Morgunblaðið - 14.12.2012, Side 10

Morgunblaðið - 14.12.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þ að er enn dimmt í Reykjavík þegar blaða- maður slær á Skype- þráðinn til Rakelar Blomsterberg hinum megin á hnettinum. Í Nýja-Sjálandi, þar sem hún býr, eru flestir búnir að borða kvöldmat en á Íslandi er fólk rétt að ljúka við morgunmatinn. Rakel er nýútskrifuð úr fatahönnun frá Otago Polytechnic í borginni Du- nedin og hefur verið búsett í Nýja- Sjálandi í þrjú og hálft ár. Starfsreynsla að heiman „Áhuginn fyrir fatahönnunar- námi hefur verið til staðar síðan ég man eftir mér en svo fannst mér það aldrei nógu praktískt. Síðan var maðurinn minn, Eiríkur Ragn- arsson, á leið í skiptinám hér í Nýja- Sjálandi og þá ákvað ég að slá til en mig hafði alltaf langað að stunda slíkt nám fyrir utan Ísland. Ég byrj- aði á því að taka undirbúningsnám í listfræði eina önn og byrjað svo eftir jól í fatahönnunnni. Skólinn í Duned- in er miðlungsstór og við vorum rúm- lega 50 sem hófum nám en 24 sem út- skrifuðumst. Heima á Íslandi hafði ég tekið nokkra menntaskólakúrsa tengda hönnun og unnið fyrir Gust í nokkra mánuði eftir mennta- skólann,“ segir Rakel. Námið er bæði bóklegt og verklegt og er í nokkuð föstu formi fyrstu tvö árin. Á lokaárinu fá nemendur síðan frjáls- ari hendur og eiga þá að hanna tvær fatalínur. Rakel segir námið vera fjölbreytt en fatahönnunarnemar sitja nokkra áfanga með nemendum í grafískri hönnun, innanhússhönnun og vöruhönnun. Rakel lauk náminu nú í október og var fatalínan hennar innblásin af ferðalögum hennar um heiminn og textíl. Hver flík táknar heimsálfu „Ferðalög eru mitt helsta áhugamál og þau urðu innblásturinn að fatalínunni en hver alklæðnaður táknar ákveðna heismálfu. Ég er líka hrifin af textíl og mig langaði að búa til efni sem ég gæti leikið mér með og notað eins og ég vildi. Ég lét prenta mynstur á pólýesterefni sem fötin eru saumuð úr og svo notaði ég rýja- efni í bland. Með því vildi ég tengja dálítið inn í vefnaðarhefðina heima á Íslandi enda eiga margar ömmur veggteppi í þessum stíl,“ segir Rakel. Hún segir það hafa verið skemmti- legt að sjá afraksturinn á tískusýn- ingarpallinum en um 800 manns voru samnkomnir á sýningunni. Litagleð- Alklæðnaður fyrir hverja heimsálfu Rakel Blomsterberg er nýútskrifaður fatahönnuður frá skóla í nýsjálensku borg- inni Dunedin. Lokaverkefni hennar var að hanna fatalínu sem innblásin var af áhuga hennar á ferðalögum og textíl. Rakel verður heima á Íslandi um jólin og ætlar sér síðan að setjast að í Evrópu. Ljósmynd/Kári & Kolbrún Evrópa Miss Europe er litrík. Hina einu, réttu jólapeysu er hægt að finna á vefsíðunni thesweater- store.com. Úrvalið er ótrúlegt og margar hverjar sætar en aðrar skemmtilega hallærislegar. Jólapeys- urnar eru sendar um heim allan og eiga að skila sér með hraði. Vefsíðan www.thesweaterstore.com Ljótasta jólapeysan í bænum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ég hef tekið þá meðvituðu ákvörðun að vigta mig ekki í des- ember. Ég veit vel að talan sem kemur upp mætti vera lægri og því kýs ég að lifa í afneitun fram á næsta ár. Ég nenni ekki að heyra neitt um að komast í kjól- inn fyrir jólin. Þá fer ég bara í einhvern annan sem passar. Að- hald á aðventu er nokkuð sem ég hef aldrei, og mun vonandi aldrei, heyra neitt um. Ég ét mínar mandarínur og syndi reglulega eins og venjulega. En þess á milli nýt ég þess að smakka smákökur, troða í mig laufabrauði og drekka slatta af rauðvíni og svolítinn jólabjór. Hvað á maður svo sem að gera annað í þessu skammdegi en að hafa það notalegt og borða góðan mat? Að koma saman og spjalla yfir góðgæti finnst mér vera órjúfanlegur partur af þessum árstíma. Samstarfs- konur koma með bakstursafrakstur að smakka, mömm- ur gefa heilu dunk- ana, pabbar steikja laufabrauð. Hvern- ig á að vera hægt að standast þetta? Ég get ekki séð að það sé hægt og er löngu hætt að reyna að fela smákök- umolaslóðina eftir mig hvert sem ég fer. Vigtin í frí Morgunblaðið/Frikki Hóhóhó Borðaðu jafn mikið og jólasveinn á aðventunni. Aðhald á að- ventu er nokkuð sem ég hef aldrei heyrt um. Mæja masar maria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.