Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 1
 Stofnað 1913  282. tölublað  100. árgangur  L A U G A R D A G U R 1. D E S E M B E R 2 0 1 2 LÆRÐI FLUG OG EKKI VARÐ AFTUR SNÚIÐ POSTULÍNS- TÖNN VERÐUR TIL VEGLEGT JÓLA- HLAÐBORÐ Í ÞÓRSMÖRK SUNNUDAGUR KOMU AÐVENTU FAGNAÐ 10LÖNGUM FERLI LOKIÐ 4 Morgunblaðið/Kristinn Uppvöxtur Jón Gnarr segir frá unglings- árum sínum í nýútkominni bók.  „Georg er að miklu leyti sam- ansettur úr pabba mínum. Í Næt- urvaktinni eru atriði sem eru orð fyrir orð rétt – úr samskiptum mín- um við pabba,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. Föður sínum gerði Jón skil í karakternum Georg Bjarnfreðarsyni í Vaktaserí- unni. „Ég skildi hann aldrei. Fannst hann skrýtinn alla ævi en hann var líka mjög markeraður af lífinu og því sem hann upplifði í starfi sínu sem lögregluþjónn. Þá átti hann erfiða æsku.“ Jón gerir æsku og harðneskjulegu einelti sem hann varð fyrir skil í nýrri bók sem ber titilinn Sjóræninginn. Faðir borgarstjóra efniviður í Georg Bjarnfreðarson Veiðigjöld verða um tveimur millj- örðum lægri vegna lækkunar sem skuldsettar útgerðir fá, að sögn Ey- þórs Björnssonar fiskistofustjóra. Sérstök veiðigjöld að fjárhæð 1.300 milljónir eru á eindaga á mánudag. Fiskistofa hefur undanfarið unnið við afgreiðslu á beiðnum útgerðar- manna um lækkun á sérstaka veiði- gjaldinu. Á vef stofnunarinnar kem- ur fram að um 130 slíkar umsóknir hafi borist. Miðað við fyrirliggjandi tölur má reikna með því að 1,3 millj- arðar króna komi til greiðslu nú vegna sérstöku veiðigjaldanna. Þingflokkur Samfylkingar fundaði um fisk- veiðistjórnunar- frumvarpið í gær- kvöldi án þess að ljúka umfjöllun og verður því að leita afbrigða ef afgreiða á það fyrir jólahlé. Jón Bjarnason, þing- maður VG, segir ofmælt að þing- menn VG hafi samþykkt frumvarpið, þótt þeir hafi samþykkt að það fari inn í þingið. »6 1,3 milljarðar vegna sérstakra veiðigjalda Konur eru líklegri til þess en karlar að vera við fátæktarmörk á efri ár- um. Ástæðan er sú að konur vinna sér inn minni lífeyri hjá lífeyris- sjóðum og fá því lægri greiðslur á eftirlaunaaldri. Konur reiða sig þar af leiðandi meira á almannatrygg- ingakerfið en karlar. Þetta kemur fram í mastersverkefni Steinunnar Rögnvaldsdóttur í kynjafræði við Háskóla Íslands. Í því skoðar hún lífeyrismál út frá kynjasjónarmiði. Konur eru yfirleitt hálfdrættingar á við karlmenn í greiðslum úr lífeyr- issjóðum meðal annars vegna minni þátttöku á vinnumarkaði, en þær hafa meira sinnt heimilisstörfum, og vegna launamunar kynjanna. »14 Konur fá minni lífeyri  Áhrif af launa- mun kynjanna Kona Konur á ellilífeyri lifa frekar við fátæktarmörk en karlar. Aukin umferð var um Laugaveginn í gær enda stutt í jólin og á morgun gengur aðvent- an með sinn hátíðleik í garð. Miðað við fyrri reynslu má ætla að jóla- verslunin taki kipp um helgina enda margir sem hyggjast klára jólagjafainnkaup fyrir mestu ösina. Rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að jólaverslunin aukist um 7% frá síð- asta ári. Aðventan gengur í garð Morgunblaðið/Kristinn  4G-farsíma- kerfi mun kosta Vodafone 3 millj- arða króna. Ómar Svav- arsson, forstjóri Vodafone, telur heillavænlegast að byggja kerfið upp í samstarfi við aðra aðila á markaði. Upp- bygging gæti tekið fáein ár og myndi fjárhæðin dreifast yfir það tímabil. »24 Þrír milljarðar í uppbyggingu á 4G 4G Uppbygging gæti tekið fáein ár. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, hefur boðað til fundar 6. desember næstkomandi til að ræða öryggismál í Landeyjahöfn. Fulltrú- ar Siglingastofnunar, Vegagerðar- innar, Eimskips, björgunarsveita og almannavarnanefndar svæðisins auk almannavarnadeildar ríkislögreglu- stjóra eru boðaðir á fundinn. Fyrirhuguð björgunaræfing vegna mögulegs sjóslyss eða óhapps varðandi Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, sem halda átti í dag, fellur niður vegna þess að skipið er í við- gerð eftir óhapp á laugardaginn var. Þá rakst Herjólfur utan í annan hafnargarð Landeyjahafnar svo önnur skrúfan og stýri skemmdust. Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra vinnur nú að gerð viðbragðs- áætlunar vegna mögulegs sjóslyss í eða við Landeyjahöfn. Vinna við við- bragðsáætlunina er langt komin, að sögn Víðis Reynissonar, deildar- stjóra hjá almannavarnadeild ríkis- lögreglustjóra. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur verið tilkynnt sérstaklega um þrjú atvik sem urðu við siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn frá því að siglingar þangað hófust árið 2010, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Öll alvarleg óhöpp varðandi Herj- ólf eru tilkynnt til rannsóknarnefnd- arinnar, sagði Eyþór Ólafsson, ör- yggisstjóri Eimskips, þegar hann var spurður út í tilkynningarnar. Rannsóknarnefndin hefur ekki beðið um sérstaka rannsókn vegna atviks- ins á laugardaginn en það er alvar- legasta óhappið sem skipið hefur orðið fyrir í Landeyjahöfn, að sögn Eyþórs. Ræða öryggi í Landeyjahöfn Herjólfur Miklar skemmdir urðu á skrúfu skipsins í Landeyjahöfn.  Lögreglustjórinn á Hvolsvelli boðar til fundar  Viðbragðsáætlun í smíðum Morgunblaðið/Árni Sæberg MAðgerðaáætlun » 18 Spennandi leikur á www.jolamjolk.is dagar til jóla 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.