Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjölgun þrepa í virðisaukaskatti eykur hættuna á undan- skotun og flækir virðisaukaskattskerfið. Þetta álit Ríkis- skattstjóra kemur fram í umsögn hans til Alþingis um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum þar sem meðal annars er lagt til að virðisaukaskattur á gistingu verði hækkaður í 14% sem er nýtt þrep í virðisaukaskatts- kerfinu. Varar Ríkisskattstjóri eindregið við því að taka upp þriðja þrepið, raunar það fjórða því vara og þjónusta sem er undanþegin skattinum er fjórða þrepið. „Verði þessi breyting að lögum er augljós hætta á að að- ilar sem selja gistingu og fæði þannig að eitt verð innihaldi hvort tveggja, freistist í auknum mæli til þess að hnika til skattverðinu sér í vil, þ.e. að hækka verð fæðisins en lækka verð gistingarinnar á móti,“ segir í umsögn Ríkis- skattstjóra. Þarf sérstaka fjárveitingu vegna aukakostnaðar Þá bendir hann á að þessi fyrirætlun muni hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir atvinnulífið vegna uppgjörs- kerfa sem þurfi að forrita upp á nýtt. Þá muni Ríkisskatt- stjóri þurfa að leggja í mikinn kostnað og mannaflsfreka vinnu við að gera nauðsynlegar breytingar á tölvukerfum, eyðublöðum og verkferlum. Það eigi ekki eingöngu við um þau kerfi sem snúa að virðisaukaskatti heldur einnig tekjuskatti. Telur Ríkisskattstjóri að sérstaka fjárveit- ingu muni þurfa til að gera þessar breytingar. Aukin hætta á undanskotum  Ríkisskattstjóri varar eindregið við nýju virðisaukaskattsþrepi fyrir gistingu  Mikill kostnaður við breytingar tölvukerfa hjá atvinnulífinu og í skattkerfinu Gildistaka gagnrýnd » Vsk. á gistingu á að hækka 1. maí. Ríkisskattstjóri telur tímann til undirbúnings allt of skamman, bæði fyrir skatta- yfirvöld og rekstraraðila. » Þá flæki það skattafram- kvæmdina að hafa gildistök- una ekki við áramót. Það kalli á sérstakt uppgjör á næsta ári. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vísindamenn hafa ekki skýringar á ástæð- um þess að síld gengur á land og drepst í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar tóku sýni af dauðri síld í gær og í dag verður hitastig fjarðarins mælt. „Ég fylgdist með henni í yfirborðinu að keyra sig upp í fjöruna. Það var enginn há- hyrningur að reka hana upp núna,“ segir Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafró í Ólafsvík, sem fór í gær til að taka sýni. Hann segir að dauð síld sé á fjörum beggja vegna fjarðarins, mismikil þó. Telur hann að mest sé innarlega í firðinum að aust- anverðu og neðan við Eiði sem er vestan fjarðar. Hlynur segir erfitt að meta hversu mikið hafi drepist, telur þó að eðlilegra sé að telja það í tugum tonna en hundruðum. Undanfarin ár hafa mælst hundruð tonna af síld í Kolgrafarfirði. Farið verður með sýnin til greiningar hjá Hafró í Reykjavík árdegis í dag og jafnframt verður hiti mældur í firðinum. Hlynur segir ekkert að sjá á síldinni, að utanverðu. Heimamenn hafa velt því fyrir sér hvort veðuraðstæður valdi. Kuldinn geri síldina dasaða og hún hrekist á land. „Við höfum ekki skýringar í augnablik- inu,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofn- unarinnar. Hann segir að þetta hafi verið óvænt. Vitað sé að fjörurnar hafi verið hreinar í fyrradag og daginn þar á undan hafi bátur frá Hafró verið þarna við mæl- ingar. Þorsteinn vonast til að málið skýrist eitthvað í dag. Síldin syndir upp í fjöru Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Óvenjulegt Síld er á fjörum um allan Kolgrafarfjörð, mismikið eftir svæðum. Ekki hefur verið metið hversu mikið hefur drepist.  Dauð síld á fjörum um allan Kolgrafarfjörð  Vísindamenn hafa ekki skýringar á reiðum höndum  Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar tóku sýni til rannsóknar og hitastig fjarðarins verður mælt í dag Ekki var hætta á ferðum þegar fiskibáturinn Kári strandaði í Hvammsvík í Hvalfirði í gærkvöldi. Tveir menn voru um borð í bátnum og sakaði þá ekki. Kallaðar voru út sjóbjörgunar- sveitir Slysavarnafélagsins Lands- bjargar í Reykjavík og á Akranesi og fóru þær til aðstoðar og ætluðu að draga bátinn á flot á flóði. Ekki tókst að losa bátinn og varð því að fresta aðgerðum þar til á háflóði kl. 6.45 nú í morgun. Þá ætlaði björg- unarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ásgrímur S. Björns- son, reyna að ná bátnum á flot á ný. Björgunarsveit stóð vakt í landi við strandstað í nótt. Aðstæður voru með besta móti og veður ágætt. Fiskibátur strand- aði í Hvammsvík Deiliskipulag fyrir Landspítalan við Hringbraut var samþykkt á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær. Engar breytingar voru gerðar á auglýstri tillögu. Skömmu áður hafði sveitarstjórnin í Kjósarhreppi samþykkt breytingar á svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins. Með afgreiðslu málsins hefur borgin afgreitt málið af sinni hálfu. Frestur til að skila inn athugasemdum vegna deiliskipulagstillagna rann út í september síð- astliðnum en yfir 800 athugasemdir bárust. Gerðar voru athugasemdir við skipulagið í heild sinni, bygg- ingarmagn, umhverfi, mengun og umferð. Gagnrýna meirihluta fyrir skort á samráði Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókun gegn fyrirhug- uðu byggingarmagni á Landspítalareitnum. Sérstak- lega var gagnrýnt að meirihluti virti að vettugi þær rúmlega 800 athugasemdir sem bárust vegna skipu- lagsins. Þá segir í bókuninni að meirihlutinn hafi eng- an vilja sýnt til samráðs og framkoma hans í málinu sé ótrúleg. Jafnframt segir að með afgreiðslu borgarstjórnar sé einstöku tækifæri glatað til að styrkja spítala- starfsemi með skynsamlegri uppbyggingu í sátt við eldri byggð og borgarþróun. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við spítalann á næsta ári. Þó á eftir að ganga frá fjármögnun spít- alans en upphaflega var stefnt að því að fara svokall- aða leiguleið. Nú er hinsvegar stefnt að því að bygg- ingin verði opinber ríkisframkvæmd. Deiliskipulagið samþykkt  Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn á móti tillögunni Morgunblaðið/ÞÖK Bygging Styr hefur staðið um deiliskipulag Landspítala. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Kaffivélar fyrir skrifstofur og mötuneyti Fyrir jól eða áramót Fullkomið kaffi, espresso, cappucicino eða latté macchiato með einni snertingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.