Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Gálgahraun er merkisstaður. Það lætur ekki mikið yfir sér þegar við þeysum þar hjá á þeim gíra- drekum nútímans sem krefja okkur sífellt stærri fórna af landi og verðmætum. Ein- mitt þess vegna er svo mikil hætta á því að verið sé að vinna óaft- urkræf spjöll með þeirri vegalagn- ingu sem fyrirhuguð er um hraunið þvert. Hér þarf að staldra við og draga djúpt andann. Okkur kemur nær aldrei í hug að rífa mannvirki sem standast ekki skoðun tímans, en erum enn á þeim buxum að sköpunarverkið skuli ávallt víkja fyrir vanhugsuðum skyndihags- munum. Þarna speglar sig svo sannarlega hin gamla Suð- urnesjasaga af Marbendli. Bóndi nokkur í Vogunum réri á sjó og dró upp úr djúpinu manns- líki, Marbendil. Hann tók sjáv- arbúann nauðugan með sér í land. Í lendingunni fagnaði hundurinn húsbónda sínum og flaðraði upp um hann. Bóndinn hratt hundinum frá sér og sló til hans. Og þá hló Mar- bendill. Á leið þeirra heim til bæjar hras- aði bóndi um þúfu og bölvaði henni. Og þá hló Marbendill. Heima fagnaði konan bónda sín- um blíðlega og hann tók því vel. Og þá hló Marbendill. Nú hefur þú hlegið þrívegis. Hvers vegna? spurði bóndinn. Það skal ég segja þér ef þú flytur mig aftur í sjó- inn til hennar móður minnar, sagði Mar- bendill. Bóndi fékk svörin, flutti sæbúann heim og var ríkulega launað. En hverju svaraði Marbendill og hvað kemur það vegalagn- ingu í Gálgahrauni við? Hundurinn fagnaði þér af ein- lægni en þú slóst til hans, sagði sjóbúinn, og því hló ég að fávísi þinni. Gálgahraunið fagnar komumanni með gróðurþekju, undramyndum hraunsins og sögu þjóðar við hvert fótmál. Þar ríkir kyrrð og friður. Nú stendur til að níðast á því landi með jarðýtum og skurðgröfum án tillits til náttúru, umhverfis, lands og sögu. Við rjúfum frið og eyðum kyrrð. Og þá gæti nú Marbendill hlegið. Öðru sinni hló ég þegar þú hras- aðir um þúfuna og formæltir henni því þetta er féþúfa, sagði Marbend- ill. Náttúruminjar í byggðum og óbyggðum þessa lands eru verð- mæti morgundagsins. Þær eru fé- þúfur og fjársjóður þeirra sem erfa land. Í hrauninu, í næsta nágrenni við bú Snorra Sturlusonar og setur þjóðhöfðingjans, eru merkar minjar sögu og náttúruhamfara. Þarna eru gönguslóðir bænda og vermanna, skólapilta á Bessastöðum og skálda eins og þeirra Gríms Thomsen og Jónasar Hallgrímssonar. Þarna gengu ógæfumenn sín hinstu skref um Sakamannastíg á vit fyrri tíma réttlætis. Í dag er hraunið gersemi til útivistar og fróðleiks. Þar eru svo sannarlega margar féþúfur og möguleikar til framtíðar. Spillum við þeim í fávísi okkar og fljótfærni gæti Marbendill vissulega hlegið öðru sinni. Í þriðja sinni hló ég þegar þú fagnaðir konu þinni því hún er þér ótrú og fölsk. Með gætni skal um götur ganga. Verði þessi vegur lagður er nokkuð víst að Marbendill hefði hlegið í þriðja sinn. Þá erum við komin í spor spúsunnar, fölsku og ótrúu. Fetum frekar þá götu sem bóndinn valdi þegar hann skilaði aftur feng sínum. Það var fengur sem hann hafði ranglega tekið en hlaut ríku- leg laun fyrir að sjá að sér og skila. Gálgahraun – Og þá hló Marbendill Eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur » Í dag er hraunið gersemi til útivistar og fróðleiks. Þar eru svo sannarlega margar féþúfur og möguleikar til framtíðar. Kristín Helga Gunnarsdóttir Höfundur er rithöfundur og stjórnarmaður í Náttúru- verndarsamtökum Íslands. Oft hafa svartsýnis- raddir spáð því að landbúnaður gæti ekki mikið lengur staðist fólksfjölgun snúning. Ótrúlegt en satt þá framleiðum við nú 30% meiri mat á hvern jarðarbúa en 1960. Á þessum tíma hefur fólkinu þó fjölg- að um 123% en einungis um 10% meira land verið brotið til rækt- unar. Bændum hefur fækkað og búin stækkað enda virðast flestir vilja búa í borgum og fá matinn á silfurfati. Svipuð þróun hefur orðið hér á landi. Þessar stórstígu framfarir eru árangur þrotlausra rannsókna og búvísindin hafa þar leikið lykilhlut- verk. En blikur eru á lofti. Þó svo að enn sé framleiddur nægur mat- ur í heiminum til að anna eft- irspurn hefur því verið spáð að sennilega þurfi að tvöfalda mat- vælaframleiðslu á næstu 50 ár- um.[i] Framleiðni í landbúnaði þarf því að aukast verulega á næstu ár- um á sama tíma og margt bendir til þess að skilyrði til ræktunar munu versna á stórum lands- svæðum. Hvað er til ráða? Þáttaskil urðu þegar Breska vís- indafélagið (The Royal Society) lagði fram ítarlega skýrslu um mál- ið í október 2009.[ii] Skilaboðin voru skýr: „Efla þarf vísindalega þekkingu, þó svo að það dugi ekki eitt og sér, ef tryggja á nægilegt fæðuframboð í heiminum.“ Velja þarf vel prófaðar leiðir sem eru sniðnar að hverju landsvæði. Spyrja þarf hvað gefi bestan ár- angur með minnstum tilkostnaði. Þannig þarf t.d. að draga úr að- föngum á sumum svæðum og finna leiðir til þess að ná næringarefn- unum inn í hringrás milli sveita og borga. Á öðrum svæðum vantar hins vegar sárlega næringarefni. Landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) tók upp þennan sama þráð fyrir rúmu ári og gaf út leiðbeiningar um hvernig smá- bændur í þróunarlöndunum skyldu standa að matvælaframleiðslu sin- ni.[iii] Meginkjarni leiðbeininganna er „sjálfbær framleiðniaukning (sustainable intensification)“. Sam- kvæmt leiðbeiningunum þýðir þetta „afkastamikill landbúnaður sem varðveitir og bætir náttúru- auðlindir. Hann nýtir annars vegar það sem vistkerfið sjálft getur lagt til vaxtar nytjaplantna og hins veg- ar aðföng sem beitt er á réttum tíma og í réttum skömmtum. Þó svo að engir valkostir séu njörvaðir niður byggjast þeir allir á traustum vísindalegum lögmálum“. Það skýt- ur því skökku við þegar varafor- maður nefndar Alþingis sem vann þingsályktunartillögu um eflingu græna hagkerfisins fullyrðir í grein í Morgunblaðinu 26. nóvember að FAO hvetji til aukinnar lífrænnar framleiðslu í skýrslu þessari og notar það sem rök fyrir því að efla skuli lífrænar framleiðsluaðferðir á Íslandi með stuðningi hins op- inbera. Þarna hefur eitthvað skolast til. Í leiðbeiningabæklingi FAO er hvergi getið um vottaðar lífrænar framleiðsluaðferðir (certi- fied organic production). Í kjölfar skýrslu Breska vísinda- félagsins hefur komið fram fjöldi vísindagreina þar sem áhersla er lögð á að nýta þurfi alla tiltæka þekkingu svo hægt sé að framleiða meiri mat í framtíðinni með sem minnstum skaða fyrir umhverfið. Í lífrænum landbúnaði er lögð áhersla á ýmsa góða búskaparhætti sem hafa almennt gildi. Honum er hins vegar settur rammi sem úti- lokar mikilvægar uppfinningar og nýjungar ef þær samræmast ekki áratuga gömlum hugmyndum frumkvöðla lífrænna búskap- arhátta. Með þessu dæmir lífrænn landbúnaður sig úr leik sem alvöru valkostur fyrir framþróun grein- arinnar. Í hinum vestræna heimi hefur hins vegar verið rekinn mikill áróður fyrir lífrænum landbúnaði síðastliðin 30 ár og í ýmsum lönd- um hefur tekist að koma inn mark- miðum um aukningu hans. Það sem ekki stendur á traustum grunni fellur fyrr eða síðar og því er far- sælast að byggja á bestu þekkingu á hverjum tíma. Þær leiðir sem við veljum þurfa svo að vera í stöðugri endurskoðun. Græna hagkerfið Það er margt gott í þingsályktun Alþingis um eflingu græna hag- kerfisins á Íslandi. Hins vegar vek- ur það ugg þegar þingmenn og aðr- ir, sem koma að undirbúningi mála fyrir þingið, eru reiðubúnir að kasta fyrir róða hinni vísindalegu nálgun. Tillagan um að auka líf- rænt vottaða framleiðslu í 15% 2020 er því miður ekki eina dæmið. Nú liggja fyrir Alþingi tvær þings- ályktunartillögur sem eru sama merki brenndar. Annars vegar er það tillaga um að banna útiræktun erfðabreyttra lífvera. Henni hafa 52 vísindamenn nú þegar mótmælt. Hins vegar hefur verið lögð fram tillaga um að velferðarráðherra skipi starfshóp sem kanni „hvort niðurgreiða skuli heildrænar með- ferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu og/eða und- anþiggja þær greiðslu virð- isaukaskatts“. Vonandi mun Al- þingi bera gæfu til þess að byggja afstöðu sína til þessara tillagna á traustum vísindalegum grunni líkt og stjórnvöld ætla að bregðast við loftslagsvánni, sbr. grein umhverf- isráðherra í Fréttablaðinu 30. nóv- ember sl. [i]J. Foley o.fl. 2011. Solutions for a cul- tivated planet. Nature 478, 337-342. [ii]Reaping the benefits: science and the sustainable intensification of global agri- culture. Royal Society, London, 2009. [iii]Save and grow. A policy maker‘s guide to the sustainable intensification of small- holder crop production. FAO, Róm, 2011. Framþróun landbúnaðar Eftir Áslaugu Helgadóttur og Guðna Þorvaldsson Áslaug Helgadóttir » Það vekur ugg þegar þingmenn og aðrir, sem koma að undirbún- ingi mála fyrir þingið, eru reiðubúnir að kasta fyrir róða hinni vísindalegu nálgun. Höfundar eru prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Guðni Þorvaldsson - með morgunkaffinu Munið að slökkva á kertunum Yfirgefið aldrei vistarveru þar sem kertaljós logar Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.