Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Bandsög Basato 1 Kr. 48.900 TRÉSMÍÐAVÉLARNAR FÁST Í BRYNJU www.brynja.is - brynja@brynja.is 40 ÁRA FRÁBÆR REYNSLA Á ÍSLANDI VÉLAR FYRIR ATVINNUMENN OG HANDVERKSFÓLK Tifsög Deco-flex Kr. 52.400 Slípivél Bts 900X Kr. 39.800 Súluborvél Rab s16x Kr. 102.200 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Meira en 30 vitni hafa gefið skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lánveitingar Glitnis banka til Mile- stone upp á 102 milljónir evra, jafn- virði tíu milljarða króna á þeim tíma, 8. febrúar 2008. Vitnalistinn tæmdist fyrir hádegi í gær og eftir stendur að saksóknari og verjendur flytji mál sitt, sem verður á mánudag. Ákært er fyrir umboðssvik og varðar brotið allt að sex ára fangelsi Þar sem saksóknari hefur ekki enn flutt mál sitt og röksemdir fyrir því að sakfella ætti þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Guð- mund Hjaltason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bank- ans, fyrir umboðssvik, er enn aðeins hægt að meta málið út frá ákæru og framburði vitna. Og þeir framburðir gefa ekki ástæðu til að ætla að fyrsta stóra mál sérstaks saksóknara fari að hans óskum. Ef málið er einfaldað eins og hægt er þá snýst það um umrædda lánveit- ingu Glitnis og fór lánið í gegnum Milestone til Morgan Stanley. Áður hafði hins vegar verið samþykkt inn- an bankans að lánið ætti að fara til Morgan Stanley í gegnum félagið Vafning. Lánið var veitt á föstudegi, þ.e. 8. febrúar 2008, og var á mánu- degi fært yfir á Vafning. Spurði út í lánveitinguna í heild Erfitt og ómögulegt er að lesa í það hvernig dómur fellur með því að fylgjast með háttalagi dómara þegar skýrslur eru teknar. Engu að síður er athyglisvert að spurningar Skúla Magnússonar héraðsdómara til rann- sakenda hjá sérstökum saksóknara hafa að mörgu lotið að lánveitingunni burtséð frá viðtakandanum. Skúli hefur spurt nokkuð ítarlega út í það hvort rannsóknin hafi aðeins beinst að þessari tilteknu aðgerð, að lána Milestone yfir helgi eða 102 milljóna evra láninu, sem eftir helgina var skuldfært á Vafning, í heild. Og hvort rannsakað hafi verið að í láninu sjálfu fælist meingerð. Því má halda fram að hann hafi fengið ófullnægjandi svör hjá rannsak- endum hvað þetta atriði varðar. Vegna þess að Skúli spyr að þessu má velta því fyrir sér hvort málið hefði verið höfðað ef Morgan Stanley hefði á umræddum föstudegi fengið greitt í gegnum Vafning. Ekki er ákært fyrir lánveitinguna þannig að svarið er nei Fjártjónshættan minnkaði ekki Ákært er fyrir það að lánið fór til Milestone, sem var óheimilt sam- kvæmt reglum bankans þar sem út- lán til einstaks aðila fóru yfir há- mark, og í ákæru segir að þá þegar hafi þeir Lárus og Guðmundur sett Glitni í stórfellda fjártjónshættu. Lánið var hins vegar fært yfir á Vafning á mánudeginum. Fjártjóns- hættan minnkaði ekki við það, vissu- lega ekki, en það var í samræmi við samþykkt áhættunefndar bankans og heimilt samkvæmt regluverki hans. Því er spurningin í fyrirsögn- inni sett fram, og er það vegna spurn- inga Skúla Magnússonar héraðsdóm- ara. Réttlætanlegur gjörningur? Þau vitni sem voru í Glitni um- ræddan dag báru öll á þann veg að eitthvað hefði komið upp á lokametr- unum sem varð til þess að Milestone var lánað en ekki Vafningi. Í ákær- unni sjálfri segir nákvæmlega það sama, þ.e. að ekki hafi reynst mögu- legt að lána Vafningi og því hafi lánið runnið til Milestone. Enginn bar hins vegar um það hver tók þá ákvörðun. Lárus og Guðmundur sögðust ekki hafa verið húsi þegar sú ákvörðun var tekin og hún hafi ekki verið borin undir þá. Aðrir ýmist mundu það ekki eða sögðust ekki vita það. Und- irskrift Lárusar og Guðmundar er hins vegar við ákvörðunina. Lánið var veitt til þess að greiða upp annað hjá Morgan Stanley. Ástæða þess að greiða þurfti upp lán- ið var að Morgan Stanley var að loka lánum víða á þessum tíma vegna yf- irvofandi erfiðleika á fjármálamark- aði og veitti ekki greiðslufrest. Þá þegar, í febrúar 2008, var traust Morgan Stanley á Íslandi í lágmarki. Tryggingarnar fyrir láninu voru hlutabréf í Glitni og það kom fram hjá fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Morgan Stanley að þau hefðu verið boðin til sölu strax mánudaginn 11. febrúar 2008 og jafnvel seld með tapi. Um leið hefðu lán Milestone hjá Glitni komist í uppnám, á fjórða tug milljarða króna. Þetta hefði leitt til þess að Glitnir hefði riðað til falls eða líklega frekar fallið. Spurningin sem stendur eftir, og fjölskipaður héraðsdómur mun svara, og svo Hæstiréttur, er hvort réttlætanlegt hafi verið að greiða lán- ið með þessum hætti eða bankastjór- anum borið að fella spilaborgina. Helgar tilgangurinn alltaf meðalið?  Glitnir hefði riðað til falls, ef ekki fallið, án uppgreiðslu láns hjá Morgan Stanley 8. febrúar 2008  Ákært er fyrir aðferðina en héraðsdómari hefur meiri áhuga á lánveitingunni sjálfri í heild Morgunblaðið/Styrmir Kári Biðin Ljósmyndari fréttablaðsins DV ákvað að láta frá sér myndavélina og taka einnig myndir með snjallsíma sínum af Karli Wernerssyni á meðan Karl beið eftir að gefa skýrslu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gærmorgun. Meðal þeirra sem gáfu skýrslu í gær var Guðmundur Haukur Guð- mundsson, fyrrverandi lög- reglumaður hjá sérstökum sak- sóknara. Guðmundur sætir rannsókn hjá ríkissaksóknara, ásamt Jóni Óttari Ólafssyni, vegna meintra brota í starfi. Guðmundur hefur ásamt Jóni Óttari jafnan verið sagður aðal- rannsakandi málsins og ekki um það deilt. Hann hins vegar kann- aðist varla við málið þegar verj- endur spurðu hann út í rannsókn- ina. Hann sagði sína aðkomu að því litla sem enga og benti til dæmis á það að hann hefði engra spurninga spurt við skýrslutökur hjá sérstökum saksóknara. Svör Guðmundar virtust koma saksóknara málsins mikið á óvart, en þeir unnu náið saman að rann- sókn málsins, og féllust honum bæði hendur og yppti hann öxlum. Þegar að því kom ákvað saksókn- ari þó að spyrja ekki spurninga. „Kom lítið að rannsókninni“ SAKSÓKNARI GÁTTAÐUR Á FRAMBURÐI VITNIS Ný dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, fagnar 25 ára afmæli laugardaginn 8. desember. Að þessu tilefni mun Ný dögun standa fyrir tvíþættri dagskrá á laugardag. Klukkan 10.30 verður safnast saman við veitingastaðinn Nauthól og gengið þaðan inn í Foss- vogskirkjugarð og duftgarðinn Sól- land. Klukkan 15 verður samvera í Há- teigskirkju. Þar mun Olga Snorra- dóttir, kennari, m.a. segja frá að- draganda að stofnun samtakanna og starfinu fyrstu árin. Þá les Matt- hías Johannessen, skáld, úr ljóða- bók sinni Söknuði og fleiri lista- menn koma fram. Stjórnandi samverunnar er sr. Bernharður Guðmundsson en hann stýrði stofnfundi samtakanna fyrir 25 árum. Samvera verður í Háteigskirkju. Afmælishátíð Nýrrar dögunar um helgina Jólamarkaður verður á morgun, laugardaginn 8. desember, í útibúi Fjölskylduhjálpar Íslands að Hafnargötu 90 í Reykja- nesbæ. Allur notaður fatnaður verður þar seldur á 100 krónur. Klukk- an 17 leika syngja Eiríkur Fjalar (Laddi) og Hjörtur Howser fyrir gesti. Þá mun Jónína Benedikts- dóttir íþróttafræðingur kynna bók sína og gefa góð heilsuráð. Jólamarkaður Fjöl- skylduhjálparinnar Ný jólasýn- ing Listar fyrir líf, lista- og menning- armið- stöðvar ABC barna- hjálpar, verður opnuð að Lauga- vegi 103 klukkan 12 í dag. Sýn- ingin ber yfirskriftina List fyrir líf. Listmálararnir sem sýna eru Bjarni Sigurbjörnsson, Stefanía Jörgensdóttir, Ragnheiður Guð- mundsdóttir, Regína Magdalena Loftsdóttir, Þóra Ben, Fríða Kristín Gísladóttir, Lilja Braga- dóttir og Hrafnhildur Inga Sig- urðardóttir. Klukkan 20 í kvöld mæta aðrar stjörnur og syngja jólalög. List fyrir líf STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.