Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 SKÁLHOLTSÚTGÁFAN www.skalholtsutgafan.is · Sími: 528 4200 Hvað viltu, veröld? og Leit og svör er heiti pistla eftir Sigurbjörn Einarsson biskup, sem birtust í Morgunblaðinu vikulega á þriggja ára tímabili, árin 2007-2009. Pistlarnir vöktu mikla athygli. Hér birtast þeir á bók ásamt fleira efni, þar á meðal hugleiðingum hans um ellina. Einnig má lesa hér síðustu prédikun hans, sem hann flutti á Reykholtshátíð 2007. Kristnar íhuganir á hljóðbók innihalda fjórtán íhuganir með lestri Sigurbjörns biskups frá 1996. Ennfremur er komin út á hljóðbók lestur Sigurbjörns á bók sinni, Af hverju, afi? Þar les hann fyrir börn sem hlakka til jólanna. Bókin fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, í verslunum Eymundsson, Hagkaup og víða um land. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það er ekkert sem bendir til þess fyrirfram að nýr Landspítali sem er á teikniborðinu fari ekki fram úr kostn- aðaráætlun,“ segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykja- vík. Hann hefur unnið að rann- sóknum á opinberum framkvæmdum um langa hríð, hvernig þær eru und- irbúnar, áætlanagerð o.fl. Hann er í hópi fræðimanna sem hafa gagnrýnt vinnubrögðin við nýja Landspítalann og benda á að sitthvað megi betur fara. 50 ára gömul vinnubrögð „Það besta við vönduð vinnu- brögð er að allir græða og enginn tapar til lengri tíma litið. Þegar gerð er kostnaðaráætlun vegna stórra verkefna verðum við að búa til sviðs- myndir þar sem reiknað er út eins ít- arlega og kostur er hvað gæti komið fyrir; allt frá verstu mögulegu nið- urstöðu til hinnar bestu,“ segir Þórð- ur Víkingur. Hann segir að í áætlanir eigi að taka með samfélagsnytjar, núvirði fjárfestingarinnar, félagsleg áhrif, fagurfræði, umhverfismál og ekki síst áhættu. Mikilvægt sé að valkostinn sem taka á ákvörðun um eigi að bera sam- an við þann valkost að fara ekki út í framkvæmdina sjálfa. „Þarna er það ekki gert að því er best verður séð. Kostnaðaráætlunin sem ég hef séð sver sig í ætt við áætlunargerð sem ég hélt satt best að segja að heyrði sögunni til. Það er reiknuð út ein tala fyrir margra tuga milljarða verkefni og meira en hundrað þúsund fer- metra byggingu á erfiðum bygging- arstað í hjarta Reykjavíkur.“ Hann spyr hvernig menn geti það og ennfremur setur hann spurn- ingarmerki við 15% óvissukostnað sem bætt er við og veltir fyrir sér hvaðan þessi 15% komi. „Eru þau fundin með vönduðum greiningum eða er þetta ágiskun? Þetta líkist óneitanlega vinnubrögðum sem tíðk- uðust fyrir 50 árum,“ segir Þórður. Hann bendir á að margoft hefur verið sýnt fram á að besta leiðin til að gera áætlun sé sú að hugsa fyrst og fremst um það sem getur farið úr- skeiðis, frekar en að ímynda sér að allt fari á besta hugsanlega veg. Þórð- ur Víkingur fullyrðir að ef gengið er út frá að allt fari á besta veg muni slíkt aldrei ganga upp. Og bendir á „að ef það myndi misfarast, sem við vonum að gerist ekki, þá myndi þetta hafa gríðarleg áhrif á þjóðarbúskapinn. Hefur virki- lega enginn reiknað út hvaða áhrif það hefur á þjóðarbúskapinn ef þetta mannvirki reynist vera dæmigerð op- inber framkvæmd?“ spyr Þórður Víkingur og vísar til fyrrgreindra rannsókna sem sýna fram á að níu af hverjum tíu opinberum fram- kvæmdum fara fram úr kostnaðar- áætlun. Uppsagnir og dýr Landspítali „Svo er það annað; óskylt en skylt þó. Ég var að lesa um uppsagnir hjúkrunarfræðinga. Þetta hlýtur líka alltaf að vera spurning um hvernig við forgangsröðum sem hlýtur að vera efst á blaði þegar stórar ákvarð- anir eru teknar fyrir hönd almenn- ings. Heilbrigðiskerfið hangir á blá- þræði en samt er verið að tala um að fara út í framkvæmdir þar sem fyrsti áfangi kostar 45 milljarða og annar áfangi líklega mun meira,“ segir Þórður Víkingur. Nýr Landspítali fram úr kostnaðaráætlun? Morgunblaðið/ÞÖK Landspítali - háskólasjúkrahús Áætlað er að fyrsti áfangi í byggingunni komi til með að kosta 45 milljarða.  Fátt bendir til annars en að nýi Landspítalinn fari fram úr kostnaðaráætlun  Undirbúningurinn ekki talinn góður Framúrkeyrsla » Níu af hverjum tíu opin- berum framkvæmdum síðustu áratuga hafa ratað í vandræði, sem að stórum hluta til má rekja til undirbúningsins. » Hefur virkilega enginn reiknað út hvaða áhrif það hef- ur á þjóðarbúskapinn ef þetta mannvirki reynist vera dæmi- gerð opinber framkvæmd? „Ég hef skoðað stærri opinber verkefni síðustu áratuga og þær athuganir benda til að níu af hverjum tíu opinber- um verkefnum rati í veruleg vandræði sem að stórum hluta má rekja til þess hvernig þau eru undirbúin. Það sem er sorglegt við þetta allt saman, hvort sem verkefnið heitir Vaðlaheiðargöng, Orku- veitan, Harpan, eða eitthvað annað, er að þetta er algjör óþarfi. Það eru til að- ferðir og verklag sem er til þess fallið að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. Aðrar þjóðir hafa gert sér grein fyrir vandanum og brugðist við en ekki við að mínum dómi þrátt fyrir fögur fyrirheit,“ segir Þórður Víkingur. Hann segir að hluti vandamálsins sé að fólk taki meiri áhættu þegar það ráðstafar fé annarra án þess að sæta sjálft ábyrgð ef illa fer. Lausnin er meðal annars að inn- leiða aðferðir til að takmarka þessa áhættu, að mati Þórðar Víkings. „Mér hefur stundum dottið í hug að banna ætti vonda áætlunargerð með lögum.“ Hann hefur meðal annars farið skriflega fram á að fá upplýsingar frá verkefnisstjórninni um þær aðferðir sem notaðar voru við ákvörðunartöku og áætlunargerð vegna þessarar framkvæmdar en því hefur ekki verið svarað. „Það sem þó er hægt að ráða af fyrirliggjandi gögnum gefur engin sérstök fyrirheit um að þetta verkefni skeri sig úr öðrum stórum opinberum framkvæmdum, þrátt fyrir að vera eitt stærsta og vandasamasta fjárfestinga- verkefni Íslandssögunnar.“ Þórður Víkingur segir að leiðin fram á við sé að end- urbæta verulega kröfur um ákvörðunartöku og áætl- unargerð vegna opinberra verkefna. Hann tekur sem dæmi að ekki sé að finna greinargóða rannsóknir á áhættu vegna LSH. „Ég finn ekkert sem hönd á festir um það, sem er með ólíkindum,“ segir Þórður Víkingur. Vildi helst banna vonda áætlunargerð „EITT STÆRSTA OG VANDASAMASTA FJÁRFESTINGAVERKEFNI ÍSLANDSSÖGUNNAR“ Þórður Víkingur Friðgeirsson Myndlistarkonan Sossa verður um helgina með ár- legt jólaboð á vinnustofu sinni á Mánagötu 1 í Kefla- vík. Að þessu sinni verður hún einnig með þrjá gesta- listamenn. Halla Bogadóttir verður með sérhannaða skartgripi sína en hún hefur ekki sýnt í mörg ár. Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður sýnir nokkur verka sinna en hún hefur að mestu starfað erlendis. Tónlist- armaðurinn Svavar Knútur Kristinsson mun síðan spila fyrir gesti kl. 16 á morgun, laugardag. Vinnu- stofan verður opin bæði laugardag og sunnudag frá kl. 15-20. „Þetta er sami hópur og sýndi á vinnustofu minni í Kaupmannahöfn á síðustu menningarnótt þar í borg,“ segir Sossa en sjálf verður hún með til sýnis 32 myndir sem hafa verið málaðar í ár. Undanfarin ár hefur hún aðallega sýnt í Danmörku en jólaboðið í Keflavík er árlegt, sem fyrr segir, og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Síðustu mánuði hafa handarmeiðsli komið í veg fyrir list- málun en Sossa vonast til að komast á skrið sem fyrst í listsköpuninni. Árlegt jólaboð Sossu um helgina Sossa Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.