Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Byrjuðu óvænt að dansa í Bónus 2. Lík stúlknanna fundin? 3. Útgjöldin 443 þúsund á mánuði 4. Dæmdur í 14 ára fangelsi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðs- son hefur bæst í hóp þeirra tónlistar- manna sem leika munu á tónleik- unum Hátt í Höllinni 19. desember nk. Auk Jónasar koma fram Hjálmar, Ásgeir Trausti, Valdimar, Moses Hightower og Kiriyama Family. Jónas Sig. bætist í hópinn í Höllinni  Dagur rauða nefsins er hald- inn í dag á vegum UNICEF og er markmiðið að bjóða Íslend- ingum að gerast heimsforeldrar og bæta líf millj- óna bágstaddra barna. Fjöldi listamanna kemur fram í þætti helguðum deginum á Stöð 2 í kvöld en í honum verður m.a. sýnd dýfingakeppni sem nokkrir þjóð- þekktir einstaklingar tóku þátt í, í Sundhöll Reykjavíkur. Aðalkynnar þáttarins eru Þorsteinn Guðmunds- son og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Dýfingakeppni á Degi rauða nefsins  Vinnslan, tilraunavettvangur fyrir listgreinar, verður haldin í fjórða sinn í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi á laug- ardaginn kl. 20-1. Yfirskrift fjórðu Vinnslunnar er „list og ó- list“ og munu Julian J. K. Jóhannsson, heimsmeistari unglinga í kraft- lyftingum, og fé- lagar hans m.a. lyfta við óperu- söng. Kraftlyftingar við óperusöng á Vinnslunni Á laugardag Vestan 10-18 m/s og víða él, snýst í norðan 8-15 upp úr hádegi og léttir til sunnan- og vestanlands. Norðan hvassviðri eða jafnvel stormur um tíma austantil á landinu síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 og slydda eða rigning, en lengst af hægari og þurrt um landið norðaustanvert. Snýst í suð- vestan 8-13 með slyddu- eða snjóéljum síðdegis, fyrst vestantil. VEÐUR Íslandsmeistarar HK fögn- uðu góðum sigri gegn Ak- ureyri þegar liðin áttust við í N1-deildinn fyrir norðan í gær. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar eru á sigurbraut og í Framhúsinu höfðu Framarar betur í Reykjavíkur- slagnum gegn Valsmönnum. »2-3 HK fagnaði sigri á Akureyri Ísland mætir Rússlandi í dag í hrein- um úrslitaleik um sæti í milliriðli Evr- ópukeppni kvenna í handknattleik, í Vrsac í Serbíu. „Við göngum alveg óhræddar til leiks. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir að verkefnið er stórt,“ sagði Dagný Skúla- dóttir við Morgunblaðið. »1 Hreinn úrslitaleikur gegn Rússum í dag Tindastóll fagnaði sínum fyrsta sigri í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Stólarnir lönduðu fyrsta sigrinum gegn Njarðvíkingum. KR gerði góða ferð í Garðabæinn og lagði Stjörn- una. Snæfell burstaði Skallagrím og er eitt á toppi deildarinnar og Fjölnir hafði betur gegn ÍR-ingum í æsi- spennandi leik. »4 Stólarnir lönduðu sínum fyrsta sigri ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Tuttugu ár eru liðin frá því að fyrsta kristna sjónvarpsstöðin fór í loftið hér á landi. Var það Omega sem flestir Íslendingar þekkja í dag enda næst hún orðið út um allt land og sendir út allan sólarhringinn. Frumkvöðullinn að stofnun Omega er Eiríkur Sigurbjörnsson en áður en hann setti Omega á laggirnar, hinn 28. júlí 1992, hafði hann rekið kristilegu útvarpsstöðina Alfa í þrjú ár. Eiríkur fór af stað með Omega vegna þess að hann sá að besta leið- in til að nálgast fólkið í landinu með orð Guðs og uppbyggilegan boðskap væri í gegnum útvarp og sjónvarp. „Það síðasta sem Jesús sagði var; Farið út um allan heim og breiðið út fagnaðarerindið. Ég trúði því að þetta væri besta leiðin til að boða góðu fréttirnar til fólksins og þetta var draumur sem þurfti að rætast. Það var svo 8. nóvember 1991, snemma morguns, sem það var tal- að mjög sterkt til mín og skorað á mig að hefjast handa og byrja með kristilega sjónvarpsstöð á Íslandi,“ segir Eiríkur. Guðs hjálp og náð Í upphafi trúði enginn að þetta myndi ganga nema í nokkra mánuði en nú eftir tuttugu ár eru þær efa- semdaraddir horfnar. Eiríkur hafði alltaf trú á verkefninu þó að rekst- urinn hafi oft verið erfiður. „Þetta hefur ekki verið auð- velt í þessi tuttugu ár. Við nýtum vel hverja einustu krónu sem kemur inn. Við erum með mjög lítið af auglýsingum og stöðin er ekki læst. En það hefur tekist í öll þessi ár að halda þessu gangandi fyrir Guðs hjálp og náð.“ Omega byrjaði fljót- lega að sjónvarpa allan sólarhring- inn og var fyrst sjónvarpsstöðva á Íslandi til þess. Dagskrá stöðvar- innar er fjölbreytt að sögn Eiríks, samsett úr tónlistarþáttum, spjall- þáttum, fræðsluefni, fyrirlestrum og svo framleiðir stöðin sína eigin íslensku þætti. „Við erum með mjög góða þætti sem eru sérstaklega vinsælir eins og Kvöldljós sem er íslenskur spjallþáttur. Þá er þáttur með Joyce Meyer vinsæll og höfðar sterkt til Íslendinga.“ Spurður hvernig kristið efni höfði til Íslendinga segir Eiríkur að það sé ákveðinn hópur sem horfi nánast eingöngu á Omega. „Viðtökurnar hafa verið góðar. Það virðast margir horfa þó að fáir viðurkenni það.“ „Breiðið út fagnaðarerindið“  Kristilega sjónvarpsstöðin Omega er tvítug Morgunblaðið/Ómar Frumkvöðull Eiríkur Sigurbjörnsson stofnaði sjónvarpsstöðin Omega. Fyrsti útsendingardagur var 28. júlí 1992 svo Omega átti 20 ára afmæli í sumar. Áður hafði hann rekið kristilegu útvarpsstöðina Alfa í þrjú ár. Omega breiðir ekki aðeins út fagn- aðarerindið á Íslandi því stöðin sendir út til 52 landa. „Við erum á tveimur sjónvarps- hnöttum hvorum með sína rásina. Það er skandinavísk rás þar sem er töluð bæði skandinavíska og enska. Hin rásin er eingöngu með ensku en við náumst á tíu milljónum heimila í Bretlandi,“ segir Eiríkur og bætir við að dreifikerfi Omega sé mjög öflugt í dag. Þegar stöðin byrjaði var hún með 10 vatta sendi en ári seinna var skipt yfir í 1.000 vatta sendi og þrjá endurvarpssenda. Árið 2002 hóf- ust útsendingar frá Íslandi til meginlands Evrópu, á gervi- hnattarás. Framtíð Omega er björt að sögn Eiríks. „Ég sé fyrir mér að við eig- um eftir að fara inn á fleiri hnetti og ná til fleiri landa.“ Sendir út til 52 landa SJÓNVARPSSTÖÐIN OMEGA UM ALLAN HEIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.