Morgunblaðið - 07.12.2012, Page 8

Morgunblaðið - 07.12.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Raforkuframleiðsla með vind-myllum er vandræðalausn þjóða sem eru í erfiðleikum með orkuöflun.    Þeir semagnúast út í loftlínur og möstur á eyði- söndum Íslands hafa nokkuð til síns máls, en jarðstrengir teljast enn of dýrir til að þeir megi leysa línur og möstur af hólmi. Öryggi og end- ing duga ekki enn til að vega á móti kostnaðarmun.    En þeir sem láta möstur og línurpirra sig ættu að horfa á vind- mylluskóginn í Evrópu, heyra hvin- inn og lesa skýrslurnar um kostn- aðinn. Milljónir fugla drepast á ári hverju í þeim skógi. Þeir eru höggn- ir í spað í orðsins fyllstu merkingu.    Landsvirkjun, sem tók þátt í þvímeð SÍ og öðrum handlöng- urum vinstristjórnar að reyna að hræða þjóðina til að samþykkja Ice- save og hefur ekki beðist afsökunar á því, er nú að reisa vindmyllur á há- lendinu. Þau tvö megavött sem þar verða framleidd munu ekki nýtast neinum í bráð vegna offramboðs í kerfinu.    En Landsvirkjun vill rannsakatvennt, því hún trúir bara eig- in augum (og hrakspám Steingríms J. um Icesave-fall). Hún vill í fyrsta lagi vita hvort vindmyllur snúist hér eins og erlendis. Og í annan stað hvort vindar blási á Íslandi eða hvort fullyrðing skáldsins sé rétt um að í útlöndum sé ekkert skjól, eilífur stormbeljandi.    Þessi athugun mun kosta umþrjúhundruð milljónir króna, sem enginn þarf að nota. Vonandi fer einnig fram fuglatalning í leið- inni. Landsvirkjun slæst við vindmyllur STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.12., kl. 18.00 Reykjavík 0 alskýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri -4 skýjað Kirkjubæjarkl. -1 léttskýjað Vestmannaeyjar 2 skýjað Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn 2 skúrir Ósló -10 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 snjókoma Stokkhólmur -2 snjókoma Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg -1 snjóél Brussel 1 heiðskírt Dublin 6 skúrir Glasgow 3 skúrir London 3 léttskýjað París 2 skýjað Amsterdam 2 skýjað Hamborg -3 léttskýjað Berlín -2 skýjað Vín 0 slydda Moskva -2 skýjað Algarve 12 skúrir Madríd 8 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 7 heiðskírt Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -7 snjókoma Montreal -2 léttskýjað New York 0 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 22 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:03 15:37 ÍSAFJÖRÐUR 11:43 15:07 SIGLUFJÖRÐUR 11:27 14:48 DJÚPIVOGUR 10:40 14:59 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vinnuhópur, sem fer yfir þætti sem lúta að björgun verði sjóslys í Land- eyjahöfn, á að skila niðurstöðum fyr- ir 10. janúar 2013. Þetta var ákveðið á fundi sem Kjartan Þorkelsson, lög- reglustjóri á Hvolsvelli, boðaði til í gær um öryggismál í Landeyjahöfn. Í vinnuhópnum eru fulltrúar lögregl- unnar á Hvolsvelli, almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra, Vega- gerðarinnar, Siglingamálastofnunar, Eimskips og Landhelgisgæslunnar. Kjartan sagði að fundurinn í gær hefði verið liður í undirbúningi við- búnaðaráætlunar vegna Landeyja- hafnar. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra stýrir gerð áætlunar- innar. Hann sagði að tilgangur fundarins hefði verið að kalla alla að- ila saman og fara yfir stöðu mála við gerð viðbúnaðaráætlunarinnar. Æfingar fyrirhugaðar Stjórnunaræfing, svonefnd „skrif- borðsæfing“, verður haldin 17. jan- úar þar sem æfð verða viðbrögð við mögulegu sjóslysi í eða við Land- eyjahöfn. Víðir Reynisson, deildar- stjóri almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra, sagði að stuðst yrði við upplýsingar sem vinnuhópurinn mun skila af sér til að ákveða áherslur í skrifborðsæfingunni. Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra er einnig að undirbúa verkleg- ar björgunaræfingar með útgerð Herjólfs, björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni. Þær frestuðust þegar Herjólfur þurfti að fara í við- gerð eftir að hafa rekist utan í hafn- argarð í Landeyjahöfn. Víðir sagði að reynt yrði að fara í verklegu æfingarnar eins fljótt og auðið yrði eftir að Herjólfur kæmist aftur í gagnið. Þá yrði fundað með Eimskipi, Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum um hvaða dagur hentaði til æfinga. Víðir sagði að Björgunarfélag Vestmannaeyja og björgunarsveitir úr nærsveitum Landeyjahafnar myndu taka þátt í æfingunum ásamt Landhelgisgæslunni. Í einni verk- legu æfingunni verður prófað að taka fólk frá borði með bátum og þyrlum og þar munu Björgunarfélag Vestmannaeyja og Landhelgisgæsl- an vera í lykilhlutverki. Fulltrúar annarra björgunarsveita munu fylgj- ast með björgunaræfingunum.  Landhelgisgæslan og björgunarsveitir ætla að æfa björgun fólks úr Herjólfi  Vinnuhópur fer yfir þætti varðandi björgun vegna slyss í Landeyjahöfn Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Æfð verða viðbrögð vegna hugsanlegs sjóslyss. Undirbúa björgunaræfingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.