Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
Fallöxin
bbmnn
eftir Kim M. Kimse-
lius. Elín Guðmunds-
dóttir þýddi. 271 bls.
Urður bókafélag gef-
ur út.
Sænska stúlkan
Ramóna er þeim
hæfileika gædd að
geta stokkið til í
tíma, aðallega aftur-
ábak, og þar kynnt-
ist hún til að
mynda sínum besta
vin, Theo, eins og
rakið er í fyrstu
bókinni um ævintýri hennar, en Theo bjó þá í
Pompei á áttunda áratug fyrir Krist. Sá er
hængurinn með þennan hæfileika Ramónu að
hún lendir ævinlega á skelfingar- og ógnartíma
í sögunni eins og til að mynda í þessari bók
þar sem hún lendir í miðju blóðbaði frönsku
byltingarinnar. Lýsingarnar eru og býsna
krassandi og blóðugar, svo blóðugar að manni
finnst nóg um. Spennan er talsverð í bókinni,
líkt og fyrri bókum um Ramónu, framvindan
hröð og sagan endar í lausu lofti ef svo má
segja, því Ramónu og Theo auðnast ekki að
komast heim, heldur hverfa þau beint í nýtt
ævintýri.
Arfleifðin
bbbnn
eftir Christopher Paolini. Guðni Kolbeinsson
þýddi. 749 bls. JPV útgáfa gefur út.
Christopher Paolini vakti heimsathygli þegar
fyrsta bókin um hetjuna Eragon og drekann
Safiru kom út, enda bókin spennandi og vel
samin þó höfundur væri vart af unglingsaldri.
Upphaflega stóð til
að bækurnar yrðu
þrjár en fjórar
þurfti til og sú síð-
asta er þeirra veg-
legust, 749 blaðsíð-
ur – bálkurinn allur
rúmar 2.500 síður.
Heimurinn sem Pa-
olini skapar er æv-
intýralegur og vel
útfærður og hetj-
urnar hrífandi.
Þær eru þó full
málgefnar og
stundum óskar
maður þess að
þær tali minna og
geri meira. Ekki skortir þó dramatíkina í sög-
una og hún heldur manni vel við efnið. Paolini
gefur sér góðan tíma í að hnýta alla lausa enda
í lokin, en skilur þó eftir smá glufu fyrir fram-
hald.
Særingamaðurinn
bbbnn
eftir Michael Scott. Guðni Kolbeinsson þýddi.
336 bls. JPV útgáfa gefur út.
Særingamaðurinn er fjórða bókin sem segir
af ævintýrum tvíburanna Josh og Sophie, en
alls verða bækurnar sex. Bækurnar snúast um
bráttu góðs og ills, en þau Sophie og Josh eru
lykilpersónur í þeirri baráttu, þau einu sem
geta bjargað mannkyni að sögn gullgerð-
armannsins ódauðlega Nicholas Flamel og seið-
konunnar Pernelle eiginkonu hans. Andstæðing-
arnir eru ófreskjur og illþýði en þó helst sá
gamli galdramaður John Dee sem er líka ódauð-
legur. Bækurnar gerast
á örskömmum tíma, sú
fyrsta hefst 31. maí og
sú sem hér er fjallað
um 5. júní. Hraðinn í
frásögninni er og gríð-
armikill, maður er rétt
búinn að ná andanum
eftir síðustu baráttu
upp á líf og dauða er
allt fer í hund og kött
að nýju. Nú þegar
dregur að lokum orr-
ustunnar, aðeins tvær
bækur eftir, syrtir í
álinn smám saman, öll sund virðast
lokuð. Spennandi og ævintýralegur bókaflokkur.
Þýddar ævintýrabækur
Yfirlit yfir nýútkomnar þýddar
ævintýrabækur fyrir unglinga
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Hljómsveitin Sign mun halda
tónleika á Gamla Gauknum á
annan í jólum ásamt hljóm-
sveitunum Nite Rain og End-
less Dark. Heyrir þetta til
nokkurra tíðinda þar sem
Sign hefur ekki haldið tón-
leika með trommaranum Agli
Erni Rafnssyni í fjögur ár eða
allt frá því hann sagði skilið
við sveitina og bræðurnir Eg-
ill og Ragnar Sólberg fluttu
til síns lands hvor. Egill hefur
s.s. snúið aftur í hljómsveitina
sem var stofnuð fyrir tólf ár-
um. Sign gaf út sína fyrstu EP
plötu 2. desember sl., Out
From the Dirt og samnefnda
smáskífu auk myndbands.
Sign er snúin aftur.
Sign snýr aftur með Agli
Endurkoma? Hljómsveitin Sign hefur
legið í dágóðum dvala eða í fjögur ár.
Hljómsveitin
Valdimar hefur
sent frá sér sitt
fyrsta mynd-
band, við lagið
„Yfir borgina“
sem finna má á
nýútkominni
plötu sveit-
arinnar, Um
stund. Gjörn-
ingalistamað-
urinn Kristinn Guðmundsson sá um
gerð myndbandsins og er það unnið
í svonefndum „stop motion“-stíl,
með ógrynni ljósmynda sem teknar
voru í Kaupmannahöfn. Mynd-
bandið má finna á YouTube.
Fyrsta myndband
Valdimars
Valdimar söngvari
Valdimars
Selkórinn heldur
sína fyrstu jóla-
tónleika með nýj-
um stjórnanda,
Oliver J. Kentish,
á morgun kl. 17 í
Seltjarnar-
neskirkju. Dagný
Björgvinsdóttir
leikur á orgel.
Á efnisskrá
eru evrópsk jólalög og flest ensk.
Lögin eru í anda trúarlegra dans-
kvæða eða „carols“ á ensku, sem
voru hluti af jólahátíðarhöldum á
Englandi á 15. öld, að því er fram
kemur í tilkynningu. Þau hafi fólk
sungið í hópum sem gengið hafi
milli húsa.
Kórinn býður upp á veitingar í
hléi og verða miðar seldir við inn-
gang kirkjunnar.
Fyrstu jólatón-
leikar Selkórsins
Oliver J. Kentish
SO UNDERCOVER Sýndkl.4-6-8-10
RISE OF THE GUARDIANS 3D Sýndkl.4-6
RISE OF THE GUARDIANS 2D Sýndkl.4
KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.10
SKYFALL Sýndkl.6-9
PITCH PERFECT Sýndkl.8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Bráðskemmtileg gamanmynd í anda
MISS CONGENIALITY
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
12
12
7
16
L
L
,,Sú besta í allri seríunni”
T.V - Kvikmyndir.is
,,Fyrsta flokks 007”
J.A.Ó - MBL
,,Þrælspennandi og skemmtileg
frá upphafi til enda”
H.V.A - FBL
Þ.Þ - FBL
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÍSLENSKT TAL
NÁNAR Á MIÐI.IS
-S.G.S., MBL
-H.V.A., FBL
JACKPOT KL. 6 - 8 - 10 16
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 - 10.40
CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 - 9 16
DJÚPIÐ KL. 5.50 10
SO UNDERCOVER KL. 8 - 10 L
KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10 16
HERE COMES THE BOOM KL. 6 7
SO UNDERCOVER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
SO UNDERCOVER LÚXUS 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D KL. 3.40 - 5.50 L
GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D KL. 3.40 L
KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10.15 16
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 10.20 16
HERE COMES THE BOOM KL. 5.40 - 8 7
NIKO 2 KL. 3.40 L
SKYFALL KL. 9 12