Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Fegurð Sumir Íslendingar kunna best við sig í erlendum stórborgum á aðventunni en á sama tíma liggur leið útlendinga að Dyrhólaey til að njóta útsýnisins til dansandi hafs og himins. RAX Nú liggja fyrir Al- þingi ný lög um nátt- úruvernd. Víst er að þar er margt gott að finna og ásetningur vafalaust góður. Und- irritaður hefur í áratugi ferðast um landið á flesta þá vegu sem hægt er eins og í gönguferðum, skíða- ferðum, hjólaferðum og á ýmsum flokkum öku- tækja og verið við fararstjórn í fjölda ferða. Þegar nýju lögin eru lesin er rauði þráðurinn sá að taka það fyr- irkomulag sem nú er við lýði alfarið úr sambandi. Nota á nýjan kortagrunn sem fjarri því er tilbúinn og nota hann sem stjórntæki fyrir þá vegi og veg- slóða sem má fara um. Á mannamáli á sem sagt að loka öllum vegum og slóð- um öðrum en þeim sem umhverf- isráðherra vill hafa opna og þessi ólög eiga að taka gildi 1. júlí á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir landvörðum eiga þeir að fá nánast lögregluvald. Við sem höfum ferðast á hálendinu höfum fengið að kynnast þeim öfgum sem þessa annars ágætu landverði prýða marga hverja. Fyrirfram verð- ur ákveðið hvar og hvernig megi gista og til dæmis má ekki lengur leggja tjaldvagni á afviknum stað. Nei, tjald- vagninn minn verður að vera á þeim stað sem umhverfisráðherra hugnast. Úr samhengi er tekinn akstur utan vega við akstur á veg- slóðum. Ef ekið verður eftir vegslóða sem ekki er merktur í korta- grunninum verður litið á þann akstur sem akst- ur utan vega. Hvernig hægt verður fyrir ferða- þjónustur, bændur og almennt ferðafólk að nota vegi og vegslóða er vandséð og ef villst verður inn á slóða eru viðurlög 350 þúsund krónur eða fangelsi allt að fjórum árum. Ég er alls ekki að mæla akstri utan vega bót, síður en svo og ég stöðva slíkan akstur sjálfur ef ég get eins og gömlum skála- og landverði sæmir. Í mínum huga er þessi hluti lag- anna hrein ólög og aðför að ferða- frelsi mínu og þar með lífsgæðum mínum og fjölskyldu minnar sem er- um upp um fjöll og firnindi í frítímum okkar. Eftir Halldór Jón Theódórsson Halldór Jón Theódórsson Höfundur er bifvélavirki í Reykjavík. Ný náttúruvernd- arlög á villigötum »Á mannamáli á sem sagt að loka öllum vegum og slóðum öðrum en þeim sem umhverf- isráðherra vill hafa opna og þessi ólög eiga að taka gildi 1. júlí á næsta ári. Það vakti athygli nýverið þegar slökkvi- liðsstjórinn í Reykja- vík upplýsti að vistun sjúklinga á göngum Landspítalans stang- ast á við brunavarn- arreglur og skapar hættuástand á sjúkra- húsinu. Starfsfólk spítalans var ánægt með að einhver ábyrg- ur aðili skyldi loksins gera at- hugasemdir við þetta ófremdar- ástand sem ógnar öryggi og er niðurlægjandi fyrir þá sem þetta þurfa að þola. En hver ber ábyrgð á þessu? Frá því nokkru fyrir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 hefur verið stöðug aðhalds- og sparnaðarstefna í sjúkrahúsþjón- ustunni. Á þenslutímum var krafist sparnaðar í heilbrigðisþjónustunni vegna þenslu á öðrum sviðum efna- hagslífsins. Fyrstu 8 ár eftir sam- einingu sjúkrahúsanna héldust út- gjöld til LSH nokkuð óbreytt en legurýmum hélt áfram að fækka. Legurúmum á sjúkrahúsum höf- uðborgarsvæðisins hefur fækkað um meira en helming á síðustu 20 árum. Við þetta bætist að eftir bankahrunið hefur verið knúinn fram niðurskurður sem svarar til 23% af fjárveitingum til LSH. Framkvæmdastjórn spítalans og núverandi forstjóri hafa staðið sig afar vel í að fylgja fyrirmælum ráðherra og Alþingis um þennan nið- urskurð. Afleiðing- arnar eru að koma skýrt í ljós. Tækjakostur er úr sér genginn eftir ára- langt fjársvelti. Hús- næði er víða ábótavant og langvinn þrengsli eru á deildum. Álag á bráðadeildir hefur aldrei verið meira og krafan um af- köst að verða óhófleg. Starfs- ánægja er í lágmarki eins og glöggt hefur komið fram í könn- unum og er sama hvort litið er til unglækna, sérfræðilækna, hjúkr- unarfræðinga eða annars starfs- fólks. Starfsfólk spítalans er upp- gefið á skeytingarleysi yfirvalda um ástandið á spítalanum. Land- spítalinn er því miður ekki einn um þetta, því að ástandið er svipað á öðrum sjúkrastofnunum í landinu. Það er dapurlegt fyrir fagfólk sem hefur starfað í áratugi við heil- brigðisþjónustuna að horfa upp á þessa neikvæðu þróun. Lausnirnar eru heldur ekki langt undan. Opn- un deilda sem nú eru lokaðar, auk- ið fé til tækjakaupa og lausn á vist- unarvanda aldraðra mundi stórbæta ástandið á skömmum tíma. Á síðustu árum hafa verið gerðar breytingar á lögum um heilbrigð- isþjónustu sem efla verulega völd ráðherra. Nú eru allir forstjórar sjúkrastofnana í landinu ráðnir beinni ráðningu af ráðherra. Stjórnir þessara stofnana sem áður komu fram fyrir hönd þeirra og höfðu eftirlit með starfseminni hafa verið lagðar niður og forstjórarnir og ráðherra eru einráðir um gang mála. Forstjórar sjúkrastofnana hafa undir þessum kringumstæðum fyrst og fremst hag af því að halda góðu sambandi við ráðherra hvað svo sem á gengur með starfsemina. Efast má um skynsemi þessara breytinga í ljósi þess sem orðið hefur. Heilbrigðisþjónustan er komin á bjargbrúnina og það er vegna trún- aðar starfsfólksins við sjúklingana sem hún hjarir ennþá réttum meg- in. Heilbrigðisyfirvöld bera ábyrgð á sjúkrahúsþjónustunni í landinu og framkvæmdastjórn LSH á rekstri hans. Þessir aðilar verða að fara að horfast í augu við það hættuástand sem blasir við. Eftir Stein Jónsson » Legurúmum á sjúkrahúsum höf- uðborgarsvæðisins hefur fækkað um meira en helming á síðustu 20 árum. Steinn Jónsson Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hvers vegna liggja sjúklingar á göngum Landspítalans?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.