Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 ✝ Hreinn Her-mannsson fæddist í Reykjavík 20. október 1939. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 6. nóv- ember 2012. Foreldrar Hreins voru Hermann Guð- mundur Jónsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 4. nóv. 1897 í Brandsbúð á Arnarstapa, Breiðuvíkurhreppi, Snæfells- nessýslu, d. 10. maí 1954 í Reykjavík, og Kristín Benedikts- dóttir húsfreyja, f. 14. feb. 1917 á Hömrum í Haukadal, Dala- 1942 í Reykjavík. Sonur þeirra er Hermann Kristinn, f. 12. okt. 1973. Sonur Hrefnu og fóst- ursonur Hreins er Haraldur Guðmundsson, f. 21. feb. 1965, maki Helen Guðjónsdóttir, f. 30. maí 1965. Börn þeirra eru: Andri Hrafn, f. 10. des. 1994 og Hrefna Sif, f. 10. apríl 2000. Sonur Hel- enar og fóstursonur Haraldar er Guðjón Einar Stefánsson, f. 1. júní 1989. Hreinn ólst upp í Reykjavík. Hann lærði bifvélavirkjun og vann við þá iðn um skeið, m.a. hjá Hafnarverkstæðinu í Ár- múla, um tíma á eigin verkstæði og loks hjá Bifreiðastöð Stein- dórs. Síðar lærði hann símsmíði og vann í allmörg ár sem sím- smiður hjá Pósti og síma, síðar Símanum. Útför Hreins fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 16. nóvember 2012, og hefst athöfnin klukkan 15. sýslu, d. 1. des. 1998 í Reykjavík. Hreinn var næstelstur í hópi fjögurra systk- ina, en þau eru: Erna, f. 15. nóv. 1936, d. 16. sept. 1979, maki Hilmar Þór Helgason, f. 18. jan. 1935, d. 5. ágúst 2005, Jón Steinar, f. 2. ágúst 1945 í Reykjavík, maki Sólveig Þórðardóttir, f. 1. okt. 1940 og Hermína Guðrún, f. 10. júní 1954, maki Kári Jónsson, f. 27. feb. 1952. Sambýliskona Hreins er Hrefna Haraldsdóttir, f. 13. sept. Elsku pabbi. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn og komir ekki aftur. Ég sakna þess að heyra ekki röddina þína og sjá glottið þitt sem var alltaf svo innilegt. Það var ekki til sá maður sem kunni ekki vel við þig, samt varstu ekki maður margra orða, hjarta þitt var úr gulli og það sá fólk. Fyrir mér varstu ekki bara pabbi heldur líka vinur. Mitt lán í lífinu er að eiga foreldra sem hafa reynst mér ótrúlega vel og eru jafnframt góðir vinir mínir. Þú kenndir mér margt og það var alltaf gott að leita til þín. Alltaf varstu reiðubúinn að hjálpa og ég fór alltaf frá þér léttari í lund. Ég vona svo inni- lega að ég hafi verið þér góður sonur og að þú hafir verið stoltur af mér. Ég mun aldrei gleyma sund- laugaferðum okkar, í mörg ár fórum við daglega í Laugardags- laugina, það var dýrmætur tími sem ég met alltaf meira og meira. Einnig voru ófáar ferð- irnar á völlinn til að sjá Fram spila, yndislegar minningar. Þegar ég horfi til baka eru þess- ar stundir ómetanlegar. Takk kærlega fyrir allar þessar góðu stundir. Það var mjög erfitt að horfa uppá þig veikan og ég verð reiður að hugsa um öll þau áföll sem dundu á þér í þessum veik- indum en ég má ekki láta reiðina taka yfirhöndina. Ég er stoltur hvernig þú barðist áfram og aldrei sá ég uppgjöf hjá þér. Að vera hjá þér á dánarstund tók mjög á en ég er líka þakklátur fyrir það, þú varst ekki einn þeg- ar þú kvaddir þennan heim. Ég held að þú hafir ekki vitað sjálfur hversu dýrmætur þú varst okkur hinum sem minnir mig á að vera duglegur að segja við fólkið sem ég elska að ég elski það. Ég vona að ég hafi sagt þér nógu oft hversu vænt mér þótti um þig en kannski sagði ég það aldrei nógu oft. Ég vil ekki trúa að þú sért virkilega farinn en verð að sleppa af þér takinu og leyfa þér að fara á vit nýrra ævintýra. Andri Hrafn, Hrefna Sif og Guðjón, barna- börn þín, voru svo lánsöm að eiga þig sem afa og ég veit að þeirra minningar um þig eru góðar og fallegar. Þín minning mun lifa lengi. Mamma, Halli bróðir og Hel- en mágkona hafa verið sem einn stór klettur fyrir mig í þessari sorg, við öll höfum átt erfiða tíma en reynt að gefa hvort öðru styrk og trú. Ég er mjög lán- samur maður að eiga þau að og ég veit ekki hvar ég væri núna ef ég hefði ekki notið stuðnings þeirra í þessari sorg. Elsku pabbi, þú verður alltaf í huga mínum og hjarta, ég veit að þú ert núna með ömmu og afa og Ernu systur þinni og þú ert örugglega að segja þeim sögur af okkur. Reyndu að finna stað til að horfa á Man. Utd. spila, fáðu þér smá súkkulaði og kannski líka smá coka cola með. Þú þurftir aldrei mikið til að vera sáttur og þú baðst aldrei um neitt. Frægt var hvernig þú svaraðir til hvað þig langaði í jólagjöf. Alltaf sagðir þú nær- buxur og nærbol. Það endaði með því að barnabörn þín gáfu þér nærbuxur og nærbol en auð- vitað leyndist líka eitthvað meira í pakkanum. Vonandi hefur þú kvatt okkur með góðum minn- ingum og ég vona innilega að þér líði vel. Við munum öll sakna þín og takk fyrir að hafa verið frá- bær pabbi. Hermann Kristinn Hreinsson. Fyrir rúmlega fjörutíu árum vann móðir mín við dagheimilið Lyngás og þannig háttaði til að í lok dags voru börnin keyrð heim af Bifreiðastöð Steindórs. Börn- unum fylgdi starfsmaður og mamma átti sína leið með sína skjólstæðinga og mig. Það gladdi mitt litla hjarta hvað það kom oft fyrir að sami maður keyrði okkar leið, sérstaklega þar sem ég vissi að í brjóstvasanum á rifflaða jakkanum var oftast nær rúlla með ópal-brjóstsykri eða annað slikkerí. Þetta var okkar leyndarmál og þarna var hann Hreinn Hermannsson fóstri minn kominn. Eitt leiddi af öðru og þessi litla fjölskylda flutti saman á Lindargötu 27 þar sem bættist í hópinn þegar Hermann bróðir fæddist. Fóstri var bóngóður maður og margt til lista lagt en að elda var ekki hans sterkasta hlið og þeg- ar mamma var á fæðingardeild- inni að eiga litla bróður var kók og prins póló í morgunmat. Okk- ur fannst það frábært. Lindargatan var ævintýra- heimur og ég sé enn fyrir mér Volkswagen-bjölluna hans Hreins í portinu, bratta stigann upp á hæðina, litla eldhúsið og sýrupoppaða veggfóðrið á stof- unni. Þarna áttum við heima. Seinna fluttum við í Bólstaðar- hlíðina og þó Hreinn væri alinn upp í Vesturbænum, vígi KR- inga, gerðumst við allir þrír feðgarnir Framarar og bjuggum þó Valsmegin, skrýtin þessi ver- öld. Fóstri var ekki mikið fyrir sviðsljósið eða að ota sínum tota, en hann var maðurinn í bakland- inu, sá sem alltaf var hægt að leita til og fólk vissi að ef Hreinn tók eitthvað að sér var það í góð- um höndum. Ég veit að flottasta reiðhjól sem sést hafði í hverfinu kom með krókaleiðum í gegnum fóstra. Það var mitt fyrsta reið- hjól, glansandi mosagrænt með háu krómuðu stýri og boga- dregnum línum eins og kona. Sama var með fyrsta bílinn og þegar undirritaður gafst upp á skólagöngu í það skiptið var maður kominn í vinnu hjá Pósti og síma og hver skyldi hafa verið þar fyrir. Í Hreini blundaði safnari og frægasta safn hans var bjórsafn- ið. Það var með ólíkindum hvað hann sankaði að sér þó að bjór- bann væri í landinu en sýndi um leið hvað það voru margir sem hugsuðu til hans. Safnið hvarf reyndar að mestu eitt kvöldið á Lindargötunni með hjálp góðra manna. Seinna safnaði hann litlum vínflöskum og sem betur fer var aldrei reynt að láta það hverfa nema þá niður í geymslu. Hreinn var Vesturbæingur, ólst upp á Öldugötunni og átti ættir að rekja vestur í Dali. Enn og aftur fékk maður að njóta góðs af vina- og venslatengslum Hreins Hermannssonar. Í Haukadalnum fetaði ég í fótspor fóstra og var í sveit mörg sumur eins og hann hafði gert á sínum æskuárum. Allt hans fólk tók mér og mömmu opnum örmum og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Auðvitað skiptust á skin og skúrir í samleið okkar fóstra, ég var ekki auðveldasti unglingur í veröldinni en það kom að því að maður náði einhverjum þroska, náði sér í konu og eignaðist börn og fóstri var frábær afi. Það voru ekki lætin en þau leituðu til þín og vissu að þau áttu hauk í horni í honum afa Hreini. Það hrannast upp minningar en nú er mál að linni. Það er komið að ferðalokum hjá þér, elsku Hreinn, og söknuðurinn er sár en minning um einstaklega ljúfan og góðan mann lifir. Farðu í friði, kæri fóstri. Haraldur Guðmundsson. Elsku Hreinn tengdapabbi minn er farinn. Það er erfitt og sárt að þurfa að kveðja þig, við sem vorum farin að tala um jólin, vorum að gantast með jólagjafakaup. Þetta gerðist allt svo hratt, ég kom til þín til að fylgja þér í geislameðferð, en þurfti svo að kveðja þig í staðinn. Ég bara trúi því ekki ennþá að þú sért farinn, þú varst svo mikill vinur minn og mikill afi barnanna okk- ar Halla, við þig gat ég talað um allt milli himins og jarðar, ef eitthvað bjátaði á, gat ég alltaf leitað til þín og fengið góð ráð. Ég kom inn í þína fjölskyldu fyrir ca. 19 árum, þá kynntist ég fóstursyni þínum, þú tókst mér og Guðjóni syni mínum svo vel, hann gat endalaust hlustað á sögurnar þínar og þegar þú varst að gera töfrabrögðin fyrir hann horfði hann dolfallinn á, hann byrjaði strax að kalla þig afa. Svo fæddist Andri Hrafn, hann var mikill afastrákur og ár- ið 2000 fæddist Hrefna Sif, alltaf gafstu þér góðan tíma með þeim. Mér er minnisstætt þegar jarðskjálftinn kom árið 2000, ég með Hrefnu Sif 2 mánaða, hjá ykkur í Bólstaðarhlíð og Halli með strákana niðri í bæ. Ég varð alveg hrikalega hrædd en þér tókst að róa mig því að þú gast allt, þú varst svo stoltur af afa- börnunum þínum og yndislegur afi. Þegar þú varst að töfra fyrir þau, segja þeim sögur eða vísur, þegar Hrefna Sif sagði stundum: Afi segir stundum skrýtin orð, alltaf varstu með rétt svör þegar hún hringdi í þig til að fá hjálp með vísur eða gátur úr skólan- um, alltaf gafstu þér tíma fyrir afabörnin þín. Ég er svo heppin að eiga margar fallegar minningar. Við töluðum oft um fjölskylduferðina sem við fórum 2005 til Mallorka, þú, Hrefna, Halli ég og börnin, það var yndisleg og frábær ferð sem stendur uppúr, við skemmt- um okkur öll svo yndislega vel, við töluðum oft um að fara aftur í svona ferð. Nú sit ég hér og leyfi bara tárunum að renna, og minnist þess þegar ég sat hjá þér á mánudeginum uppi á spítala og þú varst að segja mér hvað var að gerast, horfðir á mig og spurðir hvort ég sæi ljósið, ég jánkaði því og bauðst til að taka það í burtu, en þá brostir þú til mín og sagðir: „Nei, Helen, þetta getur þú ekki tekið í burtu þó þú getir margt,“ brosið sem kom frá þér þegar þú snérir að mér og sagðir þessi orð yljar mér um hjartarætur, ég skil núna hvað þú varst að meina, þegar ég hugsa um þessi orð renna tárin, þú vissir hvað var að gerast. Orðin þín og brosið ylja mér um hjartarætur þegar ég sit hér við kertaljós, skrifa til þín og hugsa um allar minningar sem ég á um þig. Ég gæti skrifað endalaust, ég á svo margar fal- legar minningar. Ég horfi núna upp til stjarn- anna og þar lýsir ein falleg stjarna. Ég veit að það ert þú, elsku Hreinn, og ég veit að þú munt alltaf vera með okkur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Elsku tengdapabbi minn og vinur minn, minningar lifa og þér mun ég aldrei gleyma. Þín tengdadóttir, Helen Guðjónsdóttir. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá mér. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig, en heppin var ég að eiga þig sem afa. Þú varst alltaf svo góður við mig og svo klár. Þú varst alltaf að segja mér skemmtileg ljóð og vísur, ég fékk innblástur frá þér að semja ljóð. Ég man eitt skipti þegar ég og bræður mínir vorum lítil þá gerðirðu flott töfrabragð með fingrunum fyrir okkur og við horfðum dolfallin á og ég sagði öllum að afi kynni að töfra. Þeg- ar ég leit til himna um daginn sá ég stóra fallega bjarta stjörnu, ég er viss um að það varst þú. Ég vona að þú lifir góðu lífi uppi í himnaríki í sloppnum þínum og að lesa bók uppi í sófa. Ég sakna þín mjög mikið en ég veit að þú ert samt hjá mér, ég er svo heppin að ég á margar fallegar minningar um þig. Ég veit að þú horfir niður á mig með stolti og gleði. Ég skal hugsa vel um ömmu fyrir þig. Ég elska þig mikið. Með hinstu kveðju, þín litla afastelpa, Hrefna Sif. Elsku afi minn, það er svo sárt að kveðja þig og að koma kveðjunni á blað er erfitt. Ég get sagt frá svo mörgum góðum minningum að það myndi verða heil bók. Ein af þeim minningum er frá töfrabragðinu um Pétur og Pál, vá hvað ég var hugfangin og hvernig þú gast platað mig með töfrabragðinu, en svo þegar ég var eldri fórstu að útskýra fyrir mér hvernig þú fórst að þessu, þá fannst mér ég vera kjáni þegar ég vissi hvernig þetta virkaði. Önnur góð minning er þegar þú kenndir mér að tefla, ein jólin þá fékk ég að hafa mandarínur sem taflmenn og þá þurftir þú að komast í gegnum allar mínar mandarínur áður en þú gast náð taflmönnunum mínum, það var gaman því að þá vann ég þig. Þú varst alltaf svo góður og glaður, alltaf þegar ég kom í heimsókn eða í pössun þá var tekið vel á móti mér með vísu eða einhverju spakmæli sem ég svo botnaði engan veginn í og eyddi svo mörgum tímum í að pæla hvað þýddu. Það er alveg stórfenglegt hvað fólk getur verið hjartahlýtt, þegar mamma kom með mig fyrst í Bólstaðahlíðina var mér tekið með svo mikilli hlýju, gleði og ást að nánast um leið var ég farinn að kalla á afa og ömmu, þú og amma Hrefna tókuð mér eins og ykkar eigin barnabarni enda aldrei litið á mig öðruvísi. Svo liðu árin og ég kynnist Díönu, og var henni tekið með opnum örmum eins og öllum sem litu inn hjá ykkur ömmu. Og eitt sem var svona merki hjá þér, afi, að þú og amma áttuð alltaf Coke í gleri handa okkur barnabörnunum, það fannst okk- ur frábært. En það sem gleður hjartað hvað mest er hvað þú varst stolt- ur þegar þú varðst langafi, þeg- ar við Díana eignuðumst Helen Amalíu, þegar við komum með hana til þín á spítalann, þú hélst á henni, brosið sem kom á þig fannst mér vera sama bros og þegar ég hitti þig fyrst. Þegar þú fórst með orðalínu: hvar er Gussi minn, eða hvernig hefur Gussi minn það, mér fannst það fyndið þegar þú kall- aðir mig stundum þessu nafni. Þú fórst með mörg spakmæli fyrir okkur krakkana, það var alltaf svo gaman að hlusta á vís- urnar og ljóðin sem þú fórst með um okkur bræðurna: Iss, piss og pelamál, púðursykur og króna. Þegar Guðjóni er mikið mál, þá pissar hann bara í skóna. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér, að ganga í dag, svo líki þér. (Höf. ók.) Mér hefur alltaf fundist þetta fallegt ljóð. Ég veit að þú munt fylgjast með okkur og vernda. Ég á margar minningar sem ég mun segja dóttur minni frá og sem tengjast þessu ljóði. Elsku afi minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn, ég mun ávallt sakna þín. Þinn Guðjón Einar (Gussi). Það eru liðin rúmlega 40 ár síðan síðhærður austurbæjar- strákur bankaði upp á að Öldu- götu 57, til að bjóða ungu heima- sætunni þar í bíó. Heimilisfólkinu, Kristínu Ben og Hreini syni hennar, hefur senni- lega ekki staðið alveg á sama en þau tóku mér, stráknum, með al- úð eins og þau áttu eftir að gera alla tíð síðan. Sennilega hef ég notið fornrar vináttu afa míns, Stefáns Jónssonar námsstjóra og Hermanns Jónssonar, fyrrum húsbónda á heimilinu. Unga heimasætan Hermína var fædd stuttu eftir lát Hermanns og átti ekki því láni að fagna að kynnast föður sínum, en það má að mörgu leyti telja að Hreinn stóri bróðir hafi komið í stað föður- ímyndarinnar því hann tók svo sannarlega þátt í uppeldi Herm- ínu ásamt Kristínu. Eins og gengur stofnuðum við Hermína okkar fjölskyldu og stuttu síðar stofnaði Hreinn heimili með sinni ágætu konu Hrefnu Har- aldsdóttur, sem í dag kveður bónda sinn í hinsta sinn. Það var einstakt að sjá hvað Öldugötu- fjölskyldan stóð saman, alltaf var hringt á milli til að heyra hvert í öðru, eða skreppa til að heilsa upp á og hjálpa til. Alla tíð gátum við Hermína leitað til Hreins um ráðleggingar eða lið- sinni eða hvað sem var, því Hreinn var faðir fjölskyldunnar hvort sem honum líkaði það bet- ur eða verr, en hann var lítillátur og hafði ekki áhuga á að trana sér fram. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið skírður réttnefni, Hreinn. Hann þoldi ekki óréttlæti eða óhóf og oft ræddum við um hvað það væri sem ræki menn áfram í græðgi í peninga og völd og sumir væru jafnvel til í að fórna sínum nán- ustu fyrir það eitt að komast sem næst „kjötkötlunum“. Hreinn lærði ungur bifvéla- virkjun og rak bifvélaverkstæði um tíma en hóf síðan leigubíla- akstur „hjá Steindóri“ ásamt Jóni Steinari bróður sínum sem fylgdi honum eftir í humátt, enda voru þeir bræður ákaflega samrýmdir og góðir félagar. Seinna hófu þeir bræður báðir störf hjá Símanum og veit ég að þeir voru afskaplega vel liðnir bæði fyrir dugnað og liðlegheit, en það hef ég fyrir satt eftir mönnum sem „unnu á móti þeim“ við símatengingar í hús úti í bæ og þurftu leiðbeiningar í síma frá þeim bræðrum. Á dánardegi Hreins 6. nóv- ember sl. var búið að kalla fjöl- skylduna saman uppi á spítala, því búist var við að kallið kæmi þá og þegar, en Jón var upptek- inn fram eftir degi. Stuttu eftir að hann mætti andaðist Hreinn og var það eins og hann hefði beðið eftir „Nonna bróður“. Það hafa verið algjör forrétt- indi fyrir mig að hafa kynnst Hreini og hafa haft hann vak- andi yfir fjölskyldu litlu systur, því það eru svona menn sem bæta umhverfi sitt og manni líð- ur vel í návist við. Nú kveð ég elskulegan mág minn og þakka honum samfylgdina en um leið sendi ég Hrefnu og fjölskyldu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Far í friði, vinur. Kári. Stundum finnst manni tíminn líða allt of hratt. Nú er komið að því að kveðja vin minn og mág Hrein Hermannsson hinstu kveðju. Það eru liðin um 40 ár frá því ég sá hann fyrst, Hrefna systir bauð okkur bræðrum í heimsókn á Kjalarnesið þar sem foreldrar okkar bjuggu á þeim tíma. Okk- ur kom þetta nokkuð að óvart, ekki síst þegar við sáum bílstjór- ann sem við höfðum ekki séð áð- ur. Okkur leist strax vel á mann- inn og hefur það ekki breyst síðan. Hrefna og Hreinn hófu sambúð nokkru seinna sem stóð yfir til dauðadags Hreins. Hreinn var ættaður úr Haukadal í Dalasýslu og var oft farið í Dalina á sumrin. Ætlunin var að veiða silung í vatninu. Varð oftar en ekki minna úr veiðiskap, en svo undarlega brá við að eftir því sem minna veidd- ist voru ferðirnar skemmtilegri og ævintýralegri. Ekki er ætlunin að skrifa æviágrip Hreins, það munu aðrir mér fróðari gera. Þau Hrefna eignuðust einn son, Hermann Kristin, sem sér á eftir föður sínum, en fyrir átti Hrefna soninn Harald Guð- mundsson og var Hreinn honum góður fósturfaðir. Hreinn var einhver bónbesti maður sem ég hef þekkt, sama hvort vandamálin voru lítil eða stór þá leysti hann þau af hendi eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þegar hann gerði vinum sínum greiða ætlaðist hann til einskis í staðinn. Hreinn minn, ég vil að lokum þakka þér fyrir allt, sérstaklega vil ég þakka þér fyrir að fá að kalla þig vin minn í fjörutíu ár. Kveðja, þinn mágur, Karl Haraldsson. Þegar ég sest niður til þess að rita þessi orð til minningar um móðurbróður minn Hrein Her- mannsson lít ég um öxl og í huga mínum birtast hinar ýmsu Hreinn Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.