Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Laufabrauðsútskurður er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra ís- lenskra fjölskyldna. Í Viðey verður þessi skemmtilega og þjóðlega hefð kynnt nýgræðingum með sérstökum laufabrauðsdegi sunnudaginn 9. des- ember næstkomandi. Er reynt út- skurðarfólk hvatt til að taka þátt í þessum skemmtilega degi og miðla reynslu sinni. Að koma í Viðeyjarstofu og skera út laufabrauð við kertaljós er svolítið eins og að stíga aftur í tímann og verður þar í boði laufabrauð bakað eft- ir aldargamalli uppskrift. En í upphafi dags munu laufabrauðssérfræðing- arnir frá Ekta brauði kynna helstu hefðir sem tengjast laufabrauðum og koma gestum af stað í metnaðarfullan útskurð. Þau munu síðan aðstoða og leiðbeina gestum yfir daginn. Í boði eru þrír misstórir laufa- brauðspakkar: Eitt laufabrauð í öskju á 500 kr., fimm laufabrauð í öskju á 1.000 kr. og tíu laufabrauð í öskju á 1.500 kr. Gestir eru hvattir til að taka með sér laufabrauðsjárn og hnífa til út- skurðar þó einnig verði áhöld á staðn- um. Listaverkakokkurinn Friðgeir Ingi hjá Gallery Restaurant / Viðeyjarstofu mun standa vaktina við steikarpottinn og sjá til þess að gestir fari heim með gómsæt listaverk. Einnig er í boði allar helgar í Viðeyjarstofu að skreyta fal- legar piparkökur. Mælst er til þess að þátttakendur skrái sig til leiks með því að bóka far með ferjunni. Bókanir ber- ist í síma 555 3565 eða með tölvu- pósti á videy@elding.is. Laufabrauðsdagur í Viðey Útskurður við kertaljós Velferðarsjóður íslenskra barna og Kiwanisklúbb- urinn Elliði veittu nýverið styrki til Menningar- miðstöðvarinnar Gerðu- bergs og Barna- og ung- lingadeildar Landspítalans til end- urhönnunar og uppsetn- ingar á sýningunni Orm- urinn ógnarlangi – Söguheimur norrænnar goðafræði. Sýningin verður sett upp í hús- næði BUGL við Dalbraut. Endurhönnun sýning- arinnar gengur út á að láta sýningargripi og aðra umgjörð falla að daglegu vinnu- og leikumhverfi barna, foreldra og starfs- fólks á BUGL. Þau munu geta hreiðrað um sig á afmörkuðum svæðum, leikið sér og lifað sig inn í sögurnar sem vísað er í. Goðafræðin er óþrjótandi efnivið- ur fyrir starfsfólk að vinna með börnunum á skapandi og skemmtilegan hátt auk þess sem sýningin skapar hlýleika og stemningu í umhverfi spítalans. Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarkona hannaði sýninguna að beiðni Gerðubergs árið 2010 og vakti sýningin mikla lukku meðal sýningargesta og sló aðsóknarmet. Með þessu samstarfsverkefni vonast starfsfólk Gerðubergs til að geta lagt sitt af mörkum til að færa meira líf og liti inn í daglegt líf barna sem þurfa á miklum stuðningi að halda. Ormurinn ógnarlangi flytur úr Gerðubergi Hlýleiki og stemning fyrir börn sem þarfnast stuðnings Flutningar Ormurinn mun hringa sig á nýjum stað von bráðar. Morgunblaðið/Golli Nemendur Sveinbjörn, Ásgerður Fríða og Arna Rut virðast nokkuð ánægð með stólana sem þau smíðuðu. inum frá 18 ára og upp í sjötugt. Í hópnum er að finna stúdent í stærðfræði, tækniteiknara og allt þar á milli. Þau Arna Rut, Ásgerð- ur Fríða Vigfúsdóttir og Sveinbjörn segja hópinn hafa smollið saman og Ásgerður Fríða líkir smíðaverk- stæðinu við litla kommúnu. Við deildina starfa reyndir kennarar og nefna þau sérstaklega þá Magnús og Skjöld en Magnús er hafsjór af fróðleik er varðar alla hús- gagnasmíði og viðgerðir. „Það er frábært að læra hjá fólki sem er með svona margar hugmyndir og úrræði og líka að sjá svona kappa vinna,“ segir Ásgerður Fríða. Sethúsgögn í úrvali Borð og stólar voru áberandi í verkefnum nemenda á þessari önn en þeir áttu að smíða sethúsgögn annars vegar og hins vegar að smíða úr plötu í bland við gegn- heilan við. En æskilegt var að það húsgagn yrði annað hvort með skáp eða skúffu. Ásgerður Fríða var ákveðin í hafa sinn stól með formbeygðri setu og baki. „Stólbakið er spónlagt og ég vildi hafa stólinn gleiðan. Hann er útfærður eftir minni hugmynd og ég er ánægð með útkomuna. Ég bjóst alveg eins við að fara eitthvað út af sporinu í ferlinu sem þó gerð- ist ekki. Ég var meira að segja búin að ákveða fyrirfram að nafnið á stólnum yrði Dé-ið. Skápinn sem ég gerði vildi ég hafa einfaldan og vildi gera húsgagn sem þyrfti ekki endilega að standa upp við vegg. Hvort tveggja gerði ég úr hnotu,“ segir Ás- gerður Fríða og bætir við að skúffan hafi verið ákveðin áskorun. „Maður fyllist þráhyggju af því að geirnegla, það er erfitt að byrja, gaman að gera en erfitt að klára því maður ætlar alltaf að gera betur og betur,“ segir Ásgerður Fríða. Arna Rut gerði bólstraðan stól að fyrirmynd danska hús- gagnahönnuðarins Hans Wegner og smíðaði hann eftir mynd af álíka stól. „Ég valdi mér að smíða stól sem mig langaði í og var gerlegt fyrir mig að smíða en sem ég hafði ekki efni á að kaupa mér sjálf. Stóllinn lítur út fyrir að vera ein- faldur en er það alls ekki og ég hef lært mest í öllu náminu á því að smíða þennan stól. Sófaborðið er mín hönnun og byggt í kringum skúffu sem var skylduverkefni. Hvort tveggja smíðaði ég úr ma- honý,“ segir Arna Rut. Sveinbjörn valdi sér að smíða þau húsgögn sem hann vantaði helst á heimilið. „Mig langaði í ruggustól og átti ekkert almennilegt sófaborð svo að ég smíðaði þetta tvennt úr mahoný,“ segir Sigurbjörn. Sameiginlegt verkstæði Þau Arna Rut, Ásgerður Fríða og Sveinbjörn segja nám í hús- gagnasmíði hafa tekið kipp á ný eftir að hafa dalað nokkuð í góð- ærinu. Þá verði námið sífellt vinsælla hjá konum. Helstu vandkvæði nem- enda eru að erfitt er að komast á samning hjá meistara. Án þess geta nemendur ekki tekið sveinspróf og eru þá ekki fullgildir til að vinna á verkstæðum. Reynt hefur verið að bæta úr þessu með styrkjum til meistara sem taka að sér nema. Þetta hefur þó enn sem komið er borið lítinn árangur og er aðeins einn nemi á lokaári kominn á slíkan samning. Í framtíðinni myndu Arna Rut, Ásgerður Fríða og Sveinbjörn helst vilja starfa á litlu verkstæði þar sem fólk vinnur saman en þó að ólíkum hugmyndum. „Ég vildi geta komið hug- myndum mínum í verk og geta framkvæmt þær sjálfur. Þetta nám er frábært tækifæri til að koma hugmyndum í kollinum í framkvæmd og sameinar margt,“ segir Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir. „Ég fór í þetta nám til að bæta upp það sem ekki er kennt í Listaháskólanum enda unnið mikið með hugmyndir þar en ekki að koma þeim í verk. Mér fannst það styrkur að geta fram- leitt mína eigin hönnun og finnst skemmtilegra að geta fylgt hug- myndinni eftir,“ segir Arna Rut Þorleifsdóttir með BA í vöru- hönnun frá Listaháskóla Íslands. „Ég fór í húsgagnasmíði úr því að starfa í byggingarvinnu. Mér fannst þetta nám hljóma meira spennandi en húsasmíði og það hefur reynst svo. Námið er mjög skemmtilegt og maður lærir al- veg helling,“ segir Sveinbjörn Sveinsson. Hugmynd í framkvæmd HÚSGAGNASMÍÐANEMAR Verkefni Skemmtilega gamaldags stóll. Season favourite! Push-up brjóstahaldari, 1995,–

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.