Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrirhugað eldi Arnarlax á3000 tonnum af laxi ísjókvíum í Arnarfirði skalekki háð mati á umhverf-
isáhrifum. Það er efni nýs úrskurðar
umhverfisráðuneytisins sem þar
með snýr við úrskurði sínum frá því í
júlí þegar umhverfismat var gert að
skilyrði leyfisveitingar.
„Þetta breytir engu varðandi
okkar áform. Ákvörðunin er dregin
til baka sem er bara gott mál því þá
erum við með hreint borð,“ segir
Víkingur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarlax. Fyrirtækið
er að undirbúa seiðaeldi í eigin stöð í
Tálknafirði og áformar að setja þau í
sjókvíar í Arnarfirði vorið 2014.
Fjarðalax er með laxeldi í Arn-
arfirði og slátrar fyrstu kynslóðinni
upp úr kvíunum í vetur og á næsta
ári. Fyrirtækið hefur leyfi fyrir 1500
tonna framleiðslu á ári og hefur sótt
um tvöföldun.
Arnarlax fékk leyfi til 3000
tonna framleiðslu á ári og taldi
Skipulagsstofnun ekki líklegt að eld-
ið hefði í för með sér umtalsverð um-
hverfisáhrif og úrskurðaði að það
skyldi ekki háð mati á umhverfis-
áhrifum. Fjarðalax óttaðist að svo
mikið eldi, skammt frá sjókvíum fyr-
irtækisins, myndi ógna eldi og
áformum. Hætta væri á að sjúkdóm-
ar og laxalús bærist á milli og við
það yrði grundvellinum kippt undan
framleiðslu vottaðrar lífrænnar
framleiðslu. Fjarðalax er með eldið í
þremur aðskildum fjörðum og hvert
svæði er hvílt eftir slátrun til að um-
hverfið jafni sig. Fjarðalax kærði
ákvörðun Skipulagsstofnunar til um-
hverfisráðuneytisins.
Úreltar aðferðir?
Ráðuneytið féllst á það í byrjun
júlí að áform Arnarlax þyrftu að fara
í umhverfismat. Byggðist úrskurð-
urinn á því að líkur væri á því að
3000 tonna viðbót á svipuðum slóð-
um í Arnarfirði færi yfir burðargetu
fjarðarins. Ekki var tekið tillit til
sjónarmiða um nálægð og hættu á að
sjúkdómar bærust á milli.
Með stjórnsýslukæru Arnarlax
sem varð til þess að ráðuneytið
breytti fimm mánaða gömlum úr-
skurði sínum var greinargerð sér-
fræðings sem hélt því fram að norsk
aðferð (LENKA viðtakamat) til að
meta burðargetu fiskeldissvæða sem
íslenskar stofnanir hafa stuðst við
væri úrelt og hefði ekki verið notuð í
Noregi í tuttugu ár. Almennt væri
viðurkennt að burðarmagn fjarða
væri afgerandi meira en hún segði til
um. Í álitsgerð sérfræðingsins,
Gunnar Steins Gunnarssonar fisk-
eldissérfræðings, kemur fram sú
skoðun að í ljósi stærðar, strauma og
vatnsútskipta í Arnarfirði muni
fjörðurinn rúma að minnsta kosti 33
þúsund tonna eldi á ári án þess að
valda umtalsverðum óafturkræfum
umhverfisáhrifum.
Umhverfisráðuneytið notast
ekki við þetta mat. Þótt viðurkennt
sé að LENKA feli í sér mjög var-
færna nálgun að burðarþoli fjarða
heldur ráðuneytið sig við ráð Haf-
rannsóknastofnunarinnar og fleiri
opinberra stofnana um að svæðið
beri liðlega 5000 tonna framleiðslu á
ári. Því rúmist 3000 tonna áform
Arnarlax til viðbótar 1500 tonnum
Fjarðalax innan marka.
Samkvæmt því mati á burð-
arþoli Arnarfjarðar sem fram kemur
í úrskurði ráðuneytisins ber fjörð-
urinn ekki frekari aukningu í laxeldi,
að óbreyttu. Því þarf Fjarðalax
væntanlega að sýna fram á það með
vísindalegum hætti að svæðið geti
borið tvöföldun á eldinu sem boðuð
hefur verið í Fossafirði. Það gæti
þurft að gera með formlegu um-
hverfismati.
Ekki þarf umhverf-
ismat í Arnarfirði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Laxaslátrun Þúsundum laxa er slátrað á degi hverjum í laxasláturhúsi
Fjarðalax á Patreksfirði og afurðirnar fluttar ferskar á erlenda markaði.
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Elliði Vign-isson, bæj-arstjóri í
Vestmannaeyjum,
rifjaði upp hér í
blaðinu í gær með
hvaða hætti Stein-
grímur J. Sigfússon
talaði um fjárlaga-
umræður áður fyrr. Eins og El-
liði benti á kvartar Steingrímur
nú sáran undan því að stjórn-
arandstaðan vilji ræða fjárlaga-
frumvarp ríkisstjórnarinnar, en
sjálfur hafi hann til dæmis flutt
70 mínútna langa ræðu um fjár-
lög árið 2000 og sama ár flutt
aðra 33 mínútna langa ræðu um
sama mál. Í þeirri ræðu hafi
hann sagt:
„Herra forseti. Þetta er orðin
nokkuð mikil umræða, prýðileg á
margan hátt og ekkert nema
mjög gott um það að segja að
menn ræði fjárlög ríkisins vel og
ítarlega. Ég held að menn eigi
ekki að telja eftir sér tímann
sem í það fer, jafnvel þó í það
fari eins og bróðurparturinn af
sólarhring. Ég geri það a.m.k.
ekki og það er ekki verri tími til
þess að ræða þetta núna milli
miðnættis og miðmorguns en
hver önnur stund.“
Elliði bendir einnig á að lítið
fari fyrir Steingrími og öðrum
ráðherrum í þingsal nú, en árið
2005 hafi Steingrímur rætt fjár-
lög í 110 mínútur og sagt meðal
annars:
„Ég ætla ekki — ég nenni satt
best að segja ekki að fara að
krefja þessa hæst-
virta ráðherra um
viðveru. Ef ég væri í
þannig skapi mundi
ég kannski gera það
og ekki fara héðan
úr stólnum fyrr en
bólaði eitthvað á
þeim en ég ætla
ekki að gera það. Ég vek bara at-
hygli virðulegs forseta á fjarver-
unni. Það er ljótur svipur á
þessu og ég held að við ættum öll
að taka það til íhugunar.“
Í sömu umræðu sagði Stein-
grímur þetta:
„Nú er þetta löng umræða og
það hefur legið fyrir strax frá því
í dag að mælendaskráin var löng
og það yrði hlutskipti einhverra
þingmanna að flytja mál sitt í
kvöld og jafnvel inn í nóttina.
Mér finnst bara lágmarksvirðing
sem þeim ræðumönnum væri
sýnd að einhverjir ráðherrar séu
hér til staðar.“
Hvað hefur breyst frá árinu
2000 eða árinu 2005 eða öllum
fyrri þingum þar sem Stein-
grímur J. var óbreyttur þing-
maður og talaði manna mest og
kvartaði mjög undan fjarveru
ráðherra? Hvers vegna mega
stjórnarandstöðuþingmenn ekki
tjá sig nú? Hvers vegna þurfa
ráðherrar ekki að sýna ræðu-
mönnum á þingi „lágmarksvirð-
ingu“ nú?
Steingrímur og aðrir stjórn-
arliðar hljóta að útskýra það
næst þegar þeir kvarta undan
lengd umræðna.
Áður þótti Stein-
grími sjálfsagt að
halda langar ræður
og að ráðherrar
hlustuðu á þær}
Hvað hefur breyst?
Fréttastofa rík-isstjórnarinnar
og „RÚV“ hefur
gengið ótrúlega
langt í erindrekstri
fyrir hana gegn
stjórnarandstöðunni. Um þetta
atferli skrifar Bergþór Ólason
framkvæmdastjóri eftirtekt-
arverða grein í blaðið í gær:
„Forsvarsmenn ríkisstjórn-
arinnar, álitsgjafar á þeirra
bandi og ríkisfréttamenn leggj-
ast nú á eitt við að reyna að
þrýsta stjórnarandstöðunni til
uppgjafar á alþingi. Öll verstu og
minnst undirbúnu mál rík-
isstjórnarinnar eiga víst að renna
baráttulaust í gegn. Í þessu skyni
eru nú sagðar látlausar fréttir af
því að stjórnarandstaðan stundi
,,málþóf“ á alþingi. Hamrað er á
því í fréttatímum að nú hafi þing-
menn stjórnarandstöðunnar
haldið svo og svo margar ræður
og umræðan staðið í svo og svo
marga klukkutíma. Í fréttatíma
Ríkisútvarpsins eru nöfn stjórn-
arandstöðuþingmanna, sem tekið
hafa til máls, sérstaklega lesin
upp.
Það sem ,,gleymist“ í hinum sí-
fellda fréttaflutningi er það, að
um leið og umræða tók að lengj-
ast brá stjórnarmeirihlutinn á
það ráð að halda kvöld- og nætur-
fundi, jafnvel framundir sjö á
morgnana. Það stóð aldrei til að
halda neina nætur-
fundi. Hinar mörgu
ræður, sem frétta-
mönnum og form-
legum stjórn-
arsinnum svíða svo
mjög, eru haldnar á nóttunni yfir
tómum sal. Það átti aldrei nein
umræða að fara fram þá. Nætur-
fundirnir, þar sem nokkrir
stjórnarandstöðuþingmenn tala
en enginn stjórnarliði hlustar,
þeir tefja engin ,,brýn mál“. Eða
vita fréttamenn til þess að það
hafi átt að ræða eitthvert á-
ríðandi mál í fyrrinótt, en það
hafi því miður ekki verið hægt,
vegna hins skelfilega ,,málþófs“.
Átti kannski einmitt að slá
skjaldborg um heimilin klukkan
hálffjögur, aðfaranótt síðasta
miðvikudags, en mistókst vegna
,,málþófsins“?
Ef menn vilja í raun segja
fréttir af því hvað umræða um
eitt mál hafi tekið langan tíma frá
öðrum, þá eiga þeir að horfa til
þess hversu mikið af áætluðum
fundatíma hefur farið í málið,
ekki hversu lengi hefur verið tal-
að á aukafundum sem ella hefðu
aldrei verið haldnir. En af ein-
hverjum ástæðum gera frétta-
menn það ekki.“
Þetta er mergur málsins. Það
er eðlilegt að menn séu undrandi
á að hinn ríkisrekni áróður skuli
ekki eiga sér nein mörk.
Eru tilburðir „RÚV“
ásetningsbrot eða
eingöngu vanhæfni?}
Þjónkun um þóf
K
jarni þeirra efnahagserfiðleika
sem evrusvæðið glímir nú við,
og því miður sér ekki fyrir end-
ann á, er sú staðreynd að ríkin
sem mynda það eiga engan veg-
inn nægjanlega samleið efnahagslega til þess
að mynda eitt myntbandalag. Þannig hefur
svæðið til að mynda aldrei uppfyllt skilyrði
nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell, sem
stundum hefur verið kallaður faðir evrunnar,
um hið hagkvæma myntsvæði og ólíklegt er
að sú verði nokkurn tímann raunin.
Evrusvæðið var enda fyrst og fremst hugs-
að sem pólitísk sköpun en ekki hagfræðileg.
Tilgangurinn var að stuðla að enn meiri sam-
runa innan Evrópusambandsins. Hins vegar
var varað við því þegar grunnurinn var lagður
að evrunni fyrir um tveimur áratugum, bæði
af stuðningsmönnum hennar og gagnrýnendum, að ein
peningamálastefna fyrir svo ólík hagkerfi án þess að ein
miðstýrð efnahagsstefna fylgdi gæti ekki gengið til
lengdar. En engu að síður var málið sett af stað og varn-
aðarorðin hunzuð.
Eitt af því sem rætt hefur verið um að hafi átt sinn
þátt í erfiðleikum evrusvæðisins er að ekki hafi verið
fylgt eftir nógu vel þeim skilyrðum sem sett hafa verið
fyrir því að ný ríki gætu tekið upp evruna sem gjaldmiðil
sinn. Meðal annars hefur verið rætt um í því sambandi
að Grikkland, sem stendur langverst að vígi af þeim
evruríkjum sem glíma við alvarlega efnahagserfiðleika,
hafi falsað hagtölur og þannig komizt með
sviksamlegum hætti inn á evrusvæðið.
Þó hefur verið sýnt fram á að þáverandi
forystumönnum Evrópusambandsins var
fullkunnugt um málið en kusu að horfa
framhjá því í þágu aukins samruna. En hvað
sem því líður má draga þá ályktun af umræðu
forystumanna sambandsins og þróun hennar
undanfarin misseri að slíkt verði ekki látið
viðgangast aftur og skilyrðunum verði eft-
irleiðis þvert á móti fylgt fast eftir. Þannig
hefur oftar en ekki heyrzt að aldrei hefði átt
að hleypa Grikkjum inn á evrusvæðið og að
skilyrðin fyrir upptöku evrunnar ættu að
vera strangari.
Þegar virðist hafa reynt á þetta en ekki er
langt síðan stjórnvöld í Lettlandi sökuðu
Evrópska seðlabankann um að reyna að
leggja stein í götu ríkja sem vildu taka evruna upp með
því að notast við ósanngjarnar verðbólgumælingar.
Hvort sem eitthvað er til í þeim ásökunum koma þær vel
heim og saman við umræðuna á milli forystumanna Evr-
ópusambandsins um þessi mál en viðbúið er að þar á bæ
verði áherzlan í framtíðinni fremur á það að styrkja
evrusvæðið inn á við en að bæta við fleiri ríkjum. Að því
gefnu vitanlega að það lifi af yfirstandandi erfiðleika.
Síðan er hægt að velta því fyrir sér hvort þessi þróun
mála auki líkurnar á því að Ísland geti tekið upp evruna í
gegnum inngöngu í Evrópusambandið sé á annað borð
einhver áhugi fyrir því. hjorturj@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Hert skilyrði fyrir evrunni?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Arnarlax undirbýr laxeldi í Arn-
arfirði á öllum vígstöðvum. Upp-
byggingin hefst eftir áramót
með framkvæmdum við seiða-
eldisstöðina Bæjarvík í Tálkna-
firði sem Arnarlax keypti fyrr á
þessu ári. Þar verður tekið við
laxahrognum og seiði alin til
sleppingar í sjókvíar. Fyrsta kyn-
slóð fer í eldiskvíar vorið 2014.
Fyrirtækið hefur keypt hús
fyrrverandi útibús Landsbank-
ans á Bíldudal fyrir höf-
uðstöðvar sínar. Komið verður
upp aðstöðu til slátrunar og full-
vinnslu á laxi á Bíldudal. Vík-
ingur Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri segir ákveðið að
byggja upp aðstöðu rétt fyrir ut-
an verksmiðju Íslenska kalkþör-
ungafélagsins. Unnið er að und-
irbúningi þess máls í samvinnu
við sveitarfélagið en hluti að-
stöðunnar verður á landfyllingu.
Laxasláturhúsið þarf að vera
tilbúið seinnihluta árs 2015,
þegar fiskurinn verður fullvax-
inn.
Arnarlax
undirbýr eldi
ARNARFJÖRÐUR