Morgunblaðið - 14.12.2012, Page 41

Morgunblaðið - 14.12.2012, Page 41
Hjálparstarf í Afganistan „Hún gekk mjög vel, var upp- byggileg og lærdómsrík. Við vorum töluvert afskekkt, í norðvesturhluta landsins, og áttum fyrst og fremst að halda utan um heilsugæslu fyrir okkar fólk. Við fórum í þriggja til fimm daga ferðir frá höfuðstöðvum okkar, í afskekkt þorp á þessum slóðum og fljótlega snerist starfið um það að veita þorpsbúum bráða- læknisþjónustu og koma sjúkum til lækna. Við kortlögðum svæði, könn- uðum vatnsból, uppskeru og heilsu- far manna og dýra, og vorum með þeim allra fyrstu til að safna saman og koma á framfæri upplýsingum um bráðnauðsynlega þjónustu og framkvæmdir á þessum slóðum. Við heimsóttum ýmis þorp sem enginn hafði áður komið til að vetrarlagi vegna mikils fannfergis og vorum þar aufúsugestir enda fólkið með eindæmum elskulegt og gestrisið. Í jólafríinu fékk konan mín nem- endur í Álftanesskóla til að safna húfum, sokkum, vettlingum og hlífð- arfötum og ég tók myndir af börn- unum sem fengu þennan fatnað í Afganistan og sýndi þær í skólanum. Lærdómurinn af þessu öllu er ekki síst sá hvað við megum vera þakklát fyrir þann frið, öryggi og þá velferð sem við Íslendingar búum við – og hvað við ættum að njóta þessara lífsgæða svo miklu meira en við oft gerum.“ Þú tókst töluvert af ljósmyndum í Afganistan, er það ekki? „Jú, ég hef tekið myndir frá því í barnaskóla. Á unglingsárunum komst ég í starfskynningu hjá Morgunblaðinu og fékk að fylgjast með Óla Magg og Raxa framkalla. Það var ógleymanlegt. Rómantíkin fór svolítið úr þessum bransa með framkölluninni og myrkvaherberg- inu en ég hef alltaf gaman af því að reyna að fanga augnablikið. Ég tók líka töluvert af myndum fyrir Fjarð- arpóstinn á sínum tíma.“ Sveinbjörn starfaði í Björg- unarsveit Hafnarfjarðar frá fimm- tán ára aldri. Hann er formaður fag- deildar sjúkraflutningamanna, situr í stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, situr í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sambandsins, í fagráði velferðar- ráðherra um sjúkraflutninga og í fagráði Sjúkraflutningaskólans. Fjölskylda Eiginkona Sveinbjörns er Auður Björgvinsdóttir, f. 10.4. 1976, grunn- skólakennari við Álftanesskóla. Hún er dóttir Björgvins Guðmundssonar, sjómanns í Stykkishólmi, og Soffíu Axelsdóttur sem starfar við umönn- un í Stykkishólmi. Börn Sveinbjörns og Auðar eru Björgvin Hrannar, f. 6.10. 1997; Símon Ingi, f. 1.11. 2001, og Þor- björg Helga, f. 23.11. 2006. Systkini Sveinbjörns eru Jóhanna Berentsdóttir, f. 23.9. 1974, leik- skólakennari, búsett í Hafnarfirði; Hólmfríður Berentsdóttir, f. 27.10. 1975, hjúkrunarfræðingur og lög- fræðinemi, búsett í Reykjavík, og Jóhann Berentsson, f. 5.1. 1988, starfsmaður hjá Vörumerkingu, bú- settur í Reykjavík. Foreldrar Sveinbjörns: Berent Sveinbjörnsson, f. 13.7. 1950, pípu- lagningameistari, og Guðný Jó- hannsdóttir, f. 24.9. 1948, d. 23.5. 2007, hússtjórnarkennari. Úr frændgarði Sveinbjörns Berentssonar Sveinbjörn Berentsson Ingibjörg Gissurardóttir húsfr. í Rvík Símon Símonarson bifreiðastj. í Rvík Ingunn Símonardóttir húsfr. í Hafnarfirði Jóhann Björnsson skrifstofum. í Hafnarfirði Guðný Jóhannsdóttir hússtjórnarkennari Guðný Jónsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Björn Jóhannsson verkam. í Hafnarfirði Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. í Reynihólum Björn Guðmundsson b. á Reynihólum í Miðfirði Hólmfríður Björnsdóttir húsfr. í Sandgerði Sveinbjörn Berentsson vörubílstj. í Sandgerði Berent Sveinbjörnsson pípulagningarmaður Kristín Þorsteinsdóttir húsfr. í Sandgerði Berent Magnússon b. í Sandgerði Hjónin Sveinbjörn og Auður. ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Ingibjörg H. Bjarnason, alþingis-kona og forstöðumaðurKvennaskólans í Reykjavík, fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 14.12. 1867. Hún var dóttir Hákonar Bjarnasonar, útgerðarmanns og kaupmanns á Bíldudal og Þingeyri, og k.h., Jóhönnu Kristínar Þorleifs- dóttur húsmóður. Hákon var sonur Bjarna Gíslasonar, pr. á Söndum í Dýrafirði, og k.h., Helgu Árnadóttur húsfreyju. Jóhanna Kristín var dótt- ir Þorleifs Jónssonar, prófasts í Hvammi í Hvammssveit, og k.h., Þorbjargar Hálfdánardóttur hús- freyju. Foreldrar Ingibjargar eignuðust 12 börn en einungis fimm þeirra komust upp. Meðal bræðra Ingi- bjargar voru Lárus H. Bjarnason, sýslumaður, bæjarfógeti og hæsta- réttardómari, og Ágúst H. Bjarna- son, doktor í heimspeki, rektor Há- skóla Íslands og fyrsti forseti Vísindafélags Íslendinga, faðir Jóns Ólafs Ágústssonar Bjarnasonar verkfræðings, föður Halldórs Jóns- sonar, verkfræðings og fyrrv. for- stjóra Steypustöðvarinnar. Annar sonur Ágústs var Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. Ingibjörg þótti vel menntuð á þeirra tíma mælikvarða. Hún var í námi hjá Þóru, konu dr. Þorvaldar Thoroddsens náttúrufræðings og dóttur Péturs Péturssonar biskups. Þá stundaði hún nám í Kaupmanna- höfn 1884-1885 og aftur 1886-1893 auk þess sem hún dvaldi erlendis 1901-1903 og kynnti sér þá m.a. skólahald í Þýskalandi og Sviss. Ingibjörg var fyrsta konan sem kjörin var á Alþingi. Hún sat á þingi 1922-1930, fyrst fyrir Kvennalistann eldri, þá fyrir Íhaldsflokkinn og loks Sjálfstæðisflokkinn frá stofnun hans 1929. Ingibjörg kenndi við Kvennaskól- ann i Reykjavík frá 1903 en þá var hann enn til húsa hjá Þóru Melsted í Thorvaldssenstræti, í húsi sem síðar var nefnt Sjálfstæðishús eða Sigtún og loks Nasa. Er skólinn flutti í nýtt húsnæði við Fríkirkjuveg 1906 tók Ingibjörg við stjórn skólans og stýrði honum til æviloka 30.10. 1941. Merkir Íslendingar Ingibjörg H. Bjarnason 85 ára Ragna E. Samúelsson 80 ára Gunnar J. Jónsson Magni E. Guðmundsson Trausti Sigurðsson 75 ára Halldór Guðjónsson Rafn Konráðsson 70 ára Arsenia Dealca Gomez Ástráður Hreiðarsson Guðrún Jóhannsdóttir Hilmar Þ. Björnsson Sigurjóna Haraldsdóttir Þorgils Axelsson 60 ára Birgir Sveinarsson Guðrún Inga Sveinsdóttir Helga Margrét Jónsdóttir Judith Ann Tran Kristín Birna Jakobsdóttir Kristín Ósk Kristinsdóttir Lilja Guðnadóttir 50 ára Ásta Baldvinsdóttir Birna Kristín Pétursdóttir Einar Magnússon Harpa Gunnarsdóttir Lovísa Björk Kristjánsdóttir Margrét Ingiþórsdóttir Selma Rut Magnúsdóttir Sigurður Gunnar Helgason Sigurlaug Linda Harðardóttir Valdís Guðmundsdóttir 40 ára Anna Bjarney Guðmundsdóttir Brynjólfur Gíslason Einar Ingi Hermannsson Elín Björk Davíðsdóttir Elvar Sigurðsson Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir Halldóra Steinunn Gestsdóttir Kristín Hrund Óladóttir Mattia Albrizio Monika Izabela Gebska Valdimar Valdimarsson 30 ára Erling Kristinsson Guðrún Lína Thoroddsen Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir Halldóra Kristín Unnarsdóttir Heiðveig Magnúsdóttir Helga Jónasdóttir Kristín Lilja Ólafsdóttir Lilja Bryndís Sigurbjörnsdóttir Sigurður Jóhann Árnason Urszula Lis Til hamingju með daginn 30 ára Rósa lauk leiklist- arprófi frá Kvikmynda- skóla Íslands og starfar í leikhópnum Lottu, við barnaheimili og kaffihús. Maki: Jón Geir Jóhanns- son, f. 1975, trommuleik- ari í Skálmöld. Stjúpbörn: Úlfhildur Stefanía, f. 2006; Margrét Hugrún, f. 2010, og Vil- helm Bjarnar, f. 2010. Foreldrar: Þórhalla Þór- hallsdóttir, f. 1953, og Ás- geir Baldursson, f. 1949. Rósa Björg Ásgeirsdóttir 40 ára Svanhvít ólst upp í Reykjavík og er nú bú- sett í Grundarfirði. Maki: Kjartan Elíasson, f. 1962, verktaki í Grund- arfirði. Börn: Hugljúf María, f. 1995; Sigmundur Elías, f. 2000, Kjartan Jón, f. 2003. Foreldrar: Guðmundur Þengilsson, f. 1926, d. 2008, múrarameistari, og Hugljúf Dagbjartsdóttir, f. 1930, d. 1998, húsfreyja. Svanhvít Guðmundsdóttir 30 ára Ragnar ólst upp í Vogunum, vann lengi í fiskvinnslu hjá Silungi ehf., starfaði við íþrótta- miðstöðina í Vogum en starfar nú hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Maki: Eva Rún Sigurð- ardóttir, f. 1985, sjúkraliði. Börn: Nadía Pinmanee, f. 2008, og Yada Sólborg, f. 2012. Móðir: Ragnheiður Gunn- arsdóttir, f. 1954, fisk- vinnslukona í Vogum. Ragnar Davíð Riordan Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón ÆTLAR ÞÚ AÐ BREYTA UM LÍFSSTÍL? HEILSULAUSNIR - Námskeiðið hentar einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. • Mán., mið. og fös. kl. 6:20, 10:00, 14:00 eða 19:30. • Hefst mánudaginn 21. janúar 2013 • Skráning hafin á næstu námskeið í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is - Tryggðu þér pláss! Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is „Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“ Helga Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.