Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 46
Í tilefni þess að í ár eru hundrað ár liðin frá andláti sænska skáldsins Augusts Strindbergs hyggjast leik- aranemar á þriðja ári við Listahá- skóla Íslands takast á við tvö verka hans og frumsýna afraksturinn í Smiðjunni í kvöld kl. 20. Verkin tvö sem hópurinn vinnur með eru Fröken Júlía og Leikið að eldi, en sýningin er unnin undir hand- leiðslu Egils Heiðars Antons Páls- sonar. „Við lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. blésu um Evrópu kröft- ugir vindar. Vindar sem báru með sér skýra stefnu til frelsis handa öllum. Hugmyndir um konur og karla, stéttir, hefðir og kynhneigð skyldu endurskoðaðar og ekkert, alls ekkert, skyldi standa í veg- inum fyrir rétti einstaklingsins til sjálfssköpunar. Persónufrelsi ein- staklingsins skyldu engar hömlur settar. Strindberg skynjaði í þess- ari kröfu um nýfengið frelsi mikla ógn. Ógnin verandi sú manngerð sem krefst alls, en hefur engar skyldur … Sjálfhverfa kynslóðin var fædd!“ segir m.a. í frétta- tilkynningu frá LHÍ. Útskriftarhópinn skipa þau Arn- ar Dan Kristjánsson, Arnmundur Ernst Backman, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hafdís Helga Helga- dóttir, Hildur Berglind Arndal, Oddur Júlíusson, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Thelma Marín Jóns- dóttir, Þorleifur Einarsson og Þór Birgisson. Aðeins eru fyrirhugaðar sjö sýn- ingar á tímabilinu frá 7. til 14. des- ember kl. 20. Ókeypis er á sýn- inguna en panta þarf miða með því að senda póst á netfangið: leik- hus@lhi.is. Sýningar fara fram í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nemendaleikhúsið Útskriftarhópurinn leikur sér með texta Strindbergs. Ganga inn í hugarheim Augusts Strindbergs Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Titillinn vísar til þess sem er rauði þráður plötunnar. Hún fjallar í stórum dráttum um það hversu gott það er að vera heima. Hins vegar er heima ekki endilega tiltekinn staður í ákveðnu póstnúmeri. Heima er nokk- urs konar hugarástand. Heima er hjá börnunum, foreldrum og ömmum – í raun alls staðar þar sem mér líður vel,“ segir Magni Ásgeirs- son sem nýverið sendi frá sér sína aðra sólóbreiðs- kífu sem nefnist Í huganum heim. Á plötunni eru tíu frumsamin lög sem Magni vann og samdi að mestu í samstarfi við Vigni Snæ Vigfússon upptökustjóra en auk þeirra lögðu Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Rúnar Þór Þórarinsson og Sævar Sigur- geirsson sín höfundarverk á vogar- skálarnar. Loks fær „Hugarró“ eftir Svein Rúnar Sigurðsson, sem Magni söng í undakeppni söngvakeppninnar sl. vor, að fljóta með. Þykir vænt um þessa plötu „Mig langaði að taka upp með Vigga, því hann er orðinn mjög fær upptökustjóri. Ég tók því lagið „Heim“ upp með honum og við vorum ekki nema þrjá tíma að því,“ segir Magni og bendir á að það sé óvenju- stuttur tími. Magni bendir á að þeir Vignir hafi lengi verið samkeppnisað- ilar þar sem Vignir lék með Írafári en Magni með Á móti sól. „En við erum líka búnir að vera vinir lengi, því þessar tvær hljómsveitir spiluðu margoft saman á böllum,“ segir Magni og bætir við: „Þegar við fórum að taka upp saman komumst við að því að við höfum mjög svipaða sýn á tónlist, nema ég kann ekkert á tölv- ur,“ segir Magni og hlær. „Að öllu gamni slepptu þá vinnum við mjög vel saman. Hann er full- komnunarsinni og ég er hæfilega kærulaus. Þannig að við bætum hvor annan upp, eins væmið og það nú hljómar. Hann er líka snillingur og getur spilað á ótal hljóðfæri,“ segir Magni og bætir við: „Það er reyndar með ólíkindum hvað við eigum góða svona gæja á Íslandi.“ Spurður um samstarfið við Ásgrím segir Magni hann nokkurs konar hirðskáld Borgfirðinga og einn af Bræðslustjórunum. „Hann er föður- bróðir minn þó hann sé á aldur við mig,“ segir Magni og bætir við: „Ég gaf honum forskrift að nokkrum text- um, þ.e. sagði honum um hvað þeir ættu að vera og gaf honum nokkur stikkorð. Síðan samdi hann þessa frá- bæru texta. Ég sagði honum að ég myndi halda áfram að senda honum annað lag þangað til eitthvert drasl kæmi frá honum, þá yrði hann rek- inn. Hins vegar urðu textarnir hans sífellt betri.“ Aðspurður segist Magni ekki stefna að útgáfutónleikum fyrr en á nýju ári vegna anna. „Auk þess lang- ar mig til þess að sporna við þeirri leiðindahefð að íslenskar plötur sem gefnar eru út í aðdraganda jóla séu orðnar úreltar strax á jóladag. Við lögðum ekki á okkur alla þessa vinnu til þess að drukkna í jólaflóði og svo bara búið. Okkur þykir ákaflega vænt um þessa plötu og finnst mjög vel hafa tekist til. Ég er enn fullkomlega sáttur við hana og neita því að líftím- inn sé bara fram að jólum,“ segir Magni að lokum. Ljósmynd/Jeaneen Lund Hugarástand „Heima er nokkurs konar hugarástand,“ segir Magni. „Fjallar um hversu gott það er að vera heima“  Í huganum heim er önnur sólóbreiðskífa Magna 46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 ÍNæstum eins og ástin segir frálífi þriggja kvenna sem búa íbandarískum smábæ á ár-unum 1941 til 1964. Þær eru æskuvinkonur og eiginmenn þeirra berjast allir í síðari heimsstyrjöldinni. Þær sitja eftir heima með börnin og óttann og þrána í brjósti. Þær þurfa að standa á eigin fótum á meðan mennirnir berj- ast. Síðan lýkur stríðinu og her- mennirnir snúa aftur heim, lífs sem liðnir, en þá tekur annað stríð við; stríðið við að aðlaga sig að nýjum heimi, stríðið við að vinna úr tilfinningunum og lífs- reynslunni sem styrjöldin gaf. Æskuvinkonurnar þrjár eru ólíkar og búa við ólíkar aðstæður. Ein er sjálfstæð og kaldhæðin og þráir heitt að fá að halda áfram að vinna úti eftir stríð og hafa annað hlutverk en hús- móðurhlutverkið. Önnur er fyr- irmyndar húsmóðir sem gengst full- komlega upp í hlutverkinu þó hamingjan fylgi því ekki alltaf og sú þriðja er staðföst í að fá að lifa því lífi sem hún þráir, skilja það liðna eftir og halda áfram. Þetta eru allt áhuga- verðar persónur sem fá lesandann til að vilja fylgjast spenntur með hvern- ig líf þeirra þróast. Þarna eru aukaleikararnir komnir í aðalhlutverkin, sögurnar segja sjald- an frá þeim sem sátu heima þegar stríð geisaði. Hér fáum við að skyggnast inn í þeirra heim og inn í huga þeirra og sjá örvæntinguna og löngunina og alla aðra eiginleika manneskjunnar. Hermennirnir komu heim aðrir menn eftir stríðið eins og er sýnt glögglega í þessari sögu en þeir sem heima sátu háðu líka sitt stríð og það breytti þeim þó þær breytingar hafi ekki verið eins við- urkenndar. Þetta er ekki bara saga um stríð, þetta er aðallega ástarsaga og átak- anleg á köflum en fyrst og fremst mannleg. Fyrir utan stríðið var margt sem átti sé stað á þessum ár- um, inn í söguna blandast barátta minnihlutahópa, svartra og gyðinga, fyrir rétti sínum. Sagan varpar líka skýru ljósi á stöðu konunnar sem var fátt annað en eiginkona, móðir og húsmóðir. Feldman ferðast fram og til baka í tíma í sögunni. Fyrri hluti bókarinnar er sterkari en sá síðari þar sem er svolítið hlaupið áfram og lesandinn nær ekki eins djúpum tengslum við persónurnar. Sögusviðið er sannfær- andi og textinn auðlesinn og vel skrif- aður, reyndar tók ég eftir nokkrum innsláttarvillum í þýðingunni sem er alltaf bagalegt. Stríði og ást er oft teflt fram sem andstæðum, sem þau eru að mörgu leyti, en það er líka stríð í ástinni og ást í stríðinu og það kemur glögglega fram í sögunni. Bókin hefst á síðari heimsstyrjöld- inni og endar þegar Víetnamstríðið hefst og sagan endurtekur sig, aftur og aftur. Skáldsaga Næstum eins og ástin bbbnn Eftir: Ellen Feldman. Þýðing: Þórunn Hjartardóttir. Lesbók 2012 INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Ástin í stríðinu Og hvað er svo sem hægt að segja um þessa endurútgefnu klassík? Lögin gleðja sem fyrr, líkt og mynd- in, að vísu lög misjöfn að gæðum eins og fyrir var vitað. „Svaraðu í símann Frímann“ er t.d. frekar leiðinlegt lag en sem betur fer eru slík lög í algjör- um minnihluta. Og sum laganna koma nú út á geisladiski í fyrsta sinn, ef rétt er skilið. Sex laganna eru í búningi sem maður er ekki vanur sem skýrist af því að þau fundust ekki á þeim fjölrása böndum sem þurfti að nota fyrir endurhljóð- blöndunina. Þau virka undarlega á mann í fyrstu en venjast vel við frek- ari hlustun. Diskurinn sem hefur að geyma kvikmyndina veldur aftur á móti vonbrigðum að því leyti að ekk- ert aukaefni er að finna á honum. Til 30 ár eru liðin frá því hin gríð-arvinsæla söngvamynd Meðallt á hreinu, í leikstjórnÁgústs Guðmundssonar, kom út. Í myndinni fóru Stuðmenn og Grýlurnar á kostum í leik og tónlist- arflutningi og eru þeir ófáir lands- mennirnir sem kunna bæði myndina og tónlistina utan að. Pakkinn sem gefinn er út af Senu í tilefni af afmæl- inu heitir því við- eigandi nafni Ast- ralterta og er þar vísað í eitt þekkt- asta lag mynd- arinnar, „Úfó“, þar sem Stuð- menn syngja um kynni sín af geim- verum sem færðu þeim astraltertu. Á hljómdiskunum tveimur má finna 30 lög, endurhljóðblönduð af Adda 800 og á mynddiski kvikmyndina. Í bækl- ingi má svo finna lagatexta og stuttar lýsingar á tilurð laganna, oft og tíð- um fróðlegar. Kemur þar m.a. fram um „Úfó“ að það hafi upphaflega átt að túlka ofskynjanir hljómsveitar- manna af kætisveppaáti á heiðum uppi. Uppskrift að astraltertu er svo í bæklingnum miðjum, fyrir þá sem vilja baka og smakka (án þess að gubba, vonandi) sem er vel til fundið. dæmis hefði verið gaman að geta hlustað á athugasemdir leikstjóra eða Stuðmanna sjálfra, sjá atriði sem var hent í klippingu (ef þau eru ennþá til) og annað þess háttar. Hvað pakkann í heild varðar má svo setja út á tvennt. Í fyrsta lagi umgjörðina, hún er ekkert sérstaklega hátíðleg. Pakkinn fer upp í hillu eins og hver annar diskur, sker sig ekki úr að neinu leyti. Þegar maður veit hvað er í pakkanum skipta umbúðirnar máli. Þá er það galli að engan texta er að finna um afmælispakkann í bæklingi. Hinir tungulipru Stuðmenn hefðu ekki átt í miklum vandræðum með að sjóða saman slíkan texta, ekki síst Egill og Jakob. Að öðru leyti er þetta allt saman notalega nostalgískt og mun án efa ganga kynslóða á milli. Morgunblaðið/Ómar Stuð Frá einum af tónleikum Stuðmanna sem haldnir voru í Eldborg í októ- ber sl. í tilefni af 30 ára afmæli kvikmyndarinnar Með allt á hreinu. Góður pakki, slakar umbúðir Stuðmenn og Grýlurnar Astralterta bbbmn Tveir geisladiskar og einn mynddiskur, gefnir út í tilefni af 30 ára afmæli söngvamyndarinnar Með allt á hreinu. Sena gefur út. HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.