Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
✝ Þuríður ÁrnaJóhannesdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 13. ágúst
1928. Hún lést á
Landspítalanum,
Fossvogi, 20. nóv-
ember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhannes
Jóhannesson bak-
ari í Hafnarfirði, f.
31.1. 1899, d. 29.12.
1974 og Jóna Guðlaug Jóhann-
esdóttir, fædd í Eyrarbakka-
sókn 8.12. 1901, d. 22.11. 1986.
Syskini Þuríðar voru þrjú.
Geir Guðmundsson, f. 20.2. 1928,
d. 27.6. 1978.
Eiginkona Sigurðar er Kristín
Á. Kjartansdóttir, f. 1.2. 1950.
Börn þeirra eru 1) Kjartan Sig-
urðsson, f. 4.10. 1966, eiginkona
hans er María Sverrisdóttir, f.
17.11. 1967. Börn þeirra eru
Kristín Ágústa, f. 28.5. 1988,
Unnur Bára f. 4.10. 1990, Sig-
urður Þór, f. 26.1. 1995. 2) Sig-
urður Björgvin Sigurðarson, f.
9.4. 1974, í sambúð með Kristínu
Þ. Guðmundsdóttir, f. 24.7. 1973
og eiga þau sonin Guðmund Atla,
f. 8.10. 2005. Sigurður Björgvin á
tvær dætur frá fyrra sambandi,
Söru Mjöll, f. 25.10. 1995 og
Katrínu Írisi, f. 11.5. 1997.
Þuríður vann ýmis störf,
lengst af við verslunarstörf og
fiskvinnslu.
Útför Þuríðar fór fram í kyrr-
þey.
Hulda Hrefna Jó-
hannesdóttir, f.
12.8. 1924, d. 26.3.
2000. Ingvi Jó-
hannes Jóhann-
esson, f. 19.5. 1925,
d. 25.12. 1985.
Ragnar Jóhann Jó-
hannesson, f. 10.10.
1930.
Þuríður eign-
aðist einn son, Sig-
urð Þór Sigurðs-
son, f. 13.2. 1949. Faðir
Sigurðar er Sigurður B. Skarp-
héðinsson f. 5.5. 1921, d. 1.2.
1964. Seinni maður Þuríðar var
Ég skrifa um konu
sem kynntist ég ung.
Um tíma hún reyndist
ævin henni þung.
En eins og klettur
úti við ballarhaf,
stóð hún allt af sér
og hafði það af.
Þetta er konan
sem prýddi mig dýrustu klæðum
þó það þýdd’að
hún sjálf geng’í hræðum.
Konan sem
aldrei dró kost minn í efa
sú sama og
kenndi mér hvað það er að gefa.
Konan sem
lét mig aldrei í friði
við það
að kenna mér góða siði.
Konan sem
þerraði tárin mín
sú sama og
græddi öll sárin mín.
Konan sem
eldaði matinn minn
og hélt mér
í örmum sér, fyrst um sinn.
Hún er konan sem
með nauðum mig ól
sú sama og
hefur æ verið mitt skjól.
Þetta er konan
sem kenndi mér flest er ég kann
elsku mamma mín
sem ætíð ég ann.
Sú eina kona
sem fram á þennan dag
hugsar frekar um minn
en sinn eigin hag.
Þú hefur sýnt mér
að kærleikurinn er
vel þess virði
að gefa frá sér.
Því þó í lífinu
slái ég fullt af feilnótum
þá kenndir þú mér
að ganga á þessum fótum.
(Birta Jónsdóttir)
Elsku mamma, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði.
Sigurður Þór og Kristín.
Fallin er frá föðursystir mín
Þuríður Árna, eða Lilla frænka,
eins og ég kallaði hana. Lilla var
næstyngst í fjögurra systkina
hópi, næst á undan pabba mínum
Ragnari Jóhanni sem var yngst-
ur. Þau systkinin voru öll kennd
við Hábæ þar sem þau ólust upp, í
húsi sem Jóhannes afi byggði á
Suðurgötu 52 í Hafnarfirði.
Sjálf man ég eftir Lillu frá því
ég var lítil. Fyrstu fimm ár ævi
minnar bjuggum við öll í sama
húsi, að Melholti 1 í Hafnarfirði.
Lilla og Siggi Þór sonur hennar
bjuggu í risinu, Jóna amma og Jói
afi á miðhæðinni og pabbi og
Mjöll mamma á neðstu hæðinni.
Samgangurinn var mikill eins og
gefur að skilja en eftir að við
fluttum varð samgangurinn held-
ur minni.
Svo er það árið 1982 að móð-
uramma mín, Elínborg, flyst í
sama hús og Lilla frænka og þá
takast með okkur kynni uppá
nýtt, þá er ég ung kona og móðir
og Lilla orðin ekkja.
Lilla frænka er eftirminnileg,
alltaf fallega til höfð og sérlega
vel til fara svo eftir var tekið enda
einstaklega litaglöð í fatavali.
Glæsileg kona með svarta hárið
sitt fallega greitt, bakið beint og
snyrtingin í toppstandi.
Það var skemmtilegt að stinga
sér inn til Lillu í kaffibolla og oft
spennandi líka því hún spáði bæði
í spil og bolla og það þótti manni
nú ekki leiðinlegt. Oftar en ekki
rataðist henni satt á munn í spá-
dómunum og ýmislegt hefur nú
ræst af því sem hún sagði, þó mér
hafi þótt spádómarnir ótrúlegir
þegar hún sagði frá þeim.
Lilla var ógleymanlegur per-
sónuleiki, hún var glaðsinna og
oft ferlega fyndin, færði hlutina í
stílinn svo það var stutt í hlát-
urinn hjá okkur og oft skellihleg-
ið. Hún gat verið óþægilega
hreinskilin, dembdi á ættingjana
skoðunum sínum á því sem betur
mátti fara hjá viðkomandi og fyr-
ir vikið átti hún það til að móðga
mannskapinn. En hún áttaði sig á
því oftar en ekki og þótti þetta
leitt, fannst hún hefði betur
sleppt athugasemdunum. En ein-
mitt þessi þáttur í fari hennar
skapaði þennan litríka persónu-
leika sem Lilla var. Þetta og
margt annað gerði hana öðru vísi
en flesta. Hún átti mjög sérstaka
og oft afar erfiða ævidaga en allt-
af tókst henni að finna björtu
hliðarnar á lífinu.
Hún vildi vera heima á meðan
hún stóð í fæturna og tókst henni
það með einstökum og óeigin-
gjörnum stuðningi frá Sigga Þór
syni sínum og Stínu konunni
hans. Þau hafa alla tíð staðið eins
og einn maður við bakið á henni
og aðstoðað hana í einu og öllu
svo aðdáanlegt er.
Lilla var einn dyggasti aðdá-
andi barnanna minna fjögurra,
dásamaði þau og lofaði í hástert
og fyrir þeim var hún glöð og
skemmtileg, eldri frænka.
Okkur frænkunum var vel til
vina, en þessum kafla í lífi mínu
er nú lokið með eftirsjá. Með
henni er genginn elsti meðlimur-
inn í föðurfjölskyldunni minni.
Gömlu sögurnar verða ekki sagð-
ar aftur og kaffisoparnir hjá Lillu
verða ekki fleiri í bili en hver veit
nema að við eigum eftir að hittast
hinum megin og fá okkur heitan
sopa saman?
Ég sendi Sigga Þór, Stínu og
fjölskyldunni þeirra allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ásthildur Ragnarsdóttir
og fjölskylda.
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum í lífi ástkærrar frænku
minnar, Þuríðar Jóhannesdóttur,
eða Lillu eins og hún var kölluð,
langar mig að þakka henni sam-
fylgdina, stuðninginn og alla um-
hyggjuna sem hún hefur sýnt
mér og fjölskyldu minni í gegnum
árin. Hún hefur fylgt mér eins
lengi og ég man og mér þótti afar
vænt um þessa frænku mína og
föðursystur.
Lilla var um margt sérstök
kona og skemmtileg heim að
sækja. Alla tíð fylgdist hún með
þjóðfélagsumræðunni og hafði
skoðanir á hlutunum, hafði auga
fyrir því spaugilega og gat sagt
skemmtilega frá. En hún var líka
einstaklega ræktarsöm og trygg-
lynd, fylgdist af áhuga með fólk-
inu sínu og ljómaði af stolti þegar
vel gekk og var tilbúin að rétta
hjálparhönd þegar á móti blés. Á
langri ævi verðum við öll fyrir
áföllum í lífinu og þeir sem til
þekkja vita að þar var Lilla engin
undantekning. Sum áföllin svo
stór að mér er til efs að margir
hefðu staðist þær raunir. En þó á
móti blési stóð Lilla alltaf upp aft-
ur með viljann og trúna að vopni,
en hún var mjög trúuð kona.
Gleðistundirnar voru líka margar
og mesta lánið var fjölskyldan
sem hún eignaðist; sonurinn Sig-
urður Þór og Kristín kona hans,
sonarsynirnir Kjartan og Björg-
vin, eiginkonur þeirra og barna-
börnin, en eiginmaður Lillu, Geir
Guðmundsson, varð bráðkvaddur
aðeins fimmtugur að aldri.
Fáa þekki ég sem hafa sýnt
móður sinni og tengdamóður
jafnmikla alúð og ræktarsemi og
þau Sigurður og Kristín og votta
ég þeim báðum og fjölskyldu
þeirra mína dýpstu samúð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Elínborg Ragnarsdóttir.
Nú er efsta degi náð hjá elsku-
legri föðursystur minni, Þuríði
Árnu Jóhannesdóttur húsfrú,
sem lést 20. nóvember sl. 84 ára
að aldri eftir erfið veikindi. Þur-
íður, eða Lilla eins og hún var oft-
ast kölluð, fæddist í Gíslahúsi
sem nú er Suðurgata 74 í Hafn-
arfirði þann 13. ágúst 1928. Hún
ólst upp í foreldrahúsum, fyrst í
Gíslahúsi en síðar í Hábæ sem nú
er Suðurgata 55 sem foreldrar
hennar byggðu og fluttu þar inn
1930.
Lilla var hæfileikarík kona og
einstök. Hún var ákveðin og
glæsileg kona, ávallt vel tilhöfð
svo haft var á orði. Hún hafði un-
un af göngutúrum meðan heilsa
og kraftur leyfði, meistari var
hún í höndunum við saum og
prjón. Og þeir eru ófáir vettling-
arnir og sokkarnir sem í minning-
unni voru í jólapökkunum.
Lilla lærði á hljóðfæri, lék á
orgel og píanó og einnig gítar, en
hógværðin gerði það að verkum
að oftar hefði mátt til hennar
heyrast leika af fingrum fram.
Hún var trúuð kona og trúði á
æðri máttarvöld án allra öfga.
Hún spilaði jafnt sálma sem
dansmúsík og þá þótti henni
óskaplega gaman að dansi.
Ein hennar besta vinkona frá
16 ára aldri, Sigrún Þorleifsdótt-
ir, eða Dúna í blómabúðinni,
sagði mér að þær hefðu verið í
dansi fimm daga í viku og ef dans-
tímarnir féllu niður þá var bara
dansað heima. Þá unnu þær oft á
sömu vinnustöðunum, s.s. í Bæj-
arbíói og einnig í Alþýðubrauð-
gerðinni þar sem faðir Lillu var
bakarameistari. Þetta var sann-
kölluð vinátta.
Einn hæfileika hafði Lilla sem
maður bar alltaf ákveðna virð-
ingu fyrir og var um margt forvit-
inn um, en það voru hennar dul-
rænu hæfileikar. Hún virtist geta
séð ótrúlegustu hluti um hið
ókomna og þau voru mörg skyld-
mennin og vinirnir sem þáðu einn
og einn spádóm. Og þó maður
hafi litið á þetta sem dægradvöl,
þá var þetta eitthvað meira. Hún
vildi nú ávallt sem minnst úr
þessu gera, en þegar spilin voru
dregin fram og lesið í bollann
varð maður oft orðlaus. Lilla var
beinlínis einstök á þessu sviði og
það er ekki hægt að lýsa því í orð-
um hve glögg og næm hún var.
Lilla hélt mikið upp á fjöl-
skyldu sína og ávallt fékk maður
fréttir af hennar fólki í hverri
heimsókn og eftir á að hyggja
hefðu heimsóknirnar mátt vera
fleiri. En það er gott að vera vitur
eftir á. Andlát hennar nú minnir
okkur á að dvöl okkar á jörðinni
er tímabundin og við eigum að
nýta hana vel, eða eins og segir í
ljóðatextanum eftir Árna Grétar
Finnsson: „Lifðu meðan enn er
tími til /en týn ei sjálfum þér í
dagsins önnum“.
Um leið og ég þakka Lillu föð-
ursystur minni fyrir allt það góða
bið ég algóðan Guð að blessa
Sigga Þór og Stínu, syni þeirra og
fjölskyldur. Ykkar er missirinn
mestur.
Pabbi, Guð blessi þig nú þegar
þú hefur horft á eftir öllum þínum
systkinum, foreldrum og eigin-
konu úr þessari hvikulu jarðvist.
Með Þuríði er genginn er einn
af þessum gegnheilu Hafnfirð-
ingum sem byggðu bæinn, voru
frumbyggjar og strituðu fyrir
lífsins brauði. Guð blessi frænku
mína og megi hann fylgja henni
til genginna ástvina, móður, föð-
ur, eiginmanns og systkina. Eftir
sitjum við fátækari.
Góða ferð, frænka.
Sigurður Þ. Ragnarsson
veðurfræðingur
og fjölskylda.
Þuríður Árna
Jóhannesdóttir
Elsku Margrét.
Það eru nú liðin
nokkur ár síðan þú kvaddir
þennan heim, en samt er nær-
vera þín enn svo sterk. Þú og þín
lífsspeki hafa fylgt mér í gegn-
um lífið og fært mér góða hluti.
Ég var svo heppin að fá að
kynnast þér. Þú varst yndisleg,
mannleg, fögur og hlý. Sast eins
og galdrakona í stólnum þínum, í
Margrét S.
Blöndal
✝ Margrét Sigríð-ur Sölvadóttir
Blöndal geðhjúkr-
unarfræðingur
fæddist í Stokkhólmi
7. desember 1939.
Hún lést á heimili
sínu 9. apríl 2006.
Útför Margrétar
var gerð í kyrrþey.
lopapeysunni með
hárið í hnút og
starðir þar til þú
hafðir fengið sann-
leikann, kjarna
málsins.
Þessi minning-
arorð koma
kannski seint,
enda vildir þú þau
ekki. En nú ætla
ég að fá að ráða,
því mig langar
það.
Í desember hefðir þú átt af-
mæli, mín kæra vinkona, mig
langar að minnast þín brosandi,
gáfaðrar, hrekkjandi og dásam-
legrar. Fyrirmyndin mín, Mar-
grét Blöndal.
Berglind Guðmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ÁRNA GÍSLASONAR
bónda,
Laxárbakka.
Gísli Árnason,
Inga Margrét Árnadóttir, Stefán Tryggvason,
Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir,
Tryggvi Sturla Stefánsson,
Árni Steinar Stefánsson,
Þórir Steinn Stefánsson,
Arnaldur Starri Stefánsson,
Álfheiður Ída Kjartansdóttir.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar og ömmu,
ELSU GRÍMSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Furuhlíðar á
dvalarheimilinu Hlíð fyrir kærleiksríka
umönnun og hlýju.
Arnar Sigfússon,
Helga Sigfúsdóttir,
Árni Pétur Arnarsson.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við
andlát og útför okkar ástkæra föður, bróður,
frænda og vinar,
JÓHANNESAR ÁGÚSTSSONAR
frá Keflavík,
síðast til heimilis í Sléttahrauni 24,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við þeim er stóðu þétt við bak
Jóhannesar í veikindum hans sem og heimahjúkrun Karitasar
fyrir þeirra einstaka starf.
Jorunn Jóhannesdóttir,
Hrólfur Brynjar Ágústsson og fjölskylda,
Guðrún Ágústsdóttir og fjölskylda,
Maria Ohlson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
PÁLMI ÞÓR PÁLSSON,
Hraunholti,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 2. desember.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju
miðvikudaginn 19. desember klukkan 13.00.
Soffía Friðgeirsdóttir,
Gunnar Þór Pálmason, Ida Surjani,
Þórhildur Pálmadóttir, Hjörtur Hreinsson,
Haukur Örvar Pálmason, Kristín Haraldsdóttir,
Sunna Guðný Pálmadóttir, Brynjar Þór Sumarliðason
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR REYNIR MAGNÚSSON,
löggiltur endurskoðandi,
lést á Landspítala, Landakoti, að kvöldi
miðvikudags 5. desember.
Útförin auglýst síðar.
Sigurlaug Zophoníasdóttir,
Anna Soffía Gunnarsdóttir, Ólafur Kvaran,
Guðný Gunnarsdóttir, Friðþjófur K. Eyjólfsson,
Guðrún Gunnarsdóttir, Valþór Hlöðversson,
Emilía María Gunnarsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson,
Hákon Gunnarsson,
Björn Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.