Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Komdu við og kynntu þér samskiptatæki sem gætu opnað nýjan heim fyrir þig og þína. Ellisif Björnsdóttir heyrnarfræðingur Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur Sími 534 9600 · heyrn.is Opið kl. 9.00-16.30 Verð nú 27.455 kr. Einfalt og ódýrt samskiptatæki með 15% jóla- afslætti til áramóta Jólagjöfin fyrir þá sem vilja heyra betur Milan Kolovrat, 33 ára gamall Kró- ati, var í gær dæmdur í 14 ára fang- elsi í Færeyjum fyrir að verða Dán- jal Petur Hansen (Pidda), 42 ára Færeyingi, að bana í nóvember á síðasta ári. Að sögn færeyskra fjölmiðla voru dómari og kviðdómur sammála um að Kolovrat ætti sér engar máls- bætur. Honum verður einnig vísað úr landi í Færeyjum eftir að hafa af- plánað refsingu sína. Loks var hann dæmdur til að greiða 800 þúsund danskar krónur, jafnvirði 17,5 millj- óna króna, í bætur til fyrrverandi eiginkonu Hansens og dætra þeirra. Kolovrat getur kært refsiákvörð- unina til hæstaréttar Færeyja en niðurstaða Føroya Rættar um að sakfella hann stendur. Kolovrat var á mánudag fundinn sekur um morðið þótt hann neitaði sök og lík Hansens hafi ekki fundist. Á miðvikudag reifuðu bæði ákæruvaldið og verjendur kröfur sínar fyrir réttinum. Hefðbundin refsing fyrir manndráp í Færeyjum er 12 ára fangelsi en Linda Hessel- berg, saksóknari, krafðist 16 ára fangelsisrefsingar á þeirri forsendu að morðið hefði verið framið að yfir- lögðu ráði og að Kolovrat hefði ekki vísað á líkið. Gefið var hins vegar til kynna að refsikrafan yrði milduð ef Kolovrat skýrði frá því hvar líkið væri falið. Í kjölfarið ávarpaði Kolovrat rétt- inn, játaði morðið á sig og sagðist hafa varpað líkinu í sjóinn við Mor- skranes á Austurey, skammt frá heimili Pidda. Að sögn færeyskra miðla sagðist Hesselberg ekki trúa þessari frásögn þar sem lögregla hefði leitað vandlega á þeim stað þar sem Kolovrat segist nú hafa losað sig við líkið. Milan Kolovrat. 14 ára fangelsi fyrir morð í Færeyjum Dánjal Petur Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.