Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Jukkasjärvi. AFP. | Í litlum bæ nyrst í Svíþjóð eru verkamenn á þönum í þykkum loðskinns- úlpum á einstæðu byggingarsvæði: þeir eru að reisa stórt íshótel sem nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna. Verkamennirnir í bænum Jukkasjärvi eru í þykkum hönskum og með öryggishjálma yfir loðskinnshúfum þegar þeir raða saman tveggja tonna þungum ísblokkum, eins og þær séu stórir Legó-kubbar. Afraksturinn er íshöll með nokkrum hvolfþökum, hvelfdu lofti og hvolfgöngum. Í einum ganga íshallarinnar notar verka- maður stóran haka til að höggva dyr í þéttan snjóvegg og dugnaðurinn er svo mikill að hann svitnar þrátt fyrir frostið á þessum norðlæga stað. Á nokkrum vikum keppast verkamennirnir við að höggva út 65 herbergi og svítur, and- dyri, móttökusvæði, aðalsal og ísbar til að hægt verði að opna hótelið í desember. Bætt er við kapellu fyrir hjónavígslur og skírnar- athafnir og allt er gert úr ís, til að mynda alt- arið, skírnarfonturinn og bekkirnir. Afrakstur erfiðisins er þó skammlífur: öll byggingin bráðnar og verður að engu um það bil fimm mánuðum síðar þegar vorið gengur í garð. „Við erum algerlega háð veðrinu, við fylgj- um áætlun en hún breytist milli ára,“ segir fulltrúi hótelsins, Beatrice Karlsson. Byggingaraðferðin sem notuð er til að reisa hótelið er einstæð, að sögn Rasmus Wärns, sérfræðings í norrænum arkitektúr. „Þetta er alveg nýtt fyrirbæri. Það er engin hefð fyrir því í Skandinavíu að reisa hús úr ís.“ Nota 5.000 tonn af ís Þetta er í 23. skipti sem íshótelið er reist við bakka árinnar Torne þar sem ísinn er tekinn. „Um það bil 5.000 tonn af ís eru tekin úr ánni í mars og geymd í tveggja tonna blokkum í fimm til átta stiga frosti í tveimur vöru- geymslum,“ segir Jens Thoms Ivarsson, sem annast innanhússhönnun hótelsins. Aðalsalur hótelsins er skreyttur með íburðarmiklum ljósakrónum og íslistaverkum. Stólar og rúm hótelsins eru einnig úr ís. Í hótelinu eru sextán svítur sem eru álitnar einstæð listaverk, hönnuð af listamönnum sem eru valdir úr hópi meira en hundrað umsækj- enda hvaðanæva úr heiminum. Eigendurnir vilja ekki segja frá því hversu mikið hótelið kostar á hverju ári en innanhúss- munirnir einir kosta sem svarar 96 milljónum króna. Öllum upplýsingum um hönnun svítanna er haldið leyndum þar til hótelið er opnað. Það eina sem vitað er um hönnunina í ár er að lista- mennirnir koma frá Frakklandi, Argentínu og Bandaríkjunum. Listaverk sem lifir í fimm mánuði AFP Íshöll Hótelið er gert úr ís úr ánni Torne og bráðnar eftir fimm mánuði. „Við skilum Torne því sem við fengum að láni,“ segir einn hönnuðanna. AFP Einstætt Verkamaður býr til dyr. Gestirnir sofa á ísrúmum sem eru klædd hreindýraskinnum.  Einstætt hótel reist úr ís og snjó í 23. skipti í Norður-Svíþjóð Þing Úkraínu samþykkti í gær að skipa Mykola Azarov aftur í embætti forsætisráðherra eftir að tugir þing- manna slógust í þingsalnum, annan daginn í röð. Þingmenn klifruðu upp á borð, hrópuðu og stukku á andstæðinga sína, slógu og spörkuðu í þá til að mótmæla því að þingmenn greiddu atkvæði fyrir fjarverandi félaga sína með því að ýta á hnappa á borðum þeirra. Þótt þingmennirnir eigi að greiða atkvæði sjálfir er algengt að þingmenn gangi á milli sæta til að ýta á hnappa fjarverandi flokks- bræðra sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar reyndu að hindra að andstæðingar þeirra kæmust að ræðupallinum en stjórnarsinnum tókst að ýta þeim í burtu. Þingmaðurinn og hnefaleikakapp- inn Vitali Klitschko tók ekki þátt í slagnum. Hann hefur verið atvinnu- maður í hnefaleikum, er nú heims- meistari WBS í þungavigt og fékk nýlega sæti á þinginu fyrir stjórnar- andstöðuflokkinn UDAR („hnefa- högg“). Daginn áður þurfti að fresta kjöri forsætisráðherra vegna slagsmála í þingsalnum. Slagsmál í tvo daga í þinginu AFP Þingslagur Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar fljúgast á. Börn, flest þeirra stúlkur, eru nú um 27% af þeim sem seld eru mansali í heiminum og hlutfall þeirra hefur aukist verulega á síðustu árum, samkvæmt nýrri skýrslu stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem annast baráttu gegn fíkniefnum og glæpum (UNODC). Stúlkur undir átján ára aldri eru um tveir þriðju allra barna sem seld eru mansali og um 15-20% allra þekktra fórnarlamba mansals í heiminum, að því er fram kemur í árlegri skýrslu stofnunarinnar. Skýrslan byggist á gögnum frá 132 löndum á ár- unum 2007 til 2010. Konur eru í meirihluta meðal allra fórnarlambanna, eða um 55-60% allra þeirra sem vitað er að voru seld mansali á tímabilinu. Um 75% allra fórnarlambanna eru konur eða stúlkur. Hlutfallið er mismunandi eftir heimshlutum. Hundr- aðshluti barna af þeim sem seld voru mansali var 68% í Afríku og Mið-Austurlöndum og 39% í Suður-Asíu, Austur-Asíu og Kyrrahafslöndum. Hlutfallið er lægra í öðrum heimshlutum, 27% í Ameríkulöndum og 16% í Evrópu og Mið-Asíu, að því er fram kemur í skýrsl- unni. Yuri Fedotov, yfirmaður UODC, viðurkennir í fréttatilkynningu að þekkingin á umfangi mansals er mjög gloppótt. Hann leggur áherslu á að afla þurfi frekari gagna um fórnarlömbin, þá sem selja þau man- sali og hvert þau eru seld. Áætlað er að fórnarlömb mansals skipti milljónum. Í skýrslunni kemur fram að fáir hafa verið sakfelld- ir í mansalsmálum. Í 16% landanna var enginn sak- felldur fyrir mansal á tímabilinu. bogi@mbl.is Heimild: UNODC 44 36 49 15 47 9 Asía og Kyrrahaf Afríka og Mið-Austurlönd Alls í heiminum Konur 59 prósent 17 10 Drengir 14 Karlmenn Stúlkur 68 39 51 44 5 Ameríka 27 Form glæpastarfsemi, % Kynlífsþrælkun Nauðungarvinna Annað 16 62 31 7 Evrópa og Mið-Asía Mansal í heiminum Yfirvöld fundu 42.000 fórnarlömb mansals í heiminum á árunum 2007 til 2010 Hundraðshluti af börnum sem seld eru mansali XX Börnum sem seld eru mansali hefur fjölgað hlutfallslega util if. is THE NORTH FACE MCMURDO DÚNÚLPA 68.990 kr. HENTAR SÉRLEGA VEL FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR. HYVENT ÖNDUNARFILMA VEITIR GÓÐA VATNSVÖRN. Á R N A S Y N IR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.