Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012
REDKEN ONLY SALON
SALONVEHHÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU
VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR
HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI
s. 568 7305 • salonveh.is
Frír djúpnæringarmaski fylgir hverjum þvotti
Gildir til 1. desember
ÞÚ FÆRÐ PERSÓNULEGA OG FAGLEGA RÁÐGJÖF HJÁ OKKUR
Dekraðu við þig
Glæsilegt tilboð
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Grunnhugmyndin sem ég lagði upp
með er að elta þær vísbendingar
sem höfundurinn skrifar inn í verk-
ið um það hvernig hann sér leiklist
fyrir sér. Ionesco vildi ögra reglum
leikhússins og lét hafa eftir sér að
hann sæi persónur sínar sem
strengjabrúður. Hann tók jafnframt
fram að sumar strengjabrúður vilji
ekki láta stjórna sér og þar kemur
að lykilþætti verksins. Við erum að
skoða hvenær við setjum upp grímu
til að reyna að geðjast öðrum og
hvað við gerum til að berjast gegn
þessari tilhneigingu okkar,“ segir
Árni Kristjánsson sem leikstýrir
leikritinu Nashyrningunum eftir
Eugéne Ionesco hjá Stúdentaleik-
húsinu sem frumsýnt verður í Norð-
urpólnum í kvöld kl. 20.
„Verkið, sem er eitt lykilverka
absúrdleikhússins, fjallar um lítinn
bæ þar sem tilteknir bæjarbúar tapa
mennsku sinni og breytast í nas-
hyrninga, einhyrnda eða tvíhyrnda.
Rökhugsun, tungumál og náunga-
kærleikur hverfur úr bænum en við
tekur traðkandi taktur nashyrning-
anna,“ segir Árni þegar hann er
inntur eftir innihaldi leikritsins.
„Verkið er náttúrlega skrifað inn í
landslag þar sem ótrúlega stórir at-
burðir höfðu átt sér stað í Evrópu,“
segir Árni og tekur fram að því sé
ekki skrýtið að leikritið hafi á sínum
tíma verið túlkað sem uppgjör Ion-
escos við nasismann. „En þetta er
verk sem sífellt er hægt að túlka
upp á nýtt og finna nýja nálgun að
því. Grunnþráðurinn í því snýst í
raun um baráttu mannsins fyrir að
varðveita mennsku sína,“ segir Árni
og leggur áherslu á að Ionesco nálg-
ist viðfangsefni sitt með húmorinn
að vopni.
Segir sjón sögu ríkari
Nashyrningana skrifaði Ionesco
árið 1959, en það var fyrst sett upp
hér á landi í Þjóðleikhúsinu 1961 og
síðast sýnt fyrir 23 árum af Leik-
félagi Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Spurður hvort hann kunni
skýringu á því hvers vegna verkið
hafi ekki ratað oftar á svið hérlendis
segir Árni skiljanlegt að atvinnu-
leikhúsin ráði ekki við það sökum
fjölda hlutverka. „Þetta verk er líka
dásamlegur höfuðverkur, enda
flakkar það milli margra sviðs-
mynda. Auk þess þarf auðvitað að
finna konsept til að leysa hvernig
persónur verksins breytast í nas-
hyrninga,“ segir Árni og upplýsir að
allir sautján leikarar sviðs-
uppfærslu sinnar beri hvítar hálf-
grímur. Að öðru leyti vill hann lítið
gefa upp um nálgun sína og segir
sjón sögu ríkari.
Meðal leikara eru Hilda Hrönn
Guðmundsdóttir og Alexander Er-
lendsson.Tónlist er í höndum Daða
Freys Péturssonar, en hann er með-
limur í hljómsveitinni RetRoBot sem
sigraði í Músíktilraununum í ár.
Þess má að lokum geta að sýning-
arfjöldi er takmarkaður, en alls
verða sýndar sex sýningar á tíma-
bilinu frá 16. til 28. nóvember.
Umbreyting Alls taka sautján leikarar þátt í uppfærslunni og bera þeir allir
hálfgrímu, en það er túlkunarleið leikstjóra og leikhópsins að verkinu.
Snýst um baráttu
fyrir mennskuna
Stúdentaleikhúsið frumsýnir
Nashyrningana eftir Eugéne Ionesco
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Að margra áliti er Wadada Leo
Smith einn mikilvægasti tónlist-
armaður samtímans,“ segir Örn
Þórisson um jazztrompetleikarann
og tónskáldið sem heldur tónleika í
Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn,
18. nóvember, kl. 20 með þeim Skúla
Sverrissyni bassaleikara og
trommuleikurunum Matthíasi M D
Hemstock og Magnúsi Trygvasyni
Eliassen.
„Hann fer nýjar leiðir í tónlistar-
sköpun sem einkennist af óheftu
ímyndunarafli og djúpum sköp-
unarkrafti. Trompetleikur hans rek-
ur ættir sínar til Louis Armstrongs,
Dizzy Gillespie og að sjálfsögðu Mi-
les Davis, en líklega hefur Wadada í
sínum fyrstu verkum fyrir 40 árum,
ásamt Don Cherry og Lester Bowie,
rutt brautina og haft mest áhrif á
framúrstefnutrompetleik síðustu
áratuga,“ bætir Örn við.
Leitandi
Smith er einn fremsti djass-
trompetleikari samtímans og hefur
hlotið mikið lof fyrir tónsmíðar sínar
sem og viðurkenningar. Hann er tal-
inn til brautryðjenda í bandarískum
nútímadjassi og þekktur af leit sinni
að ólíkum túlkunarleiðum í djass-
inum. Tónlistarferill Smiths spann-
ar rúma hálfa öld en Smith varð sjö-
tugur í fyrra. Hann hefur komið til
Íslands fjórum sinnum áður, fyrst
fyrir 30 árum á vegum Jazzvakn-
ingar og hafa margir íslenskir tón-
listarmenn unnið með honum, m.a.
Þorsteinn Magnússon, Hilmar Jens-
son, Pétur Grétarsson og Skúli
Sverrisson en Skúli hefur leikið á
rafbassa í hljómsveit Smiths, Org-
anic, til nokkurra ára. Þá hefur
Smith samið verk fyrir hina ýmsu
flytjendur og verk hans verið flutt
af þekktum hljómsveitum, m.a. Kro-
nos-kvartettinum.
Smith hefur verið ötull við hljóm-
plötuútgáfu, gefið út á fimmta tug
platna og í vor sendi hann frá sér
fjögurra platna kassa, Ten Freedom
Summers, með verkum sem tengj-
ast frelsisbaráttu þeldökkra í
Bandaríkjunum. Þar blandar hann
saman djasstónlist og nútímatónlist
með sínum einstaka hætti og hefur
verkið hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Smith gegnir stöðu prófessors við
California Institute of the Arts, Cal-
Arts, stýrir þar meistaranámi í afr-
ísk-amerískri spunatónlist. Þar
þekkir hann vel til, hefur rannsakað
tónlistarhefðir í Evrópu, Afríku, As-
íu og Ameríku og hefur þróað sér-
stakt nótnakerfi sem hann nefnir
Ankhrasmation.
Tilraunakennt og kraftmikið
En við hverju mega tónleikagest-
ir búast á sunnudaginn?
„Í Hörpu má búast við að Wadada
og félagar leiki tónlist sem hann
hefur samið fyrir Organic-sveitina.
Þetta er tilraunakennd tónlist með
kraftmiklu bíti og skapandi sólóum.
Wadada hefur gefið út marga dú-
etta með trommuleikurum, m.a.
Jack DeJohnette, Ed Blackwell,
Gunter Sommer og Louis Moholo-
Moholo og því má gera ráð fyrir að
trommur og trompet verði áberandi.
Þeir Skúli og Wadada hafa líka lengi
leitað að tækifæri til að vinna saman
dúetta og má búast við þeir leiki
tveir saman nýtt efni,“ segir Örn.
Smith mun á morgun halda mast-
erclass fyrir nemendur Listaháskóla
Íslands og Tónlistarskóla FÍH í húsi
FÍH við Rauðgerði, veita leiðsögn
og ræða um tónlist sína, tónsmíðar,
spuna og hlutverk og stöðu tónlist-
armannsins í nútímanum. Heimsókn
Smiths er samtarfsverkefni Jazzhá-
tíðar Reykjavíkur og sendiráðs
Bandaríkjanna í Reykjavík. Miða-
sala á tónleikana fer fram í Hörpu
og á vefnum harpa.is.
Óheft ímyndunarafl og
djúpur sköpunarkraftur
Wadada Leo Smith heldur tónleika í Kaldalóni í Hörpu
Ljósmynd/Scott Groller
Þekktur Wadada Leo Smith með trompetið. Hann leikur í Hörpu á sunnu-
daginn með Matthíasi M.D. Hemstock og Magnúsi Tryggvasyni Eliassen.
Fjallað er með af-
ar jákvæðum
hætti um íslenska
kvikmyndagerð í
grein á vefnum
Indiewire og at-
hygli vakin á þeim
íslensku kvik-
myndum sem
væntanlegar eru
á næstu árum.
Meðal þeirra eru þrjár myndir sem
Friðrik Þór Friðriksson er með á
prjónunum, heimildarmyndin
Steypireyðurin sem fjallar um
stærstu skepnu jarðar; Sjóndeildar-
hringur sem er heimildarmynd um
Georg Guðna Hauksson listmálara
sem lést í fyrra og kvikmyndin
Magný. Segir í greininni að ellefu
kvikmyndir og heimildarmyndir
verði að öllum líkindum frum-
sýndar á næstu tveimur til þremur
árum og að enginn skortur sé á
hinu fámenna Íslandi á alþjóðlega
viðurkenndum listamönnum.
Friðrik Þór
stórtækur
Friðrik Þór
Friðriksson