Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
SVIÐSLJÓS
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Fjármálaeftirlitið var í raun, þegar
ég sendi kæruna á Arion banka, að
fjalla um eigin sök,“ sagði Víglundur
Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnar-
formaður og eigandi BM Vallár, á
blaðamannafundi á Höfðatorgi í gær.
Á fundinum kynnti Víglundur,
ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lög-
manni, rammasamning um yfirfærslu
Nýja Kaupþings (nú Arion banka) til
skilanefndar Kaupþings og samning
um yfirtöku skilanefndarinnar á Nýja
Kaupþingi. Þá afhenti Víglundur fjöl-
miðlum jafnframt innihaldslýsingar
sínar á fyrrnefndum samningum sem
og fjölda bréfa sem hann hefur ann-
ars vegar sent og hins vegar fengið
send frá bæði Fjármálaeftirlitinu og
fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
FME tók þátt í einkavæðingu
Í innihaldslýsingu Víglundar á
rammasamningnum um yfirfærslu
Nýja Kaupþings til skilanefndar
Kaupþings segir að samningurinn,
sem var undirritaður af Steingrími J.
Sigfússyni, þáverandi fjármálaráð-
herra, 17. júlí 2009, sýni að Fjármála-
eftirlitið hafi verið virkur þátttakandi
í einkavæðingarferli Nýja Kaupþings
(Arion banka). Þá kemur einnig fram
í innihaldslýsingunni að Víglundur
telji að FME hafi verið að rannsaka
sjálft sig þegar hann kærði atferli Ar-
ion banka til stofnunarinnar en eins
og fjölmiðlar greindu frá í síðustu
viku þá gerði FME engar athuga-
semdir við vinnubrögð bankans í
tengslum við endurskipulagningu og
síðar gjaldþrot BM Vallár.
Í bréfi sem fjármála- og efnahags-
ráðuneytið sendi Víglundi þann 5.
september 2012 kemur fram að fyrr-
nefndur rammasamningur sé „nokk-
urs konar viljayfirlýsing og undanfari
annarra samninga, sem gerðir voru
um miðjan ágúst 2009“. Er það álit
Víglundar að rammasamningurinn í
heild sinni brjóti í bága við meðalhófs-
og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og
telur hann einnig að ekki verði betur
séð en að samningurinn brjóti gróf-
lega gegn lögum 161/2002 um fjár-
málafyrirtæki svo sem 1. gr., 19. gr.
og 58. gr. laganna auk mögulega ann-
arra ákvæða þeirra. Þá telur Víglund-
ur að samningurinn gangi þvert gegn
neyðarlögunum sem sett voru haustið
2008.
Slæm latína að skoða sjálfan sig
„Það er aldrei góð latína að ætla að
skoða sjálfan sig eða dæma um eigin
gjörðir og þess vegna kom okkur ekki
á óvart þetta svar frá Fjármálaeft-
irlitinu um að það væri ekki til neinn
dauðalisti, en það er til listi yfir þau
fyrirtæki sem ekki áttu að njóta laga
107/2009 vegna þess að þau höfðu
eignir sem hægt var að brjóta upp og
búa til verðmæti úr,“ sagði Sigurður á
fundinum í gær.
Í innihaldslýsingu Víglundar á
samningi um yfirtöku skilanefndar
Kaupþings á Nýja Kaupþingi segir að
þennan dauðalista sé að finna í 5. við-
auka samningsins en sá viðauki, auk
9. greinar samningsins, var felldur út
úr því eintaki samningsins sem Víg-
lundur fékk afhent frá fjármála- og
efnahagsráðuneytinu. Í efnisyfirliti
samningsins kemur fram að umrædd-
ur viðauki beri heitið verðlausar eign-
ir (e. zero value assets).
„Það er nú það sem við erum að
berjast fyrir, við Víglundur, að fá það
á hreint hvers vegna BM Vallá, sem
hefur kannski skuldað svona sirka sjö
milljarða eftir alla endurútreikninga
út af gengistryggðra lánum og var
með um 10 milljarða í veltu, fékk ekki
að lifa í höndunum á honum sam-
kvæmt rekstraráætlun sem búið var
að búa til,“ sagði Sigurður á fundinum
og bætti við að þeir hefðu aldrei feng-
ið efnislegt svar við því af hverju Ar-
ion banki þurfti að slátra fyrirtækinu
þegar Landsbankinn og Lýsing vildu
leyfa því að lifa.
Segir stjórn FME vanhæfa í
málum viðskiptavina Arion
Víglundur: „Dauðalistinn er til“ Segir rammasamning brjóta gegn neyðarlögum
Morgunblaðið/RAX
Dauðalisti Víglundur Þorsteinsson og Sigurður G. Guðjónsson á fundinum í
gær. Að sögn þeirra er „dauðalista“ að finna í viðauka samnings frá 2009.
„Það er grundvallarregla í stjórnsýslurétti að stjórnvald skoðar í sjálfu
sér ekki eigin gjörðir og Fjármálaeftirlitið ákvað á sínum tíma fyrir
hönd ríkissjóðs að stofna nýju bankana og að færa eignir frá gömlu
bönkunum yfir í nýju bankana. Fjármálaeftirlitið hafði eiginlega umsjón
með því hver var valinn til að verðmeta eignirnar þegar þær fóru yfir og
var meira og minna alltaf að taka stóran þátt öllum þeim aðgerðum
sem lutu að því að ljúka upphafsefnahagsreikningi þeirra banka sem
starfa í dag,“ segir Sigurður G. Guðjónsson spurður út í meint vanhæfi
stjórnar FME til að fjalla um málefni viðskiptavina Arion banka og bætir
við: „Þegar þú ferð að spyrja þetta stjórnvald um það: Var búinn til ein-
hver listi um eignir? Var búinn til einhver listi um fyrirtæki? Voru ein-
hver fyrirtæki sem talið var æskilegt að taka af lífi? Þá er hann til en
menn ekki tilbúnir að játa vegna þess að þarna eru menn að fjalla um
eigin gjörðir en ekki gjörðir annarra.“
Segir „dauðalista“ vera til
STJÓRNVALD Á EKKI AÐ SKOÐA EIGIN GJÖRÐIR
Ísak Jóhann Ólafs-
son, fram-
kvæmdastjóri
söluskála Skelj-
ungs á Egils-
stöðum, gefur kost
á sér í 2. sæti á
framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Norðaust-
urkjördæmi.
Ísak lauk súdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík. Hann
var skrifstofustjóri Vélstjórafélags
Íslands 1981-1986, bæjarstjóri á
Siglufirði 1986-1990, sveitarstjóri á
Reyðarfirði 1990-1998 og sveit-
arstjóri á Þórshöfn 1998-1999. Frá
þeim tíma hafa Ísak og eiginkona
hans verið umboðsmenn Skeljungs.
Ísak er fæddur í Reykjavík 1950.
Eiginkona hans er Jóna Gunn-
hildur Ragnarsdóttir og eiga þau
þrjár dætur.
Framboð í 2. sæti
Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is
veisluþjónusta hinna vandlátu
Kokkurinn hjálpar þér að halda
hina fullkomnu veislu
Árshátíðir
Brúðkaup
Erfidrykkjur
Fermingar
Fundir
Kynningar
Þema
kokkurinn.is
Ferskur fiskur öll
hádegi í Víkinni
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Kletthálsi Reykjav.
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
Asaki VERKFÆRI
ALB10DAS 10,8V Li-Ion
Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm
14.890,-
ALM18DD 18V höggborvél
Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar
41.890,-
AR636 18V Skrúfvél
Ni-Cd 2,0Ah 158Nm
18.890,-
AV224 620W höggborvél
SDS & herðslupatróna
13.900,-
AB693 150W Pússvél
93x185mm
5.890,-
ALM14DF 14,4V Li-Ion
herðsluskrúfvél
2,8Ah 135Nm
36.890,-
ALM18DB 18V Li-Ion
borvél 2,8Ah / 38Nm
39.990,-
ATH: Tvær rafhlöður,
taska og hraðvirkt
hleðslutæki fylgir
hverri hleðsluvél!
***** 5 stjörnu verkfæri
Þótt búið sé að ganga frá öllum
formsatriðum vegna fjármögnunar
íslenska ríkisins á gerð Vaðlaheið-
arganga er ekki vitað hvenær
framkvæmdir geta hafist. Eftir er
að gera samninga við verktakana
sem buðu best.
ÍAV hf. og svissneska fyrirtækið
Marti Contractors Ltd. áttu lægsta
tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga
þegar framkvæmdin var boðin út á
síðasta ári. Buðust þau til að gera
göngin fyrir 8,8 milljarða króna.
Samhliða viðræðum við ríkið um
fjármögnun ganganna hefur verið
rætt við verktakana. Gísli Eiríks-
son, forstöðumaður jarðganga-
deildar Vegagerðarinnar, segir að
eftir sé að ganga frá ýmsum hlut-
um, meðal annars verkáætlun, enda
hafi það ekki verið hægt fyrr en eft-
ir að fjármögnun var tryggð.
Gísli reiknar með að fundað verði
með fulltrúum verktakanna í næstu
viku.
Þótt ekki verði byrjað að
sprengja fyrr en með vorinu þarf
verktakinn að komast sem fyrst af
stað með sinn undirbúning.
helgi@mbl.is
Samningum
við verktaka
ekki lokið
Aukablað alla
þriðjudaga