Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa borist á annað hundrað umsagnir vegna stjórnlagafrumvarpsins og lúta athugasemdir höfunda að ólíkum greinum þess. Meðal þeirra sem senda inn um- sögn er Indriði H. Indriðason, dósent í stjórnmálafræði við University of California, Riverside, en hann gagn- rýnir að stjórnlagaráð skuli ekki rök- styðja breytingatillögur. „Til að byggja sátt um stjórnar- skrána er nauðsynlegt að rök séu færð fyrir innihaldi hennar. Þau rök þurfa að vera studd raungögnum og auk þess sýna fram á að annað fyrir- komulag á einstökum þáttum stjórn- skipulagsins henti ekki eins vel. Þetta hefur að mínu mati ekki verið gert á sannfærandi hátt. Tillögur stjórnlagaráðs og skýringarnar sem þeim fylgja uppfylla ekki þessi skil- yrði. Þær innihalda ekki skipulega greiningu á þeim mismunandi val- kostum sem standa til boða og hverjir kostir þeirra og gallar eru. Þar fyrir utan eru fá merki um að alvarleg greining hafi átt sér stað á þeim stjórnskipulegu þáttum sem er að finna í frumvarpinu,“ skrifar Indriði m.a. í umsögn sinni. Flestir komi frá höfuðborginni Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, vísar til 39. greinar stjórnlagadraganna og hvern- ig þau feli í sér að mjög muni halla á landsbyggðarþingmenn. „39. gr. frumvarpsins gerir ráð fyr- ir því að minnst 33 þingmenn verði landskjörnir, en þar sem 63% kjós- enda búa á einu landsvæði er töl- fræðilega afar líklegt að yfirgnæfandi meirihluti landskjörinna þingmanna verði af höfuðborgarsvæðinu. Vegna margfeldisáhrifa mannfjöldans myndi frambjóðandi með 90% stuðning í nú- verandi Norðvesturkjördæmi t.d. lúta í lægra haldi fyrir frambjóðanda með 13% stuðning á höfuðborgarsvæðinu.“ Oddný Mjöll Arnardóttir, prófess- or við lagadeild Háskóla Íslands, tel- ur mannréttinda kafla stjórnlaga- frumvarpsins framfaraskref. „Veruleg framfaraskref“ „Það er mat undirritaðrar að mannréttindakafli frumvarpsins feli í sér veruleg framfaraskref frá mann- réttindakafla núgildandi stjórn- arskrár þar sem hann er bæði nú- tímalegri og í betra samræmi við alþjóðlegar mannréttindaskuld- bindingar og það sem best gerist í nýlega samþykktum réttindaskrám,“ skrifar Oddný Mjöll m.a. Samtökin 78 fagna því að orðið kynhneigð skuli fellt inn í texta um jafnræðisregluna. Þau telja þó að ganga þurfi lengra. „Í tillögu stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir orðinu kynhneigð í upptaln- ingu jafnræðisreglunnar, sem myndi þá taka af öll tvímæli og verja alla gagn-, sam- og tvíkynhneigða gegn mismunun á grundvelli kynhneigðar. Þessu fögnum við mjög en teljum um leið gífurlega mikilvægt að orðið kynvitund rati inn í upptalninguna, sem myndi meðal annars vernda transfólk gegn mismunun.“ Vikið skuli að holdafari Ingibjörg Norðdahl víkur að jafn- ræðisreglu stjórnlagafrumvarpsins. „Ég undirrituð styð þá tillögu að orðinu holdafari verði bætt við þau atriði sem talin eru upp undir ákvæð- um um jafnræði í nýrri stjórnarskrá okkar Íslendinga.“ Þá lýsir UNICEF Ísland yfir „mikilli ánægju með 12. gr. frum- varpsins“. „Um er að ræða ákvæði sem inniheldur mikilvæg grund- vallarréttindi barna, sem ekki hafa áður notið stjórnarskrárverndar hér á landi,“ segir í umsögn UNICEF. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur of mikið af almennum yfir- lýsingum í frumvarpinu. „Það er, að mínu viti, bæði of mikið um útfærsluatriði og of mikið um al- mennar yfirlýsingar og á köflum orð- skrúð í frumvarpinu. Þingmenn þurfa að gæta þess vel að líklegt er að langflest ákvæðin muni fá lagalegt gildi og vera notuð fyrir dómstólum sem og þess að ofgnótt af smáat- riðum býður þeirri hættu heim að stjórnarskráin úreldist hratt,“ skrif- ar Ragnhildur og varar við því að af- greiða frumvarpið í ágreiningi. Hætta á vandræðum „Ljóst er að margt í frumvarpinu er til bóta. Engu að síður er ástæða til að vara eindregið við því að stjórn- arskrá verði breytt í ágreiningi – það er í andstöðu við þá hefð sem mynd- ast hefur við (hlutfallslega tíðar) stjórnarskrárbreytingar hér á landi. Í öllu falli er knýjandi nauðsyn að áhrif breytinganna, einkum á sam- spil handhafa ríkisvaldsins, verði metin áður en frumvarpið verður að lögum. Ella er hætta á alvarlegum vand- ræðum við gildistöku,“ skrifar Ragn- hildur í samantekt. Breytingarnar ekki rökstuddar Morgunblaðið/Golli Umsagnir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa borist á annað hundrað umsagnir vegna stjórnlagafrumvarpsins.  Dósent í stjórnmálafræði gerir athugasemdir við vinnu stjórnlagaráðs  Samtökin 78 fagna því að vikið skuli að kynvitund í frumvarpinu  Lagaprófessor segir óþarfa orðskrúð í frumvarpinu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 „Svarið við því er nei,“ segir Álf- heiður Ingadóttir, þingmaður VG, aðspurð hvort gagnrýni Bjargar Thorarensen lagaprófessors og Gunnars Helga Kristinssonar, pró- fessors í stjórnmálafræði, á stjórn- lagaráðsfrumvarpið gefi tilefni til að hægja á meðferð málsins í þinginu. Hún vísar á bug þeim ummælum Gunnars Helga í Morgunblaðinu í gær að fulltrúar stjórnlagaráðs hafi verið umboðslausir í vinnu sinni. Menn fari ekki af hjörunum „Það er engin ástæða til þess að fara af hjörunum ef menn telja að ályktun Alþingis sé ekki umboð til handa stjórnlagaráði til þess að vinna þá vinnu sem ráðið vann og var falið. Í öðru lagi tók forseti Al- þingis við tillögum stjórnlagaráðs og lagði þær fram hér í Alþingi sem skýrslu sem vísað var til stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar í fyrra- haust,“ segir hún og heldur áfram: „Á grunni þessa hefur Alþingi nú í tvígang samþykkt þingsályktanir um það hvernig staðið skuli að framhaldi vinnunar, m.a. var stjórnlagaráð kallað aftur saman í vor. Þá var ákveðið að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um grunninn að nýrri stjórnar- skrá og tiltekin álitamál og hún fór fram sam- kvæmt ákvörðun Alþingis 20. októ- ber sl. með nið- urstöðum sem allir þekkja. Yfirgnæfandi meirihluti kjós- enda vill að þannig sé unnið og lagði þar með blessun sína að mínu viti yfir ferlið sem allt hefur verið skv. ályktunum og samþykktum Alþingis. Þannig að ég mótmæli því harðlega að hér hafi umboðslaust fólk verið að verki. Þá eru menn einfaldlega að segja að Alþingi sé ekki ályktunarbært og það á stjórnmálafræðiprófessor ekki að segja.“ Samhliða þingkosningum Spurð um framhaldið á Álfheiður von á að ljúka megi málinu fyrir 2. umræðu í stjórnskipunarnefnd um miðjan janúar. Til að kjósa um til- lögur að nýrri stjórnarskrá þurfi að rjúfa þing. „Það yrði gert um leið og við göngum að kjörborði og endurkjósum vonandi þessa ríkis- stjórn.“ Segir stjórnlagaráð með fullt umboð  Þingmaður VG svarar prófessor Álfheiður Ingadóttir Fram kemur í skilabréfi sérfræð- ingahóps um tillögur stjórnlaga- ráðs að nýrri stjórnarskrá að „rétt [sé] að vekja athygli á að stjórn- lagaráð taldi orðið „drengskap“ of karllægt“. Tilefnið er annars vegar 47. grein og hins vegar 80. grein draga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Um 47. greinina segir orðrétt í drögum stjórnlagaráðs: „Í 47. gr. núgildandi stjórnar- skrár segir að alþingismenn undir- riti drengskaparheit. Í tillögu stjórnlaganefndar er greinin óbreytt. Stjórnlagaráð gerir þá orðalagsbreytingu að alþingis- menn undirriti eiðstaf í stað þess að vinna drengskaparheit … Á meðal ráðsfulltrúa var bent á að orðið drengskapur væri karllægt. Orðið eiður kom til umræðu og var talið ákveðnara en „heit“ og vera viðeigandi í þessu samhengi.“ Í stjórnarskránni segir í 10. gr: „Forsetinn vinnur eið eða dreng- skaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum.“ Þessu á að breyta með þeim rökum að orðið drengskapur sé karllægt og segir nú í 80. grein draganna: „Forseti Íslands undir- ritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar hann tekur við störfum.“ Orðið drengskapur of karllægt BREYTINGATILLÖGUR STJÓRNLAGARÁÐS Sulforaphane, sérvirka efnið úr brokkolí, kann að vera lykillinn að heimsins áhrifaríkustu vörn gegn hrörnun fruma og ótímabærri öldrun. Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily • Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí spírum sem virkar eins og kveikjuþráður á innbyggt varnarkerfi líkamans • Hjálpar líkamanum að auka framleiðslu eigin andoxunarefna sem er margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni í fæðunni! • Stuðlar að sleitulausri vernd, styrkingu og endurnýjun fruma Tvær á dag! Fyrir margþætt heilsusamleg áhrif á líkamann og unglegra útlit! Fást í helstu heilsubúðum og apótekum www.brokkoli.is Náttúrulegt fagnaðarefni fyrir frumurnar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.