Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Ákvörðun evr- ópskra leiðtoga um að koma á fót sameig- inlegum evrópskum markaði eftir harm- leik síðari heimsstyrj- aldar var hárrétt. Markmiðið var að efla viðskipti og koma í veg fyrir stríð milli Þjóðverja og Frakka. Og það hefur vissu- lega verið nokkurs konar friður í Evrópu þótt þakka beri Nató fremur en Evrópusam- bandinu. Báðar þessar stofnanir gerðu kleift að sameina Þýskaland og koma á lýðræði í A-Evrópu í kjölfar hruns Berlínarmúrsins. Ákvörðun um að veita Evrópu- sambandinu friðarverðlaun Nóbels hefur með réttu verið gagnrýnd. Bob Crowe, leiðtogi flutn- ingaverkamanna í Bretlandi, segir ákvörðunina kaldhæðnislega. ESB hegði sér eins og nýlenduherra í Grikklandi, Spáni, Portúgal og víð- ar. Crowe segir að stefna ESB um að halda á floti dauðvona gjald- miðli hafi valdið kreppu, atvinnu- leysi og meti sjálfsvíga. Í grein í Irish Times í október síðastliðnum tók Stephen Fitzpat- rick í sama streng: „Ég vil ekki sýnast vanþakklátur fyrir 1/500 milljónustu hlutdeild í frið- arverðlaunum Nóbels. Heilli heimsálfu hafa verið veitt frið- arverðlaun Nóbels. Ég sting upp á Suðurskautslandinu sem aldrei hefur verið heimsveldi né staðið fyrir innrás, hvað þá þrælahaldi. Á Suðurskautslandinu ríkir ekki fá- tækt. Þar eru mestu lífsgæði ver- aldar, nánast allir íbúar eru með háskólapróf … Leitt með veðrið.“ Breska þjóðin aldrei spurð um þróun Evrópu Þótt evrópskir leiðtogar hafi haft góðar og gildar ástæður til samvinnu þá megum við ekki fylgja þróun mála í blindni. Það er tími til kominn að skoða stöðu mála á gagnrýninn hátt. Sú Evr- ópa sem Bretland gekk til liðs við árið 1973 hefur færst frá sameig- inlegum markaði í efnahags- samstarf og þaðan Evrópusam- band sem stefnir haðbyri í átt að stórríki með eigin mynt. Breska þjóðin hefur aldrei verið spurð um þessa þróun mála. Það er rangt, það er andlýðræðislegt. Lýðræði er of dýrmætt til að glata. Þeir segja að ekki sé hægt að halda úti evru nema með sameig- inlegri fjárlagastjórn sem kalli á nánari samruna. Niðurstaðan verð- ur evrópskt stórríki. Við Bretar vorum afar heppnir að halda okkur frá evru. Mörg okkar, sem tókum afstöðu gegn evrunni, voru atyrt. Í besta falli vorum við sögð slæmir Evrópubúar. Hugmyndir um evr- ópskt stórríki með evru, sameig- inlegar varnir og öryggisstefnu kunna að henta upprunaþjóðunum sex; Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg en þær ganga ekki upp fyrir Evrópu í heild. Bretland á alls ekki heima í evrópsku stórríki. Samt heldur pólitísk elíta áfram með „verkefni“ sitt og leitar ekki eftir lýðræð- islegu umboði. Þegar Bretland gekk í Evrópu- bandalagið árið 1973 var þjóðinni sagt að einvörðungu væri um við- skiptabandalag að ræða. Evrópu- sambandið er miklu meira í dag og stefnir hraðbyri að stórríki. Við áttum ekki kost á að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1973 en tveimur árum síðar var þjóðin beðin að samþykkja gjörninginn. Sagt var að einvörðungu væri um viðskiptabandalag að ræða; of snemmt væri að meta árangur að- ildar. Þrátt fyrir öll umskiptin og alla sáttmála Evrópusambandsins í tæp 40 ár hefur breska þjóðin aldrei verið spurð álits um þróun mála í Evrópu. Vart nokkur Breti styður land- búnaðarstefnu ESB. Sjávarútvegsstefna ESB var bútasaumuð skömmu áður en við gengum í bandalagið og gaf öðrum ríkjum aðgang að fiskistofn- um okkar. Síðan þá hafa um eitt hundrað þúsund störf glatast í breskum sjávarútvegi. Litlir Evrópumenn fremur en alþjóðasinnar Líkt og Ísland er Bretland á jaðri Evrópu. Við höfum alltaf nýtt okkur þá staðreynd til þess að byggja upp viðskipti til allra átta. Við yfirgáfum Samveldið og nú er svo komið að aðild beinlínis heldur aftur af breskum viðskiptum. Árið 2009 fluttum við út meira til Ír- lands en til Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og S-Afríku til samans. Getur það talist eðlilegt? Sjóndeildarhringur okkar ein- skorðast við evrópska nágranna. Við höfum vanrækt heimsmarkað. Við erum orðnir litlir Evrópumenn í stað alþjóðasinna sem líta til allra átta. Vaxandi gremja er meðal landa minna vegna kostnaðar við Evr- ópusambandið. Framlag okkar til Brussel er 12 milljarðar evra (tæp- lega tvö þúsund milljarðar ís- lenskra króna) en við fáum til baka sex milljarða (tæplega þúsund milljarða króna). Enn einu sinni biður fram- kvæmdastjórnin um auknar fjár- veitingar, 6,8% fyrir árið 2013 á sama tíma og allar þjóðir, þar á meðal Bretland, standa að blóð- ugum niðurskurði. Það er hneyskli að Brussel skuli líta svo á að ESB sé eina stofnunin sem ekki þurfi að skera niður og það þótt endur- skoðendur hafi neitað að skrifa upp á reikninga sambandsins í 18 ár samfleytt. Lýðræði er of dýr- mætt til að glata. Það er svo dýrmætt að við vilj- um endurheimta okkar lýðræði og verða óháð útblásnu búrókratí sem kallar sig Evrópusambandið Við erum orðnir litlir Evrópumenn Eftir Kate Hoey » Fólk sem ann lýð- ræði verður að taka upp baráttu gegn Brussel-maskínunni. Kate Hoey Höfundur er þingkona Verkamanna- flokksins fyrir Vauxhall í London. KORTIÐ GILDIRTIL 31. janúar 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN ALLT KLÁRT FYRIR ÞÍNA HEIMSÓKN! MOGGAKLÚBBURINN 30% AFSLÁTTUR AF JÓLAGJAFABRÉFI FOSSHÓTELA TIL 23. DESEMBER 2012 Jólagjafabréf Fosshótela – vinaleg gjöf sem gleður Jólagjafabréfið gildir á öllum Fosshótelunum og innifelur tvær nætur í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði fyrir tvo og þriggja rétta kvöldverði fyrir tvo annað kvöldið. Hægt er að kaupa jólagjafabréfið á skrifstofu Fosshótela, Sigtúni 38 (inni á Grand Hótel) með framvísun Moggaklúbbkortsins. Einnig má hringja í síma 562 4000 og greiða með símgreiðslu og fá bréfið sent í pósti. Þá þarf að gefa upp kennitölu áskrifenda. ATH. Jólagjafabréfin gilda til 31.12.2013 en gilda ekki í júlí og ágúst. Skrifstofa Fosshótela er opin frá kl. 9-17 alla virka daga. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Almennt verð: 34.800 kr. Moggaklúbbsverð: 24.900 kr. Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á mbl.is/postlisti. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.