Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 47
Litríkar jólagjafir Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í eftirfarandi verslunum: Verslanir Húsasmiðjunnar, Verslanir ELKO, Byggt og Búið, Verslanir Ormsson, BYKO Akureyri, Þristur, Hljómsýn, Geisli, Skipavík, Kaupfélag Skagfirðinga og Johann Rönning. George Foreman vinsælu heilsugrillin Fjöldi fylgihluta - kynnið ykkur verðið MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Árlegir aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða haldnir í Hallgríms- kirkju um helgina, 8. og 9. desember, þeir fyrstu kl. 17 á laugardaginn og tvennir á sunnudaginn kl. 17 og 20. Viðar Gunn- arsson bassi syngur ein- söng með kórnum, Lenka Mátéóvá leikur á orgel, Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson á trompet og um slagverk sér Eggert Pálsson. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Friðrik S. Krist- insson. Kórinn gerði góða ferð til Færeyja sl. helgi, hélt þar þrenna þéttsetna tón- leika, þá fyrstu í Friðriks- kirkjunni í Tóftum á laug- ardegi og tvenna í Vesturkirkjunni í Þórs- höfn á sunnudegi. Tórs- havnar Manskór, þ.e. Karlakór Þórshafnar, söng einnig eigin efnisskrá á tónleikunum í Þórshöfn og tvö lög með Karlakór Reykjavíkur og var kórunum fagnað ákaft af gestum að loknum tón- leikum. Karlakór Reykjavíkur mætir því vel upphitaður til söngs í Hall- grímskirkju og flytur fjölbreytta efnisskrá með sígildum jólalögum og sálmum og má af þeim nefna „Hallelujah!“ eftir G.F. Händel, „Agnus Dei“ eftir G. Bizet, „In the bleak midwinter“ eftir G. Holst og „Lofsöng“ eftir L.v. Beethoven. Miðasala fer fram á vef kórsins, karlakorreykjavikur.is, og í Hall- grímskirkju fyrir tónleika. Aðventutónleikar Karlakór Reykjavíkur mun flytja fagra tóna í Hallgrímskirkju. Hátíðleg stund í Hallgrímskirkju  Karlakór Reykjavíkur heldur þrenna aðventutónleika um helgina Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Grasasnar sendi í haust frá sér breiðskífuna Til í tusk- ið sem hefur að geyma erlend lög að mestu og frá ólíkum tímum, við ís- lenska texta. „Grasasnar þróuðust í gegnum upptökuferli eftir að góðri stúd- íóaðstöðu var komið upp í Borg- arnesi. Byrjaði sem prufa en þróað- ist síðan sem plötuverkefni. Ýmsar tilviljanir urðu á veginum en þær leiddu allar til þess að kjarni hljóm- sveitarinnar varð til og sú tónlist- arstefna sem er gegnumgangandi á Til í tuskið. Það sem er óvenjulegt er að menn eru komnir nokkuð vel á aldur þegar þeir ákveða að leggja á þessa braut og tilhneiging til að halda að þar með hafi menn uppfyllt gamlan draum. Til í tuskið er hins- vegar bara fyrsta stopp á vegferð Grasasnanna – við lítum fyrst og fremst fram á veginn,“ segir Steinar Berg, forsprakki Grasasna, um hljómsveitina. Grasasnar sæki í al- þýðutónlist og þá þróun þegar sú tónlist hafi farið að renna saman við rokk og popp austan og vestan hafs. Steinar segir lögin þó ekki endilega frá því skeiði, sum það gömul að þau flokkist undir þjóðlög og önnur frá upphafi síðustu aldar og fram á fyrr- nefnt tímabil. Þá megi einnig finna frumsamin lög á plötunni. „Lögin eru sótt í sjóð tónlistaráhuga og hlustunar meðlima. Tónlistarlínan er nokkuð vel samhangandi í fjöl- breytileik sínum, viljum við meina, en textarnir eru líka afar mik- ilvægur hluti og þeir eru yfirleitt sögutengdir, miðla reynslu, kímni og þroska, vonum við.“ – Nafn hljómsveitarinnar bendir til þess að þið takið ykkur ekkert of hátíðlega. Er það rétt mat? „Við viljum umfram allt að tónlist- in, textarnir og spilamennskan veiti hlustendum skemmtun – það er al- gjört lykilatriði þegar hlustað er á tónlist af þessum toga jafnvel þó um- föllunarefni textanna geti verið um alvarleg efni. Hinsvegar tökum við alvarlega að það sem frá okkur fer sé vel gert og vandað. Fyrir nýja hljómsveit sem er reist á jafn göml- um grunni í árum talið þá er ljóst að Grasasnarnir þurfa að fara yfir auka þröskuld til að vera marktækir en ekki flokkaðir sem heimilisiðnaður einhverra karla utan af landi. Þann- ig að það er um að gera að taka þetta allt á léttum nótum.“ Grasasnar ætla að halda útgáfu- teiti í byrjun desember í Fossatúni þar sem Steinar er staðarhaldari. Þá er stefnt að útgáfutónleikum í jan- úar og frekara tónleikahaldi á nýju ári á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Ekki heimilisiðnaður ein- hverra karla utan af landi  Til í tuskið er fyrsta stopp á vegferð Grasasna Grasasnarnir Steinar Berg, Sigurþór Kristjánsson, Gunnar Ringsted og Halldór Hólm Kristjánsson sitja þröngt en sáttir í gömlum Land Rover.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.