Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/RAX Áhrif Hætta er á að ferðamenn muni síður gista hjá minni fyrirtækjum úti á landi ef færri nýta sér bílaleigubíla og ferðast í staðinn með rútu. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Starfsmaður hótels gæti þurft að rétta viðskiptavini reikning þar sem þjónustan sem er seld er í fjórum virðisaukaskattsþrepum: Morgun- og kvöldmatur ber 7% virðisauka- skatt, vín með mat 25%, gistingin 14% en líkamsrækt og spameðferð er undanþegin þessari skattheimtu. Fyrirhugað er að hækka virðisauka- skattinn á gistingu í 14% úr 7% á næsta ári. Þetta segir Alexander G. Eðvar- dsson, sviðstjóri skatta- og lögfræði- sviðs KPMG, í samtali við Morgun- blaðið. Hann flutti erindi í gær um fyrirhugaðar skattabreytingar á mánaðarlegum fundi fyrirtækisins sem ber yfirskriftina Fróðleikur á fimmtudögum. Honum þykir líklegt að ef morg- unmaturinn er í 7% skattþrepi en gistingin 14% að morgunmaturinn muni lækka í verði og gisting hækka. Ef gisting og matur kostar 15 þúsund og eru í sama skattþrepi, skiptir ekki máli hvernig kostnaðurinn skiptist niður á milli þessara tveggja þátta, skatturinn sé hinn sami. Aftur á móti myndast hvati til að hækka verðið á morgunmatnum (7% vsk.) og lækka verðið á gistingunni (14% vsk.) ef skattþrepin eru ekki hin sömu, líkt og er í hinu nýja fjárlagafrumvarpi. Hærri virðisaukaskattur á gist- ingu á að taka gildi 1. maí á næsta ári. Alexander segir að stórir ferðaheild- salar muni kaupa gistingu fyrir sína viðskiptavini t.d. í apríl og komast þannig hjá því að greiða hærri virð- isaukaskatt á gistingu næsta sumar. Reglan sé sú að það eigi að gefa upp virðisaukaskattinn þegar reikningur- inn sé gefinn út. Sé reikningurinn gefinn út fyrir breytinguna, eigi að skila inn lægri virðisauka. Hann segir að ríkið áætli að ná 1,1 milljarði á næsta ári með þessum breytingum, en miðað við þessi tvö dæmi sem hann hefur rakið, sé ljóst að það muni ekki takast. Og nefnir að því til við- bótar, muni ferðamönnum fækka. Icelandair hafi gefið fyrir skömmu út að það sé 15% samdráttur í bókunum hjá þeim milli ára. Stjórnvöld áforma að fella niður af- slátt af vörugjöldum af innfluttum bílaleigubílum. Hækka á vörugjöldin í tveimur áföngum árin 2013 og 2014 og laga þau að almennum vörugjöld- um á ökutækjum. Alexander segir að ríkið áætli að það muni fá hálfan milljarð í tekjur á næsta ári vegna þessa. Hann segir að samkvæmt útreikningum muni ríkið í besta falli koma út á sléttu, en tjónið yrði verulegt, bæði vegna fækkunar á ferðamönnum, sem og að 40% ferða- manna sem hingað koma taki bíla- leigubíla og keyri um landið, og gisti þá á minni gististöðum um allt land. Ef færri nýta bílaleigubíla, muni færri gista hjá þessum minni fyrir- tækjum úti á landi. Leiðir til að forðast skattheimtu  Hótelreikningur gæti haft fjögur virðisaukaskattsþrep  Heildsalar staðgreiði til að forðast maískatt Skattahækkanir 2013 » Tillaga um nýtt 14% skatt- þrep á útleigu hótel- og gisti- herbergja í stað 7%. » Lagt er til að sá afsláttur sem bílaleigur hafa notið af vörugjöldum af innfluttum bif- reiðum verði lækkaður um helming. » Lagt er til að atvinnutrygg- ingagjald lækki úr 2,45% í 2,05%. Er það í samræmi við minna atvinnuleysi. Lagt er til að almennt tryggingagjald hækki úr 4,99% í 5,29%. »» Tryggingagjald (samtala fjög- urra gjalda) lækkar því um 0,1% og verður 7,69%. » Lagt er til að fjársýsluskattur hækki úr 5,45% í 6,75%. Sér- stakur fjársýsluskattur verður áfram 6% af tekjuskattsstofni yfir 1.000.000.000 króna. Gjafavara Skoðaðu úrvalið www.jens.is Mikið úrval gjafavöru, borðbúnaðar, skúlptúra og skartgripa Hurðarhanki 9.900 kr Jólagjafahugmyndir ofnrétti og ís 15.800 kr Skeið fyrir t.d. Blaðastandur 11.900 kr Eyjafjallajökull, skál 5.900 kr Vatnajökull, skál 7.900 kr Kringlunni og Síðumúla 35 Salattöng 13.900 kr Smjörhnífur 8.900 kr Sultuskeið 6.900 kr Sultuskeið 8.900 kr Ostahnífur 6.900 kr Stálarmband 14.900 kr Stállokkar 6.900 kr Gleðileg jól Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Verð 94.000 kr Stærð 90x90cm Sérsmíðum eldhúsborð eftir ósk hvers og eins val um stærð, lögun og efni. 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Samtök atvinnulífsins segja að verð- tryggðar skuldir heimilanna muni hækka um 1.256 milljónir króna á næsta ári vegna hækkunar vöru- gjalda á tilteknar mat- og drykkjar- vörur. Fyrir Alþingi liggur frum- varp ríkisstjórnarinnar um slíkar vörugjaldshækkanir. Samkvæmt frumvarpinu er áætl- að að skattahækkunin skili ríkissjóði 800 milljóna króna viðbótartekjum á ársgrundvelli. Breyttum lögum er ætlað að taka gildi 1. mars 2013. Í frétt á vef SA er bent á að ekki sé ljóst hvort tekjuáætlunin nái til 10 mánaða eða alls ársins en ef hún er byggð á 10 mánaða innheimtu gjaldanna er skattahækkunin á árs- grundvelli 960 milljónir. Í frumvarpinu er áætlað að hækk- un vörugjaldanna hækki vísitölu neysluverðs um 0,1% á næsta ári. Það mat er byggt á því að árleg einkaneysla landsmanna innanlands nemur um 770 milljörðum á verðlagi októbermánaðar. Átta hundruð milljóna króna skattahækkun á þessar vörur veldur því 0,1% hækk- un á einkaneyslureikningi lands- manna. Verðtryggðar skuldir heimilanna við Íbúðalánasjóð, banka, lífeyris- sjóði og aðrar lánastofnanir námu 1.256.000 milljónum króna í októ- berlok. Þær munu því hækka um 1.256 milljónir króna á næsta ári vegna hækkunar vörugjaldanna. „Skuldir heimilanna hækka því meira á næsta ári en tekjur ríkis- sjóðs vegna þessarar skattahækkun- ar. Sé hins vegar reiknað með því að skattahækkunin nemi 960 milljónum á ársgrundvelli í stað 800 milljóna hækkar vísitala neysluverðs um 0,125% og skuldir heimilanna um 1.570 milljónir,“ segir á vef SA. Hækkar skuldir um 1,25 milljarða Morgunblaðið/Kristinn Skattahækkun Skuldir heimilanna hækka meira en tekjur ríkissjóðs.  Frumvarp um vörugjaldshækkanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.