Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú finnur til samkenndar með þeim sem minna mega sín í dag. Vertu varkár og eyddu ekki of miklu fé í skemmtanir. Leggðu áherslu á jákvætt hugarfar í uppeldinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Gefðu voninni byr undir báða vængi og láttu ekkert aftra þér frá því að láta draum þinn rætast. Reyndu að uppfylla eigin langan- ir, það gerir það enginn fyrir þig að öllu leyti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Af öllum líkindum ert þú sá allra skemmtilegasti á heimilinu. Láttu nið- urstöður úr rannsókn ekki koma þér á óvart en notaðu þær eins og þér best hentar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki á hreinu í hvorn fótinn þú vilt stíga í vissu máli. Það skiptir ekki öllu. Vandamálin gufa upp á nýju ári og þú tekur gleði þína aftur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Treystu á hæfni þína til að finna leiðir til að auka tekjur þínar. Þú ert meistari í sam- skiptum við erfiða einstaklinga. Láttu ljós þitt skína á mannamótum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú getur lært margt um sjálfa/n þig með því að skoða hvernig þú talar við aðra og bregst við því sem þeir segja. Nú er rétti tím- inn til að ganga að samningaborði, en lestu smáa letrið vel. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að melta þá hluti sem nú valda þér hugarangri. Vertu rólegur því þú munt njóta árangurs erfiðis þíns í fyllingu tímans. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér kemur alveg ótrúlega vel saman við aðra – það er eins og fólk skilji fullkomlega allt sem þú segir. Slepptu takinu á vandamáli og slakaðu á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gríptu strax í taumana áður en smámálin hafa vaxið þér yfir höfuð. Sættir eru að nást í erfiðri nágrannadeilu. Haltu upp á daginn þegar það gerist. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að komast í burtu og velta hlutunum fyrir þér. Haltu þig á mottunni í eyðslunni. Það kemur að skuldadögum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Góðvild þín finnst þér sjálfsagður hlutur. Dagurinn hentar vel til funda og ráð- stefnuhalds þar sem hópsamræður verða að öllum líkindum skemmtilegar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er allt á ferð og flugi í kringum ykkur en ef þið gætið ykkar tekst ykkur að halda ykkar hlut og hagnast á öllu saman. Haltu þínu striki og láttu athugasemdir sem vind um eyru þjóta. Sérmerktur mjöður var að minnstakosti um skeið borinn á borð á hátíðinni Bíldudals grænum í Bíldu- dal og árið 2003 var hann merktur Sigga Ben eða Sigurði Benjamínssyni trésmið. Með þessu hefur verið minnst þeirra karaktera sem sett hafa svip á bæjarlífið. Ort var af því tilefni: Að mér sækir eymd og slen, allt mér gengur á afturfótum. Ég sat of lengi með Sigga Ben seint um kvöld að Vegamótum. Sigrún Haraldsdóttir bregður á leik í limru: Hann Jómbi var flinkur og flottur hann flutti inn leirker og mottur hann keypti sér úr og kíki og skúr þar sem hann ræktaði rottur. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, var fljót að taka undir: Minn sonur í makindum sat með sannkallað kræsingafat við vel dúkað borð en hann átti ekki orð þegar rotturnar mættu í mat. Það er gaman að fletta fésbókinni, enda „statusarnir“ svonefndu sniðnir að þörfum hagyrðinga. Elsa Aðal- steinsdóttir setti á fésbók tvær vísur eftir Árna Grétar Finnsson: Þú ert það, sem öðrum miðlað getur, og allar þínar gjafir lýsa þér og ekkert sýnir innri mann þinn betur en andblær hugans sem þitt viðmót ber. Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur og lífið daprast, ef hún ekki skín, svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur og undir því er komin gæfa þín. Það er ekki fyrirhafnarlaust að vera hagyrðingur, eins og lesa má úr orðum Ármanns Þorgrímssonar: Ærslast ég um óðar völl með ærnu striti ef ég þarf að yrkja af viti af mér rennur blóð og sviti. Vísnagáta Páls Jónassonar úr bók- inni Vísnagátum birtist í Vísnahorn- inu í gær. Ærslabelgur öllum þekk, eftir henni Johnny gekk, líka er hún lögð í sjó, liggur alltaf meðfram snjó. Lausnarorðið er: Lína. 1. Lína langsokkur. 2. Johnny Cash „I walk the line“. 4. Snjólína. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Eymd og slen og Lína langsokkur eftir Jim Unger „JÁ, ÉG SKAL GIFTAST ÞÉR. EN BARA ÞAR TIL ÉG FINN EINHVERN BETRI.“ HermannÍ klípu eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að tísta ykkar á milli. Hér hvílir Jón Gunnarsson 1954-2012 Söluhæsti sölumaðurinn 2005-2012 GERIRÐU ÞÉR GREIN FYRIR HVAÐ KOSTAR AÐ HITA ÞENNAN KASTALA Á ÁRI?! Hver segir að greinar þurfi að veraþurrar og leiðinlegar, sagði Böddi prentari eftir að hafa gengið frá enn einum góða pistlinum. Vík- verji er sama sinnis og heldur sig sólarmegin. x x x Björn Jóhann Björnsson segir frámörgu skemmtilegu í nýút- komnum Skagfirskum skemmtisög- um 2 - Meira fjöri. Þar á meðal er saga af Pétri Sigurðssyni á Hjalta- stöðum, en hann lést á líðandi ári, 93 ára að aldri. „Í einni kórferð Heimis milli landshluta var komið við í ónefndri vegasjoppu og fengið sér að borða. Spurði Pétur þá hvað væri á mat- seðlinum. „Ég er með snitsel,“ svar- aði matseljan. Pétur hugsaði sig um og sagði: „Nú, já, ég hef fengið bæði útsel og landsel, en aldrei smakkað snitsel áður.““ x x x Svo er það sagan af Sigmari.„Þegar tengdafaðir Sigmars Þorleifssonar í Hólkoti í Unadal lá banaleguna sótti hann lækni, sem lét meðul af hendi handa sjúklingnum. Stuttu síðar hitti Sigmar lækninn sem fór að spyrja hvernig sjúklingn- um liði. ,,Já, góði minn, honum líður vel,“ sagði Sigmar, „hann dó við aðra inn- töku!“ x x x Og að lokum af Jóhönnu SigríðiSigurðardóttur, fyrrverandi prestsfrú á Miklabæ: „Jóhanna var einu sinni á heimleið eftir Blönduhlíðinni að kvöldi til er hún ákvað að kíkja í heimsókn á Hjaltastöðum til Ragnheiðar Þór- arinsdóttur, vinkonu sinnar. Jó- hanna kom inn í eldhúsið en þá var Ragna nýbúin að ganga frá öllu eftir kvöldverðinn og spurði gestinn: „Varstu nokkuð búin að borða, Jó- hanna mín?“ Hún viðurkenndi að svo væri ekki og þá spurði Ragna hvort hún vildi ekki fá sér smá bita. „Jú, þakka þér fyrir,“ svaraði prestsfrúin. Ragna fór þá að stúss- ast með kjötkássuna í pottinum og sagði um leið og hún brosti út í ann- að: „Ég ætlaði hvort eð er að gefa hundunum þetta!“ víkverji@mbl.is Víkverji Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður. (Jóhannesarguðspjall 15:12) Fátt er betra fyrir meltinguna á aðventunni en 3PRÓGASTRÓ DDS PLÚS® Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Sykur Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT • 100% NÁTTÚRULE GT • P R E N T U N .IS Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna 2 hylki af PRÓGASTRÓ fyrir stóra máltíð getur létt á meltingunni. PRÓGASTRÓ inniheldur hinn öfluga asídófílus DDS1 sem bæði gall- og sýruþolin. www.gengurvel.is Góð jólagöfhanda þeimsem allt eiga. Góða melting um jólin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.