Morgunblaðið - 14.12.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.12.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Forsvarsmenn fyrirtækja, sem stunda ferðaþjónustu yfir Kjalveg, hafa tekið höndum saman um að vekja athygli stjórnvalda á slæmu ástandi Kjalvegar. Þeir hafa sent bréf til þingmanna og áttu fund með samgöngunefnd Alþingis þar sem þeir skýrðu sjónarmið sín. „Við sýndum þeim hugmyndir okkar um að gera úrbætur á Kjal- vegi upp á rúmar 300 milljónir króna. Þetta yrði ferðamannaveg- ur sem yrði fær miklu lengur á árinu en nú er. Vegurinn gæti einnig verið almannahagsmunamál sem væri hægt að ryðja hvenær sem er ef t.d. jarðskjálftar yrðu. Við vitum að það er ekki hægt að hafa malbikaðan veg þarna,“ segir Gunnar Guðjónsson sem rekur ferðaþjónustu á Hveravöllum. Ferðaþjónustumenn segja að ef engar úrbætur verða gerðar á veg- inum muni ferðaþjónusta ekki geta þrifist á þessum slóðum. Vegurinn yfir Kjöl var óvenju slæmur í sumar. Vegargerðina skortir fé til að halda honum við. Engin fjárveiting til framkvæmda á Kjalvegi er á samgönguáætlun til ársins 2014. „Grundvöllurinn fyrir að reka ferðaþjónustufyrirtæki á þessum stað, þegar engar samgöngur eru, er að hverfa,“ segir Gunnar. Hann segir ennfremur skjóta skökku við, að á sama tíma sé hvatt til þess að dreifa ferðamönn- um yfir landið. „Ef ekkert verður gert í því að bæta veginn á næstu árum endar það með því að það er ekki hægt að halda úti ferðaþjón- ustu á þessum stöðum,“ segir Gunnar. Páll Gíslason, rekstrarstjóri og einn eigenda Fannborgar við Kerl- „Við höfum komið þeim sjónar- miðum á framfæri við fjármála- ráðuneytið að við teljum alltof hratt farið í málinu. Það er ljóst að út- færslan liggur ekki fyrir og að menn hafa ekki náð landi í því hvernig á að framkvæma hana. Hugmyndin er að færa vöru- gjaldakerfið allt til tollstjóra en hluti þess hefur verið unninn af ríkisskattstjóra,“ segir Haraldur Jónsson, forstjóri heildsölunnar Innes, um nýjan sykurskatt. „Við erum komin mjög fram úr öðrum ríkjum hvað varðar neyslu- skatta, bæði tolla og vörugjöld. Stjórnvöld ganga langt í því að stýra neyslu fólks. Um leið gera þau skattaumhverfið ógagnsætt,“ segir Haraldur um áhrif skattsins. Mismunar samkeppnisaðilum „Við íhugum að kæra skattinn til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, á þeim grundvelli að hann mismuni innflytjendum annars vegar og inn- lendum framleiðendum hins veg- ar,“ segir Haraldur en innlendir framleiðendur munu geta fengið undanþágur frá því að greiða skatt af ónotaðri framleiðslu. Óseldir snúðar beri til dæmis ekki skattinn. Frumvarp þessa efnis liggur nú fyrir þinginu og stefnir ríkis- stjórnin að því að afla 960 milljóna króna með skattinum sem er til dæmis talið leiða til þess að verð á innfluttum kökum hækki um 10%. Haraldur var skipaður í starfs- hóp á vegum fjármálaráðuneytisins og var útnefndur af Samtökum verslunar og þjónustu í þá vinnu. Einfalda átti kerfið Hópurinn tók til starfa í sumar en í skipunarbréfi hópsins sagði að gera ætti tillögur að breytingum á vörugjöldum þannig að umgjörðin yrði einföld, sanngjörn og skilvirk og hlutlaus m.t.t. vöruvals. Þá var fulltrúum hópsins sagt að líta til manneldissjónarmiða. Haraldur segir breytingarnar þvert á móti flækja kerfið. baldura@mbl.is Útfærslan á sykurskattinum liggur ekki fyrir  Forstjóri Innes segir óvissu í málinu  Íhugar að kæra skattinn til ESA Morgunblaðið/Eggert Á jólum Smákökur verða dýrari. „Allt útlit er fyrir að kviknað hafi í út frá rafmagni í ísskáp,“ segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, um upptök brunans sem varð á Laugavegi 51 í síðustu viku. Rannsóknarmenn hjá tækni- deild lögreglunnar hafa útilokað að refsivert athæfi hafi leitt til brunans og segja eld hafa kviknað út frá ísskáp á annarri hæð húss- ins. Slökkviliðið bjargaði tveimur af efri hæðum hússins, m.a. var stigi lagður að þriðju hæð hússins þar sem annar aðilinn fór út um glugga. Enginn slasaðist alvarlega í brunanum. Allt bendir til að kviknað hafi í út frá ísskáp á Laugavegi Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í svokölluðu Aurum Holding-máli. Þeir ákærðu eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitn- is, og Bjarni Jóhannesson, viðskipta- stjóri Glitnis. Þeir Lárus og Magnús eru ákærð- ir fyrir umboðssvik og Jón Ásgeir og Bjarni eru ákærðir sem hlutdeildar- menn í málinu sem verður þingfest 7. janúar næstkomandi. Glitnir lánaði til kaupa FS38 á skartgripakeðju Aurum-málið má rekja til lánveit- inga Glitnis til félagsins FS38 vegna kaupa þess síðarnefnda á 30% hlut Fons, fjárfestingafélags Pálma Har- aldssonar í bresku skartgripakeðj- unni Aurum Holding Limited. Fé- lagið FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir Aurum-skartgripakeðj- una í maí árið 2008. Slitastjórn Glitnis hefur haldið því fram að greitt hafi verið margfalt yf- irverð fyrir skartgripakeðjuna og að í tengslum við söluna hafi miklir fjár- munir runnið til Pálma Haraldsson- ar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í upphafi ársins greindi Morgun- blaðið frá því að þrotabú FS38, dótt- urfélags Fons, væri eignalaust. Við sama tækifæri kom fram að lýstar kröfur í búið næmu 9,24 milljörðum íslenskra króna. Lykilmenn í Glitni ákærðir  Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Magnús Arngrímsson ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við Aurum-málið  Jón Ásgeir og Bjarni einnig ákærðir Aurum-málið » FS38, dótturfélag Fons greiddi sex milljarða fyrir Aur- um í maí 2008. » Upphæðin var fengin að láni hjá Glitni og var greidd út í einu lagi sumarið 2008. » Kröfur í bú FS38 námu 9,2 milljörðum í upphafi árs en bú- ið var þá eignalaust. „Með niðurskurði í viðhaldi og þjónustu við vegi hefur ekki einu sinni verið hægt að halda honum í horfinu með heflun og öðru slíku eins og við vildum gera. Það er von til þess að það verði bót á því á næsta ári því lík- legt er að við fáum rýmra fé til viðhalds á vegum. En það er ekki í augsýn að endurbyggja hann eða gera al- mennilegan veg yfir Kjöl. Þegar ekki er hægt að byggja slíka vegi upp þá verða þeir aldrei almennilegir,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og bætir við að veg- urinn yfir Kjöl hafi verið óvenju slæmur síðasta sumar. Á samgönguáætlun til ársins 2014 er hvorki gert ráð fyrir fjármagni til að gera endurbætur á veginum yfir Kjöl né að leggja nýjan veg. Líklega betra viðhald í sumar ENGAR ENDURBÆTUR Á KJALVEGI Á SAMGÖNGUÁÆTLUN ingarfjöll, segir að ef vegurinn væri betri, væri hægt að hafa °hann opinn mun lengur og það myndi lengja ferðaþjónustu- tímabilið. Bæði Páll og Gunnar sögðu það gera ferðaþjónustunni erfitt fyrir að ekki væri hægt að stóla á veg- inn á sumrin. Kjalvegur væri opn- aður ýmist í byrjun júní eða undir lok mánaðarins. „Þessir dagar eru ónýtir í sölu. Að vegurinn sé opn- aður seint stafar af því að Vega- gerðin hefur ekki fjármagn til að opna veginn en hún þarf að ryðja snjónum burt. Þegar líður á sum- arið og komið er fram í miðjan júlí er vegurinn orðinn eitt þvotta- bretti og rútufyrirtæki neita að keyra veginn því hann eyðileggur bílana,“ segir Páll. Í sumar tóku þeir sig til, ásamt öðrum, og ruddu snjó af veginum til að lengja ferðamannatímabilið. „Síðasta ár var mjög erfitt. Veg- urinn var nánast óökufær og kostnaðarsamt að gera út á þetta,“ segir Óskar Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sterna, sem rekur áætlunarbíla. Óskar segir að tals- vert tjón hafi orðið á bílum fyr- irtækisins þegar þeim var ekið yfir Kjalveg í sumar og úrbóta sé þörf ef halda eigi áfram að byggja upp staðinn fyrir ferðamennsku. „En áhugi ferðamanna á staðnum er mikill og hefur aukist um mörg prósent,“ segir Óskar. Vegurinn barn síns tíma Vegurinn yfir Kjöl var fyrst lagður árið 1934 af fólki sem var að leggja girðingu. „Miðað var við hvar komist var almennilega yfir hóla og hæðir. Síðan þá hefur hon- um ekki verið haldið við og er smátt og smátt að grafast niður,“ segir Páll. thorunn@mbl.is Kjalvegur Loftmyndir ehf. Hægt að laga Kjalveg fyrir 300 milljónir kr.  Vegurinn afar slæmur í sumar  Heftir ferðaþjónustu Hreinn Haraldsson Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.