Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
WAVE lounge
Áklæði 269.000.-
Leður 289.000.-
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Hermenn og skriðdrekar umkringdu
forsetahöllina í Kaíró í gær og ráku
mótmælendur frá byggingunni eftir
mannskæðustu átök á götum
borgarinnar milli stuðningsmanna
og andstæðinga forseta Egyptalands
frá forsetakosningum fyrr á árinu.
Sjö manns biðu bana og 644 særð-
ust í átökum milli fylkinganna í
grennd við forsetahöllina í fyrradag.
Um 50 manns voru handteknir.
Að minnsta kosti tíu skriðdrekar
voru sendir að forsetahöllinni í gær
og hermenn settu upp gaddavírs-
girðingu umhverfis bygginguna.
Fylkingunum var skipað að fara frá
höllinni og stuðningsmenn Moha-
meds Morsis forseta hlýddu því eftir
að hafa sett upp tjöld við bygg-
inguna.
Boða fleiri mótmælagöngur
Andstæðingar forsetans voru
einnig reknir á brott en nokkur
hundruð þeirra söfnuðust saman á
nálægu torgi. Þeir sögðust ætla að
skipuleggja fleiri mótmælagöngur
að forsetahöllinni.
Andstæðingar forsetans segjast
ekki ætla að hætta mótmælunum
fyrr en Morsi afturkalli tilskipun
sem hann gaf út 22. nóvember til að
taka sér stóraukin völd. Þeir krefjast
einnig þess að forsetinn hætti við
þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að
nýrri stjórnarskrá. Fulltrúar frjáls-
lyndra stjórnmálaflokka og kristinna
Egypta eru andvígir drögunum og
segja að þau myndu auka áhrif aftur-
haldssamra klerka í stjórnmálunum.
Al-Azhar-háskóli, ein virtasta
stofnunin í súnní-íslömskum fræð-
um, hvatti í gær forsetann til að
ógilda tilskipunina og hefja samn-
ingaviðræður við andstæðinga hans.
Forsetahöllin í Kaíró víggirt
AFP
Blóðug átök Hermenn settu upp gaddavírsgirðingar umhverfis forsetahöllina í Kaíró eftir að andstæðingum og stuðningsmönnum forsetans laust saman.
Hermenn og skriðdrekar umkringdu bygginguna til að verja hana eftir mann-
skæð átök milli stuðningsmanna og andstæðinga Mohameds Morsis forseta
Ráðgjafar segja af sér
» Fjórir ráðgjafar forseta
Egyptalands sögðu af sér í
fyrradag vegna deilunnar um
forsetatilskipun hans og
stjórnarskrárdrög íslamista.
» Þrír aðrir aðstoðarmenn
Morsis sögðu af sér í vikunni
sem leið og fjölmiðlar í Egypta-
landi skýrðu frá einni afsögn til
viðbótar í gær.
Rússneska gasfyrirtækið Gazprom hefur skýrt frá því að það hafi í fyrsta
skipti flutt jarðgas í vökvaformi með tankskipi um Norðausturleiðina frá
Evrópu til Asíu. Tankskipið Ob kom til hafnarborgarinnar Tobata í Japan
tæpum mánuði eftir að það fór frá Hammerfest í Noregi 7. nóvember.
Nokkrir ísbrjótar fylgdu skipinu en nánast íslaust var á leið skipsins um
Barentshaf og Karahaf. Á öðrum hafsvæðum var aðeins 30 sentimetra þykkt
íslag á siglingaleiðinni að Beringssundi, að því er fram kemur í tilkynningu
sem Gazprom sendi frá sér í fyrradag. „Þessi vel heppnaða sigling sýnir að
hægt er að reiða sig á Norðausturleiðina til að flytja rússneskt jarðgas í
vökvaformi bæði til Asíu- og Kyrrahafssvæðisins og Evrópu,“ sagði Gaz-
prom. Fyrirtækið vonast til þess að geta hafið framleiðslu á jarðgasi í vökva-
formi á nyrstu svæðum Rússlands, meðal annars á Jamalskaga. bogi@mbl.is
Rússneska fyrirtækið Gazprom hefur í fyrsta skipti flutt jarðgas í vökvaform
með tankskipi um Norðaustur-
leiðina milli Evrópu og Asíu
Siglingin gekk
mjög vel og eykur
líkurnar á því að
Norðausturleiðin verði
notuð reglulega sem siglinga-
leið á veturna
Tankskipið Ob lagði úr
höfn 7. nóvember og
sigldi í fylgd nokkurra
ísbrjóta
Jarðgasið var afhent
í Japan tæpum
mánuði síðar
RÚSSLAND
NOREGUR
JAPAN
Hammerfest
Tobata
Sigling um Norðausturleiðina
Heimild: Gazprom
Jarðgas flutt norðurleiðina
Ronald Post veg-
ur 204 kíló og er
nú á dauðadeild í
fangelsi í Ohio
fyrir morð árið
1983. Það á að
taka hann af lífi
16. janúar en lög-
fræðingar hans
segja það
ómögulegt. Hann sé einfaldlega of
feitur.
Lögfræðingarnir, sem eru að
reyna að fá dauðadómnum hnekkt,
segja að engar æðar til að sprauta
eitrinu í finnist á líkama Post vegna
offitunnar. Því þurfi að sprauta
eitrinu inn í vöðva hans. Slíkt getur
tekið margar klukkustundir og
jafnvel daga og mun fleiri skammta
af eitri þyrfti til að taka Post af lífi
með þeim hætti. Dauðastríð Posts
gæti því orðið hroðalegt og sárs-
aukafullt, segja lögfræðingar hans.
Post hefur þyngst um 90 kíló frá
því að hann fór á dauðadeildina.
Hann var dæmdur fyrir að myrða
afgreiðslumann í gistiheimili árið
1983. Lögmenn hans reyna nú að fá
dauðadómnum hnekkt þar sem of-
fita hans muni verða til þess að
hann hljóti harðneskjulegan dauð-
daga, verði hann tekinn af lífi.
BANDARÍKIN
Sagður of feitur til
að vera tekinn af lífi
Strangheiðarlegum strætisvagna-
bílstjóra var hampað á síðum dag-
blaða í Austurríki í gær eftir að
hann skilaði 390.000 evrum, and-
virði 64 milljóna króna, sem öldr-
uð kona gleymdi í strætisvagni
hans.
„Við erum stolt af því að hafa
svona heiðarlegan starfsmann,“
sagði yfirmaður fyrirtækis sem
annast almenningssamgöngur
Vínarborgar.
Bílstjórinn fann poka fullan af
500 evra seðlum í strætisvagninum
þegar vakt hans lauk. Í pokanum
voru einnig skilríki konunnar. Hún
er ellilífeyrisþegi og í pokanum
var allur ævisparnaður hennar
sem hún hafði tekið út úr banka.
AUSTURRÍKI
Skilaði ævisparnaði
gamallar konu