Morgunblaðið - 07.12.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.12.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Veiðigjaldið fer nærri því að vera jafnt launakostnaði í vinnslunni hjá okkur. Báturinn, Ólafur Bjarnason SH 137, er með rúm 800 tonn í afla- heimildir og við borgum jafn mikið í veiðigjald og það kostar að vinna þau tæp 600 tonn af þorski sem fara í vinnslu hjá okkur af bátnum,“ segir Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækinu Valafelli í Ólafsvík. „Vinnslan og útgerðin þurfa að bera sig sem sjálfstæðar rekstrar- einingar. Ef vinnslan ber sig ekki við þessar forsendur er alveg eins gott að loka og landa á markað eða annað. Þetta ógnar því vinnslunni hjá okkur. Við munum því ekki geta ráðið jafn mikið af fólki og við höfum gert í upp- hafi vertíðar áður.“ Georg rifjar upp að veiðigjöldin séu reiknuð út frá meðaltali heildar- EBITDU sjávarútvegs, hagnaðar fyr- ir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, og tekin um það bil 15% af henni með gjaldtöku. Hann segir það útbreiddan misskilning að þetta snerti alla hlut- fallslega jafnt því svo sé alls ekki. Rúmlega helmingur hagnaðar „Veiðigjaldið hjá okkur var langt yfir helmingi af EBIDTU og er því í raun allur hagnaðurinn og rúmlega það. Fyrir fyrirtæki í okkar stöðu lít- ur þetta því ekki vel út. Ef við værum stödd á árinu 2010 í þessu nýja rekstrarumhverfi væri hægt að skrimta. Það þýðir að meðalstórar og litlar útgerðir hafa launin upp úr krafsinu en ekkert meira. Þannig að samhengið milli áhættu og hagnaðar er alveg farið en hann er almennur drifkraftur í fjárfestingu og atvinnu- starfsemi. Við þetta bætist að við er- um í allt öðru rekstrarumhverfi en 2010 eða 2011. Afurðaverð hefur lækkað um 40% á einu ári. Á sama tíma hafa tryggingargjöld og öll opinber gjöld hækkað sem og flest aðföng. Það er sölutregða sem kemur fram í uppsöfnun birgða með auknum fjármagnskostnaði. Þá hefur lengst í öllum greiðslum. Þær eru ekki lengur 60 dagar. Í mörgum til- fellum eru þær komnar í 160 daga. Sjóðsstreymið er því lélegt sem sést á því að maður sér reglulega báta sem tengjast vinnslum landa beint á markað. Menn eru þá að bjarga sjóðsstreyminu hjá sér.“ Georg segir veiðigjöldin koma sér- staklega illa við útgerðir á Snæfells- nesi og á Vestfjörðum, enda séu þar engar stórar útgerðir sem veiða upp- sjávarfisk og vertíðir árstíðabundnar. „Veiðigjöldin eru reiknuð út frá meðaltali heildar EBITDU sjávar- útvegsins en tekin eru um 15% af henni. Í íslenskum sjávarútvegi eru 12-14 stór fyrirtæki og svo er fjöldi smærri útgerða. Stóru útgerðirnar hafa yfir 50% af þorskkvótanum. Hin fyrirtækin, sem eru á annað hundrað, eru flest fyrir neðan meðaltalslínuna. Það þýðir að það er tekið töluvert meira en 15% af þeirra EBITDU. Við í Valafelli tilheyrum þessum hópi. Raunar eru útgerðir á Vesturlandi sérstaklega illa settar vegna þess að það eru engin stór fyrirtæki í upp- sjávarvinnslu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Við höfum því ekki sömu möguleika til þess að grípa inn í og aðrir. Ástandið er slæmt og það er sótt að okkur úr mörgum áttum. Við ætlum samt að berjast og reyna að halda okkur á floti en það er klárt að getan til að vaxa hefur verið tekin frá okkur,“ segir Georg. Yfir milljón króna á mann Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Guðmundur Runólfsson hf. í Grund- arfirði, er með útgerð, fiskvinnslu og netagerð. „Veiðigjöldin hjá mínu fyrirtæki eru yfir ein milljón króna á mann. Ég er með um 85 manns í vinnu og kemst sem betur fer hjá því að þurfa að grípa til uppsagna. Við búum það vel að vera með vinnslu og getum náð framlegð út úr henni sem mun aðstoða okkur. Marg- ar útgerðir hér í landshlutanum eru reknar af einstaklingum sem eru ekki með vinnslu en það á við um megin- þorra útgerðarmanna. Þeir selja fisk- inn í beinum viðskiptum og eða á markaði en þar hafa orðið miklar lækkanir á afurða- og hráefnisverði síðan gjöldin voru lögð á.“ Fjölskyldufyrirtæki í þrot Guðmundur Smári segir gjöldin munu fækka útgerðum á svæðinu. „Fyrirtækin gengu í gegnum hrun- ið en við það tvöfölduðust skuldirnar. Þessar skuldir hafa verið þungur baggi en menn voru farnir að sjá til lands í því. Hagnaðurinn hefur verið nokkuð góður þrátt fyrir skuldabyrði og þungar afborganir. Ef við heim- færum fiskverð í dag upp á tekjur næsta árs erum við engan veginn í stakk búnir til að greiða gjaldið. Ein- hverjir geta hugsanlega lengt í lánum og frestað afborgunum. En mjög margir munu hætta ef þessi gjöld verða varanleg. Félagsmenn í Útvegsmannafélagi Snæfellsnes eru yfir 30. Þetta er fjöl- mennasta útvegsmannafélag landsins en smæsta félagið í tonnum talið. Þetta eru fjölskyldu- og einstaklings- útgerðir. Skipstjórarnir og vélstjór- arnir eiga bátana eða fjölskyldur þeirra. Þetta fólk mun auðvitað ekki sætta sig við að eiga ekki fyrir af- borgunum á vöxtum og lenda í van- skilum. Það mun skoða hvort það geti ekki selt sig út úr rekstrinum. Þetta fólk hefur talið sig vera í þokkalegri stöðu og að það ætti þokkalegan líf- eyri bundinn í fyrirtækjunum. Miðað við þessa skattaheimtu eru fyrir- tækin orðin verðlaus.“ Rekstur útgerða í uppnámi  Útgerðarmaður í Ólafsvík segir veiðigjald jafn mikið og kostnaður við vinnsluna  Afurðaverð að hrynja og birgðir að safnast upp  Fjölskyldufyrirtæki á Snæfellsnesi verðlaus vegna veiðigjaldanna Morgunblaðið/Þorkell Grundarfjörður Veiðigjöld á útgerðina Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði eru um ein milljón króna á hvern starfsmann fyrirtækis. „Ég á von á því að það verði þó nokkuð um uppsagnir og upp- stokkun í kerfinu. Smærri útgerðir lifa þetta ekki af,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Hellissands, um áhrif veiðigjalda á litlar og meðal- stórar útgerðir á Snæfellsnesi. Ólafur segir rekstur útgerðanna mun þyngri en viðmiðunarárin 2010-11 sem gjöldin miðist við. „Umræða um hagnað í greininni er á villigötum. Það hefur enda allt þróast til verri vegar frá árinu 2011. Öll aðföng hafa hækkað. Það er bú- ið að setja á okkur kolefnisgjöld, ol- ían hefur hækkað. Allur innlendur kostnaður hefur hækkað, þar með talið vaxtakostnaður. Á sama tíma hefur framlegðin í sjávarútvegi hríðfallið á árinu 2012 og staðan verður enn erfiðari á næsta ári vegna sölutregðu. Fyrir ári fengu smærri útgerðir 350 til 450 krónur fyrir kílóið af þorski á fiskmarkaði en fá núna 200 til 250 krónur á kílóið. Þannig að það sjá það allir heilvita menn að þetta er miklu, miklu verra ástand hjá smærri útgerðum heldur en var þegar gjöldin voru ákveðin. Kreppan í Evrópu er farin að bíta. Hér eru að safn- ast upp birgðir sem enginn veit hvaða verð fæst fyrir. Skuldir út- gerða ruku upp eftir hrunið. Menn létu þá viðhald sitja á hakanum en við það myndaðist mikill hagnaður. Það styttist í endurnýjun og viðhald og það er dýrt.“ Björn Erling Jónasson, útgerðar- maður í Valafelli í Ólafsvík á Snæ- fellsnesi, segir útlitið dökkt, enda hafi allar álögur aukist sem og kostnaður. Sú öfugþróun bætist við lækkandi afurðaverð. „Það verður barningur að halda sér réttu megin við núllið. Það er líklegra en hitt að reksturinn verði með tapi. Það er sama hvort það er ferskt, salt eða frosið. Það er allur fiskur að lækka. Að okkar mati taka gjöldin ekkert tillit til þessa veru- leika,“ segir Björn Erling um að- ferðafræðina. Fiskbirgðir safnast upp sem enginn veit hvað fæst fyrir ÚTGERÐARMAÐUR SEGIR RÓÐURINN ÞYNGJAST Ólafur Rögnvaldsson Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur þess efnis að ummæli sem viðhöfð voru í DV um lektor Háskóla Íslands séu dauð og ómerk. Rétturinn staðfesti einnig þá ákvörðun héraðsdóms að niðurstaða dómsins og forsendur hans verði birt- ar í næsta tölublaði DV og í næstu netútgáfu dv.is. Þá er blaðamanni og ritstjórum blaðsins gert að greiða lektornum 200 þúsund krónur í miskabætur, 200 þúsund krónur vegna kostnaðar við birtingu dómsins í tveimur dagblöðum og 500 þúsund krónur í málskostnað. Umrædd ummæli birtust í DV 14.- 15. maí 2011 og voru „Lögreglan rannsakar lektor“ og „Lektor í við- skiptafræði flæktur í lögreglurann- sókn“. Það var niðurstaða Hæstarétt- ar að ummælin hefðu verið röng og meiðandi og þá hefði því verið synjað að leiðrétta það sem rangt var farið með þegar gefinn var kostur á því. Ummæli um lektor HÍ dauð og ómerk  Dómsniðurstaðan verði birt í DV Morgunblaðið/Sverrir Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opið almenningi í gær í fyrsta sinn í vet- ur. Sjö lyftur voru opnar frá kl. 14- 21 og var færi gott, logn og heið- skírt. Þá var einnig opið í skíðaleig- unni og veitingasölunni. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíða- svæðanna, segist eiga von á því að lokað verði næstu daga vegna veð- urs en snjórinn í brekkunum sé góður grunnur fyrir framhaldið. „Þetta fer ekkert einn, tveir og þrír. Það þarf að koma mikil hláka til að það gerist.“ Skíðasvæðið í Blá- fjöllum opnað í gær Bláfjöll Nú getur skíðafólk glaðst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.