Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Þessa dagana sitja menntaskóla- og háskólanemar sveittir yfir skólabók- unum. Sumir eru búnir seint og þá ekki margir dagar til stefnu til að kaupa gjafir handa fjölskyldu og vin- um. Auk þess er kannski ekki mikið eftir í sparibauknum. Þá er um að gera að búa til fallegar gjafir sjálfur úr einföldu hráefni. Tómar flöskur geta orðið að kertastjaka með fallegu jólakerti og köngla og ávexti má lita og úða til að búa til jólaskraut handa ömmu og afa. Nú er bara að bretta upp ermar og njóta þess að gera eitt- hvað jólalegt eftir prófin. Vefsíðan pinterest.com/goodhousemag/diy-christmas-crafts Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólaföndur Margt fallegt er hægt að búa til sjálfur í jólapakkann. Persónulegt í jólapakkann Tólf nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands sýna um helgina í Nýlistasafninu afrakstur 15 vikna námskeiðs um tímatengda miðla. Á námskeiðinu var unnið með kvik- myndatækni, gjörninga, hljóð- og myndbandsverk og allt sem talist getur til tímatengdra miðla. Það má lengi velta fyrir sér hvað afmarkar tímatengda list frá annarri. Er það allt sem á sér upphaf og endi og ein- hverskonar miðju, er miðjan í ferlinu verkið sjálft? Verk sem einungis er til á meðan það er framkvæmt. Eitthvað sem er orðið í núinu, var ekki áður og verður ekki til eftir á. Nemendurnir nálgast viðfangsefnið á fjölbreyti- legan máta en sýningin er opin al- menningi frá fimmtudegi til sunnu- dags 7. - 9. desember. Endilega… …kíkið við í Nýlistasafninu Sýning Fjölbreytt nálgun nemenda nýtur sín í verkunum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Aðventan er svo kærkomintími þegar sólin er lægstá lofti og kuldinn nístirinn að beini. Það er ekki margt sem kallar fram jólastressið enda er ég farin að venja mig á að vera helst búin að kaupa jólagjafir áður en desembermánuður gengur í garð. Smákökusortirnar þurfa ekki að vera margar og eru stund- um engar. Mér er nokkuð sama þó að það sé óskipulag í skápunum hjá mér og ég komist ekki í jóla- klippinguna. Það er samt alltaf eitt sem kall- ar fram kvíðahnút í magann á að- ventunni. Blessaðir pakkaleikirnir í saumaklúbbnum, mömmu- klúbbnum, vinahópnum, vinnunni, barnabingóinu, fjölskylduboðinu á jólunum og ég veit ekki hvað og hvað. Það má bara kosta 500 krónur, 1000 krónur, 2000 krónur. Það er alveg sama hver upphæðin er, mér tekst alltaf að kaupa gjöf sem þiggjandinn setur upp kurteisissvip yfir og hvíslar ósannfærandi; En frábært, takk fyr- ir mig. Svo horfi ég á hvern pakkann tek- inn upp á fætur öðr- um þar sem váin fljúga og setningar eins og; Þetta get- ur ekki hafa kostað bara 1.000 krónur. Því- líkur snillingur sem fann þessa gjöf. Fyrir manneskju með keppnisskap getur verið mjög erfitt að sætta sig við að vera léleg í jólapakkaleikjum. Ég hef reynd- ar tekið eftir að þeir sem eru fær- astir í þessum kaupum eru jafnvel búnir að hugsa fyrir þessu með viku fyrirvara og hafa gert sér ferð í litla krúttlega verslun í gömlu húsi í Hafnarfirði á meðan ég hleyp inn í verslanir sem bjóða upp á sólarhring- sopnun, korteri áður en ég mæti í gleðina. Þá er ég í alvöru búin að vera að hugsa um hvað ég á að kaupa í tvo, þrjá daga. Fiska upp frestunaráráttu mína, kem mér ekki í að þræða handverksmark- aðina og renn svo út á tíma. Besta ráðið sem ég hef fyrir fólk í sömu stöðu og ég er að vera hissa og tala frekar mikið þegar ykkar pakki er opnaður. Ekki setja upp pók- erandlitið og þegja. Þá kemst upp um ykkur. »Fyrir manneskju meðkeppnisskap getur verið mjög erfitt að sætta sig við að vera léleg í jólapakkaleikjum. Heimur Signýjar Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is María Ólafsdóttir maria@mbl.is Á trésmíðaverkstæðinu í Tækniskólanum úir og grúir af ýmis konar tólum og tækjum. Það er notalegt andrúms- loft á verkstæðinu og góð viðarlykt í loftinu en nemendur á þriðju til fjórðu önn hafa nýlokið við stærsta verkefni annarinnar. Blaðamaður skrapp í heimsókn til að skoða af- raksturinn og spjalla við nokkra nemendur sem stunda nám í hús- gagnasmíði. Geirneglingar og vandvirkni Húsgagnasmíði er löggilt iðn- grein og er meðalnámstími fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygg- inga- og mannvirkjagreina. Í byrj- un er blandað saman stórum hópi fólks sem hyggur annað hvort á nám í húsgagna- eða húsasmíði. Nemendum eru þá kennd helstu grunnatriði í smíði eins og t.d. geir- neglingar. Eftir fyrstu önnina er hópnum síðan skipt upp og fer þá að mestu hvor í sína áttina en nem- endur á báðum brautum sameinast þó í áfanga í smíði glugga- og tré- stiga. Nemendur í húsgagnasmíði læra að spónleggja og einnig er nemendum kennd yfirborðs- meðhöndlun á húsgögnum. Þá taka nemendur líka áfanga í húsgagna- viðgerðum sem þau Arna Rut Þor- leifsdóttir, Ásgerður Fríða Vigfús- dóttir og Sveinbjörn Sveinsson húsgagnasmíðanemar segja skemmtilegan. Nemendum er gert að koma með húsgagn að heiman til að gera upp og segja þau marga hafa nýtt tækifærið til að koma með gamlan stól eða borð frá ömmu og afa. Arna Rut segir þau í raun vera á skemmtilegasta hluta námsins enda helstu skylduverk- efnum lokið og nemendur geta sjálfir ráðið sínum verkefnum. Lítil kommúna á verkstæðinu Nemendahópurinn er fjöl- breyttur en í honum er fólk á aldr- Geirnegling vekur þráhyggju Á smíðaverkstæði Tækniskólans una nemendur í húsgagnasmíði sér vel en nem- ar á þriðju og fjórðu önn hafa nýlokið við stærsta verkefni annarinnar. Eftir skylduverkefni fyrri anna hafa nemendur nú frjálsari hendur og smíða stóla, borð og skápa og sveif skemmtilega gamaldags andi yfir vötnum að þessu sinni. Sethúsgögn Þriðju og fjórðu annar nemendur smíðuðu þessa stóla. Sýning Stólarnir eru ýmist eftir eigin hönnun nemenda eða endurgerðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.