Morgunblaðið - 14.12.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.12.2012, Qupperneq 26
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þ að var árið 2007 sem Seltjarnarnesbær, menntamálaráðuneytið, Læknafélög Íslands og Reykjavíkur og Þjóð- minjasafn Íslands gerðu með sér samning um að reisa og reka læknaminjasafn í bænum. Fyrsta skóflustungan að ný- byggingunni var tekin í september árið 2008 en það var bærinn sem bar ábyrgð á kostnaði við fram- kvæmdina. Húsið reis en var aldrei fullklárað vegna fjárskorts í kjölfar hrunsins og stendur nú autt. Stofnun safnsins var að frum- kvæði Seltjarnarnesbæjar en nú, fimm árum síðar, hafa bæjaryfir- völd óskað eftir því við mennta- málaráðherra að ráðuneytið taki við rekstri safnsins frá og með 1. janúar næstkomandi. Í bréfi bæjarstjórans, Ásgerð- ar Halldórsdóttur, til ráðherra seg- ir meðal annars að rekstrarframlag ráðuneytisins sem kveðið sé á um í samningnum frá 2007 muni aðeins duga fyrir litlum hluta af þeim heildarkostnaði sem fyrirsjáanlegur sé við rekstur jafnsérhæfðs safns og læknaminjasafn er og af þvílíkri stærðargráðu. Umframkostnaður falli því fyrirsjáanlega á bæjar- félagið. Ásgerður segir að þar sem upphaflegi samningurinn renni út nú um áramótin hafi verið ákveðið að óska eftir að flytja ábyrgðina yf- ir til ráðuneytisins. Bæjaryfirvöld hafi átt fundi með ráðherra og embættismönnum undanfarin tvö ár um afdrif safnsins. Niðurstaða meirihluta bæjarstjórnar hafi verið að óska eftir því að ráðuneytið taki við safninu. „Þetta er safn í þágu allrar þjóðarinnar og því er rétt að ráðu- neytið taki við rekstrinum. Við bíð- um bara eftir samstarfi við ráðu- neytið um hvernig er hægt að útfæra þetta,“ segir Ásgerður. Losi sig við skuldbindingar „Við hörmum það að bærinn vilji núna hverfa frá verkefninu. Ráðuneytið var búið að áætla fjár- muni í reksturinn en þetta breytir öllum forsendum. Það þarf að end- urskoða þetta allt og ræða við læknafélögin sem lögðu fjármuni í þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Katrín segir að málið sé tví- þætt. Annars vegar sé um að ræða bygginguna sem reist var fyrir safnið og hins vegar læknaminja- sýningu sem hýst sé í Nesstofu. Ráðuneytið horfi til Þjóðminja- safnsins um að taka við rekstr- inum. „Ríkið hefur ekki gert ráð fyr- ir að ljúka húsbyggingu og hefur ekki sérstaklega á stefnu sinni að reka fleiri söfn. Þess vegna lítum við til Þjóðminjasafnsins. Svo þarf að skoða hvert hlutverk nýbygging- arinnar verður og undir hvað hún verður nýtt,“ segir hún. Í svari ráðuneytisins til bæjar- ins setur það meðal annars þau skilyrði að bærinn beri fulla fjár- hagslega ábyrgð á öllum skuldbind- ingum safnsins til þess tíma sem ráðuneytið taki við rekstrinum og bærinn segi upp með löglegum fyr- irvara öllum bindandi samningum vegna þess miðað við 1. janúar næstkomandi. Þar með talið eru samningar við starfsfólk og bærinn beri fjárhaglega ábyrgð á greiðslum sem kunni að leiða af uppsögnum. Vegna þess hve skammur fyrirvarinn sé verði safn- ið líklega lokað fyrst um sinn en stefnt að því að sýning læknaminja verði opnuð með einhverjum hætti síðar. Afsala sér ábyrgð á læknaminjasafni Morgunblaðið/Þorkell Óvissa Ekki er ljóst hvað verður um bygginguna sem reist var undir Læknaminjasafnið. Þjóðminjasafnið gæti hýst sjálfa sýninguna. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisstjórninhefur veriðiðin við að útrýma störfum hér á landi og hindra að ný verði til. Hún hefur í raun staðið fyrir samfelldu átaki gegn atvinnu allt kjör- tímabilið og árangurinn af þess- ari eljusemi leynir sér ekki. Enn mæla þúsundir göturnar þar sem enga vinnu er að hafa og þúsundir hafa flúið ástandið og starfa nú erlendis. Ástæðu þess hvernig komið er má rekja til viðhorfs stjórn- arliða til atvinnulífs og atvinnu- sköpunar. Stjórnarliðar sjá ekk- ert samhengi á milli þeirra starfsskilyrða sem atvinnulífinu eru búin og þeirra atvinnutæki- færa sem fólki standa til boða. Af verkum stjórnarliða má hins vegar ráða að þeir telja að eina leiðin sem ríkið hafi til að takast á við atvinnuleysisvandann sé að fara út í margvíslegar skammtímaaðgerðir sem kunna að draga tímabundið úr sárustu neyðinni en hafa í besta falli óviss en sennilega sáralítil ef nokkur áhrif til lengri tíma litið. Eitt átaksverkefni af þessu tagi var undirritað í vikunni og hefur að markmiði að „virkja at- vinnuleitendur, sem hafa full- nýtt eða munu að óbreyttu full- nýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisis, til þátttöku að nýju á vinnu- markaði“. Nú er út af fyrir sig jákvætt og raunar nauðsynlegt að veita atvinnulausum tíma- bundna aðstoð. Slík aðstoð er á hinn bóginn engin lausn á þeim vanda sem landsmenn standa raunverulega frammi fyrir, sem er atvinnustefna ríkis- stjórnarinnar. Átaksverkefnið sem nú hefur verið undirritað við aðila vinnumarkaðarins, meðal annars Samtök atvinnu- lífsins og Alþýðu- samband Íslands, er frekar til marks um árangursleysi ríkisstjórnarinnar og þá staðreynd að nú styttist óðum í kosningar en að verið sé að leysa vanda atvinnu- lausra. Og fyrir utan að átakið mun í besta falli hjálpa sumum at- vinnulausum fram yfir kosn- ingar verði það að fullu virt af hálfu ríkisins, verður að hafa í huga hverjir það eru sem und- irrituðu samkomulagið. Ásamt fulltrúum aðila vinnumarkaðar- ins voru það ráðherrar úr ríkis- stjórninni, en sem kunnugt er hafa aðilar vinnumarkaðarins ítrekað kvartað yfir því – rétti- lega – að ríkisstjórnin standi ekki við þá samninga sem þegar hafa verið gerðir. ASÍ hefur raunar birt sérstaka auglýsingu þess efnis, sem setur undirritun samkomulags við ríkisvaldið á sama tíma í einkennilegt ljós. En jafnvel þó að allt gangi eftir sem í hinu nýja sam- komulagi er að finna stendur það eftir að átaksverkefnið sem samkomulagið snýst um er stað- festing á því að hér á landi hefur í tæp fjögur ár verið rekin kol- röng stefna í atvinnumálum. Að- stæður hafa boðið upp á að fjöldi starfa yrði skapaður og að hægt væri að vinna bug á at- vinnuleysinu. Þetta hefur ekki verið gert en þess í stað rekinn hernaður gegn atvinnulífinu í heild og einstökum greinum þess sérstaklega. Staðreyndin er sú að ef ríkisstjórnin hefði hlíft atvinnulífinu við miðstýr- ingar- og skattlagningar- hugmyndum sínum þyrfti ekki að undirrita neina samstarfs- yfirlýsingu um „átak til atvinnu 2013“ vegna viðvarandi atvinnu- leysisvanda. Nýtt atvinnuátaks- verkefni ríkisstjórn- arinnar er léttvægt í ljósi langvarandi árásar á atvinnulífið} Átak gegn atvinnu Það er aðminnsta kosti matsatriði hvort stóru matsfyrir- tækin þrjú hafi staðið sig vel í að- draganda banka- kreppunnar á árunum 2007 og 2008. Brotalamir undirmálslán- anna í Bandaríkjunum fóru ekki bara fram hjá þeim. Sum matsfyrirtækjanna gáfu marg- víslegum vafningum, sem voru eins og rúllupylsur í kringum undirmálslán, sinn gæðastimp- il. Svo brennd voru fyrirtækin eftir hið efnahagslega óveður að þau hættu jafnvel að treysta ríkissjóði Bandaríkjanna til fulls. Frakkar fóru sömu leið og sífellt fleiri. Nú er dulu vafans veifað framan í Stóra-Bretland. En þegar öll ríki veraldar hafa loks misst sitt þrefalda A verða áhrifin sennilega líkust því og þegar eitt 0 eða tvö eru klippt aftan af gjaldmiðli sem farið hefur í gegnum verð- bólguskeið. Þá hefur orðið út- litsbreyting en ekki efnis. Fjöldi sjóða er bundinn því í sínum reglum að kaupa aðeins skuldabréf með þreföldu A mati eða sambærilegu. Þegar þau verða öll horfin verður regl- unum breytt og eftir það miðað við það mat sem hæst metnu ríkissjóðir og skuldabréfaút- gefendur hafa þá. Og ekkert hefur gerst. Eða hvað? Matsfyrirtækin eru löskuð en markaður- inn getur ekki enn án þeirra verið} Boðið í mat D esember er mánuður mikilla gnægta. Það á ekki síst við hvað varðar munn og maga, vart má snúa sér við án þess að reka oln- bogann í jólaölskönnu, kúfaðan smákökudisk, konfektskál eða laufabrauðs- stafla. Líklega er aldrei meira spáð og spek- úlerað í mat en um þetta leyti, umræðurnar í matartímanum snúast að mestu leyti um mat- argerð, fjölmiðlar sneisafullir af uppskriftum að hinu og þessu góðgæti. Lítil bakarí og konfekt- gerðir spretta upp í eldhúsum landsmanna. Eða er það ekki annars? En þetta er ekki veruleiki allra. Að minnsta kosti ekki þeirra mörg þúsund fjölskyldna sem þurfa að leita á náðir ýmissa hjálparsamtaka til þess að geta gert sér daga- mun yfir þessa mestu hátíð ársins. Það gerir varla nokkur einasti maður að gamni sínu, eins og stundum hefur verið haldið fram. Sé einhver að villa á sér heimildir til að fá aðstoð af þessu tagi, hlýtur viðkom- andi hvort eð er að vera mikillar hjálpar þurfi. Varla er þetta það sem einhver ætlar að verða þegar hann verður stór; að þurfa að reiða sig á hjálparsamtök. Það er ekki staða sem neinn óskar sér, ekki ástand sem neinum þykir eftirsóknarvert og ekki eitthvað sem maður óskar börnunum sínum. Engu að síður er þetta hlutskipti mörg þúsund Íslend- inga. Bæði á hátíðum og hversdags. Þetta er ekki náttúru- lögmál, heldur ömurleg birtingarmynd þess að eitthvað hefur farið illilega úrskeiðis í þessu samfélagi. Þeir sem sjá um aðstoð af þessu tagi eru oftast sjálfboðaliðasamtök. Sum eru á vegum þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga, önnur eru starfrækt án slíkra tengsla. Rekstrar- formið er mismunandi, áherslurnar stundum ólíkar en það fólk sem stendur að og starfar að aðstoðinni á eitt sameiginlegt; það lætur sig hag annarra varða. Því er ekki sama þegar það fréttist að fólk eigi ekki fyrir mat. Því er heldur ekki sama þegar það heyrir um gríðar- legan aðstöðumun barna á Íslandi. Þarna er samankomið fólk sem velur af fús- um og frjálsum vilja að verja frítíma sínum til þessara starfa, þegar það gæti verið að gera ýmislegt annað. Svo eru það öll fyrirtækin og einstakling- arnir sem styrkja starfsemina á einn eða ann- an hátt. Það er í rauninni alveg magnað hversu margir eru tilbúnir til að hjálpa ókunnugu fólki. Stundum er því haldið fram að aðgerðir (eða aðgerða- leysi) stjórnvalda sé aðalorsökin fyrir því að fjölgað hafi í þeim hópi sem þarf á ýmiss konar aðstoð að halda. Ómögulegt er að segja til um hvernig ástandið væri ef einhver annar flokkur með aðra stefnu eða ef annað fólk væri við völd. Það virðist nefnilega litlu máli skipta hvað flokkurinn heitir, eða hvaða stefnu hann kennir sig við. Því ef slíkir titlar væru aðalatriðið, þá myndi t.d. enginn þurfa að leita til hjálparsamtaka á valdatíð stjórnvalda sem kenna sig við velferð. annalilja@mbl.is Þetta er ekki náttúrulögmál Pistill Anna Lilja Þórisdóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Heildarkostnaðurinn við bygg- ingu Læknaminjasafnsins á Sel- tjarnarnesi var áætlaður um 345 milljónir króna. Sá kostnaður skiptist niður á Læknafélag Ís- lands, Læknafélag Reykjavíkur, menntamálaráðuneytið og Sel- tjarnarnesbæ. Byggingin átti að vera tilbúin hinn 1. september ár- ið 2009 og átti að vera 1.266 fer- metrar að flatarmáli. Nú er hins vegar talið að um 300 til 400 milljónir króna um- fram upphaflegar áætlanir þurfi til að ljúka við safnhúsið í sam- ræmi við upphaflegar teikningar. Húsið er nú fokhelt og gengið þannig frá því að ekki er talin hætta á skemmdum. NÝBYGGINGIN Þarf 400 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.