Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012
✝ Ingibjörg Jó-hannsdóttir
fæddist í Litladal í
Tungusveit, Lýt-
ingsstaðahreppi í
Skagafirði 30. sept-
ember 1916. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð, Akureyri
2. nóvember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Hólmfríður
Guðrún Helgadótt-
ir, húsfreyja í Litladal, f. 19. júní
1877 á Hálsi í Fnjóskadal, d. jan-
úar 1953 og Jóhann Hinrik Jón-
asson, bóndi í Litladal, f. 27. des-
ember 1872 á Stekkjarflötum í
Austurdal, d. 7. september 1952.
Bræður Ingibjargar voru Vil-
helm Jóhann, f. 22. júlí 1902, d.
8. desember 1980, Jónas Guð-
mann, f. 24. mars 1906, d. 1924,
hálfbróðir Hjálmar Hinrik, f. 6.
ágúst 1920, d. 28. maí 1983.
Tveir drengir dóu ungir, annar
6 vikna og hinn yngri, hétu báð-
ir Jónas. Ingibjörg giftist 1941
Guðmundi Kristjáni Sigurgeirs-
syni, f. 30. mars 1918, d. 28. des-
ember 1996. Foreldrar hans
voru Anna Guðrún Guðmunds-
dóttir, húsfreyja á Arnstapa, f.
22. ágúst 1897 á Kúfustöðum í
1969. 4) Leifur, f. 12. nóvember
1952, eiginkona Þórdís Sig-
urbjörg Karlsdóttir, f. 8. janúar
1957. Þeirra börn: Laufey, f.
1975, Karl Óttar, f. 1978 og Ingi-
björg, f. 1980. 5) Anna Sigríður,
f. 28. ágúst 1959, eiginmaður
Haukur Geir Guðnason, f. 3.
apríl 1958. Þeirra synir: Ari
Geir, f. 1982 og Guðmundur
Geir, f. 1997. Barnabarnabörn
Ingibjargar eru átján og eitt
barnabarnabarnabarn.
Ingibjörg ólst upp í Litladal í
Skagafirði. Möguleikar til
menntunar voru litlir en hún var
fróðleiksfús. Ingibjörg var einn
vetur í Alþýðuskólanum á Laug-
um og annan vetur í húsmæðra-
skólanum þar og vann fyrir
skólavistinni jafnframt þar á
staðnum. Ingibjörg og Guð-
mundur byrjuðu að búa í Litla-
dal 1941 en fluttust að Klauf í
Eyjafirði 1943 þar sem um skeið
var stundaður tilraunabúskapur
í kornrækt á vegum Kaupfélags
Eyfirðinga. Þegar kornræktinni
var hætt leigðu þau jörðina og
keyptu hana síðan 1948. Þau
bjuggu allan sinn búskap í Klauf
eða til 1988. Ingibjörg starfaði
með kvenfélaginu Voröld í Öng-
ulsstaðahreppi í fjölmörg ár og
var þar heiðursfélagi. Síðustu
æviár sín bjó hún á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akureyri.
Útför Ingibjargar verður
gerð frá Munkaþverárkirkju í
dag, 16. nóvember 2012, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
Svartárdal, d. 17.
desember 1989 og
Sigurgeir Bjarni
Jóhannsson, bóndi
á Arnstapa, f. í
Landamótsseli,
Ljósavatnshreppi,
20. október 1891, d.
8. júlí 1970. Ingi-
björg og Guð-
mundur eignuðust
fimm börn: 1) Geir,
f. 19. ágúst 1942,
eiginkona Heiðbjört Eiríks-
dóttir, f. 18. október 1945.
Þeirra börn: Guðmundur Ingi, f.
1965, Klara, f. 1968 og Auð-
björg, f. 1972. 2) Hólmfríður
Guðrún, f. 15. október 1946, eig-
inmaður Jón Eggertsson, f. 29.
september 1945. Þeirra synir
Eggert, f. 1969, Ingimundur, f.
1979 og Aðalgeir, f. 1982. 3)
Hjalti, f. 24. október 1947, d. 7.
júní 2012, fyrri eiginkona hans
var Sólveig Sigtryggsdóttir, f. 3.
ágúst 1950, d. 8. október 1982.
Þeirra dætur: Heiður, f. 1973 og
Gígja f. 1977. Seinni eiginkona
Hjalta, Guðný Ósk Agnars-
dóttir, f. 30. nóvember 1944,
hennar börn: Agnar Kári Sæv-
arsson, f. 28. júlí 1961 og Sig-
urlaug Sævarsdóttir, f. 18. mars
Mamma var orðin 96 ára þegar
hún kvaddi. Það er erfitt að gera
sér í hugarlund breytingarnar
sem hún hefur upplifað á langri
ævi. Hún fæddist í skagfirskum
dal í Tungusveit í Lýtingsstaða-
hreppi og upplifði að rafmagnið
kom og útvarpið, stríðið hófst og
því lauk, já og sjónvarpið kom.
Mamma fór í skóla þegar hún
var 10 ára, í einn mánuð, og svo í
þrjá mánuði veturinn fyrir ferm-
ingu. Árið 1936 fór hún í Alþýðu-
skólann á Laugum í Þingeyjar-
sýslu og var þar í tvo vetur. 1938
fór hún síðan í Húsmæðraskólann
á Laugum. Hún vann fyrir skóla-
vistinni með því að vinna á hót-
elinu á Laugum á sumrin og með
því að aðstoða á staðnum á vet-
urna. Hún nýtti sér vel það sem
hún lærði og bjó að námsdvölinni
alla ævi.
Á heimilinu í Klauf þar sem
þau pabbi bjuggu allan sinn bú-
skap gekk mamma að störfum
bæði úti og inni. Eldhúsið var
hennar ríki, í sjálfsþurftarbú-
skapnum skipti öllu að vera út-
sjónarsamur og kunna til verka.
Allur matur var unninn heima og
forða safnað til vetrarins. Hún
var nýtin og meinilla við að henda
nothæfum hlutum, ja eða smá-
vægilega löskuðum. Í fræðum
þeim sem móðir okkar tileinkaði
sér á húsmæðraskólanum var
matargerð auðvitað í hávegum
enda vorum við systkinin alin upp
við að bera virðingu fyrir mat og
ekki síður matartímunum. Þeir
voru fimm talsins daglega, hið
minnsta og engar afsakanir tekn-
ar gildar ef reynt var að sleppa
þeim, nema hugsanlega ef bjarga
þurfti heyjum undan rigningu.
Mamma vann alla tíð mikið,
vinnan og verkin gengu fyrir öllu
þó hún léti það einstaka sinnum
eftir sér að lyfta sér upp. Lífsbar-
áttan var enda hörð, sérstaklega
á fyrri hluta síðustu aldar og ekki
um annað að ræða en að vinna
mikið. Þau pabbi byrjuðu búskap
í Klauf sem leiguliðar en tókst að
komast vel af með iðni og fyrir-
hyggju þó stundum væri þröngt í
búi. Það var oft gestkvæmt á
heimilinu í Klauf og hún lagði
mikið upp úr því að gera vel við
gesti. Fjöldi barna og unglinga
dvaldi þar á sumrin í gegnum ár-
in. Nafnið Abba heyrðist oft þeg-
ar vinir og kunningjar frá fornu
fari eða skagfirskir ættingjar
komu í heimsókn.
Sem uppalandi brýndi móðir
mín fyrir okkur systkinunum að
tala rétt mál og var óþreytandi að
leiðbeina okkur í þeim efnum.
Hún kunni ógrynni vísna og fór
oft með. Mamma var vel að sér
um sveitir og fólkið sem þar bjó
og mjög minnug. Það virtist fest-
ast í minni hennar um áratugi það
sem hún hafði einhvern tíma
fræðst um og fléttast hafði saman
við ættfræðina sem hún hafði á
takteinum.
Mamma kenndi okkur að heið-
arleiki væri mikilvægari en flest
annað. Hún kunni á mjög mörgu
skil og sem börn gátum við systk-
inin alltaf spurt mömmu, hún
virtist vita allt og hafði skoðanir á
flestu, bæði mönnum og málefn-
um, allt frá kúabúskap og kart-
öflum upp í álver og virkjanir.
Það eru forréttindi að hafa get-
að alla sína ævi hringt í mömmu
til að spyrja hana álits eða ráða
eða fræðast um eitthvað og við-
brigði að geta það ekki lengur.
Mamma var hvíldinni fegin eftir
langa ævi og við systkinin þökk-
um henni samfylgdina og allt.
Geir, Hólmfríður, Leifur
og Anna Sigríður.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdaforeldra minna,
Ingibjargar Jóhannsdóttur og
Guðmundar Sigurgeirssonar.
Þau hófu búskap í Klauf árið
1943. Það var ekki auðvelt að
hefja búskap á þessum árum en í
sameiningu tókst þeim að láta
það ganga. Árið 1974 fór ég að
venja komur mínar í Klauf þar
sem mér leist býsna vel á yngsta
soninn á bænum, Leif Guðmunds-
son. Þá þegar var orðið ljóst að
Leifur hafði hug á að taka við bú-
skapnum. 19 ára gömul fluttist ég
svo í Klauf og smám saman tók-
um við Leifur við búinu. Mér er í
fersku minni þegar ég hitti Guð-
mund fyrst, fallegu augun hans
og hlýtt handtakið. Guðmundur
gekk í öll verk með okkur meðan
heilsan leyfði og alltaf var hægt
að senda börnin á efri hæðina til
ömmu ef á þurfti að halda. Fyrir
það ber að þakka. Það var ómet-
anlegt fyrir börnin að hafa afa og
ömmu innan seilingar.
Að flytja svona inn á rótgróið
sveitaheimili er ekki alltaf einfalt.
Það var reyndar alltaf sama
hvaða vitleysu ég sagði eða gerði,
Guðmundur gerði alltaf gott úr
því. Hann kenndi mér handtökin
við sauðburðinn og hvatti mig
áfram við það sem ég tók mér fyr-
ir hendur. Ingibjörg lagði mér
líka gjarnan lífsreglurnar hvað
varðaði eldamennsku og annað,
örugglega ekki vanþörf á.
Á þessum árum tíðkaðist
gjarnan að kynslóðir byggju sam-
an. Það gat tekið á fyrir alla. Ég
gekk sjálfviljug inn í það mynstur
en því miður reyndist það mér of
erfitt. Ég tók ekki þátt í lífi Ingi-
bjargar síðustu árin en veit að
hennar var vel gætt af fjölskyldu
og vinum.
Ég vil óska Ingibjörgu góðrar
ferðar á önnur svið, þar sem
henni verður tekið opnum örm-
um.
Hvíl í friði.
Þórdís Karlsdóttir.
Með virðingu og þökk kveðjum
við Ingibjörgu ömmu okkar.
Amma var 96 ára þegar hún dó og
þar af leiðandi búin að lifa tímana
tvenna. Hún var einstök kona
með ákveðnar skoðanir á lífinu og
tilverunni en umfram allt kona
sem lét sér annt um annað fólk.
Við látum stöku eftir Hjört
Kristmundsson verða okkar
kveðjuorð.
Árin tifa, öldin rennur;
ellin rifar seglin hljóð;
fennir yfir orðasennur,
eftir lifir minning góð.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Guðmundur, Klara og
Auðbjörg.
Þá er hún amma Ingibjörg bú-
in að fá hvíldina, orðin 96 ára
gömul. Mig langar með þessum
fátæklegu orðum að þakka ömmu
fyrir allt sem hún hefur gert fyrir
mig í gegnum tíðina. Allan stuðn-
ing sem hún hefur veitt mér, bæði
í gleði og sorg. Fyrir alla hvatn-
inguna þegar ég var í háskóla-
náminu, án þín hefði þetta verið
erfitt. Þú hafðir óbilandi trú á
mér og fannst afar mikilvægt að
ég menntaði mig, nokkuð sem þú
hafðir ekki kost á á þínum yngri
árum, en hefðir svo gjarnan vilj-
að.
Mig langar til að minnast einn-
ar ferðar sem við fórum fyrir
nokkrum árum, en að þínu mati
var Skagafjörðurinn sá fallegasti
á landinu, enda varstu þar fædd
og uppalin. Þú ljómaðir alveg
þegar við buðum þér í bíltúr vest-
ur og þegar við keyrðum yfir
sýslumörkin heyrðist í þér: „Það
er alltaf fallegast í Skagafirði“
þrátt fyrir að það sæist vart út úr
augum fyrir þoku. Þessi orð þín
rifjum við alltaf upp þegar við
komum í Skagafjörðinn eftir
þetta og hlæjum.
Takk elsku amma fyrir allt og
allt, þín verður sárt saknað en
minningar um yndislega ömmu,
oft og tíðum afar orðhnyttna og
minnuga með eindæmum, munu
ylja mér og minni fjölskyldu um
ókomin ár. Við rifjum oft upp eitt-
hvað fyndið sem þú hefur látið út
úr þér, en er varla prenthæft.
Eftirfarandi ljóð fann ég í bók-
inni Ljóð dagsins, sem herra Sig-
urbjörn Einarsson tók saman.
Þetta ljóð er við þinn afmælisdag
og fannst mér það vel viðeigandi:
Um fjöllin þýðir þokuvængir strjúka,
en þynnast brátt og lyftast himins til.
Burt líður nóttin. Morgunrökkrið
mjúka
sem minning bliknuð rís úr tímans hyl.
Og fornan unað finnur hugur
gleyminn,
sem fljóti’ að nýju öldur runnins
straums.
En veröldin er þögul, föl og feimin
sem furðusýn á milli vöku’ og draums.
–
Með eftirvænting glaðri get ég kropið,
og grunur djúpur tekur fyrir mál.
Mér finnst, að ljóssins helga hlið sé
opið
og hljóðlátt bíði eftir minni sál.
Óbeðið rétti að mér Drottins mund
ósegjanlegra fyrirheita stund.
(Jakob Jóh. Smári)
Guð veri með þér, elsku amma
mín.
Þín sonardóttir,
Heiður Hjaltadóttir.
Það er vel við hæfi að amma
Ingibjörg skuli jarðsett á degi ís-
lenskrar tungu. Tungumálið og
varðveisla þess var henni ævin-
lega mikið hjartans- og metnað-
armál. Hafði hún gjarnan orð á
því við sitt fólk ef það beitti
tungumálinu ekki rétt eða notaði
ekki af tilhlýðilegri virðingu. Lúð
eintak af Íslenskri orðabók í
fyrstu útgáfu frá 1963 hafði hún
ávallt við höndina og ljóð og vísur
hafði hún á hraðbergi eins og fólk
af hennar kynslóð.
Hár aldur ömmu ber í sjálfu
sér aldarfarslýsingu. Hún fædd-
ist í Litla-Dal í Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði árið 1916 og
1943 settust þau afi að í Klauf í
Eyjafirði. Amma naut hefðbund-
innar skólagöngu þess tíma en
var líka einn vetur í Alþýðuskól-
anum á Laugum og svo annan
vetur í húsmæðraskólanum þar
og vann fyrir skólavistinni á
staðnum. Sund lærði hún
snemma og stundaði lengi sér til
heilsubótar, ekki síst á sérstökum
konusundskvöldum í sundlaug-
inni á Laugalandi.
Skagafjörðurinn átti alltaf sinn
stað í hjarta ömmu þótt hún hafi
búið í rúm sextíu ár hinum megin
Tröllaskagans. Þar var hún köll-
uð Abba og átti góða vini og ætt-
ingja. Og óvíða þótti henni feg-
urra en þar, svo vítt til fjalla og
breiður fjörður, annað en óttaleg
þrengslin í Eyjafirðinum þar sem
fjöllin ginu yfir og ætluðu bók-
staflega að kæfa mann.
Við systkinin nutum góðs af því
að alast upp með afa og ömmu í
sama húsi. Fengum umönnun
tveggja kynslóða og uppeldisað-
stæður eins og best varð á kosið.
Yfirdrifið af ást og kærleik. Ein-
hverju munaði þó á þessum
tveimur kynslóðum. Kom það
e.t.v. skýrast fram í matarvenj-
um. Það var iðulega til skyrhrær-
ingur í ísskápnum hjá afa og
ömmu, helst þannig að skyrið
væri aðeins farið að rífa í. Stund-
um var boðið í selspik, grasayst-
inginn borðaði þó enginn nema afi
og amma. Það þekktist þó ekki
matvendni í Klauf og ef á henni
örlaði hjá sumrungum þá var
amma snögg að venja fólk af slíku
með snaggaralegum athuga-
semdum á borð við að allt al-
mennilegt fólk æti allan mat. Afi
og amma höfðu líka annað hug-
arfar gagnvart mat. Minnisstætt
er þegar kýrin sem Laufey átti
reyndist ekkert mjólka og var
lógað. Þá ræddu þau sín á milli við
matarborðið hversu kýrin Ljó-
malind væri seig undir tönn.
Pabbi og mamma fölnuðu upp og
Laufey beit á jaxlinn því auðvitað
vissum við alveg hvaðan matur-
inn kom. Mikil áhersla var lögð á
að eiga matarbirgðir, eins og eðli-
legt má teljast á stóru heimili.
Alltaf nóg í kistunni, slátur,
heimagerðir sperðlar og iðulega
margir lítrar af berjum verkaðir á
hverju hausti. Afi stundaði líka
veiðimennsku enda alinn upp við
silungsveiðar í Ljósavatni. Það át
heldur enginn fiskhausa eins og
hann, eða fitu ef út í það er farið.
Amma lét sér ávallt annt um
sína, var félagslynd og gestrisin
með afbrigðum og ef ekki höfðu
komið alla vega tveir fyrir hádegi
á sunnudegi í heimsókn þá hafði
bara ekki nokkur maður látið sjá
sig. Hún sinnti sínu fólki af kost-
gæfni, og við systkinin fengum
sérmeðferð, atlæti og ástúð í
ómældu magni.
Hvíl í friði, amma.
Laufey Leifsdóttir,
Karl Óttar Leifsson,
Ingibjörg Leifsdóttir.
Í dag kveð ég með söknuði og
trega gamla og góða nágranna-
konu og vinkonu, Ingibjörgu í
Klauf.
Og þá leitar hugurinn gjarna
aftur til þess tíma er upphaf
kynna okkar varð. Ég flutti hing-
að í Brúnalaug fyrir 26 árum og
þekkti sárafáa. Mér og mínum til
allra heilla kynntist ég Ingi-
björgu í Klauf fljótlega eftir komu
mína hingað. Þau kynni reyndust
mér til mikillar gleði og gæfu. Við
áttum ófáar gleðistundir yfir
kaffitári og alltaf var bakkelsi
með. Eins og títt er um íslenskar
konur töluðum við saman um
börn okkar og bú. Við ræddum
þjóðmálin og vorum ekki alltaf
sammála. Stundum gat jafnvel
hitnað í kolunum, til dæmis í
kringum kosningar og fleiri við-
burði. Við ræddum veðrið og upp-
skeruna. Glöddumst saman yfir
góðu veðri og góðri uppskeru. Og
um bókmenntir og hannyrðir.
Bókaáhugi okkar var á stundum
misjafn og í hannyrðum var Ingi-
björg óneitanlega mun betri en
ég, en ég lærði nú æði margt af
því tagi hjá henni. Hún hvatti mig
til dáða. Til að ferðast, til að
prjóna og til lesturs góðra bóka.
Mér fannst ég alltaf velkomin til
hennar. Þau voru ófá sokkaplögg-
in og vettlingar sem vermdu litla
fætur og hendur barna minna.
Með söknuði og trega kveð ég
þig nú, aldna vinkona, en samt
með gleði í hjarta. Gleði vegna
þess að ég veit að lúinn líkami og
lúin sál fá loks kærkomna hvíld.
Megi góður guð fylgja þér til
nýrra heima.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við aðstandendum Ingi-
bjargar.
Hafðu hjartans og bestu þakk-
ir fyrir allt.
Anna Sigríður og
fjölskylda í Brúnalaug.
Ingibjörg
Jóhannsdóttir
✝ Karl MaríusJensson (Carló)
fæddist í Vejle á
Jótlandi í Dan-
mörku 18. október
1918. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 9. nóv-
ember 2012.
Móðir Carlós lést
í spænsku veikinni
þegar hann var
nokkurra daga
gamall. Fyrstu árin ólst Carló að
mestu leyti upp á barnaheimili í
Vejle en eftir að faðir hans
kvæntist á nýjan leik flutti Carló
inn á heimili föður síns og upp-
eldismóður sem Carló nefndi
ævinlega móður sína.
Carló kvæntist í júlí 1956 Sig-
ríði Jónsdóttur, f. 4. september
1903, d. 9. mars 1999. Þau eign-
uðust ekki börn.
Carló hóf snemma að vinna
fyrir sér. Frá unglingsaldri og
fram að stríðsbyrjun
var Carló messagutti
á dönskum far-
skipum sem sigldu
víðsvegar um heim-
inn. Á stríðsárunum
vann Carló um skeið
í Þýskalandi en
lengst af í heima-
landi sínu. Til Ís-
lands kom Carló 7.
maí 1948 og hóf þeg-
ar störf á Álafossi.
Þar vann Carló við ýmis störf þar
til starfsævinni lauk 1987. Hann
fékk íslenskan ríkisborgararétt
vorið 1956. Carló bjó á Álafossi
frá 1948 til 1992 að hann og Sig-
ríður flutti á Hlaðhamra, íbúðir
aldraðra í Mosfellsbæ. Carló var
til heimilis á Hlaðhömrum til árs-
ins 2010 að hann flutti á Hjúkr-
unarheimilið Eir.
Útför Karls Maríusar fer fram
frá Lágafellskirkju í dag, 16. nóv-
ember 2012, kl. 15.
Kær vinur minn er látinn.
Carló eins og hann var kallað-
ur bjó í íbúðum aldraðra að Hlað-
hömrum, síðar öryggisíbúðum að
Eirhömrum frá 1992 til 2010 er
hann flutti á hjúkrunarheimilið
Eir en þá var hann orðinn ansi lú-
inn og farinn að þurfa meiri þjón-
ustu en við í öryggisíbúðum aldr-
aðra gátum boðið honum upp á.
Vel var hugsað um minn góða vin
og fá allir þeir sem að komu bestu
þakkir fyrir. Carló giftist henni
Siggu sinni 1956 og lifðu þau í
hamingjusömu hjónabandi til
andláts hennar árið 1999. Sigga
og Carló áttu engin börn en Carló
átti samt fullt af börnum því börn
nágrannanna og vinanna löðuð-
ust að honum, hann var mikill
barnavinur. Carlo var danskur að
ættum, hann var fæddur í Vejle á
Jótlandi og þótti honum mjög
vænt um bæinn sinn, hann talaði
mikið um hann og heimsótti hann
á meðan Karen systir hans var á
lífi. Nú er þessi vinur minn fallinn
frá og óska ég honum guðs bless-
unar og þakka góð kynni liðinna
ára.
Far þú í friði, kæri vinur.
Valgerður Magnúsdóttir.
Þá er hann fallinn frá vinur
okkar til margra ára hann Carlo.
Hann bjó í íbúðum aldraðra í
Hlaðhömrum og var því nágranni
okkar í leikskólanum Hlíð. Carlo
hafði gaman af því að fylgjast
með börnunum og bar mikla um-
hyggju fyrir þessum litlu ná-
grönnum sínum og því starfi sem
fram fór í leikskólanum.
Carlo var sérstakur vildarvin-
ur okkar, vildi gleðja börnin og
starfsfólkið og sýndi það í verki
með því að færa okkur höfðing-
legar gjafir svo sem fánastöng og
fána en honum fannst brýnt að
við gætum flaggað við hin ýmsu
tækifæri. Hann heimsótti okkur
stundum í leikskólann og þáði
kaffisopa og átti góðar stundir
með okkur. Á stórafmæli hans
fyrir nokkrum árum heimsóttu
börnin hann, færðu honum mynd
sem þau höfðu búið til og sungu
fyrir hann. Þetta gladdi hann
mjög.
Við kveðjum með söknuði okk-
ar kæra vin og biðjum Guð að
blessa minningu hans.
Fyrir hönd starfsfólks og
barna
leikskólanum Hlíð Mosfellsbæ,
Jóhanna S. Hermannsdóttir.
Karl Maríus
Jensson