Morgunblaðið - 01.12.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.12.2012, Qupperneq 1
 Stofnað 1913  282. tölublað  100. árgangur  L A U G A R D A G U R 1. D E S E M B E R 2 0 1 2 LÆRÐI FLUG OG EKKI VARÐ AFTUR SNÚIÐ POSTULÍNS- TÖNN VERÐUR TIL VEGLEGT JÓLA- HLAÐBORÐ Í ÞÓRSMÖRK SUNNUDAGUR KOMU AÐVENTU FAGNAÐ 10LÖNGUM FERLI LOKIÐ 4 Morgunblaðið/Kristinn Uppvöxtur Jón Gnarr segir frá unglings- árum sínum í nýútkominni bók.  „Georg er að miklu leyti sam- ansettur úr pabba mínum. Í Næt- urvaktinni eru atriði sem eru orð fyrir orð rétt – úr samskiptum mín- um við pabba,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. Föður sínum gerði Jón skil í karakternum Georg Bjarnfreðarsyni í Vaktaserí- unni. „Ég skildi hann aldrei. Fannst hann skrýtinn alla ævi en hann var líka mjög markeraður af lífinu og því sem hann upplifði í starfi sínu sem lögregluþjónn. Þá átti hann erfiða æsku.“ Jón gerir æsku og harðneskjulegu einelti sem hann varð fyrir skil í nýrri bók sem ber titilinn Sjóræninginn. Faðir borgarstjóra efniviður í Georg Bjarnfreðarson Veiðigjöld verða um tveimur millj- örðum lægri vegna lækkunar sem skuldsettar útgerðir fá, að sögn Ey- þórs Björnssonar fiskistofustjóra. Sérstök veiðigjöld að fjárhæð 1.300 milljónir eru á eindaga á mánudag. Fiskistofa hefur undanfarið unnið við afgreiðslu á beiðnum útgerðar- manna um lækkun á sérstaka veiði- gjaldinu. Á vef stofnunarinnar kem- ur fram að um 130 slíkar umsóknir hafi borist. Miðað við fyrirliggjandi tölur má reikna með því að 1,3 millj- arðar króna komi til greiðslu nú vegna sérstöku veiðigjaldanna. Þingflokkur Samfylkingar fundaði um fisk- veiðistjórnunar- frumvarpið í gær- kvöldi án þess að ljúka umfjöllun og verður því að leita afbrigða ef afgreiða á það fyrir jólahlé. Jón Bjarnason, þing- maður VG, segir ofmælt að þing- menn VG hafi samþykkt frumvarpið, þótt þeir hafi samþykkt að það fari inn í þingið. »6 1,3 milljarðar vegna sérstakra veiðigjalda Konur eru líklegri til þess en karlar að vera við fátæktarmörk á efri ár- um. Ástæðan er sú að konur vinna sér inn minni lífeyri hjá lífeyris- sjóðum og fá því lægri greiðslur á eftirlaunaaldri. Konur reiða sig þar af leiðandi meira á almannatrygg- ingakerfið en karlar. Þetta kemur fram í mastersverkefni Steinunnar Rögnvaldsdóttur í kynjafræði við Háskóla Íslands. Í því skoðar hún lífeyrismál út frá kynjasjónarmiði. Konur eru yfirleitt hálfdrættingar á við karlmenn í greiðslum úr lífeyr- issjóðum meðal annars vegna minni þátttöku á vinnumarkaði, en þær hafa meira sinnt heimilisstörfum, og vegna launamunar kynjanna. »14 Konur fá minni lífeyri  Áhrif af launa- mun kynjanna Kona Konur á ellilífeyri lifa frekar við fátæktarmörk en karlar. Aukin umferð var um Laugaveginn í gær enda stutt í jólin og á morgun gengur aðvent- an með sinn hátíðleik í garð. Miðað við fyrri reynslu má ætla að jóla- verslunin taki kipp um helgina enda margir sem hyggjast klára jólagjafainnkaup fyrir mestu ösina. Rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að jólaverslunin aukist um 7% frá síð- asta ári. Aðventan gengur í garð Morgunblaðið/Kristinn  4G-farsíma- kerfi mun kosta Vodafone 3 millj- arða króna. Ómar Svav- arsson, forstjóri Vodafone, telur heillavænlegast að byggja kerfið upp í samstarfi við aðra aðila á markaði. Upp- bygging gæti tekið fáein ár og myndi fjárhæðin dreifast yfir það tímabil. »24 Þrír milljarðar í uppbyggingu á 4G 4G Uppbygging gæti tekið fáein ár. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, hefur boðað til fundar 6. desember næstkomandi til að ræða öryggismál í Landeyjahöfn. Fulltrú- ar Siglingastofnunar, Vegagerðar- innar, Eimskips, björgunarsveita og almannavarnanefndar svæðisins auk almannavarnadeildar ríkislögreglu- stjóra eru boðaðir á fundinn. Fyrirhuguð björgunaræfing vegna mögulegs sjóslyss eða óhapps varðandi Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, sem halda átti í dag, fellur niður vegna þess að skipið er í við- gerð eftir óhapp á laugardaginn var. Þá rakst Herjólfur utan í annan hafnargarð Landeyjahafnar svo önnur skrúfan og stýri skemmdust. Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra vinnur nú að gerð viðbragðs- áætlunar vegna mögulegs sjóslyss í eða við Landeyjahöfn. Vinna við við- bragðsáætlunina er langt komin, að sögn Víðis Reynissonar, deildar- stjóra hjá almannavarnadeild ríkis- lögreglustjóra. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur verið tilkynnt sérstaklega um þrjú atvik sem urðu við siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn frá því að siglingar þangað hófust árið 2010, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Öll alvarleg óhöpp varðandi Herj- ólf eru tilkynnt til rannsóknarnefnd- arinnar, sagði Eyþór Ólafsson, ör- yggisstjóri Eimskips, þegar hann var spurður út í tilkynningarnar. Rannsóknarnefndin hefur ekki beðið um sérstaka rannsókn vegna atviks- ins á laugardaginn en það er alvar- legasta óhappið sem skipið hefur orðið fyrir í Landeyjahöfn, að sögn Eyþórs. Ræða öryggi í Landeyjahöfn Herjólfur Miklar skemmdir urðu á skrúfu skipsins í Landeyjahöfn.  Lögreglustjórinn á Hvolsvelli boðar til fundar  Viðbragðsáætlun í smíðum Morgunblaðið/Árni Sæberg MAðgerðaáætlun » 18 Spennandi leikur á www.jolamjolk.is dagar til jóla 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.