Morgunblaðið - 14.12.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.12.2012, Qupperneq 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Sennilega hefur enginn starfað lengur við sveitarstjórnarmálen Sigurgeir Sigurðsson og hann er örugglega með lengstastarfsferil sem bæjarstjóri, en hann var í bæjarstjórn á Sel- tjarnarnesi í 40 ár, var fyrst kjörinn í hreppsnefnd 1962 og var bæjarstjóri í tæplega 38 ár. „Ég sakna þess að vera í skemmtilegri vinnu, og það var hún, en ég á stóra og góða fjölskyldu sem er sem betur fer ekki langt frá mér,“ segir Sigurgeir sem er 78 ára í dag. „Núna er ég með eitt ákveðið embætti. Ég sæki tvö barnabörnin í leikskólann á daginn. Það heldur mér ansi vel við efnið og er skemmtilegt að vera í svona nánu sambandi við yngstu kynslóðina.“ Eftir að Sigurgeir hætti störfum vegna aldurs fyrir um áratug sneri hann sér að golfinu auk þess sem hann reynir að fara daglega í sund. „Það hefur gengið vel í golfinu, en ég byrjaði allt of seint,“ segir hann og bætir við að íþróttin sé varla fyrir fólk í fullri vinnu því golfið sé mjög vanabindandi og skemmtilegt. En það komi niður á árangrinum að byrja á efri árum. „Maður nær ekki þessari mjúku sveiflu sem yngra fólkið hefur,“ segir hann. Sigurgeir segir að sameining Seltjarnarness við önnur sveitar- félög sé ekki á dagskrá. „Við höfum alltaf sagt að ef hægt er að bjóða okkur eitthvað betra en við bjóðum íbúum okkar upp á væri hægt að ræða það en það er langt frá því.“ steinthor@mbl.is Sigurgeir Sigurðsson, fv. bæjarstjóri, 78 ára Morgunblaðið/Golli Sveitarstjórnarmaður Sigurgeir Sigurðsson kann eðlilega hvergi betur við sig en á Seltjarnarnesi, þar sem hann réð ríkjum í 40 ár. Í nánu sambandi við yngstu kynslóðina Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Ísabella Björt fæddist 2. mars kl. 4.02. Hún vó 3.655 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga Björt Ingadóttir og Ingibjörn Pétursson. Nýir borgarar Reykjavík Benjamín fæddist 18. mars kl. 5.36. Hann vó 2.575 g og var 45 cm langur. Foreldrar hans eru Elín Árnadóttir og Pétur Eggert Torfa- son. S veinbjörn fæddist í Hafn- arfirði og ólst þar upp. Hann var í Víðistaða- skóla, lauk stúdents- prófir frá Flensborg 1992, stundaði nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og lauk það- an prófum 2007, var í öllu fagtengdu námi slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna 1993-97 og stundaði nám í bráðatækni í Bandaríkjunum árið 2000. Þá sótti hann þjálfun hjá norska hernum vegna friðargæslu- starfa. Sveinbjörn var í sveit á æskuár- unum hjá Helga Björnssyni í Huppahlíð í Miðfirði. Þangað fer sonur hans nú í sveit og þangað fer Sveinbjörn enn í sauðburð, heyskap, göngur og réttir. Sveinbjörn hóf störf hjá Slökkvi- liði Hafnarfjarðar 1993 og hefur starfað þar og síðan hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sveinbjörn sinnti friðargæslu með íslenskum friðargæslumönnum í norðvesturhluta Afganistans frá því í október 2005 og fram í mars 2006. Hvernig var dvölin í Afganistan? Sveinbjörn Berentsson slökkviliðsmaður - 40 ára Í Huppahlíð Börn Sveinbjörns og Auðar: Björgvin, Þorbjörg Helga og Símon, ásamt Labrador-hundinum Herkúles. Huppahlíð og Afganistan Ljósmynd/Sveinbjörn Berentsson Í Afganistan Börn í Ghor-héraði taka á móti fatagjöfum frá Íslandi. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is TAKTU ÞÁTT Í JÓLARÚLLULEIK PAPCO! Með því að kaupaWC pappír og eldhúsrúllur frá Papco fyrir jólin áttu möguleika á að vinna glæsilegan vinning í jólarúlluleiknum. Fjöldi frábærra vinninga, snjóbretti, bindingar og skór frá Mohawks, úlpur frá Cintamani, Hamax-sleði, árskort í Hlíðarfjall og margt, margt fleira! WWW.PAPCO.IS STYRKJUM GOTT MÁLEF NI! EIN RÚLLA AF HVERRI SELDRI PAK KNINGU RENNUR TI L MÆÐRA- STYRKSNEF NDAR F ÍT O N / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.