Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 AF DJASSI Vernharður Linnet linnet@simnet.is Dave Brubeck hefði orðið 92jaára daginn eftir að hannlést, en einsog flestum tón- listarunnendum er kunnugt lést hann þann 5. þessa mánaðar. Brubeck er ein síðasta stór- stjarna djassins og það eru ekki margir djassistar enn á lífi sem fréttastofur heimsins munu gera jafn góð skil og Brubeck voru gerð. Það var platan Time Out og sérstaklega lag Paul Desmonds, Take Five, sem kom honum uppá stjörnuhimininn. Lagið var gefið út á 45 snúninga plötu sem seldist í risaupplagi, á hinni hliðinni var lag Brubecks, Blue Rondo á la Turk, sem ekki var síðra. Brubeck endurnýjaði taktmál djass- ins, var gott tónskáld og tvö lög hans a.m.k. eru gjarnan á dagskrá djass- leikara: The Duke og In Your Own Sweet Way. Þegar ég var ungur rót- tækur djassunnandi voru hvítu strákarnir, þar á meðal Brubeck og Getz, ekki efstir í virðingarstiganum. Mínir menn voru flestir svartir, en með árunum hef ég lært að meta snilli þessara kappa og bæst í hóp manna einsog Cecil Taylors, sem er mikill aðdáandi Brubecks. Einsog margir muna kom Dave Brubeck hér á Listahátíð 1986 með kvartett sinn, sem að vísu var ekki sambærilegur við klassíska kvart- ettinn með Desmond, Gene Wright og Joe Morello. Ég kynntist honum ágætlega og tók viðtal við hann í djassþátt minn á Rás 2 og einnig fyr- ir sjónvarpsþátt sem Örnólfur Thors- son stýrði. Heldur var Brubeck afskiptur af hálfu Listahátíðar, en þá snerist allt um Ingmar Bergman. Þau hjón fengu herbergi á Borginni yfir dynj- klassískum plötum djassins. Að sjálf- sögðu verður Time Out jafnan talið höfuðverk hans, en þar kannaði hann takttegundir sem djassmenn höfðu sjaldan eða aldrei notað. Ekki má gleyma Jazz Impressions of Jap- an, þarsem hann endurnýjaði hug- mynda- og hljómaheim sinn. Jazz at Oberlin verður alltaf í hópi hinna klassísku Brubeck skífa þarsem túlkun Brubecks og Desmonds á söngdönsum nær hæðum. Svo gerði hann nokkrar góðar plötur með Mulligan eftir að Desmond hvarf á braut einsog Live at The Berlin Philharmonie, og ótrúlegt er hve sköpunargáfa hans hélst ævina á enda einsog heyra má á London Sharp, London Flat (2004), þarsem Bobby Militello blæs í altinn og Randy Jones slær trommurnar eins- og á Broadway, en í stað sonarins Chris er Michael Moore á bassa. Ekki er ætlunin hér að kryfja tónlist Dave Brubecks heldur minn- ast frábærs tónlistarmanns með þessum minningabrotum um Ís- landsheimsókn hans og þær plötur hans sem ég met mest. Fyrir um áratug var ég staddur í Budapest og var Brubeck þar með tónleika daginn eftir að við héldum heim. Því miður varð heimferðinni ekki breytt, en plöturnar ylja og þær bestu munu lifa eins lengi og djassinn. Í minningu Dave Brubecks Morgunblaðið Stjarna Brubeck lék á als oddi á Broadway á Listahátíð í Reykjavík árið 1986. andi diskótekinu og sagðist Brubeck aldrei hafa séð annað eins fyllerí og á Austurvelli þá nótt, nema kannski einu sinni í Kanada. Þá hefði Des- mond brugðið sér út á götu fyrir framan hótelið og blásið fyrir pöp- ulinn. Strákarnir í kvartettnum komu eldsnemma næsta morgun og fengu ekki herbergi fyrr en eftir hádegi. Dave hringdi í mig þann morgun og bað mig að bjarga sér og konu sinni, Iolu, af þessu hóteli, og fengu þau inni á Hótel Loftleiðum. Út yfir allan þjófabálk tók er hann komst að því að hann ætti að spila á veitingahús- inu Broadway, en ekki í tónleikasal, og sagði hann þá að hann ,,hefði ekki verið hálfa ævina að berjast fyrir því að losna úr reykfylltum næturklúbbum Bandaríkjanna til að leika í einum slíkum í Reykjavík“. Umboðsmaður hans vildi að hann af- lýsti tónleikunum, en Dave vildi ekki gera íslenskum aðdáendum sínum það, svo sæst var á að ekki skyldu seldar veitingar á Broadway eða reykt meðan á tónleikunum stæði. Dave og Iola, kona hans til sjö- tíu ára, buðu mér í málsverð á Hótel Loftleiðum daginn sem þau fóru héðan og var margt spjallað. Hann bað mig m.a. að skrifa Henry Re- naud hjá franska CBS bréf og hvetja hann til að láta endurútgefa The Real Ambassadors frá 1962, með klassíska kvartettinum án Des- monds, Louis Armstrong, Lambert- Hendricks & Ross og Carmen McRae. Platan kom út í seríunni I love Jazz 1990 og diski í seríunni Columbia Jazz Materworks með nokkrum lögum sem ekki voru á frumplötunni. Hvort bréf mitt hafði nokkur áhrif veit ég ekki, en trúlega hafa hundruð sent Henry þessa bón, auk þess sem Dave var mjög umhugað um endurútgáfuna. Plötur Brubecks eru fleiri en upp verður talið, en ein sú magnað- asta er Brubeck & Rushing, þar sem klassíski kvartettinn og djassblús- söngvarinn Jimmy Rushing stilla saman strengi sína. Fáir trúðu því að samvinna þeirra myndi heppnast, en raunin varð sú að þetta er ein af » Brubeck er ein síð-asta stórstjarna djassins og það eru ekki margir djassistar enn á lífi sem fréttastofur heimsins munu gera jafn góð skil og Brubeck voru gerð. -FBL -FRÉTTATÍMINN  Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA L EGILSHÖLLÁLFABAKKA L L L RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALI3D KL. 3:40 - 5:50 RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALI KL. 3:40 - 5:50 PLAYING FOR KEEPS KL. 5:50 - 8 - 10:20 PLAYING FOR KEEPS KL. 3:40 - 8 CHRISTMAS VACATION KL. 5:50 - 8 ALEX CROSS KL. 8 - 10:20 ALEX CROSS VIP KL. 5:50 - 10:20 POSSESSION KL. 10:20 TWILIGHT: BREAKING DAWN PART 2 KL. 8 - 10:30 WRECK-IT RALPH ÍSL.TALI3D KL. 3:40 - 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSL.TALI KL. ARGO KL. 8 - 10:30 HOPE SPRINGS KL. 3:40 12 16 16 AKUREYRI RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALI3D KL. 6 RISE OF THE GUARDIANS ENSTALI KL. 8 CHRISTMAS VACATION KL. 6 - 8 THE POSSESSION KL. 8 - 10:20 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 8 ALEX CROSS KL. 10:20 L L L KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI 12 RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3DKL.3 RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALKL.3:40 - 5:50 RISE OF THE GUARDIANS ENSTALKL.8 PLAYING FOR KEEPS KL. 5:50 - 8 - 10:20 ALEX CROSS KL. 11 POSSESSION KL. 11 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 3:40 SKYFALL KL. 5:10 - 8 - 10:10 KEFLAVÍK RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3DKL. PLAYING FOR KEEPS KL. 8 - 10:10 CHRISTMAS VACATION KL. 5:50 ALEX CROSS KL. 10:10 RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3DKL.5:30 RISE OF THE GUARDIANS ENSTALKL.5:50 ALEX CROSS KL. 8 - 10:20 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 5:30 - 8 HERE COMES BOOM KL. 8 - 10:30 ARGO KL. 8 - 10:30 CLOUD ATLAS KL. 10:10 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:40 MAGNAÐUR ÞRILLER FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS DON’T EVER CROSS ALEX CROSS LOKAMYNDIN Í EINNI STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA BOXOFFICE MAGAZINE 80/100 VARIETY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.