Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Út er komin fram- kvæmdaskýrsla um- ferðaröryggisáætlunar stjórnvalda árið 2011. Að baki skýrslunni stendur samráðshópur umferðaröryggisáætl- unar sem hefur það hlutverk að gera starfs- og fram- kvæmdaáætlun á grundvelli umferð- aráætlunar, sam- kvæmt ályktun Alþingis. Samráðs- hópurinn er skipaður fulltrúum Umferðarstofu, Vegagerðarinnar, innanríkisráðuneytisins og rík- islögreglustjóra. Hér er ætlunin að stikla á stóru varðandi þau verk- efni sem stofnanir og embætti rík- isins unnu að á árinu 2011 á grundvelli umferðaröryggisáætl- unar stjórnvalda. Þessi samantekt nær aðeins til þeirra verkefna sem eru á umferð- aröryggisáætlun stjórnvalda en þess utan er unnið að ýmsum um- ferðaröryggismálum á vegum stofnana og sveitarfélaga sem eru utan áætlunarinnar. Verkefnunum var skipt niður í eftirfarandi þrjá yfirflokka: 1) vegfarendur, 2) vegakerfi og 3) stefnumótun, rann- sóknir og löggjöf. Hraðaeftirlit og erlendir ökumenn Sumarið 2011 var fjármagnað og hrint í framkvæmd sérstöku hraðaeftirliti sem lögregluembætti landsins tóku þátt í. Þetta var til viðbótar við þau verkefni sem lög- regla sinnir daglega í þágu um- ferðaröryggis með eftirliti og for- vörnum. Lokið var við gerð tveggja nýrra mælistaða fyrir sjálfvirkt hraðaeftirlit á Kjalarnesi og jafnframt var unnið að því að koma nýjum myndavélum upp í Bolungarvíkurgöngum og Héðins- fjarðargöngum. Í samstarfi við bílaleigur lands- ins var haldið áfram með fram- leiðslu og dreifingu svonefndra stýrisspjalda fyrir bílaleigubíla. Á slíku spjaldi sem er á stýri bílsins þegar hann er afhentur eru upp- lýsingar fyrir erlenda ferðamenn um séríslenskar aðstæður sem mikilvægt er að varast. Auglýsingar og samfélagsmiðlar Ungir ökumenn eru m.a. vegna skorts á reynslu og þroska og vegna ákveðinna félagslegra áhrifa líklegastir til að valda umferð- arslysum. Í ljósi þess setti Um- ferðarstofa af stað sérstakt átak og samkeppni á Facebook sem bar heitið Vertu til!. Um var að ræða keppni milli skóla og nemenda um hönnun og hugmyndir sem efla og auka vitund ungs fólks fyrir ábyrgð sinni og öryggi í umferð- inni. Auk þessa var gerð sjón- varpsauglýsing sem kallast Angels en auglýsingastofan Hvíta húsið annaðist hugmyndavinnu. Eldri auglýsingar voru einnig birtar ásamt 37 fræðslumyndum. Kostnaður og fræðsla í skólum Árið 2011 hóf Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnu við grein- ingu og rannsóknir á kostnaði um- ferðarslysa. Veitt var fé til umferðarfræðslu í grunnskólum og var skólaárið 2010-2011 sjötta starfsár Grunda- skóla sem móðurskóla í umferð- arfræðslu á landinu. Í lok árs 2011 höfðu samtals 121 grunnskóli tekið upp umferðarfræðslu í skóla- námskrám. Umferðarstofa hefur á und- anförnum árum fram- leitt 5 myndir sem dreift er til fram- haldsskóla í sér- stökum fræðslupakka sem nefnist „Svo kom það fyrir mig“. Myndirnar innihalda ítarlegar umfjallanir og frásagnir af slys- um sem ásamt tengd- um verkefnum efla vitund nemenda fyrir ábyrgð sinni og ör- yggi í umferðinni. Fræðslumyndir og rannsóknir Umferðarstofa hefur á und- anförnum árum framleitt samtals 37 fræðslumyndir sem notaðar eru í almenna fræðslu og ökunám. Ár- ið 2011 voru framleiddar tvær nýj- ar myndir um ísingu og hálku. Í nóvember 2011 framkvæmdi Capacent viðhorfskönnun á akst- urshegðun meðal almennings fyrir Umferðarstofu, Vegagerðina og Ríkislögreglustjóra. Könnunin gef- ur mjög góða mynd af núverandi ástandi og þróun áhættuhegðunar og viðhorfs fólks í umferðinni. Umferðarstofa fékk Landsbjörg til að framkvæma könnun á völdum stöðum í umferðinni þar sem at- hugaðir voru nokkrir þættir varð- andi hegðun ökumanna og ástand ökutækja. Eyðing svartbletta og gæðaúttekt Fáar stofnanir gegna eins mik- ilvægu hlutverki við að tryggja og efla umferðaröryggi landsmanna og Vegagerðin hvort sem það er í formi endurbóta eldri samgöngu- mannvirkja eða hönnun nýrra. Við úrbætur og lagfæringar á vega- kerfinu með tilliti til umferðarör- yggis stóð Vegagerðin að lagfær- ingum á 61 stað skv. samþykktum verkefnalistum. Þau verkefni voru til viðbótar við fjölda annarra sem Vegagerðin sinnir utan skilgreinds verkefnalista umferðarörygg- isáætlunar. M.a. voru sett upp vegrið eða þau lengd á 24 stöðum. Unnið var að bættu öryggi á 16 vegamótum, m.a. með gerð framhjáhlaupa (þ.e. til að draga úr aftanákeyrslum við vinstri beygjur) og bættum merk- ingum. Á 12 stöðum var unnið að lagfæringum á öryggissvæði vega, m.a. með breikkun axla, lagfær- ingu vegfláa, lengingu ræsa og lokun skurða. Einnig má nefna að greiddur var styrkur til Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda vegna gæðaúttektar á íslensku vegakerfi eftir stöðlum EuroRAP-verkefn- isins. Ábyrgðin er okkar allra Hér var stiklað á því helsta sem gert var í umferðaröryggismálum árið 2011 á grundvelli umferðarör- yggisáætlunar. Ekki má slá slöku við hvað varðar framkvæmdir og forvarnir til eflingar umferðarör- yggi. Ábyrgðin er okkar allra hvort sem um er að ræða rík- isvaldið, stofnanir þess eða hinn almenna vegfaranda. Til mikils er að vinna því umferðarslys eru eitt stærsta heilsufarsvandamál heims- ins í dag og algengasta dánarorsök ungs fólks. Framkvæmd umferðarörygg- isáætlunar 2011 Eftir Einar Magnús Magnússon Einar Magnús Magnússon » Ábyrgðin er okkar allra hvort sem um er að ræða ríkisvaldið, stofnanir þess eða hinn almenna vegfaranda. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Giulio Meotti ritar grein nýlega í Israel National News þar sem hann bendir á þátt háskólaborgara í hryðjuverkum músl- ima í Palestínu og um allan heim. Hann nefnir fyrstan Ayman Al-Zawahiri, foringja Al-Qaeda hryðjuverk- anetsins, sem jafn- framt er skurðlæknir að mennt. Hann nefnir einnig Om- ar Sheikh, menntaðan í London School of Economics. Sá há- skólaborgari fyrirskipaði að skera skyldi blaðamanninn og gyðinginn Daniel Pearl á háls í beinni sjón- varpsútsendingu. Mohammed Siddique Khan sem skipulagði hryðjuverkin í London var líka há- skólaborgari. Doktor Bilal Abdul- lah sem skaðbrenndi sig í mis- heppnuðum sjálfsmorðsárásum á flugvelli í London og Glasgow 2007 var læknir að mennt og starfi. Háskólaborgarar eru allsráð- andi í ógnarsamtökum Palest- ínu. Margir þeirra læknar. En í palestínskum hryðjuverka- samtökum virðast háskólaborg- arar vera allsráðandi. Ahmed Saa- dat, sem fyrirskipaði morðið á ísraelska ráðherranum Rehavam Zeevi er háskólaprófessor. Hinn alræmdi hryðjuverkamaður George Habash var læknir. Fathi Shaqaqi, stofnandi Islamic Jihad, var einnig læknir. Síðasti eftirlif- andi stofnandi Hamas, Mahmoud Zahar, ku vera ágætur læknir og sérfræðingur í skjaldkirt- ilssjúkdómum. Hann stofnaði pal- estínsku læknasamtökin og á dótt- ur sem er prófessor. Annað barna hans hefur háskólagráðu í hag- fræði. Það gildir reyndar um marga forystumenn í Palestínu að þeim gengur býsna vel að mennta börn- in sín í fínustu háskólum heimsins og hafa til þess fjárráð þrátt fyrir hina alræmdu „kúgun“ Ísraels. Hvernig skyldi standa á því? 500 doktorar og læknar eru í flokksstjórn Hamas En af öllum há- skólamenntuðu hryðjuverka-elítunum í arabaheiminum er Hamas víst sú al- menntaðasta af þeim öllum. Í flokksstjórn Hamas munu nú vera um 500 einstaklingar með doktorsgráður á ýmsum sviðum. Yf- irmaður Hamashreyf- ingarinnar, Khaled Meshaal, er prófessor og kenndi áður við há- skóla í Kuwait. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas- stjórnarinnar á Gaza, var áður há- skólarektor. Frægur leiðtogi Ha- mas, Abdul Aziz Rantissi, sem felldur var af Ísraelsher fyrir nokkrum árum, varþekktur barna- læknir. Þó fyrirskipaði hann fyrst- ur allra hryðjuverkahöfðingja notkun stálnagla í sjálfsmorðs- sprengjur, sem ollu því að fjöldi gyðingabarna missti sjónina og jafnvel andlit sín. Var einhver að tala um svik við læknaeiðinn eða mennskuna sem í flestum býr? Stærðfræðingurinn Siyaam Sa- eed er innanríkisráðherra Hamas. Allir þessir fínu háskólaborgarar, sem nefndir voru hér að framan eru ábyrgir fyrir hundruðum eða þúsundum morða á saklausum borgurum í Ísrael. Þúsundum gyð- inga hefur verið slátrað af arab- ískum „frjálsræðishetjum“ undir stjórn „lækna án líknar“ sem jafn- vel hafa hlotið menntun sína í ísr- aelskum háskólum, eða í fjölmörg- um háskólum á svæðum palestínuaraba, sem allir hafa ver- ið reistir fyrir þá á undanförnum áratugum undir hinu svokallaða „hernámi“ Ísraels og rækilega nið- urgreiddir af Alþjóðasamfélaginu! Hryðjuverkaníðingar í veislusölum Vesturlanda Ekki er að efa að hryðjuverka- doktorar frá Palestínu kunna sig vel í fínum veislum á Vest- urlöndum (t.d. á Bessastöðum) og sóma sér vel með hinu fína fólkinu í Perlum og Hörpum heimsins. Vafalaust gefur háskólamenntun þeirra svæsnum lygaáróðri þeirra trúverðugt yfirbragð. Þegar dokt- or segir þetta eða hitt virkar það mjög trúverðugt, ekki satt? Áróður þeirra er þó að mestu hatursfullar lygaklisjur og rang- færslur sem stöðugt er klifað á og ná hljómgrunni þess vegna og vegna fáfræði manna um mjög góðan og sterkan málstað Ísraels. Trúverðugleiki doktora þessara hefur orkað meiru í hatursstríði Palestínuaraba gegn Ísrael en flest annað. Þeim virðist t.d. snemma hafa tekist að ná eyrum klárustu ritstjóra og áhrifamanna hér á Íslandi, sem hættu að setja viðurstyggileg hryðjuverk arab- anna fyrir sig. Því hefur síðustu árin magnast upp hatur hér í fjöl- miðlum gegn gyðingaþjóðinni. Eru „arabísk“ gildi að taka við á Vesturlöndum? 1. Hvað er það í menningu pal- estínuaraba, sem veldur því að þeir hefja verstu hryðjuverkaníð- inga til skýjanna og syngja þeim lof og dýrð í útvarpi og sjón- varpi? 2. Hvað er það í menningu Vesturlanda, eins ólík og hún er menningu araba, sem veldur því að þau, eða menningarelítur þeirra skuli nú meira og minna vera búnar að samþykkja bar- áttuaðferðir níðinganna og telja þær réttmæta „frelsisbaráttu“? Hvað skyldi það vera? Þetta er kannski spurning sem doktorar einir geta svarað? Sjá bloggið: http://hthor.blogs- pot.com/ Og: http://www.givepeaceac- hance.info/ Doktorar dauðans í Palestínu Eftir Hreiðar Þór Sæmundsson » Í palestínskum hryðjuverka- samtökum virðast háskólaborgarar vera allsráðandi. Hreiðar Þór Sæmundsson Höfundur er bóksali. / webcybermall@gmail.com Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.