Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fyrir kl. 12, miðvikudaginn 19. desember PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Skólar & námskeið Þann 4. janúar kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag SÉRBLAÐ Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég fór ung í hundana, bara man ekki eftir mér hundlausri. Og ég verð líkast til aldrei hundlaus, það er svo mannbætandi að umgangast aðrar tegundir.“ segir Kristin Helga Gunnarsdóttir. Hún sendi nýverið frá sér bókina Grímsævintýri sem er ævisaga hundsins Gríms Fífils, en bókina prýða teikningar eftir Halldór Baldursson. „Grímur var fyrsti hundurinn sem við hjónin fengum okkur saman þegar við vorum ung og barnlaus. Hann var fuglaveiðihundur af Springer Spaniel-kyni, en þessir stóru veiðihundar þurfa meiri aga og athygli en margar tegundir,“ segir Kristín Helga og tekur fram að Grímur hafi verið mjög litríkur persónuleiki. „Mér fannst Grímur alltaf vera mjög vel gefinn en eig- inmaðurinn reyndi að halda því fram að það hefði verið sparað við hann í gáfum,“ segir Kristín Helga og bendir á að það sé kannski engin tilviljun að eigendurnir hafi hlotið nöfnin Besta og Fúli í ævisögunni. Engin aldurstakmörk á bókinni „Sagan er sögð í fyrstu persónu og mér fannst nauðsynlegt að setja mig í spor Gríms og segja söguna al- farið frá sjónarhóli hundsins. Það er því ekki sjálfhverfa sem ræður því að eigandinn heitir Besta í bókinni. Grími fannst ég einfaldlega best því hjá mér mátti hann allt. Þessi mikli höfðingi lifði í ellefu ár og féll frá árið 1998. Hann er manni enn ofarlega í huga, eftir öll þessi ár. Ég sagði gjarnan Grímsasögur í boðum og þær vöktu jafnan lukku. Hann átti sér líka marga aðdá- endur, kappinn. Það eru því margir sem fagna því að hann sé nú loks orðinn ódauðlegur á bók. Grímur er meira að segja skráður í spjaldskrá Forlagsins sem höfundur. Það er ljósmynd af honum aftan á bók- arkápu og þeir sem fá mynd af sér þar eru sjálfkrafa skráðir höfundar í spjaldskrám Forlagsins,“ segir Kristín Helga og tekur fram að það hafi verið mjög viðeigandi þar sem Grímur hafi lagt til allt efni í bókina. Athygli vekur að Grímur er með rauða slaufu um hálsinn á þeirri mynd, líkt og allir hundarnir á myndinni sem sjá mér hér að ofan. „Eins og fram kemur í bókinni fékk Grímur bláan borða þegar við fórum með hann á hundasýningu og í kjöl- farið hættum við að fara með hann á sýningar. Því til hvers að borga stórfé fyrir að láta niðurlægja sig úti í bæ,“ segir Kristín Helga og bendir á að blár borði þýði önnur einkunn sem þyki ekki parfínt á meðan rauður borði veitir stig til meistara. „Það var því snemma ákveðið að Grímur gengi alltaf með rauðan borða til merkis um þann meistara sem hann væri í augum ástvina sinna og þannig eigum við náttúrlega að sæma okkar nánustu meistaragráðu alla daga.“ Aðspurð hverjum bókin sé ætluð segir Kristín Helga að góðar dýra- sögur eigi að höfða til allra. „Og ekki er verra ef þær eru sannar. Mér fannst mjög gaman að glíma við það að reyna að búa til bók sem allir gætu setið saman yfir. Það eru engin aldurstakmörk á þessari bók. Þetta er saga um samskipti, kær- leika og vináttu. Ég veit til dæmis um sjötugan tengdapabba sem fær þessa bók í jólagjöf af því að hann er hundakall. Þetta er líka saga um samband manna og dýra. Þetta er líka saga um uppeldi. Það er all- staðar verið að glíma við að ala upp ungviði, skikka aðra til að vera eins og við viljum að þeir séu. Þetta er kannski saga um það líka. Fyrst og fremst langaði mig þó að deila því hversu gefandi samskiptin við mál- leysingja og ferfætlinga eru. Þó þetta séu allt skemmtisögur þá skín í gegn hvað Besta og Fúli læra mik- ið af samskiptum sínum við Grím og hvað hann á endanum kennir þeim mikið og skilur eftir dýrmætar gjaf- ir. Flestir þeir sem eiga dýr vita um hvað ég er að tala, en mig langaði líka til þess að varpa ljósi á þessi samskipti fyrir þá sem ekki þekkja.“ Ekki er hægt að sleppa Kristínu Helgu án þess að forvitnast um hvort von sé á fleiri ævisögum um hundana hennar. „Nei, ég er ekki að byrja að skrifa seríu um hundana mína,“ segir Kristín Helga og hlær. „Þetta er einstakt tilvik, enda fá skrautlegustu einstaklingarnir allt- af mestu athyglina.“ „Fór ung í hundana“  Kristin Helga Gunnarsdóttir segir mannbætandi að umgangast aðrar tegundir  Hún segir bók sína, Grímsævintýri, vera sögu um samskipti, kærleika og vináttu Morgunblaðið/Kristinn Vinir Halldór Baldursson og Kristín Helga Gunnarsdóttir tala bæði hundamál. Með þeim á myndinni eru Sómi (lengst til vinstri), Skotta (lengst til hægri) og Emilía Fluga sem allan daginn fylgist með Kristínu Helgu skrifa. Brasilíski arkitektinn Oscar Nie- meyer lét á miðvikudag, 104 ára gamall. Hann var einn áhrifamesti arkitekt tuttugustu aldar og er sagður hafa átt stóran þátt í að móta sýn manna á það hvernig framtíðin mundi líta út. Niemayer starfaði nánast þar til hann var lagður inn á sjúkrahús fyrir rúmum mánuði. Hann var að- alhönnuður flestra helstu bygginga höfuðborgar Brasilíu, sem ber nafn landsins, og afar dáður þar í landi. Þar hefur hann verið kallaður „Pi- casso steinsteypunnar“ en form margra bygginga sinna sótti Niemayer í kvenlíkamann – hann sagði beinar línur ekki höfða til sín. Meðal frægra bygginga hans má nefna hús Sameinuðu þjóðanna í New York og höfuðstöðvar franska kommúnistaflokksins í París. AFP Glæsileg Dómkirkjan í borginni Brasilíu, eitt verka Niemayers. Niemayer látinn Jólasýningin Líf fyrir list verður opnuð í dag kl. 12 í búðinni Líf fyrir líf sem ABC hjálparsamtökin reka að Lauga- vegi 103. Sýn- endur eru Bjarni Sigurbjörnsson, Stefanía Jörgensdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Reg- ína Magdalena Loftsdóttir, Þóra Ben, Fríða Kristín Gísladóttir, Lilja Bragadóttir og Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir. Helmingurinn af ágóða seldra listaverka rennur til ABC. Þess má geta að viðburðir verða í búðinni út desember, en í kvöld verða t.d. flutt jólalög kl. 20. Líf fyrir list Bjarni Sigurbjörnsson National Lampoon’s Christmas Vacation Sambíóin hefja sérstakar jólasýningar á grínmyndinni Christmas Vacation frá árinu 1989. Í henni segir af Clark Griswold og fjölskyldu hans sem ætla sér að halda hin fullkomnu jól en ýmsar uppákomur og óhöpp setja strik í reikninginn. Leikstjóri er Jeremiah Chechik og í aðalhlutverkum Chevy Chase, Randy Quaid, Beverly D’Angelo og Diane Ladd. Rotten Tomatoes: 63% Arme Riddere Norsk kvikmynd sem leikstýrt er af Magnus Martens en hann skrifaði einnig handritið með rithöfundinum Jo Nesbö. Í myndinni segir af Óskari nokkrum sem vaknar alblóðugur á strípistað með haglabyssu í höndunum. Átta manns liggja í valnum og lögreglumenn beina að honum skotvopnum. Óskar er þess fullviss að hann sé saklaus. Í helstu hlutverkum eru Kyrre Hellum og Hen- rik Mestad. Rotten Tomatoes: 67% Rise of the Guardians Teiknimynd sem hefur að geyma þekktar ævintýra- persónur. Um myndina segir í tilkynningu að hinn illi Pitch ógni heimsbyggðinni og um leið draumaheimum og æsku barna um víða veröld. Til að koma í veg fyrir að áform hans verði að veruleika þurfi ódauðlegar æv- intýrapersónur á borð við jólasveininn, tannálfinn, páskakanínuna, Óla lokbrá og Vetur konung að taka höndum saman. Leikstjóri er Peter Ramsey. Rotten Tomatoes: 73% So Undercover Alríkislögregla Bandaríkjanna fær einkaspæjarann Molly Morris til þess að starfa á laun í systrafélagi í há- skóla einum. Reynir þá á leiklistarhæfileika Molly, hún þarf að vera sannfærandi háskólanemi í stað harðsvíraðs og klóks einkaspæjara og vernda Alex sem er dóttir fyrrverandi glæpaforingja. Leikstjóri er Tom Vaughan og í aðalhlutverkum Miley Cyrus, Autumn Reeser og Alexis Knapp. Enga samantekt á gagnrýni er að finna um myndina. Carnival of Souls Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís sýnir á sunnudaginn bandarísku kvikmyndina Carnival of Souls frá árinu 1962. Í myndinni segir af konu sem nær að komast á land eftir að hafa verið nærri því að drukkna. Hún er ráðin í starf kirkjuorganista í litlum bæ í Utah og fer þá ýmislegt einkennilegt að gerast. Leik- stjóri er Herk Harvey og í aðalhlutverkum Candace Hilligoss, Frances Feist og Sidney Berger. Rotten Tomatoes: 83% Bíófrumsýningar Jól, spenna og hryllingur Jólagrín Úr gamanmyndinni National Lampoon’s Christmas Vacation.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.