Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
Akureyringur
Borgari, franskar,
gos og kokteilsósa
1.550 kr.
Nautakjöt, ostur,
tómatar, agúrkur,
jöklasalat, franskar
og hamborgarasósa
Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23
Þorsteinn Ásgrímsson
Helgi Vífill Júlíusson
Icelandair Group og Boeing hafa
undirritað viljayfirlýsingu um pöntun
á tólf nýjum 737 MAX8 og 737 MAX9
flugvélum með kauprétti á tólf flug-
vélum til viðbótar. Heildarverðmæti
flugvélanna 12 samkvæmt listaverði
Boeing er um 1,2 milljarðar banda-
ríkjadala, en kaupverð er trúnaðar-
mál.
Þrátt fyrir að um sé að ræða háa
fjárhæð segir Björgólfur Jóhanns-
son, forstjóri Icelandair Group, í
samtali við mbl.is að þetta sé ekki
stærsta fjárfesting íslensks flug-
félags. Meðal annars hafi Icelandair
keypt fimmtán 737 vélar árið 2004,
sem seinna voru seldar til Kína og
fjórar Dreamline-vélar. Þekkt er í
flugvélageiranum að mikill afsláttur
er gefinn af listaverði flugvéla. mbl.is
sagði í sumar að veittur væri allt að
60% afsláttur.
757 lifa áfram
Icelandair ætlar að halda áfram að
nota Boeing 757 vélarnar sem skipa
flota fyrirtækisins og verða þær stór
hluti af framtíðar leiðarkerfi félags-
ins, sagði Björgólfur á kynningar-
fundi í gær. Nýju vélarnar taka færri
einstaklinga í sæti og eru með minni
flugdrægni en núverandi vélar, en
eldsneytissparnaður er áætlaður allt
að 20% miðað við 757-vélarnar. Hann
segir að þetta gefi félaginu færi á að
bæta við leiðarkerfi sitt, bæði með því
að fljúga á minni staði og halda úti
víðtækari heilsársstarfsemi.
Aðspurður hvort félagið stefni
fljótlega að því að skoða endurnýjun
á 757-vélunum líka segir Björgólfur
að það sé ekki í sjónmáli strax. Hann
segir vélina hafa verið uppfærða mik-
ið undanfarin ár sem geri hana not-
endavænni. „Við erum ekki í þessum
fjárfestingum af því að við þurftum
að endurnýja flugflotann, heldur
horfum við á þetta sem sóknarfæri.“
Næsta sumar verður Icelandair
með 18 vélar í rekstri og hefur þeim
fjölgað um tvær á ári síðustu ár. Inn-
leiðing á nýju vélunum mun að sögn
Björgólfs standa yfir frá 2018 til
2021, en engar áætlanir eru um að
fækka í hópi 757 vélanna. Icelandair
ætlar að halda áfram að stækka á
næstunni og segir Björgólfur að
þetta sé hluti af framtíðaruppbygg-
ingu félagsins.
Í tilkynningu um kaupin kom fram
að þau yrðu fjármögnuð með sjóð-
streymi frá rekstri og hefðbundinni
flugvélafjármögnun. Björgólfur segir
að staða félagsins sé það sterk í dag
að þeir telji þetta markmið vel nást
og að ekki þurfi að breyta arð-
greiðsluáætlun félagsins.
Markaðurinn bjóst við þessu
Icelandair hækkaði um 0,1% í
Kauphöllinni í gær. Tilkynningin
kom markaðnum ekki á óvart, því það
hefur legið fyrir að félagið muni ráð-
ast í fjárfestingu af þessari stærðar-
gráðu. Kaupréttur á tólf flugvélum
veitir Icelandair nokkurn sveigjan-
leika, allt eftir því hvernig gengur að
auka umsvif fyrirtækisins sem og
hvernig markaðsaðstæður þróast,
t.d. með tilliti til þróunar olíuverðs,
segja sérfræðingar á markaði. Þessi
sveigjanleiki, þ.e. kaupréttirnir, kost-
ar vitaskuld eitthvað, en fjárhæðin
hefur ekki verið gefin upp, né ýmsar
nánari fjárhagsupplýsingar varðandi
kaupin.
Icelandair hyggst kaupa
12 flugvélar af Boeing
Forstjórinn segir að þetta sé ekki stærsta fjárfesting íslensks flugfélags
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sóknarfæri „Við erum ekki í þessum fjárfestingum af því að við þurftum að endurnýja flugflotann, heldur horfum
við á þetta sem sóknarfæri,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, en kaupin voru kynnt í gær.
Flugvélarnar
» Icelandair hefur pantað átta
737 MAX 9 vélar sem taka 153
farþega og fjórar 737 MAX 9
vélar sem taka 172 farþega.
» Til samanburðar taka Bo-
eing 757-200 flugvélar Ice-
landair 183 farþega.
● Stærsta kaffi-
húsakeðja heims,
Starbucks, ætlar
að opna að
minnsta kosti
1.500 ný kaffihús í
Bandaríkjunum á
næstu fimm árum.
AFP segir að þetta
þýði að kaffihúsum
fyrirtækisins muni fjölga um 13% á
tímabilinu. Kaffihúsum verður fjölgað
um 3.000 samanlagt í Bandaríkjunum,
Kanada og Suður-Ameríku á tímabilinu.
Árið 2014 mun Starbucks því reka yf-
ir 20 þúsund kaffihús í heiminum.
Mesta fjölgun kaffihúsa Starbucks á
næstu árum verður í Kína, að sögn eig-
enda Starbuck.
Fjölgar kaffihúsum
● Atvinnuleysi mældist 9,9% í Frakk-
landi á þriðja ársfjórðungi sem er 0,1%
aukning á milli fjórðunga. Er þetta
mesta atvinnuleysi í Frakklandi í þrett-
án ár, samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu Frakklands, INSEE. Þetta þýðir að
2,8 milljónir Frakka eru án atvinnu.
Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldr-
inum 15-24 ára mælist 24,2%, sem er
1,4% aukning á milli fjórðunga. At-
vinnuleysi meðal fólks 50 ára og eldri
er 6,9%.
Mesta atvinnuleysið
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
,1+.12
+,3.44
,+.42,
,,.+0-
+4.01-
+5-.-4
+.3+54
+0+.0+
+25.14
+,3.10
,1+.33
+,2.,3
,+.0,2
,,.,30
+4.030
+5-.42
+.3+4,
+0,.-4
+25.3-
,,-.2435
+,3.50
,1,.1-
+,2.2,
,+.00
,,.5,-
+0.1+-
+53.,-
+.3,,2
+05.13
+2-
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Þýski stórbankinn Deutsche Bank
er sakaður um að hafa beitt bók-
haldsbrellum til að fela tap upp á allt
að 12 milljarða Bandaríkjadala í
reikningum bankans.
Þrír fyrrverandi starfsmenn
bankans, sem allir störfuðu í Banda-
ríkjunum, upplýstu eftirlitsaðila þar
í landi um þessar ásakanir á árunum
2010 og 2011, að því er fram kemur í
frétt Financial Times.
Bankinn er meðal annars sagður
hafa ofmetið verulega bókfært virði
afleiðusamninga sem hann hafði
gert. Þannig hafi honum tekist að
koma í veg fyrir talsverða lækkun á
eiginfjárhlutfalli bankans og um leið
þann möguleika að hann hefði að
öðrum kosti þurft að óska eftir fjár-
hagsaðstoð stjórnvalda þegar fjár-
málakreppan stóð sem hæst.
Í tilkynningu frá Deutsche Bank
er þessum ásökunum starfsmann-
anna hafnað.
Starfsmennirnir þrír hættu allir
hjá bankanum eftir að hafa komið
upplýsingum sínum á framfæri til
bandarískra eftirlitsaðila. Einn
starfsmannanna gerði ennfremur
dómsátt við Deutsche Bank að and-
irði 900 þúsund dala um að höfða
ekki mál á hendur honum.
DB sakaður um
bókhaldsbrellur
AFP
Tap Meintar bókhaldsbrellur Deutsche Bank komu í veg fyrir ríkisaðstoð.
Á að hafa leynt 12 milljarða dala tapi