingarstefnan og nútímavæðing franska samfélagsins byggðist á baráttunni gegn völdum og áhrif- um rómversk-kaþólsku kirkjunnar á sviði fræðslumála og stjórnmála. Upplýsingin og kristindómurinn voru hins vegar ekki slíkar and- stæður í hinum þýska menning- arheimi sem danska ríkið var hluti af. Á Íslandi kemur upplýsingin og nútímahugsun því fram á allt öðr- um forsendum en í Frakklandi. Hér á landi voru það leiðtogar ev- angelísk-lúthersku kirkjunnar sem beittu sér fyrir upplýsingarstefn- unni og mynduðu framvarðasveit hennar en þar má fyrsta nefna Hannes Finnsson, biskup í Skál- holti, og Magnús Stephensen, sálmaskáld og útgáfustjóra fjölda rita um trúmál og framfaramál. Það er m.a. þess vegna sem ev- angelísk-lúthersk kirkja er þjóð- kirkja á Íslandi og þess vegna hef- ur ríkisvaldið stutt hana og verndað. Trúarbragðafélagsfræðingar hafa bent á að kenningar um að nútímalegt samfélag sé að afhelg- ast standist ekki skoðun þó svo að hamrað hafi verið á þessu af hálfu margra félagsvísindamanna og ýmissa stjórnmálastefna á 19. og 20. öld. Ef við lítum á málin út frá alþjóðastjórnmálum í dag eru það aðeins þeir sem velja að grafa höf- uðið í sandinn sem geta haldið því fram að trúarstefnur og trúar- hugmyndir skipti minna máli í dag en t.d. fyrir hundrað árum. Margt bendir til að vægi trúarhreyfinga og trúarhugmynda sé þvert á móti að aukast. Stjórnlagaráð virðist hafa geng- ið út frá þeirri forsendu að þjóð- kirkja í opinberu rými sé úrelt fyr- irbrigði. Andúð sumra stjórnlaga- ráðsmanna á kirkju, kristindómi og öðrum trúarbrögðum kann að hafa orðið til þess að ráðið skilaði frá sér harla óljósum tillögum um kirkjumál þar sem þó var horfið frá frjálslyndu þjóðkirkjufyrir- komulagi. Ekki nægir að nefna sem röksemd að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi átt sér stað í ýmsum öðrum löndum því að færa má rök fyrir því að hvergi sé um raun- verulegan aðskilnað að ræða held- ur aðeins mismunandi form á tengslum. Aðskilnaðarorðræðan endurspeglar fyrst og fremst hagsmunabaráttu þeirra sem ým- ist vilja koma í veg fyrir eftirlit hins opinbera varðandi kenningu, skipulag eða fjármál trúarstofnana eða vilja þrengja sem mest að trúarstofnunum í opinberu rými. Grundvöllur íslensks trúmála- réttar á 21. öld verður þvert á móti að ganga út frá fræðilegri greiningu á þjóðfélaginu, ríkjandi hefðum og lagaþróun á Íslandi á 20. öld. Þar ber að sjálfsögðu að rannsaka íslensku stjórnarskrána í pólitísku, lagalegu og menningar- sögulegu samhengi. Tvær grunn- stoðir trúmálaréttarins, trúfrelsi og þjóðkirkja, koma fram á sjón- arsviðið í einu og sama réttarskjal- inu, nefnilega íslensku stjórn- arskránni frá 1874. Jafnréttishugsjónin eflist svo jafnt og þétt innan kirkju og utan eins og fram kemur m.a. í yfirlýsingum núverandi biskups Agnesar Sig- urðardóttur um að tryggja beri réttindi annarra skráðra trúfélaga í stjórnarskrá til jafns við þjóð- kirkju. Trúfrelsið er forsenda þeirra kirkjuskipanar sem þróast hefur í landinu frá því að Ísland fékk eig- in stjórnarskrá. Þar sem stjórn- lagaráðinu vannst ekki tími til að leggja grunn að íslenskum trú- málarétti fyrir 21. öld verður að taka á því máli frá grunni eins og niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar nýafstöðnu um þjóðkirkju- ákvæðið sýnir. Þar kemur til kasta Alþingis en ekki væri úr vegi að Guðfræðistofnun HÍ yrði fengið það verkefni. Um skyldur Alþingis gagnvart núverandi kirkjuskipan sagði Þor- steinn Pálsson, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, í fyrirlestri sem hann hélt í Skálholti árið 2009: „Þjóðkirkjuskipulagið er hluti af norrænni menningarhefð. Á umbrotatímum í sögu þjóð- arinnar mæla skynsemisrök með því að þeim lýðræðislegu mann- gildishugsjónum, sem sú hefð er sprottin upp af, verði ekki raskað með því að breyta þeirri skipan mála.“ (Þjóðkirkjan og lýðræðið, bls. 21.) Niðurstaða þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sýna að meirihluti íslensku þjóðarinnar er sama sinn- is og ráðherrann fyrrverandi, nú- verandi biskup og lýðræðislega kjörið þing þjóðkirkjunnar. Stjórnlagaráð og nútímalegur trúmálaréttur Eftir Bjarna Rand- ver Sigurvinsson og Pétur Pétursson »Hér á landi voru það leiðtogar evang- elísk-lúthersku kirkj- unnar sem beittu sér fyrir upplýsingarstefn- unni og mynduðu fram- varðasveit hennar. Bjarni Randver Sigurvinsson Bjarni er stundakennari við HÍ og Pétur prófessor. Pétur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.